NT - 19.12.1985, Side 10
liL'
Fimmtudagur 19. desember 1985 10
Opið bréf til
lesenda Þjóðvilians
Góðir lesendur Þjóðviljans!
■ Líklega ætti ég að öfunda ykkur
góðir Þjóðviljalesendur, vegna þess
hve þið lifið í „vcrnduðu" umhverfi.
hjóðviljinn tíðkar þá blaðamennsku
cina að varast að prenta neitt annað
en það sem valdaklíkur Alþýðu-
bandalagsins vilja fá ykkur til þessað
trúa.
Þannig hlýtur lífið að verða ein-
faldara og þægilcgra fyrir ykkur ef
aldrei er sáð neinum efasemdum í
huga ykkar um ágæti skoðana og
málflutnings foryslumanna ykkar.
Lífið verður einkum sérstaklega
þægilcgt fyrir forystumennina þar
sem ómur af röksemdum annarra
truflar ekki þankagang ykkar. Þó er í
því falin veruleg hætta á því að hugur
ykkar hrörni fyrr en ella og að þið þjá-
ist af „skynfæð" sem er áhrifamikið
lærdómsorð.
Skynfæð lesenda
Eg rita þetta bréf í þcim tilgangi að
þröngva inn á síður Pjóðviljans upp-
lýsingum sem hingað til hefur verið
haldið lrá ykkur, en sem ykkur varð-
ar þó um. Einu sinni átti ég móður-
bróður sem Bergur hét. Hann dó fyr-
ir meira cn hálfri ökl, imgur maður,
en hann komst stundum eftirminni-
lega að orði og sum tilsvör hans eru
munuð enn í dag.
Einhvcrju sinni lá Bergur á greni
ásamt öðrum manni. Þeirhöfðuekki
heppnina með sér og náðu hvorugu
dýrinu og misstu alla yrðlingana. Lá
þá ekki annað fyrir þeim en að fara
hcim með skömm. Verður þá sam-
starfsmanninum að orði: „Hvernig
eigum við að scgja frá þessu þegar
heim kemur.“ Þá svaraði Bergur:
„Ég held að það þýði ckkcrt að scgja
söguna öðruvísi en hún gekk."
Mikið væri gott cf þingfréttamcnn
Þjóðviljans tilcinkuðu sér orð Bergs
og færu að „segja söguna eins og hún
gekk" þá væruð þið ekki í seinni
hættu fyrir skynfæðinni.
Tillöguflutningur um
afvopnunarmál
Því rek ég þessa sögu að Þjóðvilj-
inn hefur ítrekað flutt rangar eða
villandi fréttir um tillöguflutning urn
afvopnunarmál á Alþingi. Eg verð
því að rifja söguna alla upp.
Á þinginu í fyrra flutti ég tillögu
svohljóðandi:
„Alþingi áréttar þá stelnu Islend-
inga að á íslandi vcröi ekki staðsett
kjarnorkuvopn eða eldflaugar, sem
slík vopn geta borið, og ályktar að
kjósa sjö manna nefnd er kanni
hugsanlega þátttöku íslands í um-
ræðu um kjarnorkuvopnalaust svæði
á Norðurlöndum.
Ncfndin skili áliti til Alþingis fyrir
15. október 1985.“
Ég fékk meðflutningsmenn úröll-
um flokkum. Ellert B. Schram, Eið
Guðnason, Guðrúnu Agnarsdóttur,
Guðmund Einarsson, Guðrúnu
Helgadóttur, svo að Ijóst varð að til-
lagan naut meirihlutafylgis á Al-
þingi. Þingflokkur Sjálfstæöismanna
hafði fjallað um tillöguna og treysti
hann sér ekki til að ljá meöflutn-
ingsmann, cn dugur Ellerts brást
ekki er ég bað hann, en hann situr
ekki þingflokksfundi. Mælti ég fyrir
tillögunni og var henni vísað tíl utan-
ríkismálanefndar. Utanríkismála-
ncfnd fékk einnig til meðferðar tvær
aðrar tillögur um afvopnunarmál.
