Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Qupperneq 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. október 2004 | 5 landsins, ásamt þeim Agli Ólafssyni, Ásu Hlín Svavarsdóttur, Jóhanni Sigurðarsyni og Jó- hanni G. Jóhannssyni. Hún hefur sungið inn á plötur og komið fram sem söngkona við fjöl- mörg tækifæri þar sem reynsla hennar og hæfi- leikar til túlkunar hafa nýst til fullnustu ásamt þeirri fallegu og fjölhæfu söngrödd sem henni var gefin. Edda Heiðrún hefur ávallt verið órög við að fylgja sannfæringu sinni sem listamaður og tekið ýmsa áhættu á ferli sínum vegna þess. Hún var lausráðin hjá Leikfélagi Reykjavíkur um nokkurra ára skeið en réðst síðan til Þjóð- leikhússins. Hún sagði upp þeim samningi og gekk til liðs við Leikhús Frú Emilíu á árunum 1991–1993. Eftir það réðst hún til Leikfélagsins að nýju en kom aftur til Þjóðleikhússins fyrir nokkrum árum. Við settumst eina dagstund saman yfir kaffi- bolla heima hjá henni í Litla-Skerjafirðinum og áttum þetta samtal. Finnst þér leikhúsið bjóða upp á þau tæki- færi sem leitandi listamaður sækist eftir? „Að vissu leyti, já, til að byrja með og þá í formi tækifæra og tiltrúar, en svo er maður gersamlega sinnar gæfu smiður. Og ef maður vill vera einhvers staðar í örygginu, t.d. Þjóð- leikhúsinu, sem er enginn smá lúxus; þú veist, maður fær reglulega hlutverk, þar er sturta, ókeypis sjampó, tannbursti og nærbuxurnar þvegnar af manni. Það er samt ekkert víst að maður sé hamingjusamur sem listamaður og fái nægilega andlega næringu af þessu. En þá þarf maður bara að taka á sig rögg og gera eitthvað í málunum. Það gerir það enginn annar. Það er enginn að hugsa um þig. Þú verður að taka ábyrgð á sjálfum þér og fara eftir þínu hjarta. Sumir leikarar hafa alla sína tíð verið í Þjóðleik- húsinu og eru stórkostlegir listamenn. Það er svo misjafnt hvað hentar fólki. Ég persónulega myndi vilja sjá Þjóðleikhúsið opnara fyrir ungu fólki. Að þar væri einhvers konar millisvið sem tæki við öllu ungu fólki sem útskrifaðist úr leiklistarnámi. Þetta væri eins konar miðstöð fyrir listamenn framtíðarinnar. Þarna gætu þeir kynnst leikhúsinu og átt sam- starf við eldri listamenn og þarna væri suðu- pottur þar sem allir fengju tækifæri hjá Þjóð- leikhúsinu. Leyfa unga fólkinu að boltra sér í leiklistinni því það er á þessum tímapunkti í líf- inu sem maður getur leyft sér að lifa eingöngu fyrir listina. Svo þegar fólk er búið að vinna í nokkur ár kemur í ljós hverjir endast og hverjir ætla að pluma sig. Það eru ekki alltaf þeir sem hafa hæst í byrjun sem ná lengst. En mér finnst að akurinn ætti að vera stærri í upphafi og þeir sem leggja sig fram og vinna af einurð fái nokk- uð jafnt tækifæri til að byrja með.“ Er þetta ekki líka spurning um hæfileika? „Það er alveg rétt. Það er tvennt sem getur komið í veg fyrir að einstaklingur geti orðið góður leikari. Annars vegar geta verið tæknileg vandamál sem leikarinn nær aldrei að leysa eða hann er að burðast með tilfinningaleg vanda- mál, einkamál, sem verða þeim að fótakefli æ ofan í æ. Það getur verið skaphöfnin, fjöl- skyldulífið, sjúkdómar, eða hreinlega að leik- arinn hefur áhuga á einhverju öðru sem truflar sífellt. Ef leikarinn vill komast í ólympíulestina þá þarf að taka á svona vandamálum. Er það tæknilegs eðlis eða andlegt. Er hann kannski bara orðinn latur? Er eitthvað að í skrokknum, eða er það röddin? Mjög oft er það röddin sem er að svíkja.