Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.2004, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.2004, Blaðsíða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. september 2004 Englar og djöflar eftir Dan Brown Á liðnu ári skipaði Dan Brown sér í hóp vin- sælustu spennusagnahöfunda veraldar með bókinni Da Vinci lykillinn. Í Englum og djöfl- um (Bjartur) er aðalpersónan sem fyrr hinn klóki bandaríski táknfræðingur Robert Lang- don og viðfangsefnið dularfull saga og leynd- ardómar kaþólsku kirkjunnar. Langdon er boðaður með skömmum fyrirvara til Sviss að rannsaka vettvang óhugnanlegs morðs á þekktum vísindamanni. Fyrr en varir er hann flæktur inn í aldalangar erjur kaþólsku kirkj- unnar og leynifélagsins Illuminati sem hefur í hyggju að sprengja sjálft Vatíkanið í loft upp. Langdon og hin fagra Vittoria Vetra hefja æðisgenginn eltingarleik milli fornra helgi- staða í Róm í leit að hinum gleymdu höf- uðstöðvum Illuminati. Bókin hefur þotið upp eftir metsölulistum víða um heim á undanförnum mánuðum í kjölfar hinna fáheyrðu vinsælda Da Vinci lyk- ilsins. Þýðandi er Karl Emil Gunnarsson. Orðræða um skuggann eftir Jóhann Hjálmarsson Orðræða um skuggann (JPV-útgáfa) er sjötta þýð- ingasafn Jóhanns Hjálm- arssonar. Elstu ljóðaþýð- ingarnar eru allt að hálfrar aldar gamlar en margar eru þó gerðar á seinni ár- um. Og jarðvist höfunda nær allt aftur til níundu aldar þótt flestir séu fædd- ir á síðustu öld. Ferðast er heimshorna á milli, allt frá Argentínu til Írak og frá Sama- landi til Kína, og staldrað við hjá ýmsum eft- irminnilegum perlum skáldskapargyðjunnar. Jóhann Hjálmarsson er einn ötulasti og af- kastamesti ljóðaþýðandi sinnar kynslóðar á íslenska tungu og hefur opnað lesendum nýja sýn inn í framandi menningarheima og fært heim ferskan andblæ fjarlægra landa. Ellefu mínútur eftir Paulo Coelho Þegar Paulo Coelho sneri á hótelherbergi sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á Ítalíu árið 1999 beið hans hand- rit. Þetta var ævisaga brasilísku vændiskonunnar Soniu. Frásögnin heillaði Coelho og eftir miklar rannsóknir og heimildaleit varð Ellefu mínútur (JPV- útgáfa) til og hefur hún nú verið þýdd á meira en 55 tungumál. Ellefu mínútur segir frá ungri brasilískri stúlku sem er tilfinn- ingalega niðurbrotin eftir reynslu sína af fyrstu ástinni. Hún er á viðkvæmum aldri og sannfærist um að hún muni aldrei finna sanna ást en trúir því að ástinni fylgi ekkert nema þjáning, vonbrigði og kvöl. Hún fer til Genfar þar sem hana dreymir um að verða fræg og rík en verður þess í stað vænd- iskona. Alkemistinn eftir Paulo Coelho hefur einn- ig verið þýdd á íslensku. Moby Dick eftir Herman Melville Skáldsaga Hermans Mel- ville, Moby Dick (JPV- útgáfa), fjallar um hin ei- lífu átök mannsins við for- sjónina. Þegar þessi skáldsaga um baráttu skip- stjórans Akabs við Moby Dick, stórhvelið hvíta, kom út fyrst árið 1851 hlaut hún fremur dræmar við- tökur og það var ekki fyrr en komið var fram á tuttugustu öld og höfundur hennar löngu látinn að hún varð almennt viðurkennd sem eitt af stórvirkjum heimsbókmenntanna. Eftir skjálftann eftir Haruki Murakami Jarðskjálftinn í Kobe er miðdepill smásagnasafns- ins Eftir skjálftann (Bjart- ur, Neon) eftir japanska rithöfundinn Haruki Mura- kami. Skjálftinn er eins og bergmál löngu liðinna at- burða sem nú brjótast fram úr sálardjúpinu og skekja tilveru fólks sem svo lengi hefur stigið varlega til jarðar. Haruki Murakami er einn vinsælasti rit- höfundur samtímans. Á síðustu árum hafa sögur hans vakið mikla athygli í Japan og víðast annars staðar í heiminum. Þýðandi er Uggi Jónsson. Bók spurninganna eftir Pablo Neruda Af hverju klæða trén sig úr á meðan þau bíða eftir snjónum? Hvað eru marg- ar randaflugur í einum degi? Pablo Neruda (1904– 1973) var meðal ástsælustu ljóðskálda tuttugustu ald- arinnar, sérvitur nautna- seggur sem orti um ástina og dauðann með ógleyman- legum hætti. Bók spurn- inganna (Bjartur) samanstendur af 316 spurningum sem Neruda ritaði í minn- isbækur á síðustu mánuðum ævi sinnar og komu út að honum látnum. Spurningarnar eiga sameiginlegt að krefjast ekki endilega svars – það má fremur líta á þær sem hug- leiðingar um lífið og forgengileikann, tækni og náttúru, grimmd mannsins og miskunn- semi. Neruda fékk Nóbelsverðlaunin í bók- menntum 1971 og á síðari árum hafa ljóð hans haldið áfram að rata til nýrra kynslóða, ekki síst í kjölfar vinsælda kvikmyndarinnar Il postino þar sem aldrað skáldið er örlaga- valdur ungra elskenda. Bók spurninganna, sem út kemur í tilefni af því að 100 ár eru nú liðin frá fæðingu Neruda, mun án efa afla skáldinu fjölmargra nýrra aðdáenda. Þórir Jónsson Hraundal þýddi. Nafnabókin eftir Amélie Nothomb Þegar Lucette varð ólétt var hún ákveðin í að barnið hennar fengi nafn sem hæfði stórkostlegri framtíð þess. Faðirinn hafði aðrar hugmyndir um nafngjöfina. Það varð þeirra beggja bani. Stúlka fæddist og fékk nafnið Plectrude og var komið í fóstur hjá móð- ursystur sinni. Og hennar beið sannarlega glæst framtíð, framtíð sem tindilfætt dansmær. En það er enginn dans á rósum að vera framúrskarandi ballerína. Nafnabókin (Bjartur, Neon) er önnur bók- in eftir franska rithöfundinn Amélie Noth- omb sem kemur út í íslenskri þýðingu en áð- ur hefur komið skáldsagan Undrun og skjálfti. Þýðandi er Guðrún Vilmundardóttir. Dante-klúbburinn eftir Matthew Pearl Spennusagan Dante-klúbburinn (Bjartur) eft- ir Matthew Pearl gerist í Boston árið 1865. Nokkrir af nafntoguðustu bókmenntamönn- um Bandaríkjanna taka höndum saman um að koma Hinum guðdómlega gleðileik ítalska skáldsins Dantes út á ensku. Valdamiklir ein- staklingar innan Harvard-háskólans sjá fyr- irætlan þessari allt til foráttu og virðast standa á bak við röð morða sem sækja inn- blástur sinn til lýsingar Dantes á hreins- unareldinum. Útgáfa þýðingarinnar er í upp- námi enda óttast meðlimir Dante-klúbbsins um líf sitt. Matthew Pearl skrifaði uppkastið að Dante-klúbbnum samhliða því sem hann lauk prófum í lögum frá Harvard en hafði áður lokið doktorsgráðu í bókmenntum. Fjallaði lokaritgerð hans þar um ævi og verk Dantes. Dante-klúbburinn hefur setið ofarlega á met- sölulistum í Bandaríkjunum og Kanada und- anfarið ár og er bókin nú óðum að koma út í flestum löndum Evrópu. Þýðandi er Árni Óskarsson. Þríleikur Erics-Emmanuels Schmitts Bjartur gefur út í Neon- klúbbnum þríleik Erics- Emmanuels Schmitts um hlutverk trúarbragðanna í mannlegu