Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.2004, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. september 2004 | 9
mávar og geislamor. Augu hans fylltust raun-
firrtri glýju, svo draumkennt og ólíkt íslenskri
náttúru, fullt af ljúfri munúð og eftirlátssemi;
hvítar hallir í trjálundum á víð og dreif, en blá
móða lá yfir Kaupmannahöfn þegar þeir sigldu
inn og lögðust við hafnarbakka. Margt kom
honum kunnuglega fyrir sjónir, svo sem Frels-
arakirkjuturninn og hvolfþak Marmarakirkj-
unnar, stórhýsi risu eins og þverhnípt björg
við hverja götu, spanskgræn þök og ilmandi
garðar, malbikið á götum, ljóskornóttar stétt-
arhellur, tjöruilmur og gufa af rykmettuðu
hrossataði. Svo tendraðist borgin, ljós af ljósi,
gullin ljósdeplahríð lýsti upp myrkrið og þá
líkaði honum tilveran. Hvert ljósker kom hon-
um fyrir sjónir sem fyrirheit um mikla framtíð.
Að vori fór hann með hraðlest til Hróars-
keldu ásamt félaga sínum, landið var ekki svip-
mikið því hvergi glitti í hundaþúfu, en lest-
arferðin hafði mikil áhrif á hann. Fannst sem
hann drægist inn í tímaleysi þar sem verk-
smiðjur störfuðu, gufuskip sigldu úthöf og raf-
magns- og gufuvagnar þutu um allar jarðir.
Var það þá sem ákvörðunin hríslaðist um
hann: að ganga í þjónustu þessara tímalausu
tíma, gefa sig hraða nýrrar aldar á vald? Var
það þá sem hann ákvað að leggja stund á hag-
fræði vitandi að þeir einir gætu breytt þjóð-
félaginu sem þekktu það til hlítar? Hafði sína
stóru löngun en hver skildi það, ekki einu sinni
móðir hans, framundan var heimferð og poka-
legt lögfræðinám í þorpinu þar sem ekkert
gerðist, og kofalýs þóttust vera stórhýsi, þar
sem tími liðinna alda drap allt í dróma. Hversu
sárt var ekki að sjá kaupmannssynina leika sér
á kaffihúsum, geníaklíkuna, með gnægð gulls
milli handa, þrútna af áhyggjulausu sjálfs-
öryggi eins og væru þeir miðstöð heimsins.
Þessir mánuðir voru með þeim verstu sem
hann hafði lifað, svo að móðir hans þekkti hann
ekki fyrir sama mann um sumarið, skildi ekki
hvers kyns var, enda var hugur hennar bund-
inn við að systir hans lyki háskólanámi; strák-
urinn myndi bjarga sér upp á eigin spýtur. Svo
leystist þetta fyrir tilstilli Bjarna móðurbróður
hans. Hann gat farið aftur til Kaupmannahafn-
ar og helgað sig löngun sinni.
Það hafðist enda var þrjóska hans mikil,
böðvarshólaþráinn, eðlislæg ósáttfýsi og óbeit
á náðarbrauði, svona og ekki öðruvísi skyldi
það verða, enda náði enginn landi með því að
leggja árar í bát og bíða annarra vinda. Hann
var líka blessunarlega laus við draumlyndi,
misskildi ekki stöðu sína eins og þessi skáld
sem töldu sig sigla herskipi gegn Guði þótt þau
veltust um á lekum bátkænum bráðfeig fyrir
aldur fram.
Héðinn fékk aldrei skýringu á þessari
óánægju, en þegar móðir hans hvarf að heiman
var sem hann félli fyrir björg, höfuðið varð
botnlaust eins og spegillinn í ganginum,
gleypti allt skynjað, en svo leið kenndin frá og
dagarnir urðu hversdagslegir á ný. Þetta
gleymdist líkt og raddhreimur föður hans
seinna meir. Orðin stóðu honum hins vegar
fersk í minni.
– Menn sem hafa lifað jafn nálægt nöfinni og
ég, sagði faðir hans, – geta ekki sýnt öðrum al-
úð eða hlýju.
