Morgunblaðið - 28.12.2003, Page 6
6 | 28.12.2003
Hvað þarf marga femínista til að skipta um ljósaperu?Svar: Þetta er ekki fyndið. Það hefur gjarnan loðað við femínista að þeir séu
húmorslausir. Svo mikið reyndar að þeir hafa stundum fundið
sig knúna til að svara slíkum dylgjum en slíkt er náttúrlega
frekar snúið. Hvað segir maður eiginlega? Jú, ég er víst fynd-
in?
Femínistar eru orðnir meðvitaðir um steríótýpuna af húm-
orslausa femínistanum og vilja líklega ekki samræmast henni.
Þó benda þeir líka á að dylgjur um húmorsleysi eru öflug leið
til þöggunar, samanber viðkvæðið: ,,Hvaða, hvaða, hefurðu
ekki húmor?“
Þá er spurning hvers vegna femínistar hafa orðið fyrir slík-
um aðdróttunum umfram aðra baráttuhópa. Herstöðvaand-
stæðingar eru nú ekki beint að reyta af sér brandarana svona
að jafnaði, ekki umhverfisverndarsinnar heldur. Samt er ekki
tönnlast á því að það hