Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.2004, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.2004, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. september 2004 ! Ætli mörgum kæmi ekki dálítið spánskt fyrir sjónir ef eitt af gullkornum bókaflóðsins þetta árið og jafnframt dæmigerð bók fyrir útgáfuna í heild sinni væri 400 síðna rit um horfna góðhesta? Einhverjum þætti það að minnsta kosti vera tákn annarra tíma – sem þó eru ekki svo langt að baki. Því á íslenskum bókmennta- heimi hafa orðið miklar breytingar á síð- asta áratug eða svo, bækur eins og Horfnir góðhestar eftir Ásgeir Jónsson, sem á árum áður voru drjúgur hluti út- gáfunnar, eru nánast hættar að koma út. Áður streymdu út ritverk sem tengdust þjóðlegum fróðleik og munnlegri hefð, bækur um ættfræði eða þjóðhætti, sagnaþættir, frásagnir af sjóslysum eða fólki með skyggnigáfu, rit- raðir eins og Móðir mín – húsfreyjan og Aldnir hafa orðið, vísnasöfn, endurminn- ingar, grúsk, skrif sem alþýða manna fékkst við af óbilandi elju. Þannig bækur lifðu góðu lífi allt fram undir lok 20. ald- ar. Þá var sem heil bókmenntagrein liði undir lok eins og hendi væri veifað; þjóð- legi fróðleikurinn hvarf ef til vill hraðar og í meira mæli en fólk hefur áttað sig á. Skýringarnar eru margar og breytingin hvorki alfarið neikvæð né jákvæð en kannski er þetta önnur af tveimur mik- ilvægustu umskiptunum í íslenskum bókmenntaheimi undanfarinn áratug. Hin tímamótin urðu við lát Halldórs Laxness. Þegar rithöfundur fellur frá lokast höfundarverk hans, það liggur á borðinu í endanlegri heild sinni og við það verður ekki aukið né því breytt. Sá veruleiki sem verkin vísuðu til er að baki, samspil þeirra við þann sem við hefur tekið er öðruvísi. Umfjöllun um genginn höfund breytist jafnframt, við tekur nýr fasi, staða hans í samfélaginu verður önnur. Þetta er ekki lítil breyting þegar um helsta höfund Íslands er að ræða. Það er til marks um breytinguna að í dag er opnað safn um Halldór Lax- ness að Gljúfrasteini. Ætli Halldóri Laxness hefði geðjast að safninu? Ég hef ekki hugmynd um það. Þórarinn Eldjárn sendi fyrir nokkrum árum frá sér smásöguna „Eins og vax“ í samnefndri bók. Í sögunni, sem ber það yfirbragð að vera sannsöguleg, er sagt frá vaxmyndasafni Óskars Halldórs- sonar sem var til húsa í Þjóðminjasafn- inu – öðru safni sem opnaði með pompi og prakt í þessari viku. Í safni Óskars var til sýnis vaxmynd af Halldóri Lax- ness. Samkvæmt sögunni hafði Halldór mikinn óbifur á þessari mynd og hefði, af fagurfræðilegum ástæðum, fremur kosið eirmynd af sér. Slík var óbeit hans að hann fór þess skriflega á leit við yfirvöld að myndin yrði fjarlægð, sem var gert. Safnið lagðist síðar af; vaxmyndina af Halldóri verður hvorki að finna á Þjóð- minjasafninu né á Gljúfrasteini því ef marka má sögu Þórarins brotnaði hún á leiðinni í geymslu í Kópavogi. Hvaða beigur stóð Halldóri af vax- myndinni? Er eitthvað hryllilegt við vax- myndasöfn? Já, eiginlega eru þannig söfn dálítið hryllileg. Þau eru líkt og sal- ur af lifandi dauðum, fólki í mynda- styttuleik. Vaxmyndir eru eins og raun- verulegt fólk að þykjast vera listaverk fremur en eftirlíkingar af fólki. Vax- myndasöfn