NT - 19.12.1985, Síða 11
flokksstarf
ffF Fimmtudagur 19. desember 1985 11
Ll
þeir með engu móti fylgt eftir nema
þá að stórskaða sjálfa sig. Ég geri þar
á ofan ekkert með skipanir þeirra um
það hvernig ég eigi að greiða atkvæði
á Alþingi. Þann rétt hef ég bundinn í
stjórnarskrá og tek ekki við fyrir-
mælum þeirra. I ummælum mínum á
Alþingi fólst að sjálfsögðu ekki van-
traust á utanríkisráðherra. Geir
Hallgrímsson er mjög mikilhæfur
stjórnmálamaður og langfremstur
sinna flokksbræðra að mínum dómi.
Þetta breytir því þó ekki að ég er
honum ekfci sammála í hvívetna oo
áskil mér rétt til þess að láta það í
ljósi.
Því er við að bæta að Geir hefur nú
mjög sterka aðstöðu sem utanríkis-
ráðherra. í kjölfar síðustu stjórn-
armyndunar var ákveðið að Fram-
sóknarmenn færu með forystu í
utanríkismálanefnd þannig gætu
Framsóknarmenn haft áhrif á gang
utanríkismála og átt þátt í stefnu-
mótun á öllum stigum. Ólafur
Jóhannesson var kjörinn formaður
nefndarinnar. Eftir lát hans sat
varaformaður Eyjólfur Konráð
Jónsson í formannssæti til næsta
hausts. Þá var Tómas Árnason kjör-
inn formaður. Tómas hætti þing-
mennsku og varaformaður stýrði
nefndinni. Við upphaf þings í haust
ákváðum við Framsóknarmenn að
Haraldur Ólafsson tæki við for-
mennskunni. en þá sviku Sjálfstæðis-
menn samkomulagið frá 1983 og
kusu allir sem einn Eyjólf í
formannssætið og náði hann því með
stuðningi stjórnarandstöðunnar.
Kjartan Jóhannsson kaus Eyjólf
Konráð en fulltrúar Alþýðubanda-
lags og Kvennalista létu formennsku
Eyjólfs óátalda og sátu hjá. Þannig
þarf Geir einungis að ráðfæra sig við
Eykon sem formann utanríkismála-
nefndar og býður þetta fyrirkomulag
upp á árekstra um utanríkismál á
milli stjórnarflokkanna.
Tillöguflutn-
ingur minn
Mér var það ljóst að hinum
heimskulegu hótunum sjálfstæðis-
manna yrði að mæta af festu og sá
það í hendi mér að nauðsynlegt væri
að taka frumkvæði að því að koma
íslandi í félagsskap annarra Norður-
landa hvað varðar afstöðuna til
kjarnavopnafyrstingar. Ég kannaði
óformlega mánudaginn 9. desember
hvort meirihluti gæti orðið á Alþingi
fyrirsvohljóðandi tillögu;
„Alþingi lýsir þeirri skoðun sinni,
að eðlilegt sé að ísland hafi samstöðu
með öðrum ríkjum Norðurlanda í
atkvæðagreiðslu á þingi Sameinuðu
þjóðanna um tillögu Mexíkó, Sví-
þjóðar og fleiri rt'kja um frystingu
kjarnavopna.“
Ég vissi auðvitað að til þess að
þessi tillaga gæti náð fram að ganga
með þinglegum hætti, á þeim tveim-
ur dögum sem voru til stefnu, þriðj-
udegi og miðvikudegi, (en atkvæð-
agreiðslan hjá S.Þ. var fyrirhuguð á
fimmtudegi), þá yrði að vera um
hana rík samstaða. Það mikið kann
ég fyrir mér í þingstörfum að ég veit
að 2-3 menn geta auðveldlega tafið
mál um einn eða tvo daga. Mál þetta
þurfti tvær umræður og meðferð í
nefnd.
Mér var kunnug andstaða margra
sjálfstæðismanna, þó að mér lægju í
léttu rúmi stjónarslitahótanir þeirra,
sérstaklega vegna þess að þeir gátu
ekki farið úr ríkisstjórninni af þessu
tijefni qo höfðu nnoa stöðu í kocnino.
ar með Hafskipsmálið á allra vörum.
Þeir gátu heldur ekki gengið til
stjórnarsamstarfs við aðra flokka
eftir að þeir hlutaðeigandi tlokkar
hefðu samþykkt tillögu sem væri or-
sök stjórnarslita. Ég sá að þannig
voru þeir negldir niður í sína ráð-
herrastóla og komust ekkert burtu.