Héðinn skildi það ekki fyrr en síðar, þegar
skapþunginn og æringjaorkan ætluðu að slíta
hann sjálfan í sundur,því þótt hann væri laus
við þunglyndi þá bjó í honum reiði sem stund-
um braust viðstöðulaust fram og stíflaði næst-
um andardráttinn, enda gat hann orðið svip-
meiri en aðrir menn, jafnvel svo að lítil börn
hræddust hann; hroki sögðu sumir og brugð-
ust við með ímugusti.
...
Samt fór allt á annan veg en móðir hans ætl-
aðist til. Dóttirin Laufey, sem átti að uppfylla
hennar miklu löngun, myndi aldrei skrýðast
doktorshatti við Svartaskóla í París, fyrst ís-
lenskra kvenna. Hann mundi vel ræðu hennar
yfir Laufeyju seinast þegar þau hittust. Hálfa
ævi mína, mitt rauðasta hjartablóð mundi ég
hafa viljað gefa til að fá að lifa svo ríku lífi sem
þér býðst. Mundu að þakka það og nota. Móðir
hans sá og skildi veikleika dóttur sinnar, elsk-
aði hana út af lífinu, en neitaði að horfast í
augu við staðreyndir fyrr en allt um þraut; og
draumaborgirnar hrundu. Kannski vissi hún
innst inni hvert stefndi, að Laufeyju skorti þol-
inmæði og vilja til að ljúka háskólanámi, enda
leið henni sjaldan vel í Kaupmannahöfn, fannst
borgarlífið vera humbug og kvartaði yfir því að
allir lifðu í nútíðinni. Enginn hefði tíma til að
hugsa um annað en hégóma. Stundum kvaðst
hún hafa orðið of snemma gömul, gæti ekki
flirtað eða brugðið á leik þrátt fyrir sterka lífs-
löngun. Mig langar til að finna að ég sé ung,
sagði hún eitt kvöldið við Héðin, en samviskan
kemur í veg fyrir það; kannski ég hafi fæðst
gömul. Svo deildu þau endalaust um skóla og
próf. Það væri ekki einhlítt að lesa bækur,
sagði hún, það gerði menn sjóndaufa á lífið.
Lífið? hváði Héðinn og hafði ekki tíma en
skildi kannski meira en sagt var. Laufey, syst-
ir hans – eins og hálfort ljóð! Heima gladdist
hún yfir ljósi og blómum, fann á skapinu ef
dimmdi yfir, jafn lík föður sínum sem hann sór
sig í kyn móður sinnar.
Bleika mistrið yfir skipinu varð þegar leið á
daginn að fjölbreyttri geislaflúru svo hugurinn
varð sem á báðum áttum og orðvana. Héðni
varð hugsað til kvæðis Gríms, að menn byggju
ýmist í ríkjum hugarburðar eða lífsreynslu, að
kannski væri ekki boðið upp á neitt val, þegar
allt kom til alls. Unga manninum varð starsýnt
á faðmbreiðar öldurnar sem glitruðu, formin
úti við sjóndeildarhring voru um sinn hulin, en
óeirð hans jókst; í hvoru ríkinu var hann eig-
inlega staddur?
Þetta yrði langt stríð, vissi hann, því fæðing
nýs samfélags gengi ekki þrautalaust. Honum
fannst stundum sem í honum byggju tveir
tímar, svo kannski höfðu hinir gömlu rétt fyrir
sér: manneskjan væri ekki einfalt vogrek held-
ur sett saman úr ólíkum viðum á ströndu. Nú
var hann á heimleið í miðri heimsstyrjöld sem
hafði breytt öllu í einu vetfangi, bylting hug-
arfarsins var hafin, og vígorð hennar hljómuðu
milljónrödduð um heiminn: Einn fyrir alla, all-
ir fyrir einn. Ekkert var sem áður og hann
ætlaði sér stórt hlutskipti, vildi flytja umheim-
inn til Íslands, eins og Skúli fógeti forðum, en
fyrst hlaut hann að verða sjálfstæður maður.
Framtíðin ein skipti máli, viðskipti, ríki og
samvinna, stéttabarátta nýja tímans; ekkert
fortíðargrufl né skáldaórar, heldur Fram, fram
...