Varaformaður utanríkismálanefnd-
ar Eyjólfur Konráð Jónsson, stýrði
nefndarstarfi cftir að formaðurinn
Tómas Árnason lét af þingmennsku.
Utanríkismálanefnd sauð saman
ályktun upp úr þessum þremur til-
lögum og var svohljóðandi ályktun
samþykkt á Alþingi 23. maí 1985:
Ályktun Alþingis um stefnu ís-
lendinga í afvopnunarmálum.
„Alþingi ályktar að brýna nauðsyn
beri til að þjóðir heims, ekki síst
kjarnorkuveldin, geri með sér samn-
inga um gagnkvæma alhliða afvopn-
un þar sem framkvæmd verði tryggð
mcð alþjóðlcgu eftirliti.
Enn fremur telur Alþingi mikil-
vægt að verulegur hluti þess gífur-
lega fjármagns, sem nú rennur til
herbúnaðar, verði veittur til þess að
hjálpa fátækum ríkjum heims þar
scm tugir milljóna manntt deyja ár-
lega úr hungri og sjúkdómum.
Alþingi fagnar hverju því frum-
kvæði sem fram kemur og stuðlað
getur að því að rjúfa vítahring víg-
búnaðarkapphlaupsins.
Alþingi ályktar að beina því til
ríkisstjórnarinnar að styðja og stuðla
að allsherjarbanni við tilraunum,
framleiðslu og uppsetningu kjarna-
vopna undir traustu eftirliti, svo og
stöðvun á lramleiðslu kjarnakleyfra
efna í hernaðarskyni, jafnframt því
að hvetja til alþjóðlegra samninga
að árlega verði reglubundið
dregið úr birgðum kjarnavopna. '
Þessu banni og samningum um
niðurskurð kjarnorkuvopna verði
framfylgt á gagnkvæman hátt þannig
að málsaðilar uni því og treysti enda
verði þaö gert í samvinnu viö alþjóð-
lega eftirlitsstofnun.
Leita verður allra leiða til þess að
draga úr spennu og tortryggni milli
þjóða heims og þá einkum stórveld-
anna. Telur Alþingi að íslendingar
hljóti ætíð og hvarvetna að leggja
slíkri viðleitni lið.
Um leið og Alþingi áréttar þá
stefnu íslendinga að á íslandi verði
ekki staðsett kjarnorkuvopn hvetur
það til þess að könnuð verði sam-
staða um og grundvöllur lyrir samn-
Ég undi þessum málalokum hið
besta. Aðalatriði tillögu minnar
náðu bæði fram að ganga. Hið mikil-
vægara var að Alþingi ályktaði að
hér yrðu ekki leyfð kjarnavopn. Það
var mjög mikilvægt vegna þess að
þannig hafði Alþingi aldrei ályktað
fyrr og með þessari ályktun er því
slegið föstu að enginn annar en Al-
þingi geti leyft hér kjarnavopn. Áð-
ur hafði veriö uppi nokkur uggur
um að ríkisstjórn gæti e.t.v. tekið sér
það vald. Árcttaði ég þessa staðhæf-
ingu í lok umræðnanna og var henni
ekki mótmælt.
Hitt atriðið náði einnig fram að
ganga og ákveðið var að Island færi
að fylgjast með umræðunni um
kjarnorkuvopnalaust svæði á
Til ritstjóra N.T.
Meðfylgjandi sendi ég opið bréf til lesenda Þjóðvilj-
ans, sem ég óskaði eftir að fá birt í því blaði. Ekki hefur
það þó enn verið tekið til birtingar og því óska ég eftir að
það fáist birt í N.T. í trausti þess að einhverjir lesendur
Þjóðviljans lesi það þar.
