Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.2004, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.2004, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 30. október 2004 ! Dauðinn er ekki hér. Dauðinn er ekki hér. Dauðinn er ekki hér. Við erum hamingjusöm. Smá erf- iðleikar kannski. Eins og gengur bara. Þetta reddast allt. Af hverju tek ég mynd af barninu mínu? Nú bara til að hafa góðar minningar til að ylja mér við þegar ég verð gömul. Svo ég geti hallað mér aftur, bros- að út í annað, rifjað upp liðna tíma. Ljós- myndin varðveitir augnablikið um alla ei- lífð. Eilífa hamingju. Eilíft líf. En þú? Af hverju tekur þú mynd af barninu þínu? Ótt- astu að það muni deyja? Nei, þú mátt ekki hugsa svona. Barnið deyr ekki. Er það nokkuð? Er eitthvað að? Er það veikt? Þú mátt ekki hugsa svona. Tekurðu ljósmyndir til þess að reyna að sigrast á dauðanum? Minnir ljósmyndin þig á dauðann? Minnir hún þig á að barnið muni einhverntíman, fyrr eða síðar, deyja? Af hverju segirðu þetta? Mér finnst þetta vera ótrúlega nið- urdrepandi hugsanir. Þú mátt ekki hugsa svona. Þú ferð ekki með barnið til ljós- myndara af því að þú óttast að það muni deyja og þú munir gleyma hvernig það leit nákvæmlega út? Þú gleymir ekki hvernig barnið þitt lítur út. Þú munt muna hvern andlitsdrátt. Hvert svip- brigði. Er það ekki? Sýning ástralska ljósmyndafræðings- ins Geoffrey Batchen sem nú stendur yfir í myndasal Þjóðminjasafnsins fjallar bæði um barnið og dauðann. Hún fjallar um hvernig líf barnsins, líf okkar allra, fléttast saman við dauðann. Hún fjallar um óttann við dauðann og tilraunir okkar til að sigrast á honum. Á sýningunni er fjöldi ljósmynda og önnur verk sem eru m.a. samansett úr mannshárum, hunda- hárum, blómum, kertavaxi og klæðnaði og eiga það sameiginlegt með ljósmynd- inni að vera sköpuð í þeim tilgangi að sigra tímann og búa til eilífan minn- isvarða um horfna tíð. Á sýningunni má meðal annars finna ljósmyndir af börn- um. Ljósmyndir sem ef til vill voru tekn- ar vegna þess að foreldrarnir óttuðust að tíminn myndi vinna á barninu, það myndi smám saman hætta að vera barn og verða fullorðin, eða að það myndi deyja. Margar myndirnar á sýningunni eru frá 19. öld. Þær eru teknar á þeim tíma sem barnadauði var enn það hár að foreldarar gátu ekki gert ráð fyrir því að barnið næði fullorðinsaldri. Ljósmyndir voru teknar til þess að sigrast á dauðanum. Og eru enn. Öll börnin sem eru á ljósmyndunum dóu. Allt fólkið sem er á ljósmyndunum dó. Sum voru jafnvel þegar dáin þegar ljósmyndirnar voru teknar. Þannig má til að mynda sjá fjölskyldumyndir af nokkr- um lifandi fjölskyldumeðlimum og einum dánum. Sá látni er hafður með á mynd- inni. Hann er hafður í ramma. Hann horf- ir á okkur af ljósmynd sem er hlutur á ljósmyndinni og verður þannig hluti af þeim minnisvarða sem fjölskyldan reisir sér. Sá látni er hluti af sjálfsmynd fjöl- skyldunnar. Óþarfi að fara í felur með það. Það er að segja: óþarfi var að fara í felur með það. Það er hætt við því að í dag þætti kona sem færi með mynd af látnum eiginmanni á ljósmyndastofu og léti taka mynd af sér með ljósmyndina, léti taka mynd af þeim saman, djúpt sokkin. Henni væri væntanlega ráðlagt að leita sér hjálpar. Sýning Batchens fjallar ekki aðeins um dauðann. Hún fjallar einnig um sorgina og sorgarúrvinnsluna. Mörg verkanna sem sýnd eru á sýningunni hafa orðið til sem hluti af sorgarúrvinnslu syrgjandi móður eða eiginkonu. Í kringum ljós- mynd af horfnum leiðtoga er skapað verk úr blómum sem búin eru til úr spariföt- unum sem hann