NT - 21.12.1985, Side 15
Laugardagur21.desember 1985 15
■ Fáar plötur hafa vakið eins
mikla athygli fyrir ytri búning og
plata Skriðjöklanna frá Akureyri,
enda fáar hljómsveitir sem láta
prenta umslög sin í Plastprenti.
Skriðjöklarnir voru upphaflega
stofnaðir fyrir hljómsveitakeppnina
í Atlavík fyrir þremur árum síðan
og þóttu ekkert rosalega góðir, en
þeir komust ódýrt inná hátíðar-
svæðið og það vartilgangurinn.
Hljómsveitarmeðlimir héldu
uppteknum hætti, Atlavík gaf þeim
reynslu og þeir tóku þátt í sveita-
ballaslagnum. Það varð svo úr að
þeir unnu sjálfa hljómsveitar-
keppnina í Atlavík og nú er platan
sem sagt komin út.
Strákarnir eru að norðan, yrkis-
efnin líka. Það er sungið um Frey-
vang, vöggu norðlensku sveita-
ballanna og smellur plötunnar er
um Steina, sem löngu er orðinn
þjóðsagnapersóna á Akureyri.
Það var slegið á þráðinn norður
og sá sem svaraði var Raggi Sót,
söngvari Skriðjöklanna. Hann var
fyrst spurður hvort þeir væru ekki
Akureyrarhljómsveit og bara mis-
skilningur hjá þeim að gera út á
landið allt.
„Nei, nei. Hvernig dettur þér
þessi vitleysa í hug. Platan hefur
selst þokkalega og rétt tæplega
fjórðungurinn hefur farið hér á
Akureyri.
Það er rétt að við höfum sungið
um Steina, sem Akureyringar
kannast við, en lagið er spilað víð-
ar en hér.
Margir héldu fyrst að við værum
að fífla þennan gamla mann, en
svo er nú ekki. Þetta er mikill og
góður vinur okkar. Ég vann með
honum í tvö ár og við höfum verið
nágrannar í innbænum ein sjö ár.
Við gerðum videó og þar sást vel,
að ekki er verið að gera grín að
neinum. Það gekk reyndar illa að fá
Steina til að koma fram í myndinni
en það tókst og hann lagði líf og sál
í leikinn og oft var erfitt að fá hann
til að hætta."
Var það ekki hámarkið að vinna
Atlavíkurkeppnina, hættir hljóm-
sveitin ekki störfum þegar tak-
markinu er náð?
„Nei, við höfum verið með kon-
serta bæði hér og fyrir sunnan,
Reykvíkingar kunna vel að meta
okkur. Svo höfum við spilað á
skólaböllum hér fyrir norðan.
En það háir okkur óneitanlega
að hljómsveitarmeðlimirnir búa
bæði á Akureyri og í Reykjavík.
Það verður því oft lítið um æfing-
—Vinsældalistar
NT-listinn-12tommur
1. Hjálpum þeim..................................... Ýmsir
2. l’amYourMan........................................Wham
3. SpysLikeus ............................. Paul McCartney
4. We Build This City............................ Starship
5. StairwayToHeaven .................................. Far
6. Say You, Say Me............................Lionel Richie
7. Lay Your Head On Me..................... TompsonTwins
8. Chrounch.................... ................RAH Band
9. Pretty Young Girl.......................... BadBoysBlue
10. AWoman..................................... BadBoyBlue
Rás2
1. Hjálpum þeim................................... Ýmsir
2. Tóti tölvukarl .................................Laddi
3. In The Heat Of the Night ..................... Sandra
4. GaggóVest ............. Eiríkur Hauksson/Gunnar Þórðarson
5. Tango .........................................Grafík
6. Can't Walk Away...................Herbert Guömundsson
7. I’am Your Man....................................Wham
8. Into the Burning Moon ....................... Rikshaw
9. Gleöi og friöar jól ...Pálmi Gunnarsson og Siguröur Helgi
10. Allur lurkum laminn ................... Bubbi Morthens
Grammið
1. Holidays In Europe ............................. Kukl
2. Once Upon a Time......................... Simple Minds
3. Franken Christ......................... Dead Kennedys
4. CutttheCrapp.................................. Class
5. In Consert ........................Linton Kwesi Johnson
6. Slave to the Rhythm....................... GraceJones
7. Song To Learn and Sing ......... Echo and the Bunnymen
8. RainDogs ................................... TomWaits
9. Love.............................................Cult
10. EasyTiaces.................Loyd Cole And the Commotions
Popp
„Steini
er vinur
„okkar“
RaggiSót tekinntaii
ar.“
Þið hafið verið orðaðir við
skemmtilega sviðsframkomu, eru
Skriðjöklarnir frekar tónleikasveit
er stúdíó hljómsveit?
„Á vissan hátt má segja það. Við
erum aldir upp á sveitaböllum og
erum ágætlega hannaðir fyrir
sveitaballabransann.
Platan er frekar hrá og hún átti
að vera þannig. Ég er mjög sáttur
við hana og tel að hún hefði verið
eyðilögð ef við hefum vandað okk-
ur meira.
Við viljum skemmta fólki og það
hefur okkur tekist. Það er ekki okk-
ar markmið að vera rosalega góðir
hljófæraleikarar. Reyndarerum við
með góðan bassaleikara og
hljómborðsleikarinn er líka góður,
en við hinir erum engir afburða
tónlistarmenn".
En hvað með framtíðina, stefnið
þið í atvinnumennskuna?
„Auðvitað væri gaman ef við
gætum haft í okkur og á með spila-
mennsku yfirsumartímann, en það
verður tæþlega yfir veturinn.
Nú, svo er aldrei að vita nema
við gerum annað vídeó þegar líða
fer að vori, svona rétt il að minna á
okkur áður en ballvertíðin hefst.
Laddi
kominn
ígull
Og Strumparnir líka
■ Jólaplötuflóðið hefur getið af
sér fyrstu gullplöturnar og merki-
legt nokk, sami maðurinn fær þær
báöar. Laddi, sjálfur Strumpa-
faðirinn verður gullinu rikari.
Platan hans, „Einn voða vit-
laus“, hefur selst í meira en 5.000
eintökum og það sama má segja
um „Strumparnir bjóða gleðileg
jól.“
Ætlunin er að afhenda Ladda gull-
plöturnar við hátíðlegt tækifæri á
Lækjartorgi klukkan 3.30 í dag.
Vinur hans og samstarfsmaður,
Eiríkur Fjalár mun vera i verslunar-
ferð þennan sama dag. Labbar
hann niður Laugaveginn og hyllir
Ladda niðrá Lækjartorgi.
Gullplata er veitt fyrir 5.000 seld
eintök, sem er töluvert meiri sala
en ameriskir hljómplötuútgefendur
styðjast við, sé miðað við höfða-
tölu.
Ein íslensk plata hefur þó selst
betur en plötur Ladda, en það er
„Hjálpum þeim“, sem Hjálpar-
stofnun kirkjunnar gefur út. Hún er
þó undanskilin reglum um gull-
þlötur, þar sem hún flokkast sem
12 tomma en ekki LP plata.
Umsjón:
Þorsteinn G.
Gunnarsson
Dýnustærð: Teak 90x200 cm. Beyki 92x191 cm.
Verð með dýnu kr. 19.500.-
HUSGOGN OG
INNRETTINGAR
SUÐURLANDSBRAUT18
68 69
„CABINA“ rúmsamstæðurnar
eftirsóttu fást nú aftur