Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.2004, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.2004, Síða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 30. október 2004 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Alien vs. Predator Anacondas  (HL) Blindsker  (SV) Cellular  (HL) Háskólabíó Shall we Dance Sterkt kaffi  (HL) Shark tale Wimbledon  (HJ) Næsland  (HJ) The Terminal  (SV) The Bourne Supremacy  (SV) Laugarásbíó Sky captain and the world of tomorrow Shark Tale Cellular  (HL) The Manchurian candidate  (HL) Collateral  (HL) Anchorman  (HL) Á Saltkráku Regnboginn Alien vs. Predator Anacondas  (HL) Blindsker  (SV) Dís  (HJ) White Chicks  (HJ) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Alien vs. Predator Sky captain and the world of tomorrow The Gathering Excorcist, the beginning Wimbledon  (HJ) Shall we dance Shark tale Resident Evil: The Apocal- ypse  (SV) Collateral  (HL) (SV) The Princess Diaries 2  (HJ) Gauragangur í sveitinni  (SV) Smárabíó Alien vs. Predator Anacondas  (HL) Blindsker  (SV) Dodgeball  (SV) The Manchurian Candidate  (HL) Pokémon 5 (HL) Grettir/Garfield  (SV) Myndlist 101 gallerí: Steingrímur Ey- fjörð. Til 30. okt. Gallerí +: Kristján Steingrímur Jónsson, inn- setning. Málað með jarðvegi. Til 31. okt. Gallerí Banananas: Sigrún Hrólfsdóttir opnar einka- sýningu. Nýjar teikningar og skúlptúr. „Innsetning Sigrúnar er snotur og skemmtileg, en ristir tæpast mjög djúpt. Viðfangsefnið er eitthvað í áttina að leitinni að sjálfinu, viðhorfi samtím- ans til sakleysis, tilvist æv- intýra í nútímasamfélagi og kannski tilvera okkar í sam- hengi við forn minni? Blá- eygur bambi hefur verið tjargaður og fiðraður, hann hvílir undir lauflausu tré/ óveðursskýi sem málað er á vegg. Þetta er einföld og auðlæsileg mynd og sama er að segja um teikningar Sig- rúnar sem hún hefur greini- lega vandað sig við en bera þess merki að hér er ekki listateiknari á ferð. Sömu viðfangsefni má sjá hér, and- litsmynd af ungri konu, tré í óveðri, tætingslegan fugl, „grave chick“, mynd af línu í flækju. Líklega á þetta að fyrirstilla óreiðu nútíma- samfélags og spurningar þær sem það skapar fólki við að mynda sjálfsmynd sína. Sjálfsmynd má t.d. auðveld- lega ímynda sér í mynd trés, hver sem er getur reynt það á sjálfum sér. Hvernig tré ertu í dag? Laufríkt og sterkt og skín sólin á þig? Eða hrekstu í vindinum og eru laufin að fjúka? Ertu ungt tré með sveigjanlegum stofni eða eldra tré sem haggast ekki? Þegar ég skoða þessa innsetningu Sig- rúnar kemur þróun list- arinnar á síðustu áratugum, sérstaklega eftir framkomu hugmyndalistarinnar upp í hugann. Með hugmyndalist- inni slaknaði mjög áherslan á handverkið svokallaða, þannig er það algeng afstaða í dag að listamenn þurfi ekki að vera málarar til að sýna málverk, ekki teiknarar til að sýna teikningar o.s.frv. Í sumum tilfellum er þetta gott og gilt en ég sé aftur og aftur dæmi þess að lista- menn koma ekki ætlun sinni á framfæri vegna þess að handverkið bregst þeim.“ Ragna Sigurðardóttir. Til 7. nóv. Gallerí Sævars Karls: Ingi- björg Hauksdóttir sýnir óhlutbundnar myndir. Til 14. nóv. Gerðarsafn: Í blóma/En cierne, spænsk nútímamyndlist unnin á pappír. Til 7. nóv. Gerðuberg: Alþýðulistamað- urinn Sigurður Einarsson sýnir olíumálverk í Bog- anum. Náttúra og þjóðtrú. Til 30. okt. Grafíksafn Íslands: Salur ís- lenskrar grafíkur. Ragn- heiður Ingunn og Þórdís Erla Ágústsdætur – Helgir staðir og Minningarbrot. til 31. okt. Hafnarborg: Margrét Sig- fúsdóttir „Óður til Íslands“, og Valerie Boyce. Til 8. nóv. Hallgrímskirkja: Haustsýn- ing Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur í fordyri kirkjunnar. Til 25. nóv. