Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.2004, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.2004, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. september 2004 H vílík dómadagsdella! hugsaði Héðinn og kímdi með sjálfum sér,Tjörnin – þessi mengaði skítapollur og úrgangsgryfja. En svona var allt í plássinu. Mundi allt í einu eftir ljós- mynd af Jónassen lækni ásamt eiginkonu og fleira fólki í báti á Tjörninni nokkru fyrir alda- mót. Fólkið er klætt í sitt fínasta púss, dokt- orinn sjálfur með hvítt skyrtubrjóst, slaufu, hvítar ermalíningar og harðan hatt yfir miklu yfirskeggi sem teygði andlitið niður á við, en í baksýn timburkumbaldar, þokulegt ólýsi yfir öllu, hús speglast í vatni sem vekur grun um kyrrð handan hraðfleygs raun- veruleika. Það var þó vart nema blekking því undir vatnsfletinum leyndist skolp og saur, enda lagði upp úr henni megnan ódaun hvar sem gengið var nálægt henni. Svo flutti Jón- assen mykju yfir þetta mikla innhaf, safnaði í haug við hús sitt við Lækjargötu 8, svo sjáv- argatan var ekki löng hjá húskörlum hans þeg- ar vora tók og ísa leysti. Þarna römbuðu þeir hver á eftir öðrum, karlarnir, með rennfullar hjólbörur, en doktorinn tiplaði á eftir, sjúgandi skeggið og fylgdist grannt með öllu. Mikil ósköp er að sjá hvernig þið farið með mykjuna, sagði hann, þið dritið henni niður um alla götu eins og skít. Nú var Jónassen læknir horfinn á vit feðra sinna og Eggert stórhljóðari hlaupinn út í buskann, en hann sjálfur á leið heim í miðri heimsstyrjöld. Hellti í vatnsglas og dreypti á, ekki laus við velgju, því daunninn í kytrunni var með ódæmum, af gömlum svita og við- brenndu fleski, saggastybbu margra ára. Þá var ilmurinn í eldhúsinu heima betri. Hversu oft hafði honum ekki verið hugsað heim í grænmálað eldhúsið, í krókinn við vest- urgluggann, en svo undarlegt sem það var, þá mundi hann lyktina best af öllu. Sumar lyktir greypa sig í minnið og hverfa aldrei, en dyljast og sæta færis; einhverju slær fyrir og hug- urinn fyllist af heimlegri angan, þótt ekkert hafi í raun gerst og á eftir er útilokað að skýra af hverju, en er svo náið einhvern veginn. Var það þetta sem félagi hans nam við Tjörnina; hugblær, ilmur, áhrif af ljósi – lífið utan við raunveruleikann. Eins og skuggalíkan í hug- anum, alger óvera, en svo skynjar maður þetta löngu seinna, annars staðar og í öðrum and- artökum, eitthvert dulið ættarmót eða sam- hengi, flöktandi og áður en varir þá rennur veran bak við augað saman við sjónarspilið hið ytra. Þegar þetta bar við greip fortíðin hann föst- um tökum og hálfgleymdar myndir hlóðust upp svo minnið hafði ekki undan. Ókunnugir menn í útidyrum og spurðu eftir Valdimar rit- stjóra, móðir hans þung á brún, hálfkæft hvísl- ið á kvöldin, og svo þessir erfiðu tímar þegar hún fór að heiman og Valdimar reikaði um húsið eins og vængbrotinn mjósleginn hrafn. Faðir hans. Hann skildi seinna að í öllu fasi þessa manns leyndist fyrirvari, stundum var eins og augnaráð hans sölnaði, yrði sem úti á þekju, fór svo að þylja eitthvað sem dreng- urinn botnaði ekkert í. Var utanveltu í sveit- inni líka, sagði hann lágt, því sá sem hugsar er hvergi sveitfastur né safnaðarhæfur, en tók svo skyndilega rögg á sig. Hvaða hangs er þetta, Héðinn minn! Náttmyrkt