“ Ég held að Ingmar Bergman hafi sagt að leikæfingar séu ekki meðferðarstund fyrir per- sónuleg vandamál heldur vinna. „Það er hárrétt. Maður kemur ekki með allt sitt persónulega rusl í vinnuna og hellir úr pok- anum á gólfið fyrir framan samstarfsmennina. Hver á að tína það upp? Þetta er forréttinda- starf sem því miður er ofboðslega illa launað. Og það má ekki misnota þau forréttindi með því að velta sér upp úr eigin persónulega rusli. Aðalmarkmið þessa starfs er að búa til and- rúmsloft. Og hvernig getur maður búið til gott andrúmsloft og haft með því áhrif á fólk eina kvöldstund ef persónuleg mál eru alltaf til um- ræðu. Það gengur ekki.“ Er ekki hættulegt að tala um þetta sem for- réttindastarf. Felst ekki í því að sætta sig við hversu illa launað það er? „Jú, auðvitað ætti það að vera miklu betur launað. Einfaldlega vegna þess að námið er langt og strangt og góður leikari verður með tímanum alveg gríðarlega verðmætur. Það skiptir máli fyrir þjóðina að eiga góða listamenn í góðri þjálfun sem hafa tæknina og andagiftina til að endurspegla það samfélag sem við lifum í. Listin, trúin og vísindin eru þeir þrír þættir í mannlegri tilveru sem öllu máli skipta.“ En eru þínar hreyfingar innan leikhússins til marks um leit þína að nýjum áskorunum? „Já, kannski en stundum hefur þetta einfald- lega stafað af því að mig hefur langað til að taka þátt í ákveðnu verkefni eða vinna með ein- hverjum. Mér fannst ég t.d. verða að vera með í Kvetch. Mér fannst það vera eins konar köllun. Ég las verkið og hugsaði þetta verð ég að gera og hvernig á ég að fara að því. Ég hefði getað gengið á fund Stefáns Baldurssonar og fengið leyfi frá störfum í Þjóðleikhúsinu. Stefán hefur alltaf verið mjög liðlegur og örlátur við sína listamenn. En mér fannst bara hreinlegra að skipta um leikhús um tíma. Ég hef alltaf litið á mig sem þjón. Það er mikilvægt. Þjón list- arinnar. Þess vegna hef ég átt svo auðvelt með að skipta um vettvang í leikhúsinu. Ég hugsaði: er eitthvað annað fyrir mig að gera hér í þess- um garði? Getur leikhúsið notað mig á annan hátt en það hefur gert hingað til? “ Þú hefur unnið með ótal leikstjórum og hlýt- ur að hafa hugsað einhvern tíma að þú vissir betur hvernig gera ætti hlutina. „Eftirsóttur leikari fer fljótlega framúr leik- stjórunum hvað varðar fjölda verkefna því leik- stjórar fá ekki svo mörg tækifæri. Fyrir leikara er eins gott að átta sig á þessu og láta það ekki stíga sér til höfuðs. Ég hef reyndar átt því láni að fagna í gegnum minn feril að lenda aldrei í útistöðum við nokkurn einasta mann og á mjög fallegan feril hvað þetta varðar. Þetta skiptir miklu máli og hugarfarið sem ég hef tileinkað mér er að þegar maður er með þá er maður með og leggst ekki í skotgrafir gegn leikstjóranum eða einhverjum í sýningunni. Það er engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn og þetta er samstarf. Ég lít líka þannig á sjálfa mig í starfi leikstjórans. Ég hef enga þörf fyrir að upphefja sjálfa mig á kostnað leikaranna eða höfundarins eða nokkurs annars. Ég hef enga þörf fyrir að eigna mér alla skapaða hluti. Ég hef áhuga á leikstjórn sem vettvangi til sam- starfs og tækifæri til rannsókna á mannlegum samskiptum þar sem mannúð og samkennd eru í heiðri höfð og við finnum þessum samskiptum form sem heitir leiklist.