Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.2004, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.2004, Blaðsíða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 30. október 2004 | 3 Sögur úr samtímanum Rétt fyrir jól 2003 stigu fjórir gagnrýnendur fram með nokkurra daga millibili og gagn- rýndu ævisöguna Halldór eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson harkalega. Þetta voru þau Páll Björnsson sagnfræðingur, Gauti Krist- mannsson bókmenntafræðingur, Páll Baldvin Baldvinsson leikhúsfræðingur og Helga Kress prófessor í almennri bókmenntafræði við Há- skóla Íslands. Athygli vakti að Hannes Hólm- steinn var sakaður af þeim öllum um stórfellt misferli við vinnslu ævisögunnar þegar hann eignaði sér texta Halldórs Kiljans Laxness og ýmissa fræðimanna sem um höfundaverk hans höfðu fjallað. Það er víst ekki ofsögum sagt að samfélagið hafi verið á öðrum endanum eftir þessa hörðu útreið sem verk Hannesar Hólm- steins fékk. Hann hafði brugðið sér til útlanda rétt fyrir jól og viðbragða hans var beðið með óþreyju fram í aðra viku janúarmánaðar. Hannes steig þá fram á sviðið og bar hönd fyrir höfuð sér á blaðamannafundi þar sem hann lagði fram greinargerð máli sínu til stuðnings. Í stuttu máli sagt hafnaði hann öllum ávirðingum sem á hann höfðu verið bornar og taldi ekkert at- hugavert við vinnubrögð sín. Þvert á móti hafi hann unnið eins og margir fræðimenn hefðu gert við sömu iðju, tekið texta annarra og flétt- að þá saman við söguþráð þann sem hann sjálf- ur spann. Athygli vakti að fræðasamfélagið lét nánast ekkert í sér heyra fyrir utan þá fræði- menn sem Hannes hafði tilgreint í greinargerð sinni sem dæmi um höfunda sem ynnu eins og hann. Þeir brugðust við á þann hátt að boða til blaðamannafundar í ReykjavíkurAkademíunni þar sem þeir höfnuðu vinnuaðferð Hannesar Hólmsteins og báðust undan samanburði við hann og verk hans. Þetta voru þau Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, Þórunn Valdi- marsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur og Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur – allt þaulvanir ævisöguhöfundar og landsþekktir fræðimenn. Þegar blaðamannafundurinn í Reykjavík- urAkademíunni fór fram hinn 10. janúar 2004 hafði umræðan mest farið fram í fréttatímum útvarps- og sjónvarpsstöðva og á síðum DV sem gaf þessu máli fljótlega nafnið „Stóra Hannesarmálið“. Morgunblaðið og Fréttablað- ið héldu að mestu að sér höndum, birtu mest aðsendar greinar (sem voru margar) og fjöll- uðu um einstaka uppákomur í kringum málið, án þess að skýra lesendum beinlínis frá hvað væri á seyði. Í hönd fór afar athyglisverður tími í op- inberri þjóðfélagsumræðu hér á landi því fram á sviðið stigu þjóðkunnir einstaklingar og vörðu Hannes Hólmstein með kjafti og klóm. Hannes sjálfur hafði virkað yfirvegaður í varnarbaráttu sinni en þegar líða tók á janúarmánuð skipti hann um ham. Bakraddasöngur Hvernig var rökum Hannesar um að hér væri ekkert óeðlilegt á ferð tekið? Það er skemmst frá því að segja að margir virtust hafa gleypt við frásögn hans og oft mátti heyra fólk taka undir með Hannesi í fjölmiðlum. Hann hefði orðið fórnarlamb árása og ósanngjarnrar gagn- rýni, eða eins og hann orðaði það sjálfur í sam- tali við blaðamann Morgunblaðsins nokkrum dögum eftir opinberun greinargerðar sinnar, „núna er ég fórnarlambið og það verður bara að hafa það.