Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.2004, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.2004, Blaðsíða 4
                                                                   !      "# $ %  $ %  & '  " ( (   %   %)  #  *+   #   ) #, !" %  -%)     # .  "/   sín af stigi áróðurslistarinnar og yfir á svið fag- legrar umfjöllunar. Og það sem meira er, þessi tilhneiging ágerðist eftir því sem samræðan dróst á langinn í janúarmánuði. Gífuryrði urðu sífellt meira áberandi í allri umræðunni og at- hygli vakti að Morgunblaðið þagði þunnu hljóði, greip aldrei til þess ráðs að gera rækilega úttekt á málinu sjálfu og skýra fyrir lesendum sínum hvað gengi eiginlega á. Ógn og valdbeiting Fréttastofur annarra fjölmiðla veltu því nokkuð fyrir sér í kringum áramótin hvernig stæði á því að Hannes gerði ekki tilraun til að verja sig strax og hinar þungu sakir voru á hann bornar. DV sagði til dæmis 30. desember: „Eins og drepið var á í upphafi vekur nokkra undrun hversu seint Hannes ætlar að bregðast við gagnrýni þeirri sem nú er fram komin frá fólki eins og Gauta Kristmannssyni, Páli Baldvini Baldvinssyni og Helgu Kress. Þetta er einkennilegt ekki síst í ljósi þess að þegar afar mild gagnrýni Páls Björnssonar sagnfræðings birtist um Halldórs- bók hans í Kastljósi um miðjan desember, þá var Hannes fljótur að bregðast við.“ DV rakti síðan nokkur atriði úr ritdómi Páls sem rædd voru hér að framan og benti á að allt hefði þar verið hóf- lega sett fram en bætti síðan við: „En það kom þó ekki í veg fyrir hörð viðbrögð Hólmsteins. Á al- mannavitorði er innan Ríkisútvarpsins að Hann- es hringdi umsvifalaust í Kastljóss-fólkið, kvart- aði sáran undan þessari gagnrýni sem hann sagði órökstudda, og krafðist þess að Páll drægi orð sín til baka og bæði hann og Kastljósið bæð- ust opinberlega afsökunar á krítikinni sem væri afglöp hin mestu. Hannes mun hafa hringt í Pál sjálfan með sömu tilmælum.“ Hér er rétt með farið hjá DV og síst of mikið í frásögnina lagt. Páll sætti hótunum af hálfu Hannesar Hólm- steins sem hélt meðal annars lögmanninum fræga og prófessornum við Háskólann í Reykja- vík, Jóni Steinari Gunnlaugssyni, á lofti; Hannes fullyrti við Pál að hann hefði haft samband við lögmanninn og nú skyldi hann fara að vara sig. Hannes Hólmsteinn var spurður um þessa uppá- komu í opnuviðtali 11. janúar í Fréttablaðinu við Kolbrúnu Bergþórsdóttur blaðamann eftir að hann var kominn til landsins. Blaðamaður spyr: „Það fóru á kreik sögusagnir um að þú hefðir hringt í Pál Björnsson, gagnrýnanda Kastljóss, eftir gagnrýni hans á bók þína og hundskammað hann.“ Hannes svarar: „Ég hundskammaði hann ekki en ég hringdi í hann og spurði hann hvað hann hefði við bókina að athuga og hann sagði mér það. Það var hreinskilið samtal.“ Blaðamað- ur spyr á ný: „Finnst þér eðlilegt að rithöfundur hringi í gagnrýnanda eftir slæman dóm?“ Og Hannes svarar: „Já, vegna þess að ég var að spyrja hann hvað honum fyndist að bókinni og satt að segja fannst mér það sem hann tíndi til fremur smávægilegt. Ég vil hafa það sem sann- ara reynist og þess vegna vildi ég fá að vita hvað honum fyndist athugavert við bókina því það kom ekki skýrt fram í sjónvarpsþættinum.“ Enn spyr blaðamaður: „Áttu erfitt með að þola gagnrýni?“Og Hannes bregst við á óvæntan hátt: „Nei, ég tek henni fagnandi vegna þess að ég held að öll mannanna verk megi laga og bæta.“ Þess má geta að Páll tjáði mér í framhaldi af þessu máli að hann hefði aldrei lent í því fyrr á ferli sínum sem rýnir að höfundur hefði hringt í hann. Á mannamótum í janúarmánuði 2004 var um fátt meira rætt en þessa uppákomu alla; gíf- uryrðin og á stundum svívirðingarnar í garð gagnrýnenda vöktu undrun. Aðeins ein hug- mynd virtist liggja að baki þessari orðræðu, en hún byggðist á því að hrella og hræða hvern þann sem hafði hug á að gefa sig fram og ræða málið. Fólk skyldi átta sig á að ef það opnaði munninn yrði því svarað og í engu hlíft. Páll Björnsson sagði í samtali við mig að eitt af því sem Hannes hefði hótað sér þegar hann hringdi heim til hans eftir gagnrýnina í Kastljósi væri að hann myndi snúa sér að verkum hans til að leita að „villum“. Bað hann Pál meira að segja um að tilgreina hvaða eigin verki hann væri stoltastur