“ Ég hef heyrt leikstjóra tala um hversu mikill fengur sé að þér í verkefni. Þú leggir ávallt eitt- hvað til samstarfsins sem byggja megi á. „Er það? Ja, já, jújú. Ég hef fundið fyrir löngun til að hafa áhrif á stíl sýninga. Ég við- urkenni það. Ég hef haft áhrif á smink og bún- inga jafnvel. Ég hef haft mjög gaman af því. Stundum hef ég komist upp með þetta og stundum ekki. Mér finnst reyndar miklu skemmtilegra að vinna með leikstjórum sem vita hvað þeir vilja gera. Og svo á ég líka af- skaplega erfitt með að þola mikla óreiðu og hangs og kannski hef ég haft þannig áhrif líka; að það sé unnið.“ En af hverju varstu ekki farin að leikstýra miklu fyrr? „Ég hef tvisvar eða þrisvar í gegnum tíðina óskað eftir því að fá að leikstýra og það gekk aldrei eftir. Þetta voru uppáhaldsverk sem mig langaði að leikstýra og eitt sinn var ég beðin um að leika í einni sýningu og gat það ekki af viss- um ástæðum en ég sagðist hafa mikinn áhuga á að leikstýra verkinu. Það gekk nú ekki, mér var ekki treyst, enda ekki búin að leika nema aðal- hlutverk í 20 ár og ég skildi það vel að þeir vildu fá einhvern með meiri reynslu en mig. Ég hafði semsagt húmor fyrir þessu! Eftirá hugsaði ég að það hafi verið ágætt að ekkert varð úr þessu. Núna er það hinsvegar þannig að mínar per- sónulegu aðstæður gera það að verkum að ég fæ þau leikstjórnarverkefni sem ég hef mestan áhuga á að vinna. Aðstæðurnar skapa einnig annað fyrir mig sem er friður og ró til að vinna að þessum verkefnum heil og óskipt. Ég held að það sé ekkert mjög sniðugt að vera að leika og leikstýra sitt á hvað eða jafnvel hvort tveggja í einu. Sem leikstjóri þarf maður frið og ró til að einbeita sér að verkefnunum.“ Aðdragandinn að því að þú snérir þér alfarið að leikstjórn er ekki langur. „Um síðustu áramót bauð leikstjórinn, Stef- án Baldursson, mér að leika aðalhlutverkið í Sorgin klæðir Elektru sem sýnt var á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins í fyrravor. Stefán vissi hvernig komið var fyrir mér heilsufarslega en var samt tilbúinn að leyfa mér að ráða því. Ég sagðist ekki njóta þess lengur að leika og baðst undan því en í staðinn bað ég hann að taka mig sem aðstoðarleikstjóra í sýninguna og huga að því í framhaldinu að ég væri að skipta um vettvang í leikhúsinu. Hann gerði þetta fyr- ir mig og ég var þarna með honum að læra og hlusta og prófa á sjálfri mér hvað ég myndi gera ef ég væri að leikstýra og bera það svo saman við það sem Stefán gerði. Ég hafði svo- sem ekkert til málanna að leggja en notaði tím- ann vel og hafði næði til að hugsa og velta leik- stjórninni fyrir mér.