“ (Mbl. 11.1.04). Greinargerð Hannesar Hólmsteins var frek- ar hófstillt plagg, lítið um ásakanir í garð ann- arra þó að hann drægi aðra fræðimenn inn á sviðið og stillti þeim upp við hliðina á sér eins og áður hefur komið fram; lítið var um upp- hrópanir um pólitískt ofstæki. Það voru hins vegar aðrir sem sáu um það, bakraddir Hann- esar Hólmsteins, þekktir vinir hans og pólitísk- ir samherjar. Þær höfðu reyndar hafið sönginn nokkru áður en Hannes sjálfur steig á sviðið. Strax eftir blaða- mannafundinn kom hrina greina- skrifa og útvarps- og sjónvarps- þátta þar sem gerðir Hannesar voru í flestum tilfellum lofaðar – að gagnrýnendur hans ættu það sameiginlegt að vilja koma honum á kné. Það liðu ekki margir dagar þar til Jón Steinar Gunnlaugsson lög- maður og vinur Hannesar lét í sér heyra. Grein hans „Góð ráð dýr“ sem birtist í Morgunblaðinu 12. janúar vakti töluverða athygli. Jón Steinar hóf greinarskrifin á því að minnast á umræðuna um verk Hannesar: „Það er eins og tiltek- inn pólitískur hluti hinnar sjálf- skipuðu menningarelítu telji Hannes hafa ruðst inn á sitt yf- irráðasvæði með því að ráðast í þetta verk,“ segir Jón Steinar. Hér vekur hann máls á atriði sem Hannes og aðrir stuðningsmenn hans áttu oft eftir að gera að umtalsefni á næstu dögum og vikum, að „vinstri menningarelítan“ telji sig eiga ákveðin svið og að Hannes hafi með gjörð- um sínum gerst sekur um helgispjöll að hennar mati. Jón Steinar fer vítt og breitt um málið og rekur helstu atriði þess allt frá því að út spurð- ist að Hannes væri með verkið í smíðum og til viðbragða við því síðari hluta desembermán- aðar. Þegar í ljós kom að bókin „reyndist ein- faldlega vera góð bók“ varð samkvæmt grein Jóns Steinars uppi fótur og fit hjá hópnum fyrr- nefnda: „Nú urðu góð ráð elítumanna dýr“, eins og þar stendur. Jón Steinar Gunnlaugsson er (eða var á þess- um tíma) eins og mörgum er kunnugt lagapró- fessor við Háskólann í Reykjavík. Hann taldi þó ekki eftir sér að leggjast í bókmenntagrein- ingu í fyrrnefndri ritsmíð þar sem hann fjallar um „aðferð Hannesar“. Hann gerði að umtals- efni minningabækur Halldórs Kiljans og „eðli- lega“ notkun Hannesar á þeim. Í kjölfarið fylgdi nýstárlegt framlag Jóns Steinars til mats á aðferðafræði hugvísindanna: „Í sjálfu sér má auðvitað segja, að bók Hannesar feli í sér eina stóra allsherjartilvísun til þessara endurminn- ingabóka skáldsins […].“ Tekið skal fram að skáletrun textans er mín. Allsherjartilvísun er ekki aðeins afar frumlegt hugtak heldur er það sérlega athyglisvert í lögfræðilegum skilningi (sem er sérgrein Jóns Steinars). Hvað skyldi vera átt við með þessu hugtaki? „Í stað þess að hafa sérstakar tilvísanir á hverjum stað,“ skýr- ir Jón Steinar fyrir lesendum Morgunblaðsins, „[…] lýsir hann þessu vinnulagi með almennum orðum í eftirmála bókarinnar, þar sem hann segist hafa reynt að hagnýta sér allt þetta efni (og meira til) og fella saman í eina heild.“ Jón Steinar bendir síðan á að Hannes hafi ekki vilj- að „íþyngja textanum“ með fjölda tilvitnana. Minna má á að hér talar maður sem hefur gert það að lífsstarfi sínu að verja eignarrétt fólks; standa vörð um helgan rétt manna til persónu- legra eigna. Það er ekki nóg með að Jón Steinar sjái ekk- ert athugavert við eignaupptöku Hannesar á textum Halldórs Kiljans Laxness heldur lýsir hann megnri vanþóknun á því að gagnrýn- endum hafi „yfirsést“ eftirmáli bókarinnar þar sem allsherjartilvísunin hafi komið fram. Þessu hélt Hannes einnig á lofti í greinargerð sinni með þeim orðum að „[þ]eir, sem fordæmt hafa bók mína, hafa kosið að horfa fram hjá eftirmál- anum“, og það þó að Gauti Kristmannsson hafi fyrir þá sem „kæra sig um slíkt“. Gunnlaugur dregur fram á mjög skemmtilegan hátt að „Hannes er ekki sá eini sem notast hefur við texta annarra.“ Jú, það gerði Halldór Kiljan Laxness sjálfur, upplýsir Gunnlaugur spennta lesendur Morgunblaðsins: „Þegar menn semja skáldsögu hljóta þeir að hafa ríkari skyldu til þess að vera frumlegir en þegar þeir skrifa rit um sögulega atburði. Ævisagnaritun gengur beinlínis út á endursagnir. Ævisagnaritarar skrifa rit sín ekki upp úr sér. Þeir þurfa beinlín- is að styðjast við heimildir. Skáldsöguritun gengur aftur á móti frekar út á frumleika í sköpun.