Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.2004, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.2004, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. september 2004 | 13 Eenginn, nema þá kannski hinir óend-anlega kokhraustu Gallagher-bræðursjálfir, gat séð fyrir þá farsæld sembeið Oasis þegar þessi fimm manna bítilóða sveit frá Manchester gaf út sína fyrstu plötu í ágúst 1994. Enginn með réttu ráði hefði þá getað fært sannfærandi rök fyrir því að þar væri komin „besta breska plata allra tíma“ samkvæmt vali lesenda Q-tímaritsins áratug síðar og að platan myndi þar með slá við öllum plötum fyrirmyndanna í Bítl- unum. Þegar „Supersonic“ tók að heyrast á X-inu sumarið 1994 greindi ég reyndar að eitthvað alveg sérstakt væri þar á ferð. Graf- alvarlegt gruggrokkið var þá allt að kæfa og þörfin orðin allrækileg fyrir rokk sem kæmi úr allt annarri átt, eitthvað einfaldara og kæru- lausara, eitthvað hrokafyllra og karlrembu- legra. Oasis var svarið. Tveir snargeggjaðir bræður í forgrunni með samvaxnar augabrúnir og þrír lúðar sem öllum var sama um. Þótt þetta hráa, kröftuga en um leið húðletilega rokk hljómaði alveg frámunalega kunnuglega þá var eitthvað við það sem gerði það al- gjörlega nýtt og ferskt. Hráefnið var marg- notað en blandan alveg ný og framandi. Aldrei fyrr hafði nokkrum dottið í hug, hvað þá vogað sér, að blanda melódíu Bítlanna, reiði Sex Pist- ols og hroka Stone Roses saman. Ekki fyrr en Noel Gallagher, gamli rótarinn hjá Inspiral Carpets, gekk í vonlausa sveit sem litli bróðir Liam söng með, tók völdin, samdi lög og heimt- aði ekkert minna en humar og frægð – sem hann líka fékk. Þegar Definitely Maybe kom út í ágúst fór hún beint á toppinn í Bretlandi og seldist hrað- ar en nokkur önnur fyrsta plata hljómsveitar hafði áður gert. Enn hefur enginn slegið það met. Breska pressan tók Oasis líka opnum örmum og tímaritið Q sagði Definitely Maybe „fárán- lega spennandi rokkplötu“, hreint „geggjaða“ og að ekki hefði önnur eins frumraun komið út síðan Stone Roses gaf út sína. Platan er enn í miklum metum í Bretlandi, ef ekki ennþá meiri en þá. Það sýna ótrúlega stöðugar vinsældir Oasis, þrátt fyrir nokkra rækilega bömmera, og áðurnefnd lesendakosning Q, þar sem Def- initely Maybe fékk fleiri atkvæði en Revolver Bítlanna, Never Mind The Bullocks með Sex Pistols, Ok Computer með Radiohead og Lond- on Calling með The Clash. Það er reyndar hæp- in niðurstaða og verður spennandi að sjá hvort hún verður metorðum að öðrum áratug liðnum. En platan er eftir sem áður alveg bullandi fersk og ætti sérhver gamall Oasis-aðdáandi enn að fá rækilega gæsahúð þegar Liam tilkynnir full- um fetum að hann sé rokkstjarna. Á mánudaginn kemur út sérstök tíu ára af- mælisútgáfa af plötunni á tvöföldum mynddiski. Fyrri diskurinn inniheldur plötuna sjálfa, með sérstökum óþjöppuðum PCM-steríóhljóm- gæðum, en þar er líka lagið „Sad Song“ sem aðeins var að finna á vínylútgáfunni á sínum tíma. Seinni diskurinn inniheldur svo yfir fjóra tíma af ítarefni sem allt tengist plötunni og gerð hennar á einn eða annan máta. Þar er ný klukkutímalöng heimildarmynd, þar sem platan er tekin fyrir lag fyrir lag. Þar eru líka öll myndböndin og tónleikaupptökur af öllum lög- um á plötunni. Oasis vinnur um þessar mundir að sjöttu plötunni, sem gert er ráð fyrir að komi út á næsta ári. Kannski klassík? Poppklassík Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is Rapparinn Eminem gefur út sínafjórðu plötu 16. nóvember nk. Platan mun heita Encore. Meðfram upptökum á plöt- unni hefur Em- inem gefið sér tíma til að sinna ýmsum hlið- arverkefnum. Í apríl gaf hann út plötu ásamt fé- lögum sínum í D12 og nú í haust fer í loftið hans eigin út- varpsstöð sem send verður út í gegnum gervihnött Sirius útvarps- netsins. Útsendingar verða læstar og þurfa áhugasamir að verða sér úti um sérstaka mót- takara og borga mán- aðargjald sem nemur 13 dölum, eða 900 krónum. Til stendur að Eminem muni sjálfur sjá um tónlistarvalið á stöðinni en það mun samanstanda af tónlist sem gefin hefur verið út af útgáfu- fyrirtæki Eminems, Shady Re- cords, sem gefur m.a. út D12, 50 cent og Obie Trice. „Þessi miðill mun koma mér í beint samband við götuna, hlustendur mína,“ sagði Eminem í samtali við Rolling Stone tímaritið. „Engir milliliðir, engir spilunarlistar, ekkert rugl. Og það sem mest er um vert, engin rit- skoðun.