NT - 19.12.1985, Blaðsíða 9

NT - 19.12.1985, Blaðsíða 9
_ ____________________Fimmtudagur 19. desember 1985 9 Vettvangur Ræða Guðmundar Bjarnasonar, varaformanns fjárveitinganefndar við 2. umræðu fjárlaga: „Sömu krónurnar verða ekki notaðar tvisvar“ ■ Guðmundur Bjarnason: Hcrra forseti. Frv. til fjárlaga fyrir árið 1986 hefur nú vcrið til athugunar og meðferðar í fjvn. Alþingis frá því að þing kom saman í haust. Það cr mikil vinna hjá fjvn.-mönnum og þeim embættismönnum Fiár- laga- og hagsýslustofnunar cr tneð þeini starfa fyrir þetta verkcfni og viðtölin sem ncfndin ;i við ýmsa aðila og erindin sem hcnni bcrast skipta hundruðum. Að þcssu sinni voru ncfndar- störfin mcð nokkuð scrstökum hætti að því leyti að tvisvar á þcini tíma scm ncfndin var að fjalla um frv. koniu tilkynningar frá ríkisstj. um veigamiklar breytingar sem hún lagði til að gerðar yrðu á frv. bæði gjalda- og te'kjuhliðum þcss. Fyrri tilkynningin kom frarn í fram- soguræðu hæstv. fjmrh. scm flutt v;ir 12.nóv.sl. Varþargcrt ráðfyr- ir lækkun á ýmsum útgjaldaliðum, bæði framkvæmda- og rekstrarlið- um, þó einkum rekstrarliðum. þ.e. launum og öðrum rckstrarútgjöld- um ráðuneyta og ríkisstofnana sem ná skal fram með auknu aöhaldi og sparnaði. Einnig var gcrt ráð fyrir lækkun á tekjuhlið frv. og munaði þar mestu að horíið var frá hug- myndurn um að leggja söluskatt á ýmsar vörur og þjónustu sem ekki hefur veriö söluskattsskyld. Eftir þessar fyrirhuguðu breyt- ingar var lækkun útgjalda rnciri cn lækkun tekna og hefði því staða ríkissjóös átt að styrkjast, tckjur umfram gjöld að hækka. Scinni tilkynningin frá ríkisstj. um fyrirhugaðar breytingar fjallar hins vegar að mestu um tekjuhlið- ina. Fallið et Irá hugmyndum um breytingar á tollalögum og lögum um vörugjald og frestað cr áætlun- um um niðurfcllingu tekjuskatts af almennum launatekjum scm fram- kvæma átti í áföngum. Þessar ákvarðanir lciða til nokkurrar lækkunar á tckjum ríkissjóðs. Fá liggur fyrir að hækka þarf framlög til Tryggingastofnunar ríkisins og Atvinnutryggingasjóðs þó breytingar þar að lútandi séu látnar bíða til 3. umr. frv. Pá eru málefni Lánasjóðs ísl. námsmanna til sérstakrar athugunar og einnig tel ég æskilegt að hækka framlög til Húsnæðisstofnunar ríkisins til að auðvelda að staðið verði við hug- myndir um sérstakar aðgerðir í húsnæðismálum vegna greiðslu- vanda íbúðareigenda. Allt þetta bendir til þess að útlit sé fyir nokk- urn greiðsluhalla á fjárlögum næsta árs að öðru óbrcyttu. Hins ber að geta að eftir er að endurmeta tekjuáætlun fjárlaga- frv. og færa það síðar til áætlaðs verðlags á næsta ári. Þetta verður skv. venju gcrt við 3. umr. At' framansögðu má Ijósl vcra, að vinnan í fjvn. hefur verið með nokkuð sérstökum hætti að þessu sinni. Reynt hefur verið að gæta ítrasta aðhalds og gera sem allra minnstar tillögur til hækkunar á frv. Nema sameiginlegar tillögur nefndarinnar og þær till. sem meiri hl. flytur til hækkunar samtals 95 millj. kr. sem svarar til um 0.25% hækkunar á útgjaldahlið frv. Hafa breytingar n. aldrei verið jafn litlar þann tíma sem ég hef átt sæti í fjvn., en þettaer7. fjárlagafrv. sem ég tek þátt í að glíma við. Megin- ástæður fyrir því að brtt. nefnd- arinnar eru nú svo litlar og raunar mikið minni en oftast áður tcl ég vera. í fyrsta lagi eru áællaðar raunhæfari fjárveitingar til ráðu- neyta og stofnana en oftasl áður. Þar á ég við sjálft umfangið hvað varðar mannahaldið og raunveru- legan reksturskostnað. Ymsar stofnanir scm áður höfðu