af! Bára Magnúsdóttir bókmenntafræðingur rit- aði áhugaverða grein á menningarritið Kistuna (kistan.is) í kjölfar þess að „Stóra Hannesarmál- ið“var komið í hámæli um miðjan janúarmánuð. Bára, sem er fræðikona í ReykjavíkurAkadem- íunni, skynjaði þau áhrif sem framkoma Hann- esar hafði á fólk í kringum Pál; menn voru felmtri slegnir. Bára ræddi í grein sinni um breytta framkomu höfunda í garð gagnrýnenda almennt og hvernig þeir gripu í auknum mæli til grófra aðgerða. Þó taldi hún að þeir legðu fæstir í vana sinn að hringja í viðkomandi og hafa í hót- unum. Báru var mikið niðri fyrir í grein sinni og benti á þá óheillabraut sem umræða um fræði og listir væri komin á. Hið menningarlega umhverfi samræðunnar í „Stóra Hannesarmálinu“ hvetur sannarlega ekki til opinna og hreinskiptinna skoðanaskipta, þvert á móti virðast þeir sem haslað hafa sér völl í þjóð- félaginu nota tækifærið til að leika andstæðinga sína grátt á opinberum vettvangi. Fyrir bragðið stigu aðeins örfáir einstaklingar fram og tjáðu sig um efnið. Aðrir sem gjörþekktu vinnulag og aðferðir í hug- og félagsvísindum þögðu þunnu hljóði. Undir yfirborðinu Hin opinbera umræða sem hér hefur verið rakin fór að mestu fram í hefðbundnu fjölmiðlum landsmanna. En undirtónarnir komu víða að. Fljótlega fóru að vekja athygli heiftúðug skrif Jakobs F. Ásgeirssonar stjórnmálafræðings í Viðskiptablaðinu. Í fjórum pistlum sem birtust í desember 2003 og janúar 2004 réðst hann að gagnrýnendunum sem fjallað höfðu um ævisöguna Halldór eftir Hannes Hólmstein í sama mund og hann hóf verk hans til skýjanna sem dæmi um frábært bókmenntaverk. Á Þorláksmessu, nokkrum dögum eftir að Páll Björnsson sagnfræðingur hafði flutt gagnrýni sína í Kastljósi um bækur þeirra Jakobs og Hannesar, birtist pistill Jakobs í blaðinu. Jakob lýsir aðstæðum á eftirfarandi hátt: „Í hugann kemur mynd af pari nokkru í sjónvarpinu að ræða um nýútkomnar fræðibækur. Það stafaði ekki þokka af þessu pari. Maðurinn óuppdreginn fýlulyntur sagnfræðingur sem er svo þjakaður af eigin getuleysi að hann horfir stöðugt í gaupnir sér og konan alræmt tálkvendi í munni almenn- ings. Allt var tal þessa pars eins og við var að bú- ast á neikvæðum nótum, það dæmdi bækurnar eftir innræti sínu og var þar margra ára starf rit- höfunda vegið og léttvægt fundið á örfáum mín- útum.“ Árás Jakobs á Pál Björnsson og Svanhildi Hólm Valsdóttur þáttastjórnanda Kastljóssins var vægast sagt ómakleg og ósmekkleg. Dómur Páls gaf engan veginn tilefni til jafn ofsafenginna árása. Það rann hins vegar upp fyrir mér að ástæða þess að hann hóf hinar hömlulausu per- sónuárásir á þau Pál og Svanhildi væri að öllum líkindum sú að Páll, sem er með doktorspróf í sagnfræði og er fyrrverandi formaður Sagnfræð- ingafélags Íslands, ritdæmdi árið 2002 í tímarit- inu Sögu safn af gömlum greinum Björns Bjarnasonar síðan hann var blaðamaður á Morg- unblaðinu; greinum sem fjölluðu um kalda stríð- ið. Páll gaf verkinu sannarlega falleinkunn og eitt af því sem honum finnst verkið líða fyrir var ein- strengingsleg afstaða Björns í kalda stríðinu. Hann ræddi einstakar greinar og benti á sér- lundaða afstöðu Björns til manna og málefna. Á köflum er gagnrýni Páls háðsk og hvöss. Í öðru lagi gagnrýndi Páll ritstjórn verksins, hvernig staðið hefði verið að gerð bókarinnar og fram- setningu. Og ritstjóri hennar var enginn annar en Jakob F. Ásgeirsson! Í ljós kom að Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra var heldur ekki langt undan í þessari samtímaumræðu í svartasta skammdeginu. Saman áttu þeir Jakob og Björn nefnilega óvini sem voru póstmódernistar á Íslandi. Jakob skrifaði einmitt grein þar sem hann sakaði þá um allt illt og taldi að þeir stæðu að baki gagnrýninni á Hannes Hólmstein. Þetta voðalega fólk væri að finna í nokkrum skrifstofum Háskóla Íslands, en þó aðallega í ReykjavíkurAkademíunni, í Lesbók Morgunblaðsins og í menningarþættinum Víðsjá á Rás 1 í Ríkisútvarpinu. Um þennan hóp skrif- aði Jakob mikinn pistil sem hann birti einnig í Viðskiptablaðinu og hvatti þar hægrisinnaða og víðsýna einstaklinga til að stofna ársfjórðungsritUndir yfirborðinu Jakob F. Ásgeirsson og Björn Bjarnason. Síðasta orðið Davíð Oddsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.