ganga beinlínis út á óhugnað- inn sem felst í því að myndirnar virðast of raunverulegar. Hryllingsdeild margra slíka færir heim sanninn um þetta. Og jafnvel myndir sem ekki eru á þeirri deild hafa einhverja ískyggilega nær- veru. „Það gildir bara að stara nógu lengi og aldrei líta undan,“ segir sögu- maður í smásögu Þórarins. Þegar um hægist ætla ég að líta við í báðum söfnunum sem hafa verið opnuð í vikunni, eiginlega vona ég að ég finni þar ekki fyrir hið storknaða form, of raun- verulega mynd af Halldóri Laxness og grafkyrra góðhesta, heldur svipmyndir úr tveimur burthorfnum veröldum Horfnir heimar og söfn Hermann Stefánsson er bókmenntafræðingur og rithöfundur. Eftir Hermann Stefánsson hermannstef- ansson@yahoo.com Æ, sjónvarp er víst óhjákvæmileg-ur hluti tilverunnar nú á tímum.Æ, er yfirleitt nokkuð við því aðgera? Æ, hvað ég óska þess stundum ákaft og heitt að við værum laus við fyrirbærið! Þennan tímaþjóf! Æ, þetta firring- artól! Þennan gleðispilli! Æ, það er þessi sífellda krafa um afstöðu til þess sem aðrir sáu; með öllu tilgangslaust að reyna að lifa öðru lífi en sjónvarpsgláparans, eða hvað? Æ, ég trúði því í sakleysi mínu að fjölgun rása og stöðva mundi frelsa okkur undan þeirri kvöð að þurfa að horfa sífellt á sjónvarpið til þess eins að geta talist gjaldgeng í samfélaginu, vera viðræðuhæf um þetta smáræði, vegna þess að fyrstu sjónvarpsárin á landinu voru óbærileg með öllu, allt þetta svart-hvíta murr- andi musk sem við væntum svo mikils af. Þau ár höfðu mun meiri áhrif á öll okkar samskipti en nokkuð annað hafði gert áður. Æ, hvað það var léttvægt allt! Æ, hvað allt fékk nýjan og tilgangslítinn blæ! Æ, hvað það er allt saman léttvægt enn! Æ, eigum við ekki bara að vera fullkomlega ærleg gagnvart okkur sjálfum, svona einu sinni, kannski af því að lýðveldið er komið á sjötugsaldurinn, og viðurkenna að þetta amer- íska fjöldaframleiðslusjónvarp sem hér ríður húsum á óteljandi og æ fleiri ’íslenskum’ sjón- varpsrásum kemur okkur minna en ekkert við? Æ, Ísland! Æ! Æ, æ! Æ, eigum við ekki bara að vera ærleg svona einu sinni gagnvart sjálfum okkur og umheim- inum og loka fyrir svo kallað ’íslenskt’ sjón- varp? Endanlega. Væri einhvers að sakna? Æ, ég held ekki! Æ, hvað við gætum gert margt fyrir pen- ingana! Æ, lesandi kær, ég viðurkenni fúslega að stundum gerist það að sjónvarpið grípur mig heljartökum, en það varir aldrei lengi, og næst veit ég af mér í angistarkasti yfir að hafa sólundað tíma mínum í stökkar karamellur meðan ég gæti verið að njóta krásanna af því sem tíminn, heimurinn og saga hvors um sig hafa að bjóða mér. Og víns til að skola krás- unum niður! Æ, hér erum við ræflarnir að burðast við að reka okkar eigið sjónvarp; og við gerum ugg- laust miklar og óvægnar kröfur til fyrirbær- isins úr því við erum búin að fjárfesta í því á annað borð, en þá vaknar spurningin. Eigum við engan metnað yfirleitt? Sleppum öllum óþægilegum lýsingarorðum á borð við ’menn- ingarlegan’, ’málfarslegan’, ’þjóðlegan’. Að minnsta kosti að sinni. Vegna þess að krafan er einfaldlega um metnað, ekkert meira. Æ, gerum landið bara að einni allsherjar myndbandaleigu fyrir bandaríska framleið- endur! Því ekki? Íslenskt sjónvarpsefni nær hvort eð er svo til engu máli. Það er ekki einu sinni borið við að framleiða það! Hvað varð um hugmyndir Tómasar Inga Olrich, fyrrum menntamálaráðherra, frá því fyrir bara fáein- um árum um sjóð til þess að efla framleiðslu leikins sjónvarpsefnis á því ástkæra ylhýra? Var frumvarp um það yfirleitt lagt fram á Al- þingi? Ekki minnist ég þess. Æ, hvaða skáld var það nú aftur sem sagði: „Vilji er allt sem þarf.