samfélagi. Fyrsta bókin nefnist Herra Ibrahim og blóm Kórans- ins. Í henni segir frá Móse sem var ekki nema ellefu ára gamall þegar hann braut sparigrísinn og heimsótti mellurnar. Um líkt leyti kynntist hann herra Ibrahim, gamla kaupmanninum sem rak arababúð mitt í gyðingahverfinu og sat rólegur á stólnum sínum þótt drengurinn hnuplaði frá honum niðursuðudósum. Daginn sem Brigitte Bardot gekk inn í búðina stóð herra Ibrahim hins vegar aldrei þessu vant á fætur. Þennan dag urðu þeir Móses líka vin- ir. Önnur bókin nefnist Óskar og bleikklædda konan. Í henni segir frá Óskari litla sem hefst við á æðislega flottum spítala en finnur að hann veldur Düsseldorf lækni vonbrigðum á stofuganginum á morgnanna. Læknirinn horfir þá þegjandi á drenginn, eins og hann hafi gert eitthvað af sér. Reyndar horfa allir á hæðinni þannig á Óskar núorðið, allir nema Amma bleika. Og það er einmitt hún sem ráðleggur Óskari að skrifa Guði bréf. Þriðja bókin nefnist Milarepa en í henni segir frá Simoni sem dreymir nótt eftir nótt að hann sé staddur á sömu löngu, steinlögðu vegunum, yfirkominn af hefnigirni. Meira veit hann ekki. Ekki fyrr en ókunnug kona sest hjá honum á kaffihúsi í París, lítur í augu hans og segir: „Þú heitir Svastika. Þú hefur eigrað um draumafjöllin í aldaraðir til að reyna að frelsa sálu þína. Þig langar að losna undan hatrinu. Þér tekst það ekki nema þú segir sögu hans sem þú herjaðir á, söguna af Milarepa.“ Þýðandi er Guðrún Vilmund- ardóttir. Búlgarí-sambandið eftir Fay Weldon Búlgarí-sambandið (Salka) eftir Fay Weldon er hár- beitt og húmorísk skáld- saga sem heitir á frummál- inu The Bulgary connection. Bókin hefur hefur hlotið miklar vin- sældir og er talin með bestu bókum þessa þekkta höfundar. Þórunn Hjart- ardóttir þýðir. Þýðingar Níu þjófalyklar eftir Hermann Stefánsson Í smásagnasafninu Níu þjófalyklum (Bjartur) glím- ir Hermann Stefánsson við sígildar spurningar um tengsl skáldskaparins við veruleikann, varpar skemmtilegu ljósi á sam- skipti kynjanna, auk þess að takast á við forvera sína á skáldabekk, rithöfunda á borð við Davíð Oddsson, Ólaf Jóhann Ólafsson og Einar Kárason. Útkoman er verk sem Hel- ena hin fagra, eiginkona sögumannsins, getur engan vegin sætt sig við. Truflanir í Vetrarbrautinni eftir Óskar Árna Óskarsson Maður vaknar af vondum draumi við að kona frá Sál- arrannsóknarfélaginu vill komast uppí til hans. Eldri hjón standa uppi á Arnarhól þegar múrsteinn fellur af himnum ofan. Lágvær tón- list frá Nepal berst út úr póstkassa handan við göt- una. Ástríkur fjöl- skyldufaðir á heima í næsta húsi við sjálfan sig og veit því aldrei út úr hvoru húsinu hann kemur á morgnana. Truflanir í Vetrarbrautinni (Bjartur) er safn smáprósa sem lýsa ævintýralegum atburðum úr hvunndagslífinu, atburðum þar sem tilvilj- anir, mannleg samskipti, jafnvel náttúrulög- málin sjálf koma raunveruleikanum í opna skjöldu. Smám saman vaknar hjá lesandanum rökstuddur grunur um að heimskringlan sé komin út á ystu nöf. Óskar Árni Óskarsson hef- ur á undanförnum áratugum gefið út fjölda ljóðabóka, þýðinga og smáprósa. Smáglæpir og morð Sögur úr glæpasmásagnakeppni Glæpafélagsins og Grandrokks Í júní síðastliðnum var tilkynnt hverjir hlotið hefðu