Samt grunaði hann að þetta væri ekki svona
einfalt. Andlit og atburðir komu upp í vitund-
ina, hálfgleymd hugform, svo sem heimsókn á
safnið þar sem faðir hans undi löngum við for-
tíð. Þar varð til þessi hugsun um að fólk væri
sambland margra tímabila, eigin ættmenna og
allra hinna... Svo þung þessi þögn á safninu, og
faðir hans bærðist varla þegar Héðinn færði
honum kostinn, vart að hann liti upp úr hand-
ritum sínum, skaut upp fjarrænu auga og ekki
meir, svo drengurinn lufsaðist út, siginn í öxl-
um og setsíður, dálítið hnugginn innan um sig.
Þríhyrna færist í sömu mund óðfluga yfir
hafflötinn og leggst með skarpan odd niður yf-
ir skip sem logar.
konar geðsjúkrahús heimsku og hörmunga.
Og þá er ég auðvitað ekki sízt að tala um sjónvarpsþorpið.
Guði sé lof að Hitler var ekki kominn til skjalanna, þegar sjón-
varpsguðið hóf göngu sína.
Það var nóg samt!
[---]
Sumir fréttamenn stunda helzt róg og níð um fólk sem oftast á
erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér. Snákarnir eru ekki í
grasinu á Íslandi, þeir eru í pólitík og þeir hafa hreiðrað um sig í
fjölmiðlum, þótt þar sé einnig margt hæfileikafólk.
Að vísu.
En um þetta mætti skrifa nýja Sturlungu.
Og einnig: Hvernig væri að Blaðamannafélagið veitti á þess-
um verðlaunasjúku tímum hin árlegu mannskemmdaverðlaun,
það mundi áreiðanlega ekki skorta tilnefningar!!
Og það mundi ýta undir fjölmiðlahasarinn (sjálfur gæti ég ver-
ið með nokkrar ábendingar, ef óskað væri).
Já, um þetta er ég að hugsa.
Aðför að mannorðinu er næsti bær við dauðann, svo ég noti
tízkufrasa.
Æ, hvers vegna erum við ekki fuglar?! Litlir friðsamir fuglar á
næstu grein við bílskúrinn?
Fuglar í kattlausu umhverfi?
Gæfir þrestir á nýslegnu túni í Grasagarðinum, öruggir þrest-
ir í júlí sem una glaðir við sitt kringum Móður jörð, með einn og
einn orm í gogginum.
Hvers vegna þurfum við að sitja uppi með fjölmiðlara sem eru
eins og hákarlar, það vaxa alltaf nýjar og nýjar tennur, þegar
þeir missa þær gömlu í náungaglefsinu mikla?
Fréttamenn eru eins og hundaeigendur. Þeir geta haft
ánægju af skepnum sínum, en þurfa að hafa gætur á þeim, svo að
umhverfið kafni ekki í hundaskít.
Einhverju sinni þegar ég var á gangi í Vesturbænum sá ég
mann tilsýndar með tvo stóra hunda, harla ólíka. Hann hélt ól-
unum í hendi sér, en hundarnir skimuðu í allar áttir, sakleysið
uppmálað.
Ég skildi ekkert í því, af hverju maðurinn var að beygja sig
þarna á horninu á Ægisgötu og Ránargötu eins og hann væri að
stumra yfir einhverju, og fór því að gefa honum gætur.
Þegar ég gekk fram hjá þeim félögum, sá ég að maðurinn var
með plastpoka í hægri hendi og reyndi að safna í hann hunda-
skítnum eftir vini sína. Þetta var heldur ókræsileg sjón, en ég
virti þá viðleitni mannsins að safna saman þeim lortum sem
hundarnir höfðu skilið eftir á gangstéttinni við hornið, enda mat-
arverzlun á næstu grösum.
Þannig ættu sumir blaðamenn að taka sér tak og hafa plast-
poka með segulbandinu sínu svo að þeir freistist ekki til að útbía
umhverfið af þeim andlega sora sem er öllum hundaskít verri, en
það eru mannskemmdir í fjölmiðlum.