“ DV tók upp þessi spaklegu orð á inn- síðu sinni daginn eftir og afgreiddi málið með þessum hætti: „Þessi síðasta klausa þykir okk- ur reyndar prýðileg skýring þess hvers vegna Gunnlaugur hefur afráðið að fást við fjár- málaráðgjöf í lífinu en hvorki ævisagnaritun né skáldskap.“ Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Egill Helga- son sá ekki ástæðu til þess að menn væru að agnúast út í Hannes Hólmstein, hann hlyti að mega skrifa vondar bækur ef hann vildi. Egill hélt því fram í DV 15. janúar að viðbrögðin hefðu verið „móðursýkisleg og þráhyggju- kennd“. Hann lýsti furðu sinni á aðdróttunum í garð Hannesar: „Víða í bókinni fer hann alltof nálægt textum Halldórs; það er á engan hátt refsivert en ekki áhugavert. […] Að sumu leyti má segja að bókin sé ekki fullkláruð; það er bú- ið að draga saman mikið efni en á köflum á eftir að skrifa hana.“ Loks fékk Hannes sína síðu í Lesbók Morg- unblaðsins 17. janúar rétt eins og Helga Kress hafði fengið á þriðja degi jóla, nema í þetta skipt- ið kom ekkert nýtt fram hjá honum. Hannes Hólmsteinn beindi spjótum sínum að Helgu og því sem hann nefndi ónákvæmni hennar. Og nú getur Hannes ekki lengur setið á strák sínum því hann hefur frá og með þessari grein nýja orð- ræðu sem einkennist af upphrópunum og upp- nefnum. Rökum sem hann hafði áður hampað var nú stungið undir stól: „Hin harða árás Helgu Kress og nokkurra annarra úr hinum þrönga hópi vinstri sinnaðra bókmenntafræðinga á bók mína leiðir athyglina frá aðalatriði málsins,“ sem Hannes sagði vera að hann hefði dregið mikinn fróðleik saman og skrifað skemmtilega bók. Engin leið er að álykta annað en Hannes hafi forðast að svara ásökunum um ritstuld. Hann lagði þess í stað megináherslu á að öll verk sem unnin væru innan veggja háskólanna væru leið- inleg og þurr; verk hans væri andstæða þeirra, ákaflega skemmtilegt verk. Hannes höfðar hér til sérkennilegra hvata sem beinast að því að „al- vörufræði“ þurfi að vera leiðinleg – ergó: há- skólamenn eru leiðinlegir. Þetta eru vægast sagt óvenjuleg rök hjá háskólakennara. Hér er því miður alið á fordómum um fræðastarf í landinu, klisjum sem fræðimennirnir þrír sem héldu blaðamannafundinn í ReykjavíkurAkademíunni sýndu fram á með einföldum rökum að væru úr lausu lofti gripnar. Og fleiri hafa orðið til að hafna upphrópunum af þessu tagi. Sama dag og grein Hannesar birtist í Lesbók Morgunblaðsins kom ungur og vaskur þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Kári Krist- jánsson, vini sínum til hjálpar í Fréttablaðinu 17. janúar og snerist gegn „hinum vinstrisinnuðu öfgamönnum“, enda bar hún heitið „Herferðin gegn Hannesi“. Sigurður Kári er við sama hey- garðshornið og félagar hans sem áður hefur ver- ið vísað til, allir eru sagðir vondir við hinn heið- arlega Hannes. Aðrir fylgdu í kjölfarið eins og Jón Kristinn Snæhólm með Morgunblaðsgrein 23. janúar og velti fyrir sér hvort Hannes væri svo skyni skroppinn að ætla að stela texta frá öðrum – slíkt fengist ekki staðist. Niðurstaða hans var að gagnrýnin orsakaðist af blindri „heift sem á rætur að rekja í pólitíska andúð á Hannesi Hólmsteini, og á ekkert skylt við heil- brigða bókmenntarýni“. Flestir þessara manna nefndu pólitískt ofstæki sem helstu ástæðu þess að Hannes væri gagnrýndur. Því miður náði Hannes aldrei að flytja rök Stóra Hannesarmálið Þegar ævisaga Halldórs Kiljans Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson birtist fyrir tæpu ári á jólabókamarkaðnum fór af stað mikil umræða um gerð ævisagna og stöðu þeirra hér á landi. Hér birtist umfjöllun um þá umræðu. Lagt er mat á hin menningarlegu átök sem áttu sér stað og dregin fram athyglisverð mynd af