“ Og að lokum, æ, hvað er að gerast á Sjón- varpi allra landsmanna? Æ, hvers vegna hverfur hver stórstjarnan þaðan eftir aðra? Hvers vegna tekst Stöð 2 að laða til sín alla þá sem pluma sig í sjónvarpi eins og fiskar í vatni? Vinur minn svaraði þessu með orðunum: Æ, er ekki bara í rólegheitum verið að eyðileggja ríkisrekna fjölmiðilinn? Æ, er það nú svo? Æ! ’Æ, gerum landið bara að einni allsherjar myndbanda-leigu fyrir bandaríska framleiðendur! Því ekki? Íslenskt sjónvarpsefni nær hvort eð er svo til engu máli. Það er ekki einu sinni borið við að framleiða það! ‘ Fjölmiðlar eftir Árna Ibsen aibsen@internet.is Það eru fáar, kannski engar, kvikmyndir sem hægt er að líkjahenni [Motorcycle Diaries] við. Hollywood-myndin „Che“ frá1969 með Omar Sharif er skelfilega vond og þess vegna gleymd, og „Maður allra árstíða“ eftir Alan Parker er í hálfgerðum tilbeiðslustíl. Hugsanlega má finna einhverja hliðstæðu í persón- unni í „Lawrence of Arabia“, þar sem einn maður kýs að berjast með þeim málstað, ekki her, sem hann telur réttan. Ég veit ekki hvort það er tilviljun að „Farhenheit 9/11“ eftir Micheal Moore hafi verið gerð á sama tíma, en ólíkari myndir er varla hægt að finna. Mynd Moores er allt sem mynd þeirra Salles og Redfords er ekki. [...] Samanburður mynda Michael Moores og þeirra Walters Salles og Roberts Redford er hugsanlega ekki sanngjarn því efni þeirra eru mjög ólíkt og lagt af stað með ólíkt veganesti. En var takmark- ið með gerð þessara mynda ekki á sömu nótum, það er að segja sannleikann, sannleika sem tengist á ólíkan hátt sömu pólitískum straumum? Jarðsamband, og skilningur á þessum rótum sem sú pólitík er sprottin úr sem fjallað er um í „Farhenheit 9/11“, er víðsfjarri. Við skynjum það ekki. Formið kaffærir efnið svo það skili sér sem kvikmynd. Þess vegna mun í mínum huga „Farhenheit 9/11“ gleymast fljótt. Hún segir ekki mikið af nýjum fréttum þótt ein- hverjir vinstrimenn hugsi kannski, „aha, gott á þá“, hún virkar einsog elektrónísk útgáfa af morgunblöðunum, fréttaskýringaþáttur í léttum dúr sem við höldum að sé kvikmynd af því við höfum aldr- ei séð svona fréttaskýringaþátt, eitthvað sem við vorum búin að sjá og bætir litlu við. „Mótorhjóla-dagbókin“ minnir okkur hins vegar á grundvallaratriði, hún nýtir formið og nær hughrifum án þess að predika, er alvöru kvikmynd. Samanburðurinn er því áhugaverður, auk þess sem saga þessara tveggja ungu manna á ferðalagi um Suður-Ameríku er sönn og minnir á að aðstæður þorra fólks í álfunni í dag hefur lítið breyst þótt mikið hafi gerst. Vonandi gefst íslenskum bíógestum tækifæri til að sjá þetta ferðalag. Einar Þór Gunnlaugsson Kistan www.kistan.is Mótorhjóladagbækur Morgunblaðið/Jim Smart Þriðji maðurinn! I Undir Madison Square Garden, þar semRepúblikanar héldu flokksþing sitt í vik- unni, er stærsta lestarstöð New York borgar, Penn Station. Gríðarlegur fjöldi fólks fer þar um dag hvern, fólk frá Long Island, Brooklyn, Bronx, New Jersey, New York, alls konar fólk, flest á leið í og úr vinnu, svartir, hvítir, gulir, rauðir, gagnkyn- hneigðir, samkynhneigðir, tvíkynhneigðir, fólk með alls konar hneigðir og þarfir og skoðanir, gera má ráð fyrir að rúmur helmingur sé þó annaðhvort demókrat- ar eða repúblíkanar, hinir kjósa ekki, sem þýðir þó ekki að þeir hafi ekki skoðun, það felst líka afstaða í því að kjósa ekki. II Lestarverðirnir hjá Long Island RailRoads eru flestir svartir eða konur, fáir hvítir karlar klæðast blásvarta búningnum. Verðirnir ganga um vagnana og rukka ferða- langa um miða sem þeir gata með þar til gerðri töng. Þeir bjóða góðan dag eða spyrja hvernig maður hafi það og óska manni svo góðrar ferðar. Fólkið situr fremur þétt saman. Axlir snertast og læri, það getur verið erfitt að koma fótunum fyrir ef tveir hávaxnir sitja gegnt hvor öðrum. Mikill maður vexti, brúna- þungur, nánast illúðlegur með spjald hang- andi um hálsinn sem gefur til kynna að hann starfar sem öryggisvörður fær sessunaut sinn til þess að anda rólega. Andlitsfríð stúlka með ljóst hár, klædd stuttu pilsi, þunnri skyrtu og rauðum strigaskóm fær hjartað til að slá örar. III Spænskumælandi fjölskylda situr ínæstu röð fyrir framan. Hún er hávær. Litlu börnin orga, eldri börnin rífast en for- eldrarnir sitja hljóðir og stara út um gluggann. Svört stúlka um tvítugt ráfar fram og til baka um vagninn og muldrar eitthvað fyrir munni sér. Öðru hverju grípur hún litla stílabók úr vasa og byrjar að hripa eitthvað niður í miklum flýti. Allt í einu kemur ungur maður hlaupandi í gegnum vagninn. Hurðinn við enda vagnsins skellur aftur. Rétt á eftir honum kemur annar maður á hlaupum. Hurð- in skellur aftur. Hvað er á seyði? IV Lestin þýtur fram hjá hverjum bænumá fætur öðrum. Reyndar eru skilin á milli þeirra óljós, helst að maður greini mun á hreinlæti, í sumum bæjum eru húsin líka reist af litlum efnum, í sumum hverfunum eru að- eins blokkir, dökkbrúnar blokkir með svörtum gluggum í álrömmum og ryðguðum eldvarn- arstigum. Á næstu lestarstöð kemur stór, ljós- hærður maður inn í lestina. Hann stendur við dyrnar, slagar svolítið, rennir uppspenntum augum yfir sætaraðirnar, flestir líta undan. Hann er sinaber, klæddur skítugum gallabux- um og rifnum stuttermabol. Hann er í sand- ölum og engum sokkum. Hann hefur ekki greitt sér lengi. Hann festir augun á manni í svörtum jakkafötum að tala í síma. Maðurinn talar hátt en lækkar róminn þegar honum verður litið í glyrnurnar sem stara á hann. Lestarvörðurinn gengur fram hjá manninum án þess að rukka um miða. V Stuttu síðar er stúlkan í stutta pilsinu ogþunnu skyrtunni að þjóna til borðs á veit- ingastaðnum Hooters úti á eynni. Það starfa einungis stelpur á þessum stað. Þær eru allar svona léttklæddar. Þær eru allar með sítt, ljóst hár. Þær eru allar ljósar yfirlitum. Þær eru allar mjög grannar. Þær eru allar með jafn stór brjóst. Hvaða staður er þetta eig- inlega? Neðanmáls Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.