Alþýðuflokkurinn vildi heldur ekki
lofa að styðja tillögu mína og meðal
sumra flokksbræðra minna var talið
að það væri óþarfa harðleikni við
sjálfstæðismenn að láta þá éta ofan í
sig stóryrðin um stjórnarslit. Fyrir
mér vakir raunar ekki að auðmýkja
sjálfstæðismcnn. þótt mér þættu
þeir hafa unnið til nokkurrar hirting-
ar.
Norræn samstaða
Fyrir mér vakir það fyrst og fremst
að koma á norrænni samstöðu um af-
stöðuna til frystingar kjarnavopna.
Ég tel að Norðurlönd eigi að hafa
samstöðu út á við, ef þau mögulega
geta og þannig verði áhrif þeirra á
gang hcimsmála langmest. Ég tel að
það sé heillavænlegt fyrir gang
heimsmála að áhrif Norðurlanda séu
sem mest, Ég er meðflutningsmaður
tillögu á vettvangi Norurlandaráðs
um það að kannað verði hvernig
Norðurlönd geti best látið til sín
heyra út á við og ég hef sem forseti
Noröurlandaráðs ásamt með for-
sætisnefndinni heimsótt ýmsar al-
þjóðastofnanir í Genf, Strasbourg
og París til þess að kynna viðhorf
Norðurlandaráðs. Forsætisnefnd
Norðurlandaráðs ákvað einnig í
sumar að boða til fjölþjóðaráðstefnu
um loftmengun næsta haust.
Með ofangreint markmið í huga
varð mcr ljóst að hyggilegast væri að
ég beitti mér fyrir tillöguflutningi
sem ætla mætti að nyti víðtæks stuðn-
ings á Alþingi og næði þó því tak-
marki að koma Norðurlöndunum í
einn hóp. Þess vegna ákváðum við
framsóknarmenn að flytja eftirfar-
andi tillögu til þingsályktunar:
„Tillaga til þingsályktunar um
frystingu kjarnorkuvopna.
Flutningsmenn: Páll Pétursson,
Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirs-
son, Haraldur Ólafsson, Þórarinn
Sigurjónsson, Guðmundur Bjarna-
son, Jón Kristjánsson, Davíð Aðal-
steinsson.
Alþingi lýsir þeirri skoðun sinni að
ísland eigi að leitast við að ná sam-
stöðu með öðrum ríkjum Norður-
landa um „frystingu" á framleiðslu
kjarnavopna og bann við tilraunum
með kjarnavopn. ísland skal hafa
frumkvæði um tillöguflutning á vett-
vangi Sþ. um þau mál á grundvelli
ályktunar Alþingis 23. maí 1985."
Greinargerð.
I ályktun Alþingis um stefnu ís-
lendinga í afvopnunarmálum sem
einróma var samþykkt 23. maí 1985
segir m.a.:
„Alþingi fagnar hverju því fruni-
kvæði sem frarn kernur og stuðlað
getur að því að rjúfa vígbúnaðar-
kapphlaupið.
Alþingi ályktar að beina því til
ríkisstjórnarinnar að styðja og stuðla
að allsherjarbanni við tilraunum,
framleiðslu og uppsetningu kjarna-
vopna undir traustu eftirliti, svo og
stöðvun á framleiðslu kjarnkleyfra
efna í hernaðarskyni, jafnframt því
að hvetja til aþjóðlegra samninga um
að árlega verði reglubundið dregið
úr birgðum kjarnavopna. Þessu
banni og samningum um niðurskurð
kjarnorkuvopna verði framfylgt á
gagnkvæman hátt þannig að málsað-
ilar uni því og treysti enda veröi það
gert í samvinnu við alþjóðlega eftir-
litsstofnun.
Leita verður allra leiða til þess að
draga úr spennu og tortryggni milli
þjóða heims og þá einkum stórveld-
anna. Telur Alþingi að íslendingar
hljóti ætíð og hvarvetna að Ieggja
slíkri viðleitni lið."
Á Allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna er til umfjöllunar tillaga
um frystingu kjarnorkuvígbúnaðar,
flutt af Mexíkó, Svíþjóð og fleiri
ríkjum. Afstaða íslands var sú að
sitja hjá, en þeirri afstöðu viljym við
breyta. Þess er rétt að geta aðiNorð-
menn höfðu sömu skoðun en hafa nú
breytt afstöðu sinni og styðja tillög-
una.