samtímaumræðunni. Baráttan um manninn, völdin og hefðina er viðfangsefni þessarar greinar. GagnrýnendurHelga Kress, Gauti Kristmannsson, Páll Björnsson og Páll Baldvin Baldvinsson. BakraddirJón Steinar Gunnlaugsson, Gunnlaugur Jónsson og Sigurður Kári Kristjánsson. Eftir Sigurð Gylfa Magnússon sigm@akademia.is til dæmis margsinnis komið inn á umræddan eftirmála í gagnrýni sinni. Gauti gerir ágæta grein fyrir vinnuaðferð Hannesar og vísar meðal annars í hann sjálfan á eft- irfarandi hátt: „„Ég tók þann kost að hafa textann með samræmdri nútímastafsetningu nema það, sem haft er eftir Kiljan. Það er allt með þeirri stafsetningu sem hann gerði sér.“ (619). Þetta merkir að sá texti sem greinilega er tekinn upp eftir Halldóri og breytt til nútímastaf- setningar er ekki lengur hans held- ur Hannesar og hlýt ég að spyrja hverju það eigi að sæta.“ Þessi um- fjöllun Gauta sýnir einmitt að eft- irmálinn margfrægi var uppi- staðan í gagnrýni hans því að þar leiðbeindi Hannes lesendum sínum um hvernig hann nýtti sér texta Laxness. Mjög skýrt kemur fram að þegar frásagnir Halldórs Kilj- ans séu teknar beint upp haldi staf- setningin sér. Skýrara getur þetta ekki verið nema Hannes Hólmsteinn fylgir ekki eigin leið- sögn í verkinu eins og allir gagnrýnendurnir bentu á. Um það snýst allur vandinn. „Fræðimenn í þeirra hópi [elítumanna] fóru fram með ásakanir af þessu tagi án þess að nefna einu orði þær skýringar á þessu vinnu- lagi, sem Hannes gefur sjálfur í bók sinni!“ seg- ir Jón Steinar í grein sinni. Það skal tekið fram að upphrópunarmerkið í lok setningarinnar er ekki frá mér komið, það vísar væntanlega í þau furðulegu vinnubrögð fræðimannanna („elítu- manna“) að yfirsjást eftirmálinn. Og Jón Stein- ar var ekki af baki dottinn. Hann endar grein sína með hvassri ádeilu á Helgu Kress. Og hver skyldi ástæðan vera fyrir því að Jón Steinar beinir sjónum sínum að Helgu? „Flestir þeirra sem staðið hafa fyrir árásum á Hannes,“ segir Jón Steinar í umræddri grein, „hafa farið fram með þær, án þess að nefna einu orði þær skýr- ingar sem hann gefur sjálfur í bók sinni á að- ferðum sínum.“ Ekki verður betur séð en Jóni Steinari yfirsjáist til dæmis orð Gauta Krist- mannssonar sem áður var vitnað til. Ef ekki kæmi til þessi klaufaskapur Jóns Steinars mætti líta svo á að hann leyfði sér útúrsnúning og ósannindi í málflutningi sínum. En áfram heldur rökstuðningurinn og ályktunin sem af honum er dregin: „Þessi vinnubrögð prófess- orsins [Helgu Kress] og hinna árásarmannanna eru miklu alvarlegri en ávirðingar þeirra á hendur Hannesi. Við blasir, að þessu ráði blint pólitískt ofstæki.“ Þessi greining Jóns Steinars gefur honum tilefni til að velta fyrir sér stöðu starfsmanna Háskóla Íslands; þeir sem verða uppvísir að ósannindum af sama tagi og hann telur sig vera að afhjúpa geti tæplega talist hæfir til að kenna háskólastúdentum. Jón Steinar hvetur því háskólayfirvöld til aðgerða. Liðsauki Með þessari grein hófst árásarhrina í garð gagnrýnenda Hannesar og þeir sem tóku til mála fylgdu allir sömu línu. Á eftir kom sonur Jóns Steinars, Gunnlaugur Jónsson fjár- málaráðgjafi með grein í Morgunblaðinu 14. janúar. „Sýnt hefur verið fram á að Hannes var heiðarlegur í vinnubrögðum,“ segir Gunn- laugur og heldur áfram: „Eftir stendur því að- eins það álitamál hvort hann hefði mátt gera nákvæmari grein fyrir heimildanotkun í ein- stökum tilvikum, fyrir þá sem kæra sig um slíkt. Það er eingöngu smekksatriði.“ Þessi nið- urstaða verður að teljast merkileg tíðindi: til- vísanir í heimildir eru „smekksatriði“ og bara Hannes Hólmsteinn Gissurarson Er sakaður um að hafa nýtt sér texta Halldórs Laxness og fleiri við samningu fyrsta bind- is ævisögu skáldsins, Halldór (2003). 

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.