séð ástæðu til að ganga á fund nefndar- innar til að óska leiðréttingar á málum sínurn hafa ckki þurft að ganga slíkan bónarveg að þessu sinni. Margar hafa að sjálfsögðu komið til að biðja um aukin umsvif og einstaka til að biðjast vægðar og óska eftir að fjárframlög verði ekki lækkuð frá þvi sem frv. ráðgerir. Rétt er að geta þess að nokkrar stofnanir eru cnn í sérstakri athug- un sem leiða kann í Ijós að gera þurfi írekari leiðréttingar á rekstrargrunni þeirra. Þar á meðal eru lögreglustjóraembættið í Reykjavík. Bifrciðaeftirlit ríkisins og ríkisspítalarnir. Ég tel mjög nauðsynlegt að útgjöld séu rétt áætluð og sú starfsemi sem í gangi er fái þær fjárveitingar sem hún þarf sé á annað borð ætlast til að starfsemin sé óbreytt. Annað eru blekkingar og óraunsæi sem koma bara í koll stðar. Sumar af brtt. ncfndarinnar eru í samræmi við þetta sjönarmið, t.d leiðréttingar á vanáætluðum launa- liðum vegna yfirvinnu eða álags- greiðslna, húsaleigugreiðslum eða öðrum rekstrarko'stnaði svo að citthvað sé nefnt. Hins vegar er alltaf erfiðara að áætla rétt fyrir verðlagsbreytingum og sá halli á fjármálum ríkisins sem nú virðist stefna í á þessu ári er cinkum þannig til kominn að launa- og kostnaðarhækkanir al- mennt hafa orðið meiri en ráð var fyrir gert en tckjurnar hafa ckki aukist að sama skapi. í öðru iagi vil ég nefna að boðað- ar lækkanir af hálfu ríkisstj. á ýms- um útgjaldaliðum frv. leggja þá skyldu á herðar nefndarinnar eða a.m.k. meiri hl. hennar að halda niðri svo sem frekast er unnt öllum óskum ríkisstofnana um nýjar stöður eða nýja starfsemi. Það væri hjákátlegt að verða við óskum að flytja brtt. til lækkunar á ýmsum fjárlagaliðum, flestum sjálfsagt bæði þörfum og æskilegum en gera síðan margvíslegar tillögur til hækkunar á einhverjum öðrum lið- um frv. þó að cinnig gæti talist nauðsynlegir. Slíkt verður að bíða að þessu sinni. Þriðja og jafnframt veigamesta ástæðan sem ég nefni fyrir því livað boðaðar breytingar af hálfu nefnd- arinnar eru litlar er auðvitað sú að það er ekkert svigrúm til aukinna ríkisútgjalda ætli stjórnvöld að standa við þær hcitstrengingar sem hafðar voru í frammi er fjálagafrv. var lagt fram á haustdögum, cn þar á ég fyrst og fremst við markmiðin um hallalausan ríkisbúskap og stöðvun á erlendri skuldasöfnun. Þcssi atriði eru þau sem ríkisstj. vcrður að hafa að leiðarljósi ætli hún ckki að missa allt úr böndun- um hvað varðar stjórn efnahags- mála á næstu vikum og mánuðum. En hvers vegna er ekkcrt svig- rúm til aukinna ríkisútgjalda og hvers vegna er hlutfall fjárfcsting- arframlaga af heildarútgjöldum ríkissjóðs orðið svo lítið scm raun ■ Guðmundur Bjarnason. ber vitni? Mig langar að fara um þetta örfáum orðum og nefna nokkur dæmi sem ég tel vcra ástæð- ur fyrir því að svona er komið. Allt bendir til aðárið 1985 ætli að verða með allra bestu aflaárum i sögunni. Því ræða menn um og spyrja, hvernig stendur á öllufn þessum erfiðleikum í ríkisbú- skapnum og öllu þessu krepputali þegar aldrei hefur aflast betur cn einmitt nú? Von cr að spurt sé, en málið er því miður ekki svona ein- falt. Aflamagnið segir ckki alla söguna. Þegar rætt er um metaflaár ber að hafa í huga, að þá er átt við þyngd aflans án tillits til verðmætis. Rétt er að bcnda á að hvert tonn á þorski upp úr sjó er nú unt þaö bil tífalt verðmætara enn tonn af loðnu. Þcgar bera á saman afla- brögð milli ára er því réttara að rniðla við verðmæti aflans cn magn. Samanburður á breytingum afla- magns annars vegar