Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.2004, Blaðsíða 1
Laugardagur 4.9. | 2004
[ ]Haustbækurnar | Væntanlegar skáldsögur, smásögur, ljóð, ævisögur og þýðingar | 6Smile | Brian Wilson er loksins að senda frá sér meistaraverkið eftir 37 ára bið aðdáenda | 13Mamma, mamma | Steingrímur Eyfjörð sýnir peð sem kalla á mömmu í Galleríi 101 | 3
LesbókMorgunblaðsins
E
rlendur Guðmundsson, vinur Halldórs Lax-
ness og velgjörðarmaður, fékk mörg bréf
um sína daga einsog kom í ljós þegar opn-
aður var kassi úr fórum hans í Lands-
bókasafninu fyrir nokkrum árum. En hann
virðist ekki hafa skrifað mörg bréf sjálfur.
Þó er til skemmtilegt bréf sem hann sendi
Halldóri til Kaupmannahafnar 15. desem-
ber 1934 til að segja honum frá því að nú hafi öll Reykjavík verið
undir hans merki. Dómar um útgáfu á Sölku Völku í Danmörku
hafa leitt til þess að ólíklegustu menn hafa uppgötvað hann hér
heima. Mest gaman hafði Erlendur af því þegar Eggert Stef-
ánsson söngvari kom til hans í sjöunda himni yfir væntanlegri
heimsfrægð Halldórs: „Hann sagðist hafa farið kvöldið áður í bíl
upp að Laxnesi, þér til dýrðar. Hann sá í anda
veglegt hlið heim að bænum og glæsilega
marmaraplötu þar sem á var letrað: Hér
fæddist skáldið H.K.L. o.s.frv. Ég sagðist
verða að gleðja hann með því að þú værir
Reykvíkingur eins og við, fæddur í fyrsta borgarastræti Íslands.“
Nú, sjötíu árum síðar, er Eggerti samt að verða að ósk sinni, í
ögn breyttri mynd. Heimili Halldórs örskammt frá Laxnesi er að
verða safn með veglegu hliði og áletruðum plötum. Þar verður því
að vísu ekki haldið fram að skáldið hafi fæðst í sveitinni, því hann
fæddist í húsi við Laugaveg í Reykjavík, en hann fluttist með for-
eldrum sínum að Laxnesi árið 1905 og er þar næsta áratuginn eða
svo. Í Laxnesi var þá allgott hús úr timbri og bárujárni en allir
aðrir bæir í Mosfellsdal voru torfbæir. Jónas Magnússon, bóndi í
Stardal, segir frá því að Guðjón faðir Halldórs hafi látið gera
fyrsta mölborna heimreiðarveginn í byggðarlaginu. Mosfellssveit
bar allan svip fyrri alda þegar Halldór kom þar barn, þótt hún sé
svona örskammt frá Reykjavík.
Vitrun við stein
Strax í bernsku fær Halldór dálæti á ákveðnum stað rétt hjá Lax-
nesi, einsog hann sagði við Matthías Johannessen í bókinni
Skeggræður gegnum tíðina: „En í holtinu fyrir ofan Laxnes er
steinn sem heitir Gljúfrasteinn og stendur við gljúfur, sem verður
í ánni þar sem hún kemur ofan af heiðinni. Hjá þessum steini Morgunblaðið/Kristinn
„Í holtinu
fyrir ofan
Laxnes
er steinn“
Í dag verður Safn Halldórs Laxness opnað að Gljúfrasteini en
á undanförnum misserum hefur verið unnið að endurbótum á
húsi skáldsins. Í þessari grein er rifjað upp hvernig það kom til
að Halldór byggði sér hús á Gljúfrasteini en í einni af elstu
smásögum sínum segir hann frá því að Kristur vitraðist honum
sjö ára við stein í holtinu fyrir ofan Laxnes.
Eftir Halldór
Guðmundsson
halldor.gudmunds-
son@heima.is
4
Um Gljúfrastein
og Halldór Laxness