NT - 21.12.1985, Page 1
Grímuklæddir
árásarmenn
brutust inn í íbúð í Kópavogi
■ Tveir grímuklæddir
„Hjálpum
þeim“
-12.3 milljónir
hafa safnast
■ Söfnunarátak Hjálparstofn-
unar kirkjunnar „Brauð lianda
hungruðum heiini," hefur geng-
ið mjög vel að sögn Gunnlaugs
Stefánssonar, starfsmanns
Hjálparstofnunarinnar. Frá því
átakið hófst 8. des. sl. hafa 12.3
milljónir króna safnast. Þar af
hefur platan „hjálpum þeim“
sem selst hefur í 15.000 eintök-
um skilað 4.5 milljónum króna.
Átakið heldur áfrarn nú unr
helgina. Og er hægt að koma
söfnunarbaukum og framlögum
til skila í banka, sparisjóði og
póstafgreiðslur auk skrifstofu
Hjálparstofnunar. kirkjur og
söfnunarbíla. Þá er hægt að gefa
gegnum síma, með því að nota
greiðslukort. Sími stofnunar-
innar er 26440 og 25290.
menn brutust inn í íbúð við
Háveg 1 í Kópavogi um há-
degisbilið í gær og réðust á
mann sem þar býr.
Reyndu árásármennirnir
að svæfa manninn með ether
en hann lá í rúmi sínu þegar
hann varð þeirra var. Til
nokkurra átaka mun hafa
komið en við þau missti ann-
ar árásarmaður trefil sem
hann hafði bundið fyrir and-
lit sitt til að hylja það og við
það lagði hann ásamt félaga
sínum á flótta.
Maðurinn sem ekki mun
meiddur náði að gera lög-
reglunni viðvart.
Eftirgrennslan var þegar
• hafin en til árásarmannanna
sást er þeir hlupu út úr hús-
inu. Nágrannar urðu varir
við hávaða frá íbúðinni en
maðurinn bjó einn og lítið fé-
mætt mun hafa verið í íbúð-
inni utan persónulegra muna
hans.
Rannsóknarlögregla ríkis-
ins hefur nú málið til rann-
sóknar en þegar blaðið fór í
prentun höfðu árásar-
mennirnir ekki náðst.
NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP, 6
Undanbragðapólitík
Byggingameistarar losna við launatengd gjöld
■ „Á undanförnum mán-
uðúm hefur verið mjög vax-
andi tilhneiging hjá atvinnu-
rekendum að semja við
starfsmenn sína um að þeir
gerist undirverktakar og er
full ástæða til að vara menn
við slíkum samningum," seg-
ir í nýju fréttabréfi Tré-
smiðafélags Rcykjavíkur.
„Við vörum ntjög við
þessu, m.a. vegna þcss að
menn sem gera þetta eru þá
að taka sjálfir á sig alla
ábyrgð t.d. í veikinda- og
slysatilfellum, auk þess sem
þeir firra sig öllunt rétti til at-
vinnuleysisbóta jafnframt
því sem þeir tapa öðr-
um áunnunt réttiudum svo
sem uppsagnarfresti," sagði
Benedikt Davíðsson, forni.
Félags byggingarmanna.
Spurður um ástæður, sagði
hann þetta svona undan-
bragðapólitík. Atvinnurek-
endurnir séu með þessu að
losa sig undan kostnaöi af
launatengdum gjöldum og
sköttum og losna viö ábyrgð
af þessum starfsmönnum
sínum. Hjá starfsmönnum
felist freistingin í því að þeir
fái borgað t' sinn vasa til við-
bótar við sitt kaup, hluta
þess sem atvinnurekandinn
hefði el.la þurft að greiða
vegna þeirra. Þessa peninga
eigi menn auðvitaö að nota
til að tryggja sig - borga í líf-
eyrissjóö, sjúkrasjóð og ann-
að slíkt.
Benedikt sagði enga breyt-
ingu verða á starfinu sem
slíku þó menn gerist undir-
verktakar - þetta sé aðeins
formbreyting í framangreind-
um tilgangi. Atvinnurekand-
inn losnar við greiðslu allra
launatengdra gjalda og
skatta - skipti þeim hluta
með undirverktakanum og
hvorugur skili svo neinu af
þeim peningum.
