Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.2004, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. september 2004
Síðasta fréttasyrpan í kvikmyndahúsi dódrottni sínum á miðvikudaginn og hefurnú farið sömu leið og lindarpenninn, loft-skipið og dódófuglinn,“ sagði kvikmynda-
sagnfræðingurinn einhvern laugardaginn fyrir
sjálfsagt fjórum áratugum eða svo.
Hann reyndist sannspár. Aðeins þeir, sem eru
komnir svo afgerandi til vits og ára að hvoru-
tveggja er að étast upp, muna
þá tíma þegar kvikmyndasýn-
ingar hófust á syrpu frétta-
mynda um það sem var á seyði í
heimsmálunum. Þessar syrpur
át sjónvarpið. Sjónvarpinu hefur hins vegar ekki
tekist að éta upp og ýta burt svokölluðum raun-
veruleika og heldur ekki heimsmálunum af tjöldum
bíóanna. Á þessum laugardegi má þess vegna vekja
athygli kvikmyndasagnfræðinga á því að síðastlið-
inn miðvikudag kom fram á lista hér í Morg-
unblaðinu yfir vinsælustu kvikmyndir á Íslandi að
þeirra á meðal voru þrjár úr raunveruleikanum eða
fréttunum, hvort sem við köllum þær heimild-
armyndir eða áróðursmyndir.
Þetta er tiltölulega ný staða, a.m.k. á íslenskum
bíómarkaði. Uppgangur og vaxandi vinsældir
heimildarmynda, sem við skulum kalla svo okkur til
hægri verka, hafa áður verið til umfjöllunar í þess-
um dálkum, en þó einkum í tengslum við gróskuna í
íslenskri framleiðslu af þessu tagi. Fyrir aðeins ör-
fáum árum hefði verið óhugsandi að íslenskar, hvað
þá erlendar, heimildarmyndir næðu almennum vin-
sældum og aðsókn í kvikmyndahúsum. Þær voru
hornrekur í kvikmyndamenningunni og áttu sitt
eina og stopula skjól á sjónvarpsdagskrám.
Í viðtali við höfund einnar af þeim þremur heim-
ildarmyndum sem nú njóta fyrrnefndra vinsælda
hérlendis kom fram að hann teldi ástæðuna fyrir
þessum aukna áhuga á forminu vera raunveru-
leikasjónvarpið svokallaða. Þættir á borð við
Temptation Island, The Bachelor, The Apprentice
og Fear Factor njóta að sönnu mikilla vinsælda.
Áhorfendur virðast tilbúnir til að „kaupa það“ að
þeir séu að horfa á „raunveruleikann“ þótt hann sé
að stórum hluta þrælsviðsettur og leikstýrður sýnd-
arveruleiki, þar sem úrtak af „venjulegu fólki“ er sett
í tilteknar kringumstæður og látið bregðast við þeim
og hvert öðru eftir leikreglum sem stjórnendur þátt-
anna setja en ekki fólkið sjálft.
Kvikmyndagerðarmaðurinn sem hélt ofangreindu
fram, Morgan Spurlock, blandar einmitt saman að-
ferðum raunveruleikasjónvarpsins og heimild-
armyndarinnar í mynd sinni Super Size Me. Hann
tekur að sér hlutverk „venjulega mannsins“ og setur
hann, sjálfan sig, í tilteknar kringumstæður sem
hann síðan leikstýrir, þ.e. hann étur yfir sig af McDo-
nalds-skyndibitum og endar á barmi líkamsáfalls.
Útkoman er skemmtileg áróðursmynd með svipaðri
aðferð og yfirbragði og Fahrenheit 9/11 eftir Michael
Moore, sem setur sjálfan sig í sjónarmiðju afhjúp-
unar á spillingu og mistökum Bush-veldisins í
Bandaríkjunum. Reyndar er þakkarvert að Moore
tók ekki að sér hlutverk Spurlocks, því hann lítur nú
þegar út fyrir að vera fórnarlamb skyndibitaofáts.
Þessi aðferðafræði er bæði kostur og galli mynd-
anna tveggja; þær eru rífandi persónulegar og fjör-
legar vegna þess að stjórnendur þeirra eru það. En
um leið getur áhorfandi ekki gengið út frá því að þær
séu áreiðanlegar heimildir. Þær eru áróðurslegar
heimildir. Vegna þess hve höfundarnir eru sjálfir fyr-
irferðarmiklir á tjaldinu og í talinu gefst áhorfanda
takmarkað tækifæri til að draga sínar eigin álykt-
anir, komast að sjálfstæðri niðurstöðu um viðfangs-
efnið.
Þetta gildir hins vegar ekki um þriðju heimild-
armyndina sem nú nýtur verðskuldaðra vinsælda
hérlendis. Capturing the Friedmans eftir Andrew
Jarecki snýst ekki um Andrew Jarecki heldur „the
Friedmans“. Eins og titillinn felur í sér er höfund-
urinn einvörðungu að reyna að fanga raunveruleik-
ann um Friedmanfjölskylduna, samstöðu og sundr-
ungu hennar andspænis ákærum um
barnaníðingshátt föðurins og eins sonarins. Hann
safnar upplýsingum með viðtölum og myndefni úr
safni fjölskyldunnar og leggur þær svo fyrir okkur
áhorfendur svo við sjálf getum metið gögnin. Hann
hefði getað farið leið Moores og Spurlocks og gert
sjálfan sig að krossfara gegn barnaníðingum eða
gegn mistæku réttarkerfi. Hann kaus að beita að-
ferðum „dókumentaristans“ fremur en áróð-
ursmeistarans, enda er þessi mynd sú langáhrifa-
mesta af þessum þremur. Hér er reynt að fanga
„raunveruleikann“ eins og hann er: Flókinn, marg-
brotinn, umdeilanlegur.
En það er fengur að þeim öllum í þeirri upprisu
dódófuglsins sem endurkoma heimildarmynd-
arinnar er á tjöld bíóhúsa. Hér eru þrjár myndir að
innbyrða mikilvæg heimsmál úr samtímanum,
Írakshneykslið, offituvandann og barnaníðingavoð-
ann, og melta þau með þeim hætti sem gömlu
fréttasyrpurnar gátu ekki gert.
Dódófuglinn snýr aftur
Sjónarhorn
eftir Árna
Þórarinsson
ath@mbl.is
Friedmanfjölskyldan: Hver er raunveruleikinn?
’Hér er reynt að fanga „raunveruleikann“ eins og hann er:Flókinn, margbrotinn, umdeilanlegur.‘
Breski leikarinn Andy Serkis, fórá kostum í hlutverki Gollris í
Hringadrótt-
inssögu þótt hann
hafi í raun aldrei
birst í myndinni
sjálfur. Peter
Jackson hefur
greinilega hrifist
svo af Serkis að
hann hefur fengið
hann til að leika
King Kong í
næstu stórmynd
sinni. Og Serkis er nú þegar farinn
að vekja aðdáun samleikara sinna
fyrir alúð sinn
og áhuga á við-
fangsefninu.
Hann ver nú
tíma og ótíma í Rúanda, í þeim til-
gangi að kynnast betur górillum og
hegðun þeirra. Ástralska leikkonan
Naomi Watts, leikur Fay Wray í
myndinni, konunna sem King Kong
fellur fyrir. Hún segist aldrei hafa
unnið með áhugasamari leikara en
Serkis. „Hann er ótrúlegur. Vinnan
sem hann hefur lagt í verkið, öll
myndböndin sem hann hefur horft á
með górillum. Hann veit orðið svo
mikið um þær að við erum öll að
læra af honum.“
Indversku leikstýrunni Miru Nairhefur verið boðið að leikstýra
fimmtu myndinni um Harry Potter
sem gerð verður eftir bókinni Fönix-
reglunni. Til stendur að myndin sú
eigi að koma út árið 2007 en Bretinn
Mike Newell vinnur nú að gerð
fjórðu myndarinnar Eldbikarnum.
Nair hefur getið sér gott orð fyrir
litríkar og fallegar myndir á við The
Monsoon Wedding en nú er verið að
frumsýna á Feneyjarhátíðinni nýj-
ustu mynd hennar Vanity Fair með
Reese Witherspoon. „Ég las bókina
yfir helgina og er enn ekki búin að
gera upp hug minn hvort ég sé tilbú-
in að ráðast í slíkt verk. Ég er stað-
ráðin í að láta þetta ekki stíga mér til
höfuðs. Ég er jarðbundin, þökk sé
andlegri íhugun. Sonur minn er
spenntari. Ég er búin að sjá allar
Potter-myndirnar með honum.“
Breski leikstjórinn Stephen Frears (My Beautiful Laund-
rette, High Fide-
lity, Dangerous
Liasons) hefur
tilkynnt að hann
leiti nú fjarstuðn-
ings fyrir leik-
húsdrama sem
muni stúdera
sambandið milli
Elísabetar II.
Bretlandsdrottn-
ingar og Díönu
prinsessu heitinnar. Í samtali við
breska blaðið Guardian sagði hann
auk þess að hann væri búinn að fá
Helen Mirren til að fara með hlut-
verk drottningar, en Mirren fékk til-
nefningar til Óskarsverðlauna fyrir
hlutverk sín í The Madness of King
George og Gosford Park.