hár, slétt yfir sérlunduðum niðurdregnum andlitssvip, stór dökk augu sem fátt duldu, enda sóaði þessi maður ekki augnaráðum á hvern sem var; þagði og gekk frá ef honum mislíkaði. Móðir hans talaði hins vegar hástöfum, roðnaði og varð þungt niðri fyrir, felldi jafnvel tár væri henni sýnd lítilsvirðing, sem oft bar við, en kvaldist yfir eigin tilfinningasemi á eftir. Við stöndum á bersvæði, sagði hún stundum, höf- um yfir engu að mögla, enda er mótlæti eins og saltkorn í matinn. Hvernig ættum við ann- ars að geta metið það sem lífið hefur upp á að bjóða? Reiði Valdimars var annars eðlis, leitaði ofan í eitthvað gamalt sem undir var; eins og væri langstæður heystabbi, troðinn af veðrum margra sumra og vetra, en var aldrei rifinn sökum stöðugs ótta við grasleysi, jafnvel þótt skepnur féllu úr hor og allt kæmist á dauðanöf. Sálarstabbann mátti ekki snerta! Móðir hans, Bríet – baráttukonan með skær og djörf augu, andlitsfall sem varð stórgert með árunum, röddin skýr og blæbrigðarík, hárið þykkt og skipt í miðju, með fínlegt nef og sterka kjálka. Hafði höku í áveðrið andstætt föður hans. Já, móðir hans gat verið þurr á manninn, jafnvel köld í viðmóti, en ekki var hægt að hugsa sér jarðneskari manneskju, þar var ekki talað úr djúpum eða skýjum ofar, enda minnti hún meira á orðið boldang en aðr- ar konur, gjörsamlega laus við frukt og lús- arskap. Hafi faðir hans verið eins og svífandi jurt þá var hún salt jarðar og vildi ekki una við trakteringar sem kvenfólki höfðu verið boðnar. Körlum datt ekki í hug að konur hefðu sína löngun, hvað heldur að þær hugsuðu eins og fólk út af fyrir sig, svo þessi allslausa stúlku- kind að norðan kom sannast sagna á óvart. Núna hafði hún unnið stærsta sigur lífs síns, en var kannski litlu bættari sjálf, hugsaði Héð- inn, hafði ekki efni á nýjum tönnum og leigði út hverja kytru, sparaði við sig í mat og hírðist í herbergisskonsu eins og fátæklingur. Uppi á þilfari var einkennileg birta, himinn- inn gulbleikur fyrir stafni, með breiðum geisl- arákum og mynduðu jafnhliða þríhyrning upp af fölbláum haffleti, hvasseggjuð teinrétt ská- bönd, en örlítið fjær glitruðu daufari, óreglu- legri geislaform og dreifðust til beggja átta undan hinu ævaforna mynstri, rétt þríhyrna til norðurs en í suðurátt gleiður þríhyrningur, sem víkkaði eins og í dansi, en sem hann horfði brotnuðu þessi form, hurfu undir hafflötinn, eins og til að safna kröftum því ný rastabönd komu þegar í ljós, breikkuðu og litir brugðu á leik, lögðust í línur eins og í uppreisn gegn mynstrinu gamla sem stöðugt hélt magni sínu í miðju þessa sjónarspils. En inni í því stóð dökkur bakki, annars kyns, klauf þrístrending- inn að neðan með uppréttum línum og höll- uðust inn hið efra. Hver fékk skilið slíkan leik? Öll þessi hvössu horn þreyttu augun og leituðu hrings sólar en fundu ekki í mistrinu sem dreifði sér upp á lofthimininn. Héðinn horfði sem bergnuminn en varð skyndilega eirðarlaus, óþreyjufullur, ætlaði þessari ferð aldrei að ljúka? Minntist þess í sömu mund þegar hann fyrst kom til Kaup- mannahafnar fyrir sex árum. Sigldu með Sjá- landsströnd í mildu sólskini sem umlék boga- dregna strönd, enda líktu sumir þessu landi við Edenslund, allt var grænt og trjásælt, hvítir Bríet, Valdimar, Laufey og Héðinn Matthías