Að sögn Benedikts er svip-
að ástand búið að ganga yfir
í Noregi með miklum þunga.
„Og þeir segja okkur koll-,
egar okkar þar að þetta sé
eitt af stærstu vanda-
málunum sem þeir hafa við
að glíma í félögunum - og þá
fyrst og fremst vcgna bóta-
réttar mannanna - svo marg-
ir missi hann og fari illa út úr
því. Það sania virðist vera að
gerast hér í vaxandi mæli."
■ Sveinn Björnsson yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Hafnarfirði og reyndar allri Kjósarsýslu er hér að störfum um hánótt og
handleikur Ijósmyndavélina af kunnáttu. Sveinn er nú þekktari sem listmálari en runnsóknarlögreglumaöur en ckki scgist hann nota
Ijósmyndavélina við þá iöju.
„Vélin kemur oft að góðum notum við rannsókn mála,“ scgir Svcinn og það er betra að hafa hlutina á lircinu þegar þarf að koina
upp um skúrka eða sanna saklcysi manna.“ M-niynd: Svcrrír.
Heilbrigðisyfirvölcfl hafa áhyggjur af lyfjaáti landsmanna:
Fúkkalyfjanotkun margföld
hér á við nágrannaþjóðanna
Tugir milljóna króna fara í óþarfa lyfjakaup
■ í ljós hefur komið að
sala á fúkkalyfjum hér á
landi er miklu meiri en í
næstu nágrannalöndum
okkar eöa tvisvar til þrisvar
sinnum meiri. Endanlegar
tölur fyrir árið í ár liggja
enn ekki fyrir en á undan-
förnum þremur árum hefur
sala fúkka- eða sýklalyfja
aukist svo að heilbrigðis-
yfirvöld hafa miklar áhyggj-
ur af þróun þessara mála.
í vikunni efndi landlækn-
ir ásamt heilbrigðisráðu-
neyti til fundar með sér-
fræðingum þar sem reynt
var að leita svara viö ýms-
um spurningum í þessu
sambandi. í framhaldi af
fundinum hefur verið
ákveðið að kanna nánar
ýmis atriði varðandi notkun
þessara lyfja hér á landi.
Pétur Pétursson læknir á
Bolungarvík er einn þeirra
sem varað hefur við ofnotk-
un fúkkalyfja og segir hann
að við gætum að meina-
lausu minnkað neysluna til
mikilla muna. Pétur skrifar
til dæmis um 40 lyfseðla á
mánuði upp á umrædd lyf á
hverja 1.000 íbúa en l’lest
bendir til þess að landsmeð-
altal sé um 80 til 120 lyfseðl-
ar mánaðarlega á hverja þús-
und íbúa.
„Miðað við þær forsend-
ur sem ég gef mér þá sýnist
mér að sjúklingum hér á
landi séu gefin fúkkalyf sem
þeir sjálfir grciða 40 til 50
milljónir fyrir og hafa ekk-
ert gagn af, að ekki sé
minnst á kostnað ríkisins af
innflutningi þessara lyfja.“
Sigurður Guðmundsson
læknir á Borgarspítalanum
í Reykjavík segir margt
benda til þess að sýklalyf
séu ofnotuð hér á landi.
„ Við vitum reyndar of lít-
iö enn um raunverulega
notkun til að hægt sé að full-
yrða of mikið en vissum
flokkum sýklalyfja cr ávís-
að miklu meira af læknum
hér en í nágrannalöndum
okkar. Þaö hefur verið tal-
að um að almenningur
þrýsti á lækna að skrifa út
lyf við ýmsum pestum sem
fólk cr haldið og ef það
fengi ekki lyfin hjá einum
lækni leitaði það til þess
næsta.“
Ofnotkun sýklalyfja segir
Sigurður einkum hafa tvær
hættur í för með sér en þær
eru að lyfjunum fylgja viss-
ar aukaverkanir og svo að
mikil notkun leiði til þess að
vissir bakteríustofnar verði
ónæmir og við það verði til
sterkar bakteríur sem erfitt
^etur verið að drepa.