NT - 21.12.1985, Page 7
Laugardagur 21. desember 1985 7
Útlönd
Konunglegar reykingar
I.ondon-Keuter.
■ Elísabet Bretadrottning hefur
neitaö að meina sígarettufram-
leiðendum að nota konunglegt
innsigli á sígarettupakka þótt
nokkrir þingmenn telji að með
slíku hvetji drottning þegna sína
til reykinga.
Nokkrir sígarettuframleiðend-
ur eru í hópi mörg hundruð vöru-
framleiðenda sem hafa leyfi til að
■ „Margrét Thatcher nær til hluta
heilans sem aðrír forsætisráðherrar
komast ekki til“.
nota konungsinnsigli á vörur sínar
þar sem þær eru reglulega notaðar
við hirðina.
Þingmaður Verkamanna-
flokksins, Ernie Roberts, bað
drottningu urn að banna
sígarettuframleiðendum að nota
konungsinnsiglið í janúar á þessu
ári eftir að systir hennar, Margrét
prinsessa, sem reykir mikið, varð
að gangast undir lungnauppskurð.
Roberts segist nú hafa fengið
bréf frá hirðinni þar sem segi m.a.
að það sé almennur kurteisissiður
við hirðina að bjóða gestum síga-
rettur. Því konti ekki til greina að
banna fyrirtækjum, sern leggi
fram sígaretturnar að nota kon-
ungsinnsiglið.
Gull grafið
úrveggjum
Perlh-Kcuter.
■ Nýjasti gullfundurinn í
Ástralíu er í veggjum myntslátt-
arsmiðju ríkisins í ntiðborg borg-
arinnar Perth.
Paö er talið að um þúsund únsur
af gulli (28,3 kg.) leynist í gömlum
múrsteinum í veggjum smiðjunn-
ar þar sem gull hel'ur verið unnið
og slegið í 86 ár.
Embættismenn smiðjunnar
segja að gullið hafi gul'að upp við
vinnslu fyrr á árum þegar vinnslu-
aðferðir voru enn tiltölulega ófull-
komnar. Þeir segja nauösynlegt
að bræða veggi og loft smiðjunnar
til að ná gullinu sem er metið á
hálfa milljón ástralskra dollara
(14 milljón ísl.kr.).
Enn næst samband
við geimfornminjar
San Francisco-Reuter.
■ Vísindamenn hjá bandarísku
geimvísindastofnuninni náðu í
þessari viku aftur sambandi við
elsta geimfar sem ntenn hafa sent á
braut umhverfis sólina.
Geimfarinu, Pioneer 6, sem er
bandarískt, var upphaflega skotið
á loft 16. desember 1965. Það
hafði þá aðeins rannsóknarverk-
efni til sex mánaða.
Pioneer 6 hafði það hlutverk
ásamt þrem öðrunt Pioneer-geim-
förum að rannsaka ákveðin atriði
í uppbyggingu sólkerfisins. Pað
vegur aðeins 63 kíló og tæki þess
eru knúin með sólarrafhlöðum.
Pioneer 6 hefur enst ntun betur
en menn þoröu að vona. Pað
sendir enn út upplýsingar með
átta watta útvarpssendi og banda-
rískir vísindamenn telja að það
haldi áfram útsendingum í að
minnsta kosti nokkur ár til viðbót-
ar.
Upplýsingar frá Pioneer 6 hafa
aukið mjög þekkingu manna á
sólkerfinu. Frá því eru t.d. fyrstu
upplýsingar um sólstorma, geim-
geisla og segulsvið sólar komnar.
Thatcher góð
gegn kölkun
London-Rcutcr.
■ Svo virðist sem Margrét Thatc-
her forsætisráðherra Breta nái betur
til elliærra og kalkaðra öldunga en
nokkur annar forsætisráðherra.
Samkvæmt könnun á minni og
öðrum andlegum hæfileikum elli-
hrumra öldunga í tveimur sjúkrahús-
um í London 1961-62, 1968-69 og
1983-84, sem birt var í breska lækna-
tímaritinu, British Medical Journal,
mundu mun fleiri elliærir öldungar
eftir Thatcher en öðrum forsætisráð-
herrum.
í lyrstu könnuninni mundu 15%
eftir þáverandi forsætisráðherra.
Harold MacMillan, aðcins 12%
könnuðúst við Harold Wilson í ann-
arri könnuninni cn hvorki mcira né
minna en 27%.vissu um Thatcher í
seinustu könnuninni.