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Sænskt listgler, þjóðargjöf. Iðntæknistofnun: Nýsköpun í ný sköpun. Átta listamenn úr Klink og Bank. Íþróttahúsið Eiðum: Dieter Roth. Til des. Kjarvalsstaðir: Ragna Ró- bertsdóttir – Kynngikraftur. Til 31. okt. Listasafn Akureyrar: Pat- listasafnsins: Nica Radic, Journal. Safn – Laugavegi 37: Harpa Árnadóttir, málverkasýning til 7. nóv. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Salur íslenskra myndlist- armanna: Íris Friðriksdóttir vinnur með límband sem hún límir beint á vegg. Til 29. okt. Smiðjan – Listhús: Tolli „Í ljósaskiptunum.“ Til 4. nóv. Leiklist Austurbær: Vodkakúrinn, sun. Borgarleikhúsið: Lína Langsokkur, sun. Héri Hérason, lau. Geitin – eða hver er Sylvía?, lau. Belg- íska kongó sun. Screen- saver, sun. Broadway: Allra meina þjónn, lau. Hafnarfjarðarleikhúsið: Úlfhamssaga, lau. Iðnó: Tenórinn, lau. Faðir vor, sun. Íslenska óperan: Litla stúlk- an með eldspýturnar, lau, sun. Sweeney Todd. lau. Loftkastalinn: Eldað með Elvis, lau. Hinn útvaldi, sun. Möguleikhúsið: Hattur og fattur, sun. Völuspá, sun. Þjóðleikhúsið: Edith Piaf, lau. Böndin á milli okkar, sun. Svört mjólk, lau, sun. Dýrin í Hálsaskógi, sun. Böndin á milli okkar, sun. rick Kuse – Encounter. Til 11. des. Listasafn ASÍ, Freyjugötu: Guðjón Ketilsson, „Verk- færi“ og Kolbrún S. Kjarval, „Hljómur Skálanna“. Til 7. nóv. Listasafn Íslands: Tilbrigði við stef: Guðmunda Andr- ésdóttir – yfirlitssýning. Sýning á forvörslu í Lista- safni Íslands. Til 31. okt. Listasafn Reykjanesbæjar: Valgarður Gunnarsson, „Ei- lífðin á háum hælum“. Til 5. des. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Erró, Víðáttur. Yfirlitssýning. til 27. feb 2005. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Ragna Ró- bertsdóttir Kynngikraftur. Til 31. okt. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Mánasigð. Græn- lenska listakonan Isle Hessne. Náttúrugripasafnið Hlemmi: Skyssuv hur1220vm. Tuttugu og sex myndlistarnemar sýna. Norræna húsið: Norður og niður, samsýning norrænna listamanna. Til 31. okt. Nýlistasafnið: Grasrót #5, ungir íslenskir listamenn sýna. Einnig í sal Orkuveitu Reykjavíkur. Anddyri Ný- GUÐJÓN Ketilsson myndhöggvari hefur skapað sér nokkra sérstöðu innan íslenskr- ar myndlistar en verk hans einkennast af samblandi af hugmyndafræðilegri nálgun, innblæstri oft á tíðum sóttum til fortíðar og nosturslegu handbragði, nokkuð sem ekki oft fer saman en má einnig finna til dæmis í verkum Hannesar Lárussonar, án þess að ég ætli mér þó að spyrða þessa tvo lista- menn frekar saman. Guðjón vinnur í tré og hefur nálgast efnivið sinn á ýmsa vegu, hann smíðaði til dæmis skó og sýndi í Ný- listasafninu og ekki er langt síðan hann sýndi tréverk í Hallgrímskirkju, byggt á klæði, en verk í svipuðum dúr sýndi hann áður undir nafninu Brot og byggði þau á birtingarmátum klæðis í málverkum og höggmyndum frá barokktímanum. Nú hefur Guðjón lagt fyrir sig hlutasmíð en hann sýnir um það bil hundrað hluti í Ásmund- arsal Listasafns ASÍ og nefnir þá verkfæri. Verkfæri Guðjóns eiga það öll sameiginlegt að þau skortir notagildi, þó held ég að kannski mætti hræra í sósu með einu þeirra og lemja einhvern í hausinn með öðru en þá er það líka upptalið. Þó má ekki gleyma