Áform kvikmyndagerðarmanns-ins Davids O. Russell um að
hafa nýja heim-
ildamynd sína um
Íraksstríðið með
á nýrri mynd-
diskaútgáfu af
stríðsádeilunni
Three Kings hafa
runnið út í sand-
inn. Ástæðan er
sú að framleið-
andi mynd-
arinnar, Warner
Bros., strækaði á að heimild-
armyndin fengi að vera með en í
henni deilir Russell harkalega á
hegðun bandarískra hermanna í
Írak á liðnum mánuðum. George
Clooney leikur í Three Kings en hún
fjallar um hermenn í Persaflóastríð-
inu sem misnota aðstöðu sína og
ræna og rupla. Þykir líka nokkuð
víst að stóru stúdíóin hefðu aldrei
fengist til að framleiða Three Kings,
ekki eftir 11. september 2001 enda
eru þau miklu frekar á varðbergi
gagnvart viðfangsefnum er kunna að
teljast umdeild og stríða gegn stefnu
yfirvalda.
Erlendar
kvikmyndir
George Clooney
Helen Mirren
Andy Serkis
C
he var ekki alltaf Che. Hann fædd-
ist ekki byltingarleiðtogi, málaliði
og einarður kommúnisti sem fann í
brjósti sér óstjórnandi löngun til
að bæta hag allra hinna snauðu
samlanda sinna og nágranna. Nei,
Che var ekki alltaf Che. Áður var hann bara Er-
nesto. Ungi hlédrægi læknaneminn Ernesto Gu-
evara. En hann var rótlaus og leitandi þessi ungi
Argentínumaður og hann vildi
skoða heiminn. Því lagði hann
árið 1952, þá 23 ára gamall, upp
í reisu á hrörlegu Norton 500
mótorhjóli árgerð 1939 yfir þvera og endilanga
rómönsku Ameríku í félagi við skólabróður sinn,
hinn mjög svo mannblendna kvensama Alberto
Granado sem var 29 ára. Þessi reisa átti eftir að
breyta öllu; ekki bara sýn og framtíðarmark-
miðum hins unga Ernestos heldur einnig sögu
rómönsku Ameríku á 20. öldinni.
Sönn vitundarvakning
Ernesto hélt dagbók á ferðalagi sínu og nokkrum
árum síðar endurskrifaði hann þessi dagbók-
arbrot og gaf út bók sem kallast Mótorhjólaminn-
ingarnar eða Diarios de Motocicleta. Nú hefur
brasilíski kvikmyndagerðarmaðurinn Walter Sal-
les gert kvikmynd sem að stórum hluta byggist á
þessum minningarbrotum Ernestos en að auki var
stuðst við bókina With Che through Latin Am-
erica eftir ferðafélaga hans Alberto Granado, sem
einnig var Salles innan handar við gerð kvikmynd-
arinnar, en hann býr nú á Kúbu, 82 ára að aldri.
Salles er 48 ára gamall og einn virtasti kvik-
myndagerður S-Ameríku. Hann á að baki myndir
sem hlotið hafa fjölda verðlauna á alþjóðlegum
kvikmyndahátíðum. Hans kunnasta mynd og um
leið dáðasta er Stöðin (Central do Brasil), mynd
sem sópaði að sér verðlaunum árið 1998, fékk m.a.
Gullbjörninn í Berlín, Golden Globe-verðlaunin,
BAFTA-verðlaunin, verðlaun á Sundance-
hátíðinni í Bandaríkjunum, San Sebastian á Spáni
og var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna og
frönsku César-verðlaunanna.
Salles sagðist í samtali við blaðamann Morg-
unblaðsins í Cannes fyrr á þessu ári, þar sem
myndin var heimsfrumsýnd í aðalkeppninni um
Gullpálmann, að hann hefði lesið bókina fyrir
löngu og þá um leið fengið áhuga á að kvikmynda
hana. „Bókin hafði mjög sterk áhrif á mig því að
hún fjallar ekki bara um vitundarvakningu
tveggja ungra læknanema um miðja síðustu öld.
Hún er um leið vitundarvakning fyrir mann sjálf-
an. Eftir að hafa lesið bókina finnst manni maður í
alvöru geta breytt heiminum með því aðeins að
skilja hvað þeir Ernesto og Alberto gengu í gegn-
um og leggja málstað þeirra lið. Það sem heillaði
mig við Mótorhjólaminningarnar er hversu vel
hún lýsir landafræði rómansk-ameríska manns-
andans og umhverfi hans, en um leið er hún mögn-
uð uppvaxtarsaga, saga tveggja ungra manna í leit
að sjálfum sér. Það má líta á Mótorhjólaminning-
arnar sem píslargöngu, ferðalag sem átti eftir að
móta þessa ungu menn, bæði tilfinningalega og
stjórnmálalega.“
Ernesto og Che
Salles tók tvö ár í að undirbúa gerð myndarinnar,
las allar ævisögur sem skrifaðar höfðu verið um
Ernesto Guevera, ásamt handritshöfundinum
José Rivera. Þeir heimsóttu Alberto Granado
nokkrum sinnum og fengu upplýsingar hjá fjöl-
skyldu Ernesto, en Salles segir að ekkja hans
Aleida hafi verið einkar hjálpsöm og skilningsrík.
