Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.2004, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.2004, Blaðsíða 7
ingasagnanna en þó aldrei hafa íhugað að gera kvikmynd eftir þeim. „Ég held að það sé afar erfitt, nánast ógjörningur. En ég er heillaður af þessum söguarfi.“ Þjóðsaga um bræður Í nýju myndinni Bræður tveir hefur Annaud enn á ný kosið að leggja upp í langt ferðalag, nær heila öld aftur í tímann og yfir hálfan hnöttinn. Sagan á sér stund snemma á 20. öld- inni og staðurinn er svartasti frumskógur Suð- austur-Asíu, þar sem var frönsk nýlenda. Þótt það virðist ævafornt og sígilt er þetta ævintýri hugarsmíð Annauds sjálfs og segir sögu tveggja tígrishvolpa, bræðranna Kumal og Sangha, allt frá fæðingu. Faðir þeirra, stóra tígrisdýrið, er konungur frumskógarins og einn góðan veðurdag eiga bræðurnir að erfa ríki hans og drottna yfir frumskóginum. En það á allt eftir að breytast þegar leiðangur veiði- mannsins mikla og fornmunaþjófsins Aidans McRorys (Guy Pierce) finnur þessa mik- ilfenglegu tígrisdýrafjölskyldu. Þegar tígr- isfaðirinn ræðst á einn leiðangursmanninn neyðist McRory til að drepa hann og tekur síð- an Kumal með sér en tígrismóðirin nær að flýja með Sangha. Leiðir bræðranna skilur þar með og eiga þeir eftir að lenda í miklum og ólíkum hremmingum. Kumal lendir í sirkus og Sangha verður gæludýr sonar landstjórans. Ári síðar, þegar þeir eru orðnir fullvaxta tígrar, liggja leiðir þeirra óvænt saman þegar halda á bar- daga fyrir prinsinn milli tveggja tígrisdýra. Kemur þá á daginn að bræðrabönd dýranna eru ekki síður sterk en hjá mönnunum. Þegar blaðamaður leggur fram þá tilgátu að sagan hafi virkað á sig sem ævafornt ævintýri eða þjóðsaga grípur Annaud hana á lofti og tek- ur undir. „Það var nákvæmlega það sem ég lagði upp með og merkilegt nokk þá ertu sá fyrsti sem bendir á þetta. Ég reyndi sannarlega að skrifa söguna í anda gömlu þjóðsagnanna, með því t.d. að hefja hana á þann veg að hér á eftir færi saga sem gamall maður í Kambódíu hefði eitt sinn sagt mér. Það er auðvitað tilbúningur, rétt eins og sagan. En með þessum upphafsorðum reyndi ég að endurskapa hinn gamla þjóð- sagnastíl og viðheld honum allt til enda sög- unnar. Þetta er líka dæmisaga, með mjög skýr- an boðskap. Við eigum öll slíkar sögur. Sagan varð í raun og veru til þannig að ég var staddur í fríi með fjölskyldunni á afskekktri afrískri eyju yfir jólatímann. Ég hafði ekkert að gera og var afar hamingjusamur og fór því að semja litla sögu. Kona mín hreifst mjög af henni og því ákvað ég að þróa hana áfram.“ Dýrin muna Annaud hefur alltaf verið heillaður af dýrum, einkum þó tígrisdýrum og björnum, og í raun ætlaði hann sér upphaflega að gera mynd um tígrisdýr þegar hann endaði á að gera Björn- inn. „Ég hefði getað gert Björninn um hvaða dýr sem er og var hikandi um hvort ég ætti að nota birni eða tígra. Á endanum valdi ég birnina vegna þess að þá taldi ég að þeir væru með- færilegri, t.d. vegna þess að þeir geta staðið uppréttir. Nú veit ég betur. Það er sagan sem skiptir máli. Ekki hvort dýrin geta staðið upp- rétt eða ekki. Svo lengi sem maður tengir við söguna, trúir henni, skiptir engu máli hvaða dýr maður notar. Tígrisdýrin stóðu sig líka al- veg ótrúlega vel og eins og þú sérð bara í myndinni eru þau bókstaflega að leika. Þetta er 100% leikur hjá þeim því engar tölvubrellur voru notaðar til að breyta svipbrigðum þeirra eða hegðun. Ég vann því með tígrisdýrunum á nákvæmlega sama hátt og ég vinn með mann- fólki. Ég leikstýri þeim, læt þeim líða vel og fæ þá til að endurlifa senuna. Þetta er alltaf spurn- ing um vellíðan og traust leikaranna í garð leik- stjórans; hvort sem um dýr eða menn er að ræða.