“ Var ekki dálítið erfitt að sitja og hlusta? „Jú, blessaður vertu. Það var mjög erfitt en líka lærdómsríkt. Stefán sagði við mig að ég ætti bara að fylgjast með og hlusta og síðan fengi ég mitt tækifæri síðar. Þarna lærði ég semsagt að þegja í fyrsta skipti á ævinni! Balt- asar Kormákur bauð mér síðan að leikstýra þessu frábæra leikriti eftir Harold Pinter sem við erum að frumsýna núna. En Stefán stóð við sitt og lét mig hafa bunka af leikritum til að lesa sem verkefnavalsnefnd Þjóðleikhússins hafði lagt blessun sína yfir. Fyrsta leikritið sem ég las var By the Bog of Cats og ég þurfti ekki að lesa fleiri leikrit. Fyrsta setningin skar mig í hjartað og mér fannst unaðslegt að lesa það og ég hugsaði að þetta yrði ég að gera. Ég sagði svo við Stefán að ég þyrfti ekki að lesa fleiri leikrit, ég vildi gera þetta.“ Verkið hefur hlotið titilinn Mýrarljós í þýð- ingu Árna Ibsen og fjallar um síðasta daginn í lífi konu í litlu írsku þorpi. „Þetta verk höfðar alveg sérstaklega til mín, því aðalpersónan er að ganga í gegnum miklar þrengingar, henni er nánast ýtt út fyrir ystu mörk mannlegrar getu og hún verður að færa miklar fórnir. Þetta er móðir sem þarf að kveðja fyrr en hún hafði hugsað sér og mér er þetta mikið umhugsunarefni. Að segja bless of fljótt. Mér er mjög kært að vinna þetta verkefni og hef fengið úrvalsfólk í lið með mér, m.a. tvo gríska leikhúsmenn, þá Thanos og Giorgios, sem hafa unnið mikið með grímur og ég kynnt- ist á námskeiði í Svíþjóð í fyrrasumar.“ Hvaða námskeið var þetta? „Þetta var námskeið í grímuleik og sviðs- hreyfingum en var mér reyndar afskaplega erfiður tími og ég hafði takmarkað gagn af námskeiðinu því ég var að fara í rannsókn daginn eftir námskeiðið og öll námskeiðsvikan var því lituð af þeim kvíða sem ég hafði fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar. Ég var eiginlega á barmi taugaáfalls ef ég er al- veg fullkomlega hreinskilin. En þarna voru þessir tveir stórkostlegu Grikkir sem hafa þró- að mjög skemmtilega og nútímalega aðferð til að nota förðun og grímur í leikhúsinu og þeir hafa þróað mjög ferskt leikhús byggt á hinni fornu grísku hefð. Ég sat tíma hjá þessum mönnum og gleymdi mér gersamlega, allar mínar áhyggjur gleymdust á meðan. Þarna fóru saman hæfileikar, auðmýkt og kærleikur, virð- ing fyrir fortíðinni og búið í haginn fyrir fram- tíðina. Svo margt af því sem þeir voru að gera samræmdist mínum skoðunum á leikhúsvinnu og fór langt framúr mínum væntingum. Þarna vildi ég vera. Þetta vildi ég læra. Ég styrktist í þeirri skoðun að leikhúsið er sannarlega heilagt en það er líka fyndið og skemmtilegt og það á líka við um grísku harmleikina. Mýrarljós er byggt á Medeu eftir Evrípídes og því hef ég fengið þessa grísku listamenn í lið með mér við sýninguna. Og svo má segja að þarna blandist saman mjög skrýtið og skemmtilegt fólk, írskt, íslenskt og grískt. Skrýtið, það er ís í öllum þessum nöfnum. Leikritið gerist reyndar í frosti og snjó! Þetta ætlum við að tengja saman. Grikkirnir tveir eru mjög fjölhæfir og grímu- þjón listarinnar ’Ég hefði aldrei trúað því hvað mér finnst mikil nautnfólgin í því að leikstýra. Þetta er ótrúlega skemmtileg vinna enda fer ég inn á æfingarnar kl. 10 á morgnana og veit ekki af mér fyrr en klukkan er allt í einu orðin fjögur. Æfingin búin! Ég gleymi mér gersamlega.‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.