Með fyrirfram þökk,
Páll Pétursson, alþingismaður.
ingum um kjarnorkuvopnalaust
svæði í Norður-Evrópu. jafnt á
landi, í lofti sem á hafinu eða í því,
sem liöur í samkomulagi til að draga
úr vígbúnaði og minnka spennu. Því
fclur Alþingi utanríkismálanefnd að
kanna í samráði við utanríkisráð-
herra hugsanlega þátttöku íslands í
lrekari umræðu um
kjarnorkuvopnalaust svæði á
Norðúrlöndum og skili nefndin um
það áliti til Alþingis fyrir 15. nóv.
1985.
Jafnframt ályktar Alþingi að fela
öryggismálanefnd, í samráði við
utanríkisráðherra, að taka saman
skýrslu um þær hugmyndir sem nú
eru uppi um afvopnun og takmörkun
vígbúnaðar, einkum þær sem máli
skipta fyrir ísland með hliðsjón af
legu landsins og aðild þjóðarinnar að
alþjóðlcgu samstarfi. Á grundvelli
slíkrar skýrslu verði síðan leitað
samstöðu meðal stjórnmálaflokk-
anna um frekari sameiginlega
stefnumörkun í þessum málum.“
HVAD ER KLUKKAN?
Þessi vinsæla barnabók er
komin aftur á markaðinn.
Bókin er með 16 vísum
sem sungnar eru viö
lagið „GAMLI NÓr*
Textar eru eftlr Stefán Júlíusson.
Dreiflng: Andvari hf., Sundaborg, sími 84722
Norðurlöndum. Ég tel mikilvægt að
svo sé vegna þess að ísland er illa sett
ef af slíku svæði yrði og ísland væri
ekki með. vegna þess að hætta væri á
að aukinn þrýstingur yrði á aukinn
vígbúnað á jöðrum hins kjarnorku-
vopnalausa svæðis.
Grundvallarplagg um
afvopnunarmál
Ályktun Alþingis frá 23. maí er
hin merkasta og samkvæmt henni
ber okkur að vinna. Islendingar tóku
því þátt í ráðstefnu um kjarnorku-
vopnalaus Norðurlönd í Kaup-
mannahöfn nú í haust og þótt sú ráð-
stefna yrði árangurslítil er sjálfsagt
að halda umræðunni áfram og eins
að íslendingar reyni einnig að upp-
fylla önnur skilyrði ályktunarinnar.
Hjörleifur tekur
stuttlega til máls
5. desember tók Hjörleifur Gutt-
ormsson mjög stuttlega til máls utan
dagskrár á Alþingi og spurði hvers
vegna íslands sæti hjá við atkvæða-
greiðslu á þingi Sameinuðu þjóðanna
um tillögu sem flutt er af Indónesíu,
Mcxíkó, Pakistan, Svíþjóð, Urug-
uay og Perú unt frystingu kjarn-
avopna, merkt L.18. Tillaga þessi
hlaut í fyrra stuðning Svíþjóðar,
Finnlands og Danmerkur en ísland
og Noregur sátu hjá. Við atkvæða-
^ greiðslu í fyrstu nefnd Samcinuðu
i þjóðanna nú í haust hafði Noregur
breytt fyrri afstöðu og studdi tillög-
una, en ísland sat hjá ásamt Bahama-
jeyjum, Kína, Luxemborg, Hol-
I landi og Spáni.
Utanríkisráðherra varði þessa af-
stöðu sem ákveðin var með vitund
forsætisráðherra. Frosætisráðherra
var þó ekki kunnugt um breytta af-
stöðu Noregs og hann samþykkti
málsmeðferð utanríkisráðherra.