Flutningsmenn telja eðlilegt að fs-
lendingar hafi frumkvæði að sameig-
inlegri stefnumótun Norönrlanrt-
ánna."
Þetta er lillaga sem hvorki Sjálf-
stæðismenn né stjórnarandstaða
ciga þægilegt með að leggjast gegn
og verð ég að gera ráð fyrir að hún
verði gerð að ályktun Alþingis og þar
meö væri stórt skref stigið í rétta átt
og afstaða íslands ákveðin. Það er til
frambúðar miklu stærra skref og var-
anlegra heldur en þótt að Alþingi
hefði gefið fyrirmæli um aðstyðja til-
lögðu Indónesíu, Mexíkó, Svíþjóðar
Perú og Uruguay sem satt að segja er
ekki afgerandi og gagnslítil, þó hún
sé eins og ég sagði í þinginu „skref í
rétta átt".
Viðbrögð Þjóðvilja
og Morgunblaðs
Viðbrögð Morgunblaðsins og
Þjóðviljans hafa verið nokkuð dæmi-
gerð og lærdómsrík. Mbl. hefur
raunar ekki sérstakt dálæti á mér og
þar var skrifaður leiðari 11.12. sem
heitir „Páll Pétursson hopar" og
Þjóðaviljinn slær því upp 10.12. að
„Páll hafi runnið á rassinn". Mér er
alveg sama þótt Mogginn og Þjóð-
viljinn séu eitthvað sárir út í mig. Ég
veit sjálfur að ég stend fast í lappirn-
ar og rann ekki á rassinn og ég hef
hvergi hopað, heldur þvert á móti
sótt verulega fram og er bara góður
mcð mig.
Ritskoðun?
Þegar égsá að Þjóðviljinn og Mbl.
voru að skrökva að lesendum sínum
þá baö ég bæði Stefán Friðbjarnar-
son þingfréttaritara Mbl. og
Lúðvík Geirsson þingfréttamtmn
Þjóðviljans að birta tillögu okkar
Framsóknarmanna svo og greinar-
gerðina, þannig að lesendur blað-
anna gætu séð hvert ég hefði hopað
eða hve langt ég hefði runnið á rass-
inum. Svo ber nú við að þó ég setti
þessa bón fram á miðvikudegi 11.
des. hafa hvorugt blaðanna ennþá,
þann 15. des., birt þingskjalið. Það
er ástæðan til þess að ég skrifa þetta
opna bréf til lesenda Þjóðviljans.
Þingfréttamönnum Þjóðviljans vil
ég svo að endingu ráðleggja að fara
að eins og Bergur móðurbróðir og
„segja söguna eins og hún gekk“ þá
mundu lesendur Þjóðviljans fá allt
aðra mynd af störfum og vopnavið-
skiptum á Alþingi og ekki eiga
skynfæðina á hættu.
Með góðri kveðju
Páll Pétursson
Jólatréskemmtun
Freyjukonur Kópavogi halda jólatréskemmtun laugardaginn 28. desember í
Hamraborg 5, Kópavogi kl. 3.30. Vinsamlegast pantið miðasem fyrst í simum
43420,43054 og 42014
BLAÐBERA VANTAR
I EFTIRTALIN TVÖ HVERFI:
Tún og Mýrar
t
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
Sigurveigar Guðmundsdóttur
Strandarhjáleigu
Sérstakar þakkir til kvenfélagsins Bergþóru fyrir veitta aðstoð. Einnig bestu
þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Suðurlands fyrir góða hjálp og hjúkrun.
ísleifur Einarsson
og systkini hinnar látnu
Vöruhús Vesturlands
Borgarnesi sími 93-7200
Jólin eru hátíð friðar. Þá á fólki að líða vel og
hvílast.
Hvíldarinnar er best að njóta þegar jólaundir-
búningi er lokið tímanlega. Það er vont að vera á
síðustu stundu.
Við í Vöruhúsi Vesturlands höfum fyrir löngu
lokið okkar jólaundirbúningi en hann felst í því að
leggja okkar af mörkum til að ykkar jólaundirbún-
ingur verði eins léttur og unnt er.
Þetta er okkar hlutverk og það tökum við alvar-
lega.
Það er óneitanlega kostur að fá allt
sem þarf í einni ferð. Ferð í Vöruhús
Vesturlands sparar sporin og er þess
vegna ferð til fjár.