klæddist þegar hann lést. Í kringum ljósmynd af elskuðum eiginmanni eru blóm úr hvítu vaxi. Syrgj- andi eiginkona hefur setið löngum stund- um og brætt vax sem hún hefur síðan mótað blóm úr til þess að reisa manni sín- um verðugan og persónulegan minn- isvarða. Það var ef til vill hennar leið til að læra að lifa með sorginni. Með því að leyfa sorginni og dauðanum að fléttast saman við lífið. Barnið og dauðinn Eftir Sigrúnu Sigurðardóttur sbsm@simnet.is Höfundur er menningarfræðingur. Íheimildarmyndinni Outfoxed. RupertMurdoch’s War on Journalism, semsýnd var á „Litlu kvikmyndahátíðinni“ ínýliðinni viku, er greint frá niður- stöðum kannana á skoðunum Bandaríkja- manna gagnvart utanríkismálum, með hliðsjón af því hvaða fréttamiðli þeir fylgist helst með. Könnunin sem vitnað er til var framkvæmd hjá PIPA-rannsókn- armiðstöðinni í utanrík- ismálafræðum við Mary- land-háskóla, og leiddi hún það m.a. í ljós að í október 2003 töldu 33% þeirra sem horfa á Fox-sjónvarpsfréttastöðina að Bandaríkjamenn hefðu fundið gereyðing- arvopn í Írak, en 11% þeirra sem fylgjast með fréttum á PBS-sjónvarpsstöðinni og/eða NPR- útvarpsstöðinni. Sama könnun leiddi í ljós að 35% Fox-áhorfenda töldu afstöðu alþjóða- samfélagsins til innrásarinnar í Írak jákvæða, í samanburði við 5% PBS/NPR-áhorfenda og -áheyrenda. Þegar spurningin „Hafa Banda- ríkin uppgötvað tengsl milli Íraks og al- Qaeda?“ var lögð fyrir þátttakendur könn- unarinnar svöruðu 67% Fox-áhorfenda játandi en aðeins 16% þeirra sem fylgjast með PBS/ NPR. Af niðurstöðum könnunarinnar má sem sagt draga þá ályktun að þeir sem horfa á Fox- fréttastöðina séu líklegri til að vita minna um gang mála í heiminum en áhorfendur annarra fréttamiðla og mótast jafnvel af rang- hugmyndum sem eru sitjandi ríkisstjórn mjög í hag, einkum hvað varðar utanríkisstefnu og stríðsreksturinn í Írak. Hæpnar og illa rök- studdar kenningar um gereyðingarvopnaeign Íraka, að Bandaríkjunum stafaði bráð hryðju- verkaógn af Íraksstjórn og að innrás í Írak væri óhjákvæmileg fyrir hagsmuni og öryggi Bandaríkjamanna mynduðu uppistöðuna í þeirri hugmyndafræði sem ráðamenn héldu á loft fyrir innrásina. Af ofangreindri könnun að dæma hefur Fox-fréttastöðin verið duglegri en aðrar að sannfæra áhorfendur um réttmæti þessarar hugmyndafræði, eða óduglegri en aðrar að gagnrýna slíkar hugmyndir. Í dæminu hér að ofan er reyndar ekki minnst á afstöðu áhorfenda annarra stórra fréttastöðva í Bandaríkjunum á borð við ABC, CBS og NBC, en í því samhengi má ætla að þeir sem setja fram niðurstöður könnunar- innar hafi viljað draga fram skoðanamun áhorfendahópa fréttamiðla sem mynda and- stæða póla í fjölmiðlalandslagi Bandaríkjanna. Fox-fréttastöðin er afsprengi risavaxins fjölmiðlaveldis Ruperts Murdochs og rekin á auglýsingum og í krafti risavaxinna fjárfesta en NPR og PBS eru reknar á stuðningi stofn- ana og samtaka, sem og framlögum hlustenda sem trúa á gildi viðkomandi miðla og vilja leggja þeim lið. Heimildarmyndin Outfoxed er merkileg fyr- ir þær sakir að þar er bent með áleitnum hætti á þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað á bandarískum fjölmiðlamarkaði á und- anförnum áratugum. Samþjöppun í eign- arhaldi er gríðarleg, en í tilfelli Ruperts Murdochs hefur einn maður náð eignarhaldi á a.m.k. níu gervihnattastöðvum, hundrað kap- alstöðvum 175 dagblöðum, fjörutíu bókaútgáf- um, fjörutíu sjónvarpsstöðvum og einu kvik- myndaframleiðslufyrirtæki. Þessir miðlar ná til hundraða milljóna manna í Bandaríkjunum og annars staðar í heiminum. Og að því er fyrrverandi