Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.2004, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.2004, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 30. október 2004 | 11 HART hefur verið deilt um ágæti allra bóka bras- ilíska rithöfundarins Paulos Coelhos og oft á tíðum hafa þær fengið hraklega dóma. Samt seljast þær í milljónavís – sem segir ef til vill meira en margt annað um það ginnungagap sem getur verið á milli skoðana og smekks almennings og bókmenntastofn- unarinnar. En þótt nýjasta bók Coelhos, Ellefu mín- útur, sem nú kemur út í einstaklega fallegri þýðingu Guðbergs Bergssonar, hafi vissulega farið sigurför um heiminn er hún þess eðlis að það er mun erfiðara að gera sér grein fyrir á hverju vinsældir hennar byggjast en með fyrri verk hans. Fyrri verkin, ekki síst Alkemistinn sem er vinsæl- ust allra bóka Coelhos, vísuðu til þeirrar fegurðar sem felst í einfaldleika dæmisögunnar og ævintýr- isins og boðskapurinn var skýr. Notkun höfundarins á táknmyndum, draumum og erkitýpískum per- sónum greiddi leið hans að hjörtum milljóna les- enda, sem auðveldlega gátu samsamað sig þeim ein- falda „sannleika“ um togstreituna á milli góðs og ills, hamingju og örvæntingar sem sögurnar settu fram. Ellefu mínútur byggist einnig á alþekktum táknmyndum og uppgötvun „sannleikans“ – en nú horfir þó svo við að sá sannleikur er fyrst og fremst grundvallaður á fordómum. Fordómum sem hafa verið rótgrónir í mannlegu samfélagi í aldaraðir og rekja má í besta falli til vanþekkingar eða skilnings- leysis á hlutskipti kvenna, í versta falli til kúgunar og jafnvel kvalalosta. Það er þó ekki þar með sagt að allar bækur sem fjalla um kynlíf, ást, drottnunargirni, niðurlægingu og jafnvel kvalalosta miðist að því að réttlæta nei- kvæðar hneigðir tengdar kynlífi. Þvert á móti má benda á fjölda verka sem rituð hafa verið af miklu hispursleysi og innsæi á síðustu áratugum og af- hjúpa þá djúpstæðu menningarlegu þætti sem móta undirmeðvitund okkar allra, kynvitund og uppbygg- ingu sjálfsmyndar og þjóna sem óviðjafnanleg greining á atferli og aðstæðum samtímafólks. Ágæt dæmi um slík verk eru skáldsögurnar Öreindirnar, eftir Michel Houellebecq, Hin feiga skepna, eftir Philip Roth, og Náin kynni, eftir Hanif Kureishi, sem allar komu út á síðustu árum. Paolo Coelho fell- ur hins vegar í þann djúpa pytt að upphefja sem al- gildan sannleika aldagamlar klisjur um samruna hórunnar, meyjarinnar og móðurinnar, og fjallar um þær sem eðlislægan en ekki menningarlega mótaðan þátt í sálarlífi mannskepnunnar. Sú meg- inniðurstaða hans er ekki síst undarleg í ljósi þeirr- ar þversagnar að réttlætinguna finnur hann þó helst í menningarlegri arfleifð; kaþólskri trú, táknum hennar og kennisetningum, sem upplýstu nútíma- fólki hefur lengi þótt seilast langt í fordómum í garð kvenna og jafnvel kvenhatri – í það minnsta eins og kaþólska kirkjan sem stofnun setur hana fram. Verkið Ellefu mínútur er einfalt; hefst eins og æv- intýrin á orðunum „Einu sinni var …“, en framhald setningarinnar er afhelgunin: „vændiskona sem hét María“. Vísunin í meyjuna nöfnu hennar er jafn augljós og sú í Magdalenu og þar með er togstreita sögunnar orðin til; hreinleika konunnar er teflt gegn syndinni (sbr. einkunnarorð bókarinnar; „Ó María, getin án synda …“). Sú togstreita á þó einungis við um kvenpersónur sögunnar, því hreinleika karl- manna er ekki stefnt í voða með kynlífi – hvað þá að ástundun þess teljist synd. Persónugerving tog- streitunnar er því sú sem sagan hverfist um, fátæka brasilíska sveitastúlkan sem lætur sig dreyma um að lífið geti hugsanlega fært henni eitthvað umfram þann misgóða hversdagsleika hjónabandsins sem er hlutskipti kvennanna í þorpinu hennar. Hún lætur hjarta sitt ráða för – líkt og smaladrengurinn í Alkemistanum – nema hvað hennar „þrautir“ er að finna í vændishúsi í Evrópu þar sem yndisþokki hennar og auðvitað líkami er hverjum þeim falur sem reiðir fram uppsett verð (sem hún þarf reyndar að deila með klúbbeigandanum sem gerir hana út). Karlmennirnir sem verða á vegi hennar eru af mis- jöfnu sauðahúsi, en tveir þeirra skera sig úr. Annars vegar Terence, breskur auðkýfingur sem beitir svipu, handjárnum og fleiri hjálpartækjum til þess að láta Maríu fá fullnægingu í fyrsta sinn í kynlífs- athöfn með karlmanni, og hins vegar Ralf, listamað- ur sem greinir þá innri „birtu“ sem býr í líkama vændiskonunnar og veitir henni sína fyrstu fullnæg- ingu í samförum. Einfaldara getur plott varla orðið. Vandi höfund- arins er einungis sá að þessi eldfimi efniviður sem hann leggur upp með – reynsla fátækra kvenna í vændisiðnaði samtímans – snýst hrapallega í hönd- unum á honum. Því niðurstaða þess sem rýnir í bók- ina á ekkert skylt við þær ógnvekjandi staðreyndir sem nú eru alþekktar um orsakir og afleiðingar vændis – hún getur tæpast orðið önnur en sú að María finni í vændinu þann sannleika sem hún leitar í lífinu; ekki einungis lykilinn að líkamlegum unaði með karlmanni (sem hún aldrei upplifði sem saklaus sveitastúlka), heldur beinlínis hamingjuna. Og fái meira að segja öll veraldleg gæði í kaupbæti. Í þeim skilningi má túlka verkið sem réttlætingu á sambandi vændiskonunnar og þess sem hefur hana á valdi sínu til eigin afnota gegn gjaldi. Höf- undurinn leggur engan dóm á þá karlmenn sem kaupa hana eins og hvert annað ket – í þær ellefu mínútur sem samfarir taka að meðaltali – heldur vísar til „elstu atvinnugreinar í heimi“ rétt eins og hún sé náttúrulögmál í samskiptum kynjanna, en ekki þáttur í aldalöngum valdastrúktúr þar sem konur hafa átt undir högg að sækja. Hann virðist m.ö.o. trúa því að innst inni njóti vændiskonan starfs síns þegar allt kemur til alls, en það er einmitt kjöl- festan í þeim blekkingarleik sem vændi grundvall- ast á – því hvaða kúnni getur horfst í augu við að hann svali fýsnum sínum á nauðugri konu? Paulo Coelho vitnar í Lúkasarguðspjall í upphafi Ellefu mínútna, þar sem Jesús Kristur leyfir vænd- iskonu að snerta sig og fyrirgefur henni syndir hennar samferðamönnum frelsarans til mikillar undrunar. Nú tvö þúsund árum síðar má velta því fyrir sér af hverju ítarleg rannsókn þessa vinsæla og áhrifamikla rithöfundar á launhelgum kynlífsins leiðir ekki í ljós að vændi er ekki synd heldur glæp- ur og að það er ekki vændiskonan sem fremur glæp- inn og þarfnast fyrirgefningar heldur kúnninn hennar. Einum of einfaldar Ellefu mínútur BÆKUR Skáldsaga Ellefu mínútur eftir Paulo Coelho. Guðbergur Bergsson þýddi. JPV-útgáfa 2004, 252 bls. Fríða Björk Ingvarsdóttir Morgunblaðið/Sverrir Paulo Coelho áritar bækur á Íslandi. Ítalski fræðimaðurinn UmbertoEco, sem vakti mikla athygli fyr- ir metsölubókina Nafn rósarinnar sem síðar var kvikmynduð, er ritstjóri nýrrar bókar um vest- rænar fegurð- arhugmyndir. Bókin nefnist On Beauty: a History of a Western Idea eða Um fegurð: Saga vestrænnar hug- myndar og er sögð eins konar safn- rit þar sem stutta texta er að finna eftir Eco sjálfan í upphafi hvers kafla sem síðan er fylgt eftir með út- dráttum úr fjölda eldri texta. Að mati gagnrýnanda breska dagblaðsins Daily Telegraph er útkoman þó ekki betri en svo að líkja megi við keppni ærslabelgj- anna í Monty Python um að stytta Proust niður í hálfrar mínútu texta. Bókin er þó ekki alslæm að mati blaðsins sem segir Eco á köflum oft koma með mjög skynsamlegar skýr- ingar, lesandann kunni hins vegar oft að skorta nægjanlega þekkingu á efniviðnum til að njóta þeirra til fulls.    Aðdáendur Da Vinci-lykilsinshafa margir hverjir beðið með óþreyju eftir nýrri skáldsögu frá Dan Brown, eftir að hann greindi frá því fyrr á árinu að bóka- kápa Da Vinci- lykilsins innheldi vísbendingar um efni næstu bókar. Sú skáldsaga hef- ur nú hlotið nafn- ið The Solomon Key, en ekki hef- ur enn verið greint frá hvenær hún kemur á markað og eiga áframhald- andi vinsældi Da Vinci-lykilsins þar að mati New York Times nokkurn hlut að máli. The Solomon Key, eða Salómonslykillinn, verður þriðja skáldsaga Brown sem fjallar um Harvard-fræðimanninn Robert Langdon og beinir hann athyglinni að þessu sinni að frímúrarareglunni, en margir þeirra manna sem lögðu grunninn að bandarísku stjórn- arskránni og stjórnkerfinu tilheyrðu reglunni. Sögusvið bókarinnar verð- ur að mestu leyti í Washington, en Brown hefur áður í viðtali látið falla þau orð að arkitektúr borgarinnar sé ríkulega hlaðinn táknmyndum sem hann ætli sér að nota við skrifin.    Gamansöm skáldsaga Johns Prestons kann að vera nokkuð ójöfn á köflum, en er samt full- komlega lestrarins virði að mati gagnrýnanda breska dagblaðsins Guardian. Bókin nefnist Kings of the Roundhouse og segir frá Ed- mund Crow, feimnum, ungum end- urskoðanda við upphaf áttunda ára- tugarins þegar mikið var um atvinnuleysi, verkföll, rafmagnsbil- anir og almennan skort í Bretlandi. Segir gagnrýnandi blaðsins bókina vera fyrsta flokks ádeilu sem á stöku stað fari á súrrealískt fantasíuflug sem geti verið illgreinanlegt frá veruleikanum. Hún nái þó engu að síður þeim sjaldséða áfanga að vera gáfuleg gamansaga sem sé raun- verulega virkilega fyndin.    Tólfta skáldsaga T. JeffersonsParkers er glæpasaga sem spannar fimmtíu ára tímabil þar sem höfundurinn leitast við að vefa sagn- fræðilega viðburði saman við skáld- skapinn. Bókinn nefnist California Girl, eða Kaliforníustúlkan, og tekst Parker að mati gagnrýnanda New York Times nokkuð vel upp í skrif- unum. Sagan segir frá morði 19 ára stúlku, Janelle Vonn, og áhrifunum sem það hefur á fólkið í kringum hana, en að mati blaðsins er per- sónusköpun Parkers trúverðug og ná sögupersónurnar auk þess að vera táknmyndir fyrir þjóðfélags- breytingarnar sem eiga sér stað á þessu hálfrar aldar tímabili. Erlendar bækur Umberto Eco Dan Brown „ÞÚ ERT að verða að manni, sýnist mér.