verðlaun í glæpasmásagnakeppni Hins íslenska glæpafélags og Grandrokks. Fyrstu verðlaun hlaut útvarpsmaðurinn og þýðandinn góðkunni, Jón Hallur Stefánsson, önnur verð- laun Sigurður Sigurðarson, en þetta er fyrsta smásagan sem birtist eftir hann, og í þriðja sæti varð saga eftir Viktor Arnar Ingólfsson sem vakið hefur athygi fyrir glæpasögur sínar, nú síðast Flateyjargátuna. Það var ekki auðvelt fyrir dómnefndina að velja vinningssögurnar því sögurnar sem bárust í keppnina voru óvenjugóðar og sýna að mikil gróska og fjöl- breytni er ríkjandi í glæpasagnasmíðum lands- manna. Ákveðið var að gefa út safn, Smáglæpir og morð (Mál og menning), með áhugaverðustu sögunum sem bárust í keppnina og kom í ljós að meðal höfunda eru jafnt þekktir rithöfundar sem minna þekktir áhugamenn um glæpasög- ur. Og glæpirnir eru af öllum gerðum. Íslenskar smásögur Í ljós eftir Hallgerði Gísladóttur Hallgerður Gísladóttir hef- ur lengi fengist við ljóða- gerð þótt hún hafi ekki flík- að verkum sínum. Nú rýfur hún þögnina og sendir frá sér ljóðabókina Í ljós (Salka). Hallgerði er tamt að yrkja um umhverfi sitt – náttúru og borg – með vís- an í söguleg atvik. Gáska- fullur leikur að orðum einkennir ljóð hennar sem eru yfirleitt knöpp að formi til. Niðurfall eftir Hauk Ingvarsson Fyrsta ljóðabók Hauks Ingvarssonar nefnist Niðurfall (Mál og menning). Haukur stundar nám í íslenskum bókmenntum við Háskóla Ís- lands. Kjötbærinn eftir Kristínu Eiríksdóttur Kristín Eiríksdóttir hefur birt ljóð sín í blöðum og tímaritum á undanförnum misserum og vann m.a. ljóðasamkeppni Eddu og Fréttablaðsins á vordögum. Kjötbærinn (Bjartur) er hennar fyrsta ljóðabók sem dregur upp brotakennda mynd af heimi sem er í senn kunnuglegur og framandi. Á leiðinni – á hjóli lífsins eftir Sigurð Skúlason Sigurður Skúlason leikari er snjall þýðandi og hefur sjálfur gefið út tvær ljóða- bækur, þriðja bók hans nefnist Á leiðinni – á hjóli lífsins (Salka). Ljóð Sig- urður eru afar persónuleg og í þessari bók blandar hann saman hárbeittum ör- sögum og tregafullum ljóð- um um ástleysi heimsins. Lesarkir landsins eftir Sigurlaug Elíasson Lesarkir landsins (Mál og menning) nefnist ný ljóða- bók eftir Sigurlaug Elías- son. Sigurlaugur hefur þró- að einfalt en sterkt ljóðmál í bókum sínum sem með til- stilli jarðbundinna lýsinga er nákomið og þekkilegt en felur jafnframt í sér mikla dýpt. Fiskar hafa ekki rödd eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur Fiskar hafa ekki rödd (JPV-útgáfa) nefnist ný ljóðabók eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Vilborg á að baki fjölda ljóðabóka. Fyrsta ljóðabók hennar var Laufið á trjánum sem kom út árið 1960 og var Vilborg þá ein af fáum konum sem skrifuðu atómljóð. Augað í steininum eftir Þóru Ingimarsdóttur Margoft hafa birst ljóð eftir Þóru Ingimarsdóttur í Les- bók Morgunblaðsins. Aug- að í steininum (Salka) er fyrsta ljóðabók hennar með úrvali ljóða sem hún hefur ort í gegnum tíðina. Ein- kenni á ljóðum Þóru er tregablandinn tónn og oftar en ekki er fjallað um angist manneskjunnar gagnvart viðsjálum heimi þar sem helsta athvarfið er náttúran sem á undir högg að sækja. Ljóð ♦♦♦ ♦♦♦

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.