starfsmenn úr herbúðum Fox, sem og gögn úr þeirra fórum, bera vitni um hikar Murdoch ekki við að leggja fjölmiðlafólki sem starfar í fyrirtækjum hans línurnar um hvernig eigi að fjalla um hlutina, hvað eigi að fjalla um og hvað ekki. Fáum sem rýnt hafa í fréttaflutning og dagskrárstjórnun Fox dylst jafnframt að Murdoch hallast að rebúblikön- um og beitir áhrifum sínum til að styðja sitj- andi forseta í kosningabaráttunni gegn demó- krötum. Samhliða þróuninni á fjölmiðlamarkaðnum hefur sjónvarpsfréttamennska í Bandaríkj- unum farið í gegnum mikið hnignunarskeið, þar sem hugsjónir blaðamennskunnar hafa fengið að víkja fyrir afþreyingarvæðingu fréttaþátta, þar sem fréttatímar verða sífellt styttri og yfirborðskenndari, sífellt minna fé er varið í ígrundaða rannsóknarfrétta- mennsku og velgengi fjölmiðlafólks mótast í æ ríkari mæli af þeirri stjörnuímynd sem það nær að skapa sér. Fox-fréttastöðin er eitt af flaggskipum þessarar þróunar, enda jafnast fáir á við Fox þegar kemur að yfirborðs- kenndum, kreddufullum og þjóðrembulegum fréttaflutningi. Þessir neikvæðu þættir sam- einast og ná hámarki í hinum fyrirferðarmikla þáttastjórnanda og fréttaummælanda Bill O’Reilly, sem vílar ekki fyrir sér að láta út úr sér hluti eins og: „Undir eins og stríðið gegn Saddam byrjar ætlumst við til þess að hver einasti Ameríkani styðji herlið okkar, eða haldi ella kjafti.“ Það er kannski ekkert einsdæmi hjá Fox eða mönnum eins og Bill O’Reilly að taka póli- tíska afstöðu. Það sem er alvarlegast við þró- unina sem Fox er bæði hluti af og einkennandi fyrir er að þar er hroðvirknislegum og hlut- drægum fréttaflutningi og umræðum haldið fram undir yfirskini hlutlægni og jafnvægis milli ólíkra hliða málsins. Fjölmörg samtök og stofnanir sem láta sig vandaða fréttamennsku og opna lýðræðislega umræðu varða hafa gagnrýnt Fox-fréttastöð- ina fyrir pólitíska hlutdrægni, en Rupert Murdoch hefur t.d. staðfastlega neitað að nokkra pólitíska hlutdrægni sé að finna í fréttaflutningi Fox-stöðvarinnar. Undir slag- orðinu „Fair and balanced“ er fréttaflutningur Fox færður í búning hlutleysis og jafnvægis, og almenningur þannig óafvitandi ofurseldur lélegri upplýsingamiðlun. Fréttir eða leirburður? Fjölmiðlar Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is ’Heimildarmyndin Outfoxed er merkileg fyrir þær sakirað þar er bent með áleitnum hætti á þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað á bandarískum fjölmiðlamarkaði á undanförnum áratugum.‘ I Eftir hlé. Sviðið er á breiddina, minna ádýptina. Ljósin kvikna og það sést einn maður, tvöfaldur á breidd, lengst til vinstri. Andlit hans er hulið skugga. Hann segir eitt- hvað en enginn hlær. Búningurinn er í fánalit- unum og skórnir hefð- bundnir. Enn þá hlær enginn. En þá kviknar sterkt ljós hægra meg- in á sviðinu þangað sem meðalmaður í svörtum gúmmístígvélum kemur blaðskellandi. Hann talar mikið. Þegar hann hefur talað mjög mikið þá taka áhorfendur að hlæja, sumir reyndar bara inn í sig en aðrir svo að allir heyra. Í skugganum vinstra megin á sviðinu stendur sá tvöfaldi enn. Andlitsdrættir eru afar óljósir en hann hlær ekki heldur muldrar eitthvað ofan í bringuna um að það hafi verið hlegið á röngum stað. II Fyrir hlé. Mennirnir hægra megin keyptubrauðgerðina sem þeir vinstra megin höfðu stofnað og rekið af miklum myndarbrag um langan tíma. Brauðgerðin hét Brauðhús. Hægrimennirnir, sem við getum kallað svo, hlógu mikið enda höfðu þeir sölsað undir sig þann hluta sviðsins sem vinstrimönnunum, sem er eiginlega ekki hægt að kalla svo því