Dr. Ian Deary, scm tók þátt í aö
gera kannanirnar segir að svo virðist
sem Thatchcr sé elliærum öldungum
eftirminnilegri cn aðrir forsætisráð-
herrar. „Hún nær til hluta heilans
sem aðrir forsætisráðherrar komust
ekki til.“
Bókin fær stórkostlegar viðtökur!
Bókin var fyrst gefin út í júií
1983. Kiljuútgáfan sem kom
tæplega ári seinna hefur slegið
öll sölumet. Hátt í tvær milljón-
ir eintaka hafa selst af bókinni.
Rúmlega ári seinna (nóv. 1985)
er bókin ennþá í 5. til 6. sæti á
metsölubókalista New York
Times. Þá er búið að þýða bók-
ina á norsku, sænsku, dönsku
og finnsku, og alls er búið að
þýða bókina á 13 tungumál.
Unnið er að gerð sjónvarps-
myndar um efni bókarinnar hjá
ABC-sjónvarpsstöðinni og er
myndin væntanleg á markað
1986.
Ég reyndi að halda huganum opnum á þessu ferðalagi, því ég fann að mér voru
birtar, smátt og smátt en ákveðið, víddir í tíma og rúmi, víddir sem fyrir mér
höfðu tilheyrt vísindaskáldsögum eða öllu heldur þeim andlega heimi sem dul-
spekin lýsir. En þessar víddir birtust mér. Þetta skeði hægt. Þessar víddir birtust
með hraða sem hæfði mér, og ég held að allir hafi sinn eigin hraða í þessum
efnum. Fólk þroskast og tekur framförum eftir því sem það er tiibúið til.
Ég hlýt að hafa verið tilbúin að taka á móti þeim fróðleik sem ég fékk, því þetta
var rétti tíminn...“ -Shirley MacLaine
Kjötiðnaðarmaður
Kaupfélag V-Húnvetninga óskar eftir aö ráða kjötiðnað-
armann, sem veita á forstöðu kjötvinnslu kaupfélagsins.
Húsnæði fyrir hendi.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist kaupfélagsstjóra eða starfsmannastjóra Sam-
bandsins er gefa frekari upplýsingar.
Umsóknarfrestur til 5. janúar næst komandi.
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga
Hvammstanga_________
CPC6128
'æknilegar upplýsingar:
128K RAM
48K ROM innbýggt Basic.
Z80A örtölva 4 MHZ.
CP/M plus stýrikerfi.
Dr. Logo forritunarmál.
20, 40, 80 stafir í línu.
27 litir.
B40 x 200 teiknipunktar á skjá.
• Litaskjár eða grænn skjar.
• Innbyggt 3" diskadrif (360 K á
disk).
• Innbyggður hátalari (sterio
með aukahátalara).
• Fullkomið lykaborð með sér-
stökum númerslyklum.
• 12 forritanlegir lyklar.
• Innbyggt tengi fyrir prentara
og segulband.
Afburðatölva
Tölvukaupendur fá alltaf meira og meira fyrir peningana sína.
í þeirri þróun er AMSTRAD tvímælalaust toppurinn:
128 K tölva, skjár og innbyggð diskettustöö.
Frábær hönnun, afl og hraði, skínandi litir,
gott hljóð og spennandi möguleikar.
CPC-6128 m/grænum skjá
Yerð aðeins 23.830 kr. staðgr.
CPC-6128 m/litaskjá
Verð aðeins 32.980 kr. staðgr.
Soluumboð úti á landi:
Bókabúð Keflavikur
Kaupfólag Hafnarfjaröar
Múslk & myndir, Vestmannaeyjum
Bókaskemman Akranes!
Seria sf Isafirðl
KEA-hljómdelld Akureyrl
Bókaverslun Þórarlns Húsavlk
FJölrltun s.f., Eflllsstöðum
Söluumboð i Reykjavik:
[Xí\ Bókabúð
Tölvudeildir:
Laugaveg 118 v/Hlemm, s: 29311, 621122
TOLVULAND H/F
ALLT í MASTER: 2 hallir, allir fylgihlutir, 20 teg. af körlum
Athugið - Hundruó leikfanga á gömlu verði
Sparið þúsundir og kaupið jólagjafirnar tímanlega
Póstsendum LEIKFANGAHÚSIÐ
Skólavörðustíg 10. S. 14806.