Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.2004, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.2004, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 30. október 2004 S igríður Ella Magnúsdóttir söng- kona hefur búið bróðurpart starfsævi sinnar í London. Á yngri árum þótti hún eitt mesta söngvaraefni sem þjóðin hafði átt, og miklar vonir voru við hana bundnar. Hún fór ut- an til náms; bjó í Vínarborg, og kynntist þar ástinni, sem leiddi hana til Eng- lands. Það kann að virðast að Sigríður Ella hafi fjar- lægst okkur og vissulega var það súrt að sjá á eftir góðri söngkonu til starfa erlendis, og fá ekki að njóta söngs hennar hér. Auðvitað er það bara eigingirni. En Sigríður Ella hefur verið afar dugleg við að rækta tengslin við Ísland, og margsinnis komið heim, haldið tónleika, haldið námskeið, sungið mörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu og Íslensku óper- unni. Flestir muna eflaust eftir henni í Carmen sem hún söng á báðum stöðunum. Vonirnar sem við hana voru bundnar rættust allar, þótt ekki yrðu Íslendingar alltaf til að vitna um það. Sig- ríður Ella hefur átt farsælan söngferil erlendis; ekki alltaf átakalausan; en gjöfulan þegar upp er staðið. Fjósamaðurinn fékk sér frí „Foreldrar mínir, Magnús Pétursson og Leo- poldína Bjarnadóttir eignuðust sitt fyrsta barn einu og hálfu ári áður en ég fæddist, en misstu það tveggja mánaða gamalt. Svo kom ég, og það var farið með mig eins og blóma í eggi. Pabbi var mikið til sjós, og mamma var mikið ein með mig. Hún hafði mikla og fallega rödd, og söng við öll sín verk. Ég átti heima á Vitastíg 10 og mér er sagt að ég hafi verið sísyngjandi og kunnað margt, og var stillt upp á borð hjá Hersveini skó- smið og kaupmanninum í Von til að syngja og leika og Fjósamaðurinn fékk sér frí, var glans- númerið mitt. Þegar ég var sjö ára gömul fór ég í útvarps- þátt í viðtal og var spurð á æfingunni hvað ég ætlaði að verða? Ég sagðist ætla að verða óperu- söngkona, og það fóru allir að hlæja. Þegar kom svo að viðtalinu sjálfu, sagðist ég ætla að verða leikfimikennari, því ég vildi ekki láta hlæja að mér aftur. Ég sagði aldrei aftur frá því að ég ætl- aði að verða óperusöngkona.“ Sigríður Ella var ákveðin þrátt fyrir allt; hún ætlaði að verða óperusöngkona. „Það var farið með mig á allar sýningar, og Bláa kápan var það fyrsta sem ég sá. Þar sungu Bjarni Bjarnason, heimilislæknirinn okkar og Svanhvít Egilsdóttir sem síðar kenndi mér í Vín- arborg. Það fyrsta sem ég sá í Þjóðleikhúsinu var La traviata, og ég man að það komst ekkert ann- að að hjá mér. Þegar ég var 7 ára og átti heima á Laugateigi hjólaði ég ein í bæinn, niður í Gamla- bíó til að sjá myndina The Great Caruso, sem var verið að sýna. Ég varð að sjá þessa mynd og stalst til að fara. En svo var ég svo myrkfælin að ég var alveg skelfingu lostin þegar ljósin voru slökkt í salnum. Það voru allir orðnir dauð- hræddir um mig, en ég varð bara að fara, ég var algjörlega andsetin af söng. Foreldrar mínir höfðu ekki tækifæri til að mennta sig en þau lögðu allt af mörkum til að þess að koma börnunum sínum til mennta og kenndu mér að ekkert fæst ókeypis, en einnig það, að allt er mögulegt. Þau áttu mörg börn en voru ekki eins auðug af peningum og við bjuggum í leiguhúsnæði framan af. Ég var elst af fimm