Ég gat ekki fallist á alla röksemd-
arfærslu utanríkisráðherra og lét það
í Ijósi með nokkrum hógværum orð-
um svohljóðandi:
„Ég ætla ekki að fara að vekja
deilur um utanríkismál hér í þessum
umræðum utan dagskrár, en ég get
ekki varist því að það vekur undrun
mína sú afstaða sem kom fram hjá
hæstv. utanrrh. Ég tel að önnur af-
staða hefði verið meir í samræmi við
anda þeirrar samþykktar sem Al-
þingi gerði um utanríkismál á síðasta
vori og vil að það komi hér fram í
þessari umræðu. Breytt afstaða
Norðmanna ber því vitni að ríkis-
stjórn Káre Willochs treysti sér til að
standa að samþykkt tillögu Mexíkó
og Svíþjóðar og fleiri ríkja, verður þó
held ég ekki Káre Willoch né heldur
flokksbróðir hans Poul Schluter í
Danmörk sakaðir um þjónkun við
heimskommúnismann og því skyld-
um við fara að vera kaþólskari en
páfinn. Ég er alveg sammála forsrh.
um það, að samþykkt þessarar til-
lögu hefði ekki verið nein allsherjar-
lausn og hún hefði ekki tryggt
„heimsfrið um okkar daga“ en sam-
þykkt þessarar till. hefðiverið nokk-
urt skref, ekki stórt skref, en þó skref
í rétta átt og skref sem ég held að
óhætt hcfði verið fyrir okkur að taka
þátt í að stíga. Ég tel eðlilegt að, sem
sagt. að ísland hafi samstöðu með
öðrum Norðurlandaþjóðum og gæti
sóma síns vegna prýðilega greitt at-
kvæði með tillögu Svíþjóðar."
Og í lok umræðnanna flutti ég
eftirfarandi ræðu:
„Herra forseti. Ég get með engu
móti fundið að tillagan frá í fyrravor,
þá á ég við ályktun Alþingis um utan-
ríkismál, rökstyðji afstöðu hæstv.
utanrrh. Mér finnst allur andi till.
þvert á móti fremur til stuðnings
þeim markmiðum sem tillaga
Mexíkó og Svíþjóðar um frystingu
felur í sér. Að sjálfsögðu er enginn
að tala um að við látum aðrar
Norðurlandaþjóðir móta afstöðu
okkar til utanríkismála. Við eigum
að sjálfsögðu að meta stöðuna sjálf-
stætt og fyrir okkur og með okkar
hagsmuni fyrir augum hverju sinni.
Norræn samvinna er einstök í ver-
öldinni að því leyti til að það er
hvergi annarsstaðar sem fullvalda
þjóðir hafa svo náið samstarf sín í
milli án þess að glata í einu eða neinu
sínu eigin fullveldi. Hins vegar er
það í mörgum tilfellum mjög
skynsamlegt að hafa samvinnu á al-
þjóðavettvangi. í Norðurlandaráði
eru utanríkismál ekki tekin til með-
ferðar, en ég hef hvað eftir annað
lagt til að utanríkismálanefndir
þjóðþinganna taki upp samstarf sín á
milli. Sú hugmynd hefur ekki fengið
verulegan hljómgrunn ennþá. Ég er
meðflm. að till. í Norðurlandaráði,
að kannað verði hvernig Norðurlönd
geti út á við látið sína rödd heyrast
best, ég held að Norðurlönd hafi
ýmislegt að segja í heiminum og það
er frekar eftir því tekið ef við stönd-
um saman. Ég held að þarna hafi
verið kjörið tækifæri til þess að láta
sameiginlega rödd okkar heyrast og
ég hefði fagnað því ef rödd íslands
hefði verið með í þeim kór.“
Vitleysisgangur
sjálfstæðismanna
Þessi hógværu ummæli mín ollu
miklu fjaðrafoki. Þingflokkur Sjálf-
stæðismanna fékk móðursýkiskast
og hótaði stjórnarslitum og Morgun-
blaðið sló því upp morguninn eftir.
Útvarpið flutti hótanir frá formanni
þingflokks sjálfstæðismanna sem
síðan voru þó að hluta dregnar til
taka. Nú get égekkert aðþvígert.þó
að þingflokkur Sjálfstæðismanna
geri vitleysur og komi sér í óbærilega
stöðu, af því að sínum hótunum gátu