þeir voru flestir komnir yfir á hinn helming- inn, voru stoltastir af og þótti vænst um. Þeir hægra megin urðu svo kátir að þeir blésu í herlúðra og söfnuðu liði. Ætlunin var að fara í frekari landvinninga. Þeir ætluðu að koma höndum yfir frjókornin í sannleiksbrauð upp- skriftameistara brauðgerðarinnar. Maður í svörtum gúmmístígvélum tók til við að moka á frjókornalagernum. Hann var hamhleypa til verka. Svo duglegur var hann að áður en lang- ur tími var liðinn hafði hann mokað nær öllum frjókornunum ofan í gríðarmikla skruddu. Hann var ánægður með verkið og sýndi það öllum sem vildu sjá. Hann sagðist hafa komist fyrir um uppskriftina að sannleiksbrauðinu. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hann hafði breytt uppskriftinni og hugðist gera að sinni. Þegar fólk áttaði sig á þessu svaraði stígvélaði maðurinn því til að hann færi bara að alveg eins og gamli uppskriftameistarinn í Brauðhúsum. Í raun og veru væri hann mikill uppskriftameistari sjálfur og þá skipti engu þótt frjókornunum hefði verið stolið. Hann væri hinn eini sanni Jón í Brauðhúsum og augu hans væru blá eins og í sakleysinu. Hér hættu þeir hægra megin að hlæja. Neðanmáls Í heimi fræðanna hafa raunsæissinnar líka verið gagnrýndir fyrir aðeinblína á hernaðarmátt. Líberalistar eða ídealistar vilja leggja meiriáherslu á mikilvægi þátta eins og almenningsálits og alþjóðalaga, og þeir leggja líka áherslu á samþættingu valds; hagsmunir ríkja verða svo samofnir á 20. öld að gróft hervald hættir að skipta sköpum. (Hugtakið heitir interdependence á ensku.) Það er því til eitthvað sem má kalla vald hinna veiku. Og afstaða Íslands í kalda stríðinu hefur gjarnan verið nefnd til marks um það. Kenningin eða spurningin hér er sem sé sú að litla Ís- land hafi getað beitt valdi hins veika gegn stórveldunum og þannig fengið sitt fram í ýmsum veigamiklum málum gegn vilja þeirra. […] Auðvitað gramdist vestrænum bandamönnum að Íslendingar beittu þá valdi, að því er þeim fannst. Hér eru nokkur dæmi: Í tólf mílna deilunni reyndi framkvæmdastjóri NATO, Paul-Henri Spaak, mjög að miðla mál- um en gafst í raun algerlega upp á hinum þrjósku Íslendingum, og sagði að það væri gersamlega óþolandi að smáþjóðir notuðu „blackmail“ gegn sínum stærri bandamönnum. Í 50 mílna deilunni gætti sömu gremju og einn bandarískur aðmíráll, þá í hernaðarnefnd NATO, sagði um afstöðu Íslendinga: „They didnt really blackmail NATO, but it came awful close to it“ – þeir kúguðu ekki NATO, en fóru þó ansi nærri því. Og Henry Kissinger, sem ásamt Nixon forseta mótaði utanríkisstefnu Bandaríkj- anna öðrum fremur á þessum árum, kom til Íslands þegar 50 mílna deilan var á hæsta stigi og mikill hiti í mönnum hér á landi. Kissinger skrifaði síðar: „Ég sat þarna furðu lostinn. Hér höfðum við 200 þúsund manna þjóð sem hótaði að fara í stríð við 50 milljón manna stórveldi, út af þorski … Mér varð hugsað til þeirra orða Bismarcks, að vald hinna veiku ykist við óskammfeilni þeirra.[6] Og bæði í 50 mílna deilunni og 200 mílna deilunni krafðist Ólafur Jóhannesson þess – fyrst sem forsætisráðherra og svo sem utanríkisráðherra – að Bandaríkin stæðu heil með Íslandi gegn Bretum. Til hvers væri þetta varnarlið annars? Þetta sagði Ólafur til dæmis við Frederick Irving, sendiherra Bandaríkjanna, í febrúar 1976.“ Guðni Thorlacius Jóhannesson Kistan | www.kistan.is Vald litla Íslands Morgunblaðið/Golli Halldór Kiljan Laxness „Ísland er gott land. Ekkert land stendur und- ir jafnmörgum auðkýfíngum og Ísland.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.