“ Þannig svarar faðir syni sínum þegar sonurinn spyr hvort hann trúi á Guð. Og þessi stutta skáldsaga (nóv- ella) eftir Eric-Emmanuel Schmitt fjallar kannski fyrst og fremst um það að mannast; að verða fullorðinn í hörðum heimi sem einkennist af að- skilnaði og sársauka. Aðalpersónan er unglingspilturinn Móse sem búið hef- ur við vanrækslu hinnar fullorðnu þar til hann kynnist hr. Ibrahim, músl- imanum sem rekur litla matvörubúð í húsinu þar sem drengurinn býr. Hr. Ibrahim sýnir honum kærleika og kennir honum að brosa og síðast en ekki síst, fræðir hann um trú sína. Hér er því um þroskasögu að ræða og þroski Móses grundvallast á þremur þáttum: kynlífsreynslu, trúarskiptum og uppgjöri við foreldrana og hörm- ungar æskunnar. Þessi saga er hluti sagnaþrennu eftir Schmitt sem ku hafa skrifað all- ar sögurnar í þeim tilgangi að fjalla um það sem veldur mestum aðskiln- aði milli manna: Hin mismunandi trúarbrögð heimsins. Móses er gyð- ingur en þegar hann spyr föður sinn um merkingu þess að vera gyðingur fær hann þetta svar: „Að vera gyð- ingur er einfaldlega að eiga minn- ingar. Vondar minningar.“ Það felast vitaskuld djúp sannindi í þessum orð- um en staðreyndin er líka sú að faðir Móse er á hraðri leið inn í þunglyndi og það er honum um megn að snúa við á þeirri leið. Honum er einnig um megn að sinna drengnum sem aðeins ellefu ára gamall heimsækir mellur og stelur úr búðum, eða réttara sagt úr einni búð: búðinni hans Hr. Ibra- him sem síðar á eftir að ganga hon- um föður í stað og kallar hann Mómó. Þótt yfirlýst markmið höfundar sé að fjalla um trúarbrögð er hér fyrst og fremst um að ræða sögu af van- ræktu barni sem er tilbúið að skipta um merkimiða á trúnni þegar honum er sýnd umhyggja og kærleikur í fyrsta sinn. Móse var yfirgefinn af móður sinni í bókstaflegum skilningi og er jafn yfirgefinn af föður sínum þótt hann búi með honum fram á unglingsár. Í þokkabót lýgur faðir hans að honum sögum af eldri og að öllu leyti betri bróður bróður, Popol, sem móðirin á að hafa haft burt með sér. Sögurnar af Popol verða því n.k. táknmyndir af því hvernig samband feðganna gæti verið ef allt væri með felldu með föðurinn; Popol er eyðan í lífi föðurins, tákn ástar sem hann er ófær um að veita einkasyninum; eyð- an sem fyllir að lokum allt lífið svo hann getur ekki lifað lengur. Eftir dauða föðurins leitar móðirin sonar síns en hann hafnar henni, full- ur reiði og biturðar og biður hr. Ibra- him að ættleiða sig. Það verður úr að Móse, sem reyndar notar alltaf nafn- ið Mómó því það getur allt eins verið stytting á nafninu Múhameð, verður sonur hr. Ibrahims og saman fara þeir í ferðalag til heimkynna Ibra- hims í Miðausturlöndum. Á ferðalag- inu lærir Mómó ýmislegt um þjóð- irnar, um ríkidæmi og fátækt, um hamingjuna. En það sem heillar hann mest er dans súfistanna, dervisjanna, sem „losa sig við allar jarðlega viðmiðanir, þyngdina sem við köllum jafnvægi, þeir verða að kyndlum sem fuðra upp í miklum eldi“ (78). Í þessum trúarlega hug- leiðsludansi losnar um hnútana í sál- arlífi Mómós og hann fyrirgefur föð- ur sínum og móður og getur snúið tilbaka sáttur. Hr. Ibrahim og blóm Kóransins er í grunninn falleg saga af vináttu drengs og aldraðs manns sem hefur miklu að miðla hinu vanrækta barni. Stíll Eric-Emmanuel Schmitt er víða mjög ljóðrænn og fagur (í vandaðri þýðingu Guðrúnar Vilmund- ardóttur). Á yfirborðinu er þetta gagnorður, einfaldur stíll sem lætur lítið yfir sér en meira býr undir niðri. Slíkur stíll minnir á að höfundur er leikskáld og margir kannast eflaust við þau leikrit hans sem sett hafa verið upp hér á landi, Abel Snorko fær heimsókn og Gesturinn. Tvær næstu bækurnar í þríleiknum um trúarbrögðin munu vera vænt- anlegar hjá Bjarti á næstunni. Móse, Mómó, Múhameð BÆKUR Skáldsaga Hr. Ibrahim og blóm Kóransins Eric-Emmanuel Schmitt, Bjartur 2004, 89 bls. Soffía Auður Birgisdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.