Viðar Sæmundsson dósent við íslenskuskor Háskóla Íslands féll frá fyrr á þessu ári í blóma lífsins – tæplega fimmtugur að aldri. Hann hafði unnið ötullega um nokkurra ára skeið að rann- sóknum á ævi Héðins Valdimarssonar, forstjóra Olíuverzlunar Íslands og formanns Dagsbrúnar, og náði fyrir andlát sitt að ljúka fyrri hluta ævisögunnar. Matthías Viðar vann með ævisöguformið á frjóan hátt og beitti meðal annars aðferðum einsögunnar. Hér er birt brot úr fyrsta kafla. Eftir Matthías Viðar Sæmundsson Héðinn Valdimarsson Myndin er tekin um það leyti sem Héðinn sneri heim frá námi. Myndin er í einkaeign. Ljósmyndari er óþekktur. A llt sogast í svarthol eilífrar gleymsku. Það er jafn- vel ekki útilokað að sólkerfið hverfi í gríðarlega stórt svarthol sem er í miðri vetrarbraut okkar. Og nálgast. Þannig svarthol er gleymskan. Og samt varðveitist allt með einhverjum hætti. Eins og efnið. Það varðveitist í mannsmynd; eða stjörnuryki. En enginn veit hvað er handan við þyngdarafl svartholsins. Kannski önnur ver- öld; annar heimur. Kannski himnaríki. Eða helvíti. Þannig veit enginn heldur, hvað er á bak við gleymskuna. Minningar sem alltaf er verið að særa fram og þá með skáldskap? Því sjálfar eru þær gleymskunni vígðar. Það hefur allt gerzt í tímanum og samt hefur ekkert gerzt. Og enginn tími! Það kemur fjarlægð á allt og í þessu bréfi hef ég reynt að lifa í þessari fjarlægð og gera þig að þátttakanda í henni. Þessu minnisleysi. Þessu svartholi gleymskunnar. Allt gleymt, já. Kalda stríðið, atómskáldskapurinn; módern- isminn. Komin fjarlægð á allt sem hefur ekki gerzt. Og ég tek ekki lengur þátt í neinu. Og það er lúxus að vera ekki til! Því þetta eru ekki góðir tímar. Kannski er það gott að ryksuga sköpunarverksins nálgast úr vetrarbrautinni miðri. Nei, þetta eru afleitir tímar og eins og krakkarnir segja hið bezta mál, þegar þeir týnast í þyngdarafli sköpunarinnar, sem allt svelgir í sig. Það er ekkert samfélag lengur, einungis hagsmunir. Arfleifðin að leysast upp í poppi og pönki, tvístrast. Falla í verði eins og hlutabréf. En samt heldur grenitréð fyrir utan gluggann minn áfram að bæta við sig grænum nálum og greipfögrum greinum. Og fuglum. Og það er orðið hærra en sólin á þorra. Ég er stundum að gefa því auga, en það haggast ekki. Það er nakið undir sam- vizkuhvítum snjópelsi, senn kastar það af sér feldinum og vex nakið inn í vorið. Gott við eigum enn eitt vor í vændum. Enn eitt vor, þrátt fyrir allt. Og allt. Og þarna á toppnum stendur fugl, það er víst þröstur. Þröstur sem ég hitti einhvern tíma fyrir margtlöngu í skóg- inum við Elliðaárnar, heilsaði. Og hann leit á mig og spurði um leið og hann lagði kollhúfur, Ert þú líka þröstur? Hann er að viðra sig. Og kannski er hann að hafa gætur á kett- inum í húsinu handan götunnar. Hann hefur ástæðu til. Við höfum báðir ástæðu til að vera á varðbergi. Loftið er radí- ótíft eins og Kjarval sagði. Hann var öðrum mönnum næmari. En þannig er þetta tré fullt af atvikum. Eins og líf mitt þegar ég er að fylgjast með því vaxa inn í óskilgreinda fjarlægð sem bíður þess. Þessa fjarlægð sem er innra með sjálfum mér. Eins og það sem gerðist í kalda stríðinu. Og samt gerðist ekkert, því að allt hefur gerzt áður. Og þetta ekkert er það sem ég sit uppi með. Endurtekningin. Endurtekning