fuglasporafalsaranum sem gæti auðvitað komið sér vel. Það er spurning hvort heitið verkfæri sé viðeigandi, en líklega er það notað til að vekja ákveðnar spurningar. Hluti Guðjóns má túlka á marga vegu auk þess að njóta þeirra eins og þeir koma fyr- ir, leika sér að því að tengja þá við raun- verulega hluti eða sjá úr þeim nýja mögu- leika. Hér kemur patafýsik Alfred Jarry til dæmis til sögunnar en svo nefnast heima- tilbúin vísindi sem búa til uppruna og nota- gildi hluta eftir því sem ímyndunaraflið seg- ir til um. Guðjón kemur með sýningu sinni einnig inn á viðkvæman þátt í samfélaginu, ofgnótt hlutanna og hlutadýrkun þá sem löngu er komin út í öfgar og lengra. Enska orðið gadget, eða íslenska orðið apparat kemur upp í hugann þegar horft er á þessa hluti, en það er notað sem almennt heiti á hvers kyns hugvitssamlegu tæki, búnaði eða tilfæringu sem ekki er hægt að tiltaka nán- ar eins og segir í orðabók. Fáránleiki hluta- samfélagsins verður sérstaklega augljós þegar reynt er að finna hlutum Guðjóns til- gang því þá koma allir þeir ótrúlegu og oft ofhönnuðu hlutir sem fá má í dag upp í hugann. Jean Baudrillard hefur skrifað nokkuð um hlutadýrkun samfélagsins og til- hneiginguna til að finna hverri athöfn verk- færi við hæfi, rétt eins og að ef hluturinn væri ekki til væri athöfnin það tæpast held- ur. Í enskri þýðingu frá 1996 á bók hans „Kerfi hlutanna“ sem kom fyrst út á frönsku 1968, er fjölyrt um fyrirbærið „gizmo“, sem er eitthvað enn úrkynjaðara en apparat og um leið tæknitengdara. Þeg- ar árið 1968 fannst Baudrillard það ógn- vekjandi hversu margir hlutir þess tíma falli í kategóríuna „gizmo“. Hann talar einnig um hversu mjög tæknin er hluti af lífi fólks og vitnar í George Friedmann þeg- ar hann segir að fólk sé orðið eins konar „sunnudagabílstjórar í daglega lífinu“ – „fólk sem hefur aldrei opnað húddin á bíln- um sínum, – fyrir slíku fólki er virkni hluta ekki aðeins það sem hún er heldur hrein- lega leyndardómur þeirra“. Í dag eiga þessi orð enn betur við en árið 1968, nú þegar við notum dag hvern tækni sem er langt utan við skilning okkar. En með efnistökum sín- um nær Guðjón einnig að tengja verk sín liðnum tíma. Áhorfandinn er þá líkt og í sporum nútímamanns á þjóðminjasafni sem reynir að átta sig á tilgangi hluta sem ekki eru notaðir lengur. Ekki má gleyma því að skoða hluti Guðjóns í listrænu samhengi sínu einhvers staðar á milli skúlptúra, hönnunar og nytjahluta. List Guðjóns nær að vera ótrúlega skemmtilega marglaga líkt og lesa má í mjög ítarlegri umfjöllun Jóns Proppé í sýningarskrá en um leið einföld og öllum aðgengileg. Það má hugsa til lista- manna á borð við Allan McCollum sem hef- ur unnið með fyrirbærið hlut og eiginleika þess, eða Joseph Kosuth sem lagði mikið upp úr því að lesa listaverk líkt og texta. Á vissan hátt er sýning Guðjóns líkt og texti, skrifaður með letri sem við þekkjum ekki en reynum að ráða í eftir bestu getu, áhorf- andinn skilur ekki orðin en les þó margt úr því sem hann sér. Þessi margræðni verka Guðjóns virkar á áhorfandann eins og leyndardómur sem vekur forvitni og lokkar mann til sín aftur og aftur. Leyndardómar samtímalistar Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Kristinn Marglaga „List Guðjóns nær að vera ótrúlega skemmtilega marglaga,“ segir m.a. í umsögninni. MYNDLIST Listasafn ASÍ Til 7. nóv. Listasafn ASÍ er opið frá kl. 14–18, þriðjudaga til sunnudaga. Blönduð tækni, Guðjón Ketilsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.