systkinum. Við fluttum í Hlíðarnar þegar ég var átta ára og átti ég þá að fara í Austurbæjarskólann. En ég var mjög dug- leg í skólanum og skólastjórinn í Laugarnesskól- anum bauð mér að vera áfram þar. Það var mín gæfa þótt ég þyrfti að ganga langa leið í skólann. Í Laugarnesskólanum kynntist ég Ingólfi Guð- brandssyni. Hann stofnaði kór og fiðlusveit við skólann. Ég komst í kórinn hjá honum, en átti hins vegar ekki að komast í fiðlusveitina, þar sem ég átti ekki fiðlu. Pabbi ætlaði nú samt að reyna að kaupa handa mér fiðlu í útlöndum. Hann vann á togurum og sigldi á Grimsby og Hull og Brem- erhaven en honum tókst ekki að finna handa mér fiðlu. Þá greip forsjónin óvænt inn í, mér bauðst ein fiðla í eigu skólans. Ég var alsæl. Í fyrsta tíma fiðlusveitarinnar spiluðu allir lausa strengi til að sjá hvernig við hljómuðum saman, og mér fannst ég hreinlega komast til himna. Við æfðum Telemann og sitthvað fleira á sunnudags- morgnum og spiluðum við ýmis tækifæri. Rut Hermanns sá um fiðlusveitina og kenndi mér í einkatímum í mörg ár. Rut bauð okkur einnig að mæta á æfingar hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni og fara á tónleika og þar hlustuðum við meðal annars á Carmen, Toscu, Rigolettó, sem var mér dýrmæt reynsla. Ég var líka í kórnum hjá Ingólfi, og var með í þeim hópi sem stofnaði Pólýfónkórinn. Ingólfur hefur haft áhrif á alla tónlistariðkun í landinu. Hann var fágaður og vandvirkur. Hann kenndi, mótaði og hafði áhrif á flesta þá tónmenntakenn- ara sem hér hafa starfað. Á vegum Pólýfónkórs- ins fór ég fyrst í tíma hjá Guðrúnu Sveinsdóttur, mikilli heimskonu. Mig minnir að hún hafi ein- hvern tíma verið undir handleiðslu Ninu Grieg. Hún hafði búið víða erlendis og var svo nátengd menningunni í útlöndum. Ég var ellefu ára þegar ég byrjaði í tímum hjá henni, og tólf ára söng ég í fyrsta sinn opinberlega. Það var á Arnarhóli 17. júní. Ég söng þrjú lög, og Þorgerður Ingólfs- dóttir spilaði með á píanó. Á vegum Pólýfónkórs- ins fórum við líka í söngtíma til Einars Sturlu- sonar. Þegar ég var komin í landspróf hringdi ég í Sigurð Demetz, því mig langaði að komast í söngtíma til hans, og það gerði ég, ásamt kærastanum mínum sem þá var, Má Magnússyni. Á þessum árum komust söngkennarar gjarnan í tísku, og allir fóru til þess kennara sem var mest í tísku. Þegar María Markan kom til landsins og fór að kenna, vildu allir komast til hennar, og ég fór auðvitað í tíma til hennar líka.“ Sigríður Ella segir að þótt söngurinn hafi verið mikið brennandi áhugamál, hafi henni fundist hún lítið vita og lítið kunna um tónlist almennt. En hún kunni ráð við því. „Þegar ég kom í menntaskóla ákvað ég að fara líka í Tónlistarskólann í Reykjavík, og skráði mig þar með tónfræði sem aðalgrein. Jú, það þótti kannski sérstakt fyrir söngvara að fara í tón- fræði. Ég hafði lært á fiðluna, en þar var engin tónfræði kennd. Í Tónlistarskólanum fengum við líka þjálfun í tónheyrn og tónlistarsögu. Það var margt gott fólk með mér í skólanum á þessum árum: Þorgerður Ingólfsdóttir, sem var mikil vinkona mín úr Pólýfónkórnum, Rut systir henn- ar, Jónas Ingimundarson og Ágústa Hauksdóttir konan hans, sem hafa verið náin mér síðan. Jón Þórarinsson tónskáld kenndi mér tónfræði. Við vorum bara þrjú eða fjögur sem innrituðumst í deildina, hitt voru allt strákar úr poppinu. Þeir gáfust allir upp, þannig að Jón sat uppi með mig eina. Ef ég útsetti eitthvað á þann hátt að honum líkaði ekki, sagði hann alltaf: „Sigríður mín, nú hefurðu dottið í nokkra pytti.