nýrra viðhorfa; nýrrar reynslu. Þannig sat Borges einnig uppi með sitt völundarhús og þess vegna hafði hann engan áhuga á því að vera módernisti. Og það hef ég ekki heldur. Samtíminn er fólk sem ráfar um í þessu völundarhúsi gleymskunnar og kemst ekki út. En til hvers ætti það að komast út? Til að finna sjálft sig? En það er ekki fyrir utan. Þar er Júróvisjón í gervi gamalla rímnaskálda því þau eru fortíðarhyggja sem við sitjum uppi með. Sönglið. Eins og kækur; eða klissja. Eða gvendur dúllari allra tíma; persónugervingur síbylju og endurtekningar. Þannig situr tréð einnig uppi með rótfasta jörð. Og getur ekki hreyft sig. Það eigum við einnig sameiginlegt, því að ég er rót- fastur í fjarlægð sem ég er búinn að gleyma. Og senn flýgur síðasti fuglinn af greinum mínum. Og ég heyri sög tímans nálgast um leið og annað fjarlægist. Hún er vel tennt eins og tígrisdýr. Eða hákarl. Þessi beitta sög tímans. Allar öldur rísa og hníga, svo ég brjóti bragfræðileg lögmál Snorra og grípi til annarrar líkingar. Annarrar endurtekningar. [---] Ég horfði ekki alls fyrir löngu á verðlaunaúthlutun fyrir popp- músík í Sjónvarpinu, það var fróðleg uppákoma. Ég hef nokkuð gaman af Madonnu og Michael Jackson og lít á þau sem dæmi- gerða skemmtikrafta á sjónvarpsöld. En lengra nær aðdáun mín ekki. Af þeim ástæðum vakti það athygli mína þegar verðlaunum var úthlutað til Michael Jackson á þessari uppákomu að þá greindi þulurinn ekki einungis frá yfirburðum hans, heldur bætti hann því við, þegar hann lýsti því hvernig hann dansaði – að þar væri guð að dansa! Sem sagt þarna blasti guðdómur nútímans við í allri sinni dýrð. Loksins! Já loksins var guð kominn í leitirnar! Og ég sem hafði reynt að skimast eftir honum alla mína hundstíð!! Allir hlógu og klöppuðu nema einn vesalingur sem þarna var viðstaddur og mótmælti af einhverjum ástæðum og var þá bor- inn út (já, hvað merkir það, rægður? Nei, borinn út úr salnum!), en guðdómurinn dansaði út af sviðinu með þau orð á vörum að hann elskaði aðdáendur sína. Sem sagt hinn dansandi guð. Og hjartadrottningin, prinsessa fólksins. Það er umhverfi okkar. Sjónvarpsþorpið. Samt eru þetta smámunir samanborið við David Beckham og Victoriu konu hans spæsgörl. Þau eru upp á milljarðatug, svo maður tali nú eins og íslenzku börbörsarnir! David sparkar í ellefu-manna liði, hún söng í fimm-manna kór. Brúðarkjóllinn kostaði 80 þús. dali og bílaeignin er upp á 3 millj. dala. Hús hérna og hús þarna, gullhúðað klósett heima í Bret- landi. Allt sýnt í poppsjónvarpinu MTV, með velþóknun; auðvitað. Aumingja Jackson er eins og bernskur ljósengill í samanburði við þessi goð. Ég sagði goð, ekki að ástæðulausu, því að David er orðinn hindúaguð og helgimyndir af honum dýrkaðar austur í Asíu, þar sem menn liggja á bæn við myndirnar og biðja til hans. Skyldi hann vera bænheitur, það er aldrei að vita! Og svo höldum við að veröldin sé eitthvað annað en einhvers Málsvörn og minningar Matthías Johannessen gerir upp við samtíð sína og rifjar upp atburði af löngum blaðamannsferli í bókinni Málsvörn og minningar (Vaka-Helgafell). Hér eru birt þrjú brot úr bókinni sem segja ýmislegt um innihald hennar. Victo arkjó húða Eftir Matthías Johannessen

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.