Reuters
oria og Beckham „David sparkar í ellefu-manna liði, hún söng í fimm-manna kór. Brúð-
óllinn kostaði 80 þús. dali og bílaeignin er upp á 3 millj. dala. Hús hérna og hús þarna, gull-
að klósett heima í Bretlandi. Allt sýnt í poppsjónvarpinu MTV, með velþóknun; auðvitað.“
Í lífsins melódí
eftir Árna Johnsen
Í lífsins melódí (Vaka-
Helgafell) eftir Árna John-
sen inniheldur sögur og at-
burði frá blaðamanna- og
þingmannsárum Árna. Árni
á langan feril að baki á báð-
um þessum starfsvett-
vöngum og er sagt frá ýms-
um minnisstæðum atvikum
og mönnum.
Halldór Laxness
– ævisaga
eftir Halldór Guðmundsson
Halldór Laxness - ævisaga
(JPV-útgáfa) er saga um
dreng sem er alinn upp í
sveit á afskekktri eyju og
tekur það í sig að skrifa sög-
ur fyrir heiminn og lætur
þann draum sinn rætast.
Halldór Laxness (1902-
1998) lifði nær alla tuttug-
ustu öldina og tók þátt í
átökum hennar og túlkaði hugsjónir hennar og
baráttumál. Ævi hans speglar sögu íslensku
þjóðarinnar á tuttugustu öld, en líka stöðu
skálds á þessari öld öfganna, Íslendingurinn og
heimsborgarinn toguðust á í honum alla tíð.
Halldór Guðmundsson styðst við fjölmargar
heimildir um ævi skáldsins sem ekki hafa kom-
ið áður fram og er því haldið fram að margt í
bókinni muni jafnvel koma þeim á óvart sem
þekkja vel til verka Laxness.
Hvað er á bakvið fjöllin?
eftir Helga Guðmundsson
Flestir þekkja Tryggva
Ólafsson málara. Hitt vita
ekki nema þeir sem til
þekkja að Tryggvi er bæði
góður sögumaður og á að
baki býsna litríkan feril. Í
Hvað er á bakvið fjöllin?
(Mál og menning) segir frá
mörgu af því sem hefur á
daga hans drifið frá því hann
sleit barnsskónum austur á Norðfirði og koma
þar margar skrautlegar persónur við sögu og
minnisstæð atvik.
Ólöf eskimói
eftir Ingu Dóru Björnsdóttur
Árið 1858 fæddist dvergvax-
ið stúlkubarn á Ytri-
Löngumýri í Blöndudal.
Þetta var Ólöf Sölvadóttir
sem fluttist til Vesturheims
19 ára og slóst í för með
bandarísku farandfjölleika-
húsi. Síðar brá hún sér í
inúítagervi og varð einn vin-
sælasti og virtasti fyrirles-
ari Bandaríkjanna um Grænland og líf sitt þar.
Inga Dóra Björnsdóttir hefur skráð ótrúlegt
lífshlaup Ólafar Í Ólöfu eskimóa (Mál og menn-
ing) þar sem segir frá blekkingum hennar og
hvernig hún komst upp með þær.
Bríet, Valdimar,
Laufey og Héðinn
eftir Matthías Viðar Sæmundsson
Bókin Bríet, Valdimar,
Laufey og Héðinn (JPV-út-
gáfa) er engin venjuleg
Reykjavíkursaga. Hún er
saga Héðins Valdimars-
sonar og segir einnig frá
móður hans Bríeti Bjarn-
héðinsdóttur, föður hans
Valdimar Ásmundssyni og
systur hans Laufeyju Valdimarsdóttur.
Fyrri hluti verksins segir frá Reykjavík á
síðari hluta 19. aldar. Þar bregður fyrir ein-
staklingum sem áttu við drykkjuvandamál að
stríða, öðrum sem tókust á við banvæna sjúk-
dóma, enn öðrum sem glímdu við ólæknandi
bakteríu stjórnmálanna og loks þeim sem áttu í
eilífri baráttu við fátæktina. Úr þessum frá-
sögnum rís svipsterk mynd af Reykvíkingum,
pólitísku andrúmslofti tímabilsins og hugsjón-
um þeirra Bríetar og Valdimars sem bæði voru
ritstjórar framsækinna blaða. Við aðstæður
mótlætis, grósku og tækifæra ólust systkinin
Héðinn og Laufey upp í foreldrahúsum, gengu
menntaveginn og héldu bæði til framhalds-
náms í Kaupmannahöfn. Þetta er ekki síst saga
þeirra tveggja þó svo að Héðinn sé vissulega í
brennidepli alls verksins.
Ævisögur