“    Skosku snyrtirokkararnir í FranzFerdinand eru farnir að leika ný lög á tónleikum sínum. Þeir hafa líka hafið vinnu á nýrri plötu, sem á að fylgja eftir hinni vinsælu, sam- nefndu, frumraun sveitarinnar. „Það þýðir ekkert að sitja með hendur í skauti,“ segir bassaleik- arinn Bob Hardy. „Við erum alltaf að.“ Nýju lögin eru í svipuðum dúr og þau sem prýddu Franz Ferdin- and og gerðu sveitina að einni þeirri heitustu í bransanum. „Þau eru dansvæn, og mjög, mjög takt- föst.“ Þótt búið sé að semja efni sem dygði á meira en hálfa plötu þá segjast þeir ekkert ætla að flýta sér því öll lögin á plötunni næstu eigi að geta staðið eitt og sér. „Það verða engar uppfyllingar.“    Eftir að hafa verið í banastuði áliðnum árum virðist sem Weezer séu aftur komnir í þá kreppu sem þeir voru í eftir að önn- ur platan Pinkerton kom út. Þá liðu 5 ár fram að næstu plötu (græna platan) og nú ætlar sú fimmta eitt- hvað láta bíða eftir sér því þeir hættu í miðju kafi við gerð hennar. Rick Rubin byrjaði að taka hana upp með þeim 2003 og var talið að hún væri vel á veg komin, en nú berast þær fregnir að öllu hafi ver- ið hent og búið sé að reka Rubin. Samkvæmt heimasíðu sveitarinnar var byrjað upp á nýtt fyrir þremur vikum. Ástæðan fyrir kúvending- unni ku vera sú að forsprakkinn, hinn kenjótti River Cuomo, finnst hann nú loksins vera farinn að semja almennileg lög og þau sem voru tilbúin uppfylli engan veginn kröfurnar sem hann gerir til sjálfs síns. Þeim Rubin er samt enn vel til vina enda átti Rubin heilmikinn þátt í að endurbyggja sjálfstraust Cuomo – en síðarnefndi bloggar nú grimmt á MySpace.com. Eminem Franz Ferdinand Weezer Erlend tónlist E itt laga Pet Sounds – plötu Beach Boys frá 1966 sem af mörgum er talin besta popp/rokkplata sem nokkru sinni hefur verið gerð – heitir „I Just Wasn’t Made For These Times“. Þessi kaldranalega og raunalega setning átti eftir að verða sæmilegasta lýsing á æviskeiði Brians Wil- sons, a.m.k. frá og með téðu meistaraverki. Því fljótlega eftir að Wilson lagði Smile frá sér hvarf hann í heim geðveikinnar og hefur ekki jafnað sig nema að nokkru leyti. Stundum er sagt að heim- urinn eigi ákveðna menn ekki skilið og vinsælt er að halda því fram að Wilson hafi hreinlega brotnað undan guðdómlegri snilligáfu sinni. Hann hafi einfaldlega ekki verið gerður fyrir þennan heim. Og það er í raun illmögulegt að bera á móti þessu þegar hlustað er á sum lög Pet Sounds og hinnar óútgefnu Smile (sem er til í nokkrum óopinberum, ólöglegum útgáfum). Maður vill helst trúa því að einhver æðri máttur hafi lagt hönd sína yfir Wilson, því að þessi af- burðasnilld er svo gott sem óskiljanleg. Hann dansar enn Það er því ekki undarlegt að menn setji sig í stellingar í hvert sinn sem Wilson fer á kreik. Ný sólóplata, Gettin’ In Over My Head, kom út í júní, hans fyrsta í sex ár eða síðan Imagination kom út árið 1998. Sólóferill Wilson hefur verið mjög gloppóttur enda var hann í andans útlegð í áratugi. Þessar plötur hafa líka ekki verið neitt sérstakar. Þær standa að sjálfsögðu engan veg- inn undir þeim gríðarlegu væntingum sem til þeirra hafa verið gerðar einungis vegna þess að á bak við þær er Brian Wilson, maðurinn sem Leonard Bernstein kallaði eitt mikilvægasta tón- skáld tuttugustu aldarinnar. En sem slíkar eru þær heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Á nýju plötunni koma frægir gestir við sögu, samtíðarmenn Brians og allir frá Bretlandi, þeir Paul McCartney, Elton John og Eric Clapton. Í einu laginu syngur bróðir