“ Hann var mjög skemmtilegur kennari og mér góður. Annars ólst ég eiginlega upp í Glímufélaginu Ármanni, og var þar öllum stundum. Mig langaði reyndar meira í ballett en það var svo dýrt. Þeg- ar ég var ellefu ára var ég farin að sýna; var bæði sterk og liðug. Ég held að sú líkamlega æfing og sá agi sem ég lærði þar hafi hjálpað mér mikið í söngnáminu. Ég hef alltaf trúað að maður gæti náð árangri með því að æfa líkamann líka. Ég hætti að syngja í kórnum hjá Ingólfi síð- asta árið mitt í menntaskóla, því hvað sem hver segir, fer það ekki saman að syngja í kór og syngja einsöng. Ég fór í söngtíma til Einars Kristjánssonar og var hjá honum í eitt ár. Þá fór ég til Vínarborgar.“ Sigríður Ella hætti að læra á fiðluna þegar hún var þrettán ára, en fór þó stundum eftir það bæði í fiðlu- og píanótíma. Hana hafði dreymt um að læra á píanó; fannst hún aldrei nógu góð á fiðl- una; spilaði á hana, vegna þess að fjölskyldan átti ekki píanó. Það er stundum sagt að það sé röddinni ekki hollt að byrja að læra söng of snemma, meðan líkaminn og raddböndin eru enn í mótun. Ég spyr Sigríði Ellu um hennar skoðun á þessu, og því hvernig söngþjálfunin var, sem hún fékk á barnsaldri. „Ég veit ekki hvað ég á að segja – ég spyr mig oft að því hvort ég sé eitthvað tornæm, því ég er enn í söngtímum – er alltaf í söngtímum! En það var vel að þessu staðið. Þetta var lítið og létt. Mér fannst bara svo gaman að syngja, ég lærði fullt af lögum hjá Guðrúnu Sveins, og það var ekki farið djúpt í tæknileg atriði. Þegar ég kom til Demetz, var það í fullri alvöru. Hann heyrði strax hvers konar rödd ég var með – drama- tískur mezzósópran. Ég söng háan sópran í kórn- um hjá Ingólfi og hélt því áfram, þannig að þetta fór að stangast á. Ég hef aldrei verið sópran þótt ég hafi sungið þannig í mörg ár. Það tafði fyrir mér í náminu. Mezzósópran- og altraddir geta haft sömu hæð og sópraninn, en geta ekki sungið lengi þar uppi á útopnu. Það þykir auðvitað alltaf fínt að vera sópran – og tenór. Og þegar ég er í miklu stuði, syng ég aríur úr La traviata út og suður – allt hlutverkið í gegn. Slungin að syngja naumur Fjárhagurinn lék enn stórt hlutverk í músíknámi Sigríðar Ellu, og hún segir Vínarborg hafa orðið fyrir valinu til framhaldsnáms, einfaldlega vegna þess, að hún var ein af ódýrustu borgum Evrópu á þeim árum. En Vínarborg átti sér líka sögu, og ófá evrópsk tónskáld höfðu gengið þar um götur í aldanna rás og samið ódauðleg verk. „Ég er mjög fegin að hafa farið til Vín- arborgar. Þegar ég kom þangað fyrst, hjálpaði Sibyl Urbancic mér mikið. Hún fann fyrir mig kennara sem var yfirmaður í deild kirkju- tónlistar í háskólanum, aðalstjórnandi Vín- ardrengjakórsins, hafði þjálfað söngvara í kór Ríkisóperunnar og árlega stjórnaði hann flutn- ingi Mattheusarpassíunar í Musikverein á föstu- daginn langa. Hann tók mig að sér og kenndi mér fyrstu fjögur árin mín í Vín þótt hann þá væri hættur að kenna söng. Hann sendi mig í Í hlutverki Carmenar á Íslandi Ásamt Magnúsi Jónssyni. Ég ætlaði alltaf að verða óperusöngkona

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.