“ Með öðrum orðum þá beita allir leikarar, menn og dýr, eðlisávísun sinni, tilfinningunni. „Ég vil ekki virka eitthvað geggjaður, en þér að segja finnst mér eiginlega orðið auðveldara að vinna með dýrum en mönnum. Um leið og maður áttar sig á að þetta snýst um grunn- tilfinningarnar fyrst og síðast er eftirleikurinn svo auðveldur.“ Eftir að hafa unnið svo mikið með dýrum og stúderað þau segir Annaud sláandi hversu margt dýr og menn eigi sammerkt, hegð- unarmynstur þeirra séu í grunninn svo lík. En hann segist líka skilja vel vantrú mannsins á því að dýr geti búið yfir svo mörgum af „hans“ hæfileikum. „Áður en ég gerði Björninn hefði ég trúlega sjálfur haft miklar efasemdir um það sem ég er að segja. Maðurinn virðist t.d. alfarið hafna þeirri tilgátu að tígrisdýr geti haft minni. En hvernig á maðurinn að vita slíkt fyrr en hann hefur rannsakað hegðan tígrisdýra og kynnst þeim eins og við gerðum. Ég er sannfærður um að tígrisdýr, rétt eins og önnur dýr, hafa alveg eins gott minni og við, hafa tilfinningar og geta stofnað til varanlegra tengsla.“ Eitt megininntak myndarinnar er einmitt þessi hæfileiki tígrisdýranna, að muna og vera bundinn tilfinningaböndum. „Ég man að margir gagnrýndu mig harðlega fyrir það að hafa gert birnina „of mannlega“ og þeir gáfu sér án frekari athugunar að birni gæti ekki dreymt og því væri myndin della. Tígr- isdýr dreymir og þess vegna hafa þau minni.“ Og hvað fer dagurinn í annað en dagdrauma þegar tígrisdýrin flatmaga allan liðlangan dag- inn og virðast góna út í loftið. „Nákvæmlega. Því hærra sem þú ert í fæðu- keðjunni því meiri tíma hefurðu aflögu til að liggja í aðgerðarleysi og láta þig dreyma. Öll helstu rándýrin eru mikil draumóradýr; ljón, fílar, tígrisdýr og birnir. Á meðan hestar t.d. hafa engan tíma til að láta sig dreyma, eru sí- fellt að þjóna einhverjum húsbónda.“ Annaud telur að trúarbrögð mannsins hafi leitt til þessarar djúpstæðu lítilsvirðingar hans í garð dýra, trúin hafi sannfært manninn um að dýrin hafi enga sál, engar kenndir, séu óæðri verur. Aðspurður hvort hann líti sumpart á sig sem málsvara dýra svarar hann því játandi. „Það er tilhneiging mín að taka upp hanskann fyrir þann sem minna má sín, hvort sem um ræðir dýr eða menn.“ Hann áréttar þó að hann hafi aldrei litið á sig sem dýra- eða náttúruverndarsinna. „Nei, nei, nei.“ Sagan sé aðalatriðið og ef áhorfendur vakni til vitundar um einhver mikilvæg málefni sé slíkt einfaldlega kærkomin viðbót. Óskapleg eigingirni Bræður tveir var frumsýnd 7. apríl á þessu ári í Frakklandi og fékk afar góða dóma gagnrýn- enda þar í landi, sem flestir telja hana eina af ef ekki hans bestu mynd til þessa. Myndin sló þar að auki í gegn og var sýnd fyrir fullum kvik- myndasölum í nokkrar vikur. Gagnrýnendur í Frakklandi fögnuðu mynd- inni sérstaklega fyrir það að þar væri loksins komin boðleg fjölskyldumynd, mynd fyrir börn á öllum aldri. Annaud segist hins vegar aldrei hafa séð fyrir sér að hann væri að gera slíka mynd. „Ég velti því aldrei