Brians, Carl, sem lést fyrir sex árum, en lagið er byggt yfir gamla upp- töku sem Carl söng inn á um miðjan tíunda ára- tuginn. Mörg laganna eiga þá rætur í samstarfi Wilsons og upptökustjórnandans Andy Paley sem einnig fór fram um miðjan tíunda áratuginn (Paley þessi stýrði m.a. upptökum á sólóplötu Wilsons frá 1988). En er þetta góð plata? Nei, hún er það alls ekki. Að sjálfsögðu skyldukaup fyrir harða aðdá- endur, þá sem taka öllu því sem Wilson snertir sem gulli. En fyrir okkur hin er þetta glópagull. Lögin eru einkar Beach Boys-leg, alveg sérstaklega reyndar, og hljómur og uppbygging tekur mið af því sem var að gerast í rokki og róli á sjötta og sjöunda áratugnum. Ekkert út á það að setja. Lagasmíðarnar eru hins vegar flestar í meðallagi og nærfellt allir textarnir alveg út úr kortinu, vandræðalega barnalegir á stundum. Þetta er í raun „næf“ list (e. naive) og hálfgert hamfarapopp. Það alversta er þó að Wilson stjórnar upptökum sjálfur og er útkoman ójafn hljómur og einkennilegur. Það er skýrt á þessari plötu að Brian Wilson gengur ekki heill til skóg- ar og maður hefur óþægilega á tilfinningunni að McCartney og félagar séu meira að vera aum- ingjagóðir heldur en að þeir hafi sóst eftir því að taka þátt í skapandi samstarfi. Loksins kom bros Látum vera með þessa nýútkomnu plötu, það sem beðið er eftir er að sjálfsögðu Smile, djásnið eina. Ímyndið ykkur að besta bók Halldórs Lax- ness hefði aldrei komið út. Eða eins og segir í grein sem birtist um Smile í Newsweek, 19. júlí. „Ímyndaðu þér að Sgt. Pepper hefði aldrei kom- ið út heldur væri bara nútíma goðsaga. Þannig er sagan um Smile.“ Brian brann inni með Smile í kapphlaupi við Bítlana og þeir breyttu rokksögunni í staðinn – ekki Brian. Eða svo segir sagan. Smile átti að koma út á eftir Pet Sounds, árið 1967, en á síð- ustu stundu kippti Wilson að sér höndum. Platan átti að vera hans „Magnum Opus“ og sagði hann plötuna vera táningasinfóníu til heiðurs Guði (Teenage Symphony to God). Það er merkilegt að velta þessum einstöku at- burðum fyrir sér og eftirfarandi líkan hefur ver- ið sett upp: Brian heyrir Rubber Soul (’65) með Bítlunum og ákveður að gera Pet Sounds. Bítlarnir heyra Pet Sounds og ákveða að gera Sgt. Pepper’s. Wilson fær veður af Pepper’s og ákveður að toppa hana með Smile. Bítlarnir sigla í höfn en Wilson bíður skipbrot. Þess má geta að McCartney heimsótti Wilson á meðan að upp- tökur á Sgt. Pepper stóðu yfir og lék fyrir hann á píanó brot úr „She’s Leaving Home“. Wilson var þá þegar kominn í þrot og hlustaði and- aktugur á. McCartney sagði þá: „Þú verður að drífa þig“. Í nóvember 2003 hittust Wilson og Van Dyke Parks, tónlistarmaðurinn og textahöfundurinn sem vann náið með Wilson þegar Smile var í far- vatninu fyrir tæpum fjórum áratugum. Wilson ætlaði að setja verkið í heild sinni upp á tón- leikum í London (svipað og hann hafði gert 2002 með Pet Sounds) og var það frumflutt 20. febr- úar í Royal Festival Hall. Wilson og Van Dyke Parks sömdu nýja tónlist til að skeyta inn í verk- ið en ólíkt Pet Sounds er Smile hugsað sem eitt heildstætt verk, eins konar óður til bandarískrar tónlistar- og menningarsögu. Það verður í hæsta máta athyglisvert að heyra Smile loksins fullkláraða. Mun hún breyta rokk- sögunni? Guð einn það veit. Brostu, Brian Þetta ár hefur verið annasamt hjá Brian Wilson, fyrrum forsprakka Beach Boys og einum mesta snillingi sem popptónlistin hefur getið af sér. Hið „týnda“ verk Smile var loksins flutt í heild sinni síðasta febrúar, ný hljóðversplata er komin í búðir og svo kemur Smile út á hljómplötu 28. september – um þrjátíu og sjö árum eftir að þessum „heilaga kaleik“ var ýtt til hliðar, fyrir fullt og allt að því er virtist. Brian Wilson Talinn mesti snillingur sem nokkru sinni hefur starfað innan popp- og rokktónlistarinnar. Plata hans, Smile, frægasta „týnda“ plata rokksins, kemur út í lok þessa mánaðar. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.