og aflavcrð- mætis hins vegar milli áranna I983 og 1985 gefur ákaflcga skýra mynd af þessum mun. Þrátt fyrir tvöföld- un á aflamagni á þessum tvcimur árum úr 839 þús. lestum 1983 í um þaðbil 1670þús. lestirskv. spá fyrir árið 1985 er einungis gert ráð fyrir unt fimmtungsaukiningu á vcrð- mæti aflans. Skýringin er augljós. Tvöföldun á aflamagni má fyrst og fremst rekja til aukinnar loönu- veiði en botnfiskafli dregst sanian. A mælikvarða aflamagns upp úrsjó í tonnum talið má reyndar leiöa að því líkur að árið 1985 geti orðið metaflaár. Sama gæti orðið uppi á tengingnum þegar aflaverðmæti er skoðað, en þá virðist stefna í svip- aðar tölur og 1980-1981, scm cru mestu aflaárin til þcssa. Sé hins vegar litið á afurðaverð- mætið kemur í Ijós að talsvert skortir á að hámarkinu frá 1981 vcröi náð nú. Mælt í dollurum vantar um fjórðung. en þar sem miklar sveiflur hafa verið á dollara- gengi undanfarin ár er eðlilegra að líta á raunviröi afurðaverðmætis scm gefur þá niðurstöðu að þrátt fyrir metafla á þessu ári verður afuröaverðmætið enn tæplega 10% minna en 1981. Þessi samanburður sýnir þannig glöggt hversu hæpið það getur veriö að skoða cingöngu tonnafjölda upp úr sjó án tillits til afla eða afurðaverðmætis. Saman- burðurinn skýrir einnig hvers vegna aukið aflamagn bætir ckki þjóðarhag enn mcir en raun cr a. Vissulega hefur stóraukin loðnu- veiði haft mikið að segja og ætla ég síst af öllu að gera mikið úr því. en ítreka aðeins að við samanburð á aflamagni verður cinnig aö taka til- lit til afurða verömætisins. Og þrátt fyrir aukin verðmæti er enn langt frá því að viö hölum jafnað okkur eftir áfall og aflahrun scinustu ára. En hverjar eru skýringarnar á breyttum hlutlöllum ríkisútgjalda til hinna einstöku verkefna? Ymsir nýir og stórir útgjaldaliðir hala komið til á seinustu árum og aörir hafa hækkað hlutfallslcga. Og þessar brcytingar hal'a fyrst og fremst komið niöurá fjárfestingar- þáttunum. Þar sem ég var áöan að ræða utn afla ogsjávarúlveger ckki úr vcgi að nefna sem fyrstu ástæður þcssara breytinga endurgreiðslu söluskatts í sjávarútvegi sem er nýr liður í fjárlögum þessa árs aö upp- hæð kr. 430 millj. auk þess sem rúmar 30 millj. kr. voru á árinu veittar meö aukafjárvcitingu til þcssa liðar. Að mestu leyti rennur fjármagn þetta til útgeröarinnar í gegnum Aflatryggingasjóð og hef- ur verulega þýðingu fyrir afkomu hcnnar. Hins vegar má spyrja hvort hérsé rétt að málum staðið að cndur- greiða til atvinnuvegar skatt sem á Itann hefur veriö lagður umfratn það scm liann gctur borið. Hér er t raun viðurkennt að gengiö hafi ver- ið of langt þegar ríkissjóöur styrkir þann atvinnuveg sem þjóðfclagið lifir að mestu lcyti á. í fjárlagafrv. fyrir 1986 er þessi upphæð áætluö 600 millj. kr. Ljóst eraðþónokkuö mætti framkvæma í höfnum lands- ins væri hægt að ráðstafa upphæð þessari til fjárfcstingarverkefna. Ég tel hins vegar að fyrr en síðar verði að finna lcið til að losa ríkis- sjóð og atvinnulífið við millifærslur af þcssu tagi. Önnur ástæðan scm cg vil ncfna fyrir auknum rckstrarútgjöldum ríkissjóðs er fjölgun heilsugæslu- stöðva og sjúkrarúma á undanförn- um áru. Þctta er að vísu ekki nýtt dænti en mjög táknrænt fyrir þær breytingar scm eru að gerast. I grcin sem Skúli G. Johnsen borgarlæknir ritar nýlcga í Lækna- blaðið segir m.a. með leyfi hæstv. forseta: „Síðasti áratugur var einhver mesti uppgangstími heilbrigðis- þjónustunnar hér á landi frá upp- hafi. Sjúkrahús voru byggð og stækkuð um allt land og fjölda heilsugæslustöðva komið á fót. A árunum 1970-1982 fjölgaði sjúkra- rúmum úr 2933 eða 14.3 rúmum á hverja 1000 íbúa í 3890 eða 16.6 rúmum í hverja 100 íbúa. Þetta cr meðal hins hæsta sem gerist. Á sama tímibili voru tcknar í notkun 29 heilsugæslustöðvar og má nú segja að allir landshlutar þegar frá eru taldir Reykjavík og Reykjanes hal'i fullnægjandi aðstöðu til heilsu- gæslustarfs skv. lögum." Og þrátt fyrir alla þcssa upp- byggingu cr ckkert lát á. Sá lram- kvæmdaliðurinn sem crfiðast var að skipta upp að þessu sinni var einmitt bygging sjúkrahúsa og hcilsugæslustöðva. Byggingar þcssar eru mjög dýrar og cnn dýrari í rckstri þegar þær loks cru tcknar í notkun, enda þessar stofnanir með stærstu vinnuveitendum á þcim stöðum þar sem þær starla. I þriðja lagi vil ég svo ncfna fjár- veilingar af ýmsu tagi til málefna fatlaðra. Ekki cr nokkur vafi á að þcssi mál voru vanrækt um langt árabil, en á seinustu 5 árum cða svo hcfur veruleg breyting orðið á. Á vcgum félmrn. er á næsta ári ráðgert að verja 450 niillj. kr. til þessa málaflokks og eru þá ótalin framlög sem kotna í gegnum mcnntamála- og hcilbr.- og trmr. Skv. þcssu verða starfandi tnilli 60- 70 þjónustu- og vistUnarstofnanir á landinu öllu á árinu 1986. Allt cr þetta nauðsynlcg starfscmi sem mikil þörf var l'yrir. Hins vegar virðist nauðsynlegt að ininna mcnn stöðugl á að sömu krónurnar vcrða ckki notaðar tvisvar. 1 ljórða lagi neini ég lengda skólaskyldu, fjölgun fjölbrauta og menntaskóla og aukna aðsókn að Háskóla íslands. Fjölgun nema á framhalds- og háskólastigi kallarsí- fellt á aukin Iramlög til l.ánasjéiðs ísl. nátnsmanna t>g alll cykúr þetta rekstrarútgjöld ríkissjóðs. Liðurinn, jöfnun námskostnaðar cr óbrcyttur 20 millj. kr. frá l'jár- lögum til frv. og má vissulega gagn- rýna það að ekki skuli gert betur og svo má auðvitað scgja utn ýmsa aðra liði lrv. Ég vil hins vegar leggja áherslu á að besta jöfnunin til náms er auðvitað sú að l'æra námið sem mest heim lil unga fólksins og það cr einmitt skv. þeirri stefnu setn fjölbrauta- og menntaskólar hafa vcrið byggðir upp nú á undanförnum árum. Fjár- veiting á liðnum Jöfnun náms- kostnaðar fer til að greiöa uppihald framhaldsskólanema sem þurfa að sækja nám sitt fjarri heimabyggö. Þegar svo háttar til fá nemendur sem sækja nám annað ekki greidd- an jöfnunarstyrk og cr því minni þörf fyrir þennan liö en áður og er það vcl. Að lokum herra forscti, vil ég svo minna á lántökur ríkissjóðs á undanförnum árum og þá vaxta- byrði scm af þcim lciðir. Vaxta- greiðslur verða sífcllt hærra og hærra hlutlall af heildarútgjöldum, á næsta ári áætlaðar á 4. milljarð kr. Út út þessum vítahring verðum við að komast. Á það hef ég lagt áherslu áöur og eyði ég ckki flciri orðum hér. Tekjuhlið l'rv. og nokkrir stórir málaflokkar sem ég nefndi í upp- hafi máls míns eiga cítir að fá frek- ari umfjöllun í ncfndinni milli 2. og 3. umr., svo og B-hluta fyrirtækin. Trúlega á cinnig eftir að gera nokkrar smærri breytingar og lag- færingar á nokkrum liðum og mun það einnig koma fram við 3. umr. frv. Ég vil að lokum þakka formanni og meðnefndartnönnum, ritara nelndarinnar og starfsfólki Fjár- laga- og hagsýslustofnunar l'yrir gott samstarf: I„Reynt hefur verið að gæta ýtrasta aðhalds og gera sem allra minnstar tillögur til hækkunar á frumvarpinu“ „Og þrátt fyrir aukin verðmæti er enn langt frá því að við höfum jafnað okkur eftir áfall og afla- hrun seinustu ára.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.