fyrir mér fyrir hverja myndir mínar eru, einkum vegna þess að ég geri þær fyrst og fremst mér til ánægju. Þetta er óskapleg eigingirni, ég veit það. Og ég furða mig sífellt á því að ég skuli alltaf komast upp með það. Að ég skuli hafa komist upp með það allan minn feril að gera bara þær myndir sem mig langar til að gera. Sérstaklega þegar ég hugsa til þess að þannig eru fæstar myndir gerðar nú á tímum. Fæstir virðast geta komist upp með þetta núorðið. Tala nú ekki um þegar myndir eru orðnar svona dýrar eins og mínar. Þá virðist mér sem peninga- og markaðsmenn séu oftast við stjórntaumana. Þeir hafa enn ekki komist með puttana í mínar myndir og eiga þar af leiðandi ennþá erfiðara með að markaðssetja þær.“ Annaud segist blessunarlega ekki lengur þurfa að selja peningamönnum hugmyndir sín- ar, hann njóti nægilegs trausts til að gera það sem honum sýnist og gera það í friði. „En það hefur tekið tíma fyrir mig að komast í þá stöðu. Ég átti miklu erfiðara með að fjár- magna eldri myndir mínar og fólk hélt þá að ég væri eitthvað geggjaður þegar ég reyndi að selja þeim hugmyndirnar. Hins vegar er orðið miklu erfiðara nú að fá fólk til að sjá mynd- irnar. Vegna alþjóðavæðingarinnar og máttar markaðsaflanna þurfa myndir að slá í gegn allt frá fyrsta degi og litið er á það sem skell ef myndir fara hægt af stað. Mínar myndir hafa hins vegar alltaf þrifist fyrst og síðast á orð- sporinu og þurfa því lengri lífdaga í kvik- myndahúsum. Slíkt þykir bíóstjórum erfitt við að eiga og skortir þolinmæðina til, einkum í Bandaríkjunum. Það er sem sagt auðveldara að fá myndir sínar gerðar nú á dögum en erfiðara að miðla þeim til áhorfenda.“ Til marks um þetta bendir Annaud á að það hafi gengið mun betur að fá fólk til að sjá Björninn, hún hafi spurst afar vel út og þar af leiðandi gengið vel um heim allan og verið sýnd í öllum helstu kvikmyndahúsum. Þetta sé ekki tilfellið með Bræður tvo, hún fáist ekki sýnd í öllum stórum fjölsalakvikmyndahúsum t.d. „Svona er einfaldlega farið fyrir evrópskum kvikmyndum. Hversu margar sænskar myndir berast t.d. í kvikmyndahús á Íslandi? Hversu margar danskar eða þýskar?“ Næstu skref óráðin Annaud segir fullsnemmt að ræða sín næstu skref. Það taki sig vanalega þrjú eða fjögur ár að undirbúa kvikmynd, vinna rannsóknarvinnu og finna tökustaði. Hann segir það líka einn að- alávinning þess að vera óbundinn, ekki á mála hjá neinum framleiðendum eða stóru stúdíói, að enginn geti rekið á eftir honum, krafið hann um myndir. „Ég byrja ekki á kvikmynd fyrr en ég finn að ég er algjörlega tilbúinn. Ég hef unnið fyrir þessu frelsi alla mína ævi og er afar þakklátur fyrir það. Því forðast ég að sogast inn í Holly- wood-kerfið þar sem maður þarf, þarf að gera margar myndir, til að geta staðið skil á hinum háa lífsstaðli. Borga fyrir hallirnar og alla bíl- ana. Það heillar mig ekkert. Ég bý frekar lát- laust og að launum fæ ég að ráða ferðum mín- um og vinnuhraða alfarið. Get skrifað á mínum eigin hraða og þarf ekki að örvænta ef mér tekst ekki að fjármagna verkefnin í einum grænum.“ Getur legið og látið sig dreyma dagdrauma, eins og tígrisdýrin, vinir hans. g fílum í Reykjavík r hér hvolpinn Kumal, ákvörðun sem síðar meir á eftir að hafa varanleg áhrif á lífssýn McRorys. Lesbók Morgunblaðsins ˜ 30. október 2004 | 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.