Þá lögðu þeir upp í nákvæmlega sömu reisu og
Ernesto og Alberto höfðu farið í; í gegnum Arg-
entínu, Chíle og Perú, fóru yfir Andes-fjöll og Ata-
cama-eyðimörkina, inn í Amazon-skóginn, og end-
uðu í holdsveikranýlendunni San Pablo, nærri
Iquitos í Perú.
Salles segir að myndin fylgi ekki að fullu minn-
ingarbrotunum, þeir Rivera handritshöfundur
hafi leyft sér að spinna út frá lýsingum Ernestos,
reynt að sjá fyrir sér hvernig stemmningin hafi
verið á þessu örlagaríka ferðalagi þeirra Albertos.
Þetta sé því ekki leikin heimildarmynd í ströng-
ustu merkingu. En hann ítrekar þó að þetta hafi
gerst. Að unglingurinn Ernesto hafi orðið að
manni í þessari átta mánaða ferð, að læknirinn
Ernesto hafi orðið að aðgerðarsinnanum Che. Það
gerðist þegar þeir horfðu felmtri slegnir uppá
óréttlætið sem grasseraði allt í kringum þá, alla
kúgunina og ánauðina sem hin rómanska alþýða
hafði þurft að þola. Þeir trúðu ekki að fólk gæti
horft aðgerðarlaust uppá þessar hörmungar og
áttu sér þann draum að þjóðir rómönsku Ameríku
gætu sameinast um það að bæta hag fólksins.
Sonur Ernestos, sem heitir Camilo, hélt því
fram við Salles að faðir hans hafi ekki verið orðinn
sá Che sem heimsbyggðin þekkir, er hann var í
þessu ferðalagi. Með öðrum orðum eru skiptar
skoðanir um hversu stóran þátt ferðalagið átti í að
skapa byltingarleiðtogann Che Guevara. Alberto
Granado er á öðru máli og fullyrðir að förin hafi
mótað þá báða og skipt sköpum fyrir framtíð
þeirra, en báðir áttu eftir að taka ríkan þátt í kúb-
önsku byltingunni.
Redford valdi Salles
Það var sjálfur Robert Redford sem keypti kvik-
myndaréttinn á minningarbók Guevaras. Salles
hafði fengið verðlaunastyrk á Sundance-hátíð
Redfords árið 1996 fyrir handritið að Stöðinni og
hafði Redford allt frá því verið að svipast um eftir
verkefni sem þeir gætu unnið saman að. Mót-
orhjólaminningarnar var tilvalið verkefni, þótti
Redford, enda var hann sannfærður um að Salles
væri rétti maðurinn til að gera mynd þar sem yrði
lögð áhersla á ljóðræn efnistök og mannlegu hlið-
arnar á þessum merka manni fremur en að ein-
blína aðeins á pólitíkina sem Ernesto átti síðar eft-
ir að reka.
Salles hafði einungis einn leikara í huga fyrir
hlutverk Ernestos, hinn unga mexíkanska leikara
Gael García Bernal sem þegar hefur hlotið heims-
frægð fyrir frammistöðu sína í myndunum Amor-
es perros og Y tu mamá tambié. „Gael er einhver
sérstæðasti og hæfileikaríkasti leikari sinnar kyn-
slóðar,“ segir Salles.
Bernal hafði áður leikið Guevara í sjónvarps-
myndinni Fidel en munurinn er sá að þá túlkaði
hann Che, en ekki Ernesto.
Bernal leikur einnig aðalhlutverkið í nýjustu
mynd Pedros Almodóvars, Lélegri menntun (La
Mala educatión). Walter Salles er nú að leggja
lokahönd á sína fyrstu Hollywood-mynd, hroll-
vekjuna Gruggugt vatn (Dark Water) sem er end-
urgerð á samnefndri japanskri mynd.
Þegar Che var Ernesto
Gael García Bernal í hlutverki læknanemans
unga Ernestos Guevara og Rodrigo De la Serna
sem Alberto Granado.
Í Mótorhjólaminningunum, nýjustu mynd bras-
ilíska kvikmyndagerðarmannsins Walters Salles,
gefur að líta byltingarleiðtogan Che Guevara í
öðru ljósi, sem ungan ómótaðan læknanema.
Eftir Skarphéðin
Guðmundsson
skarpi@mbl.is
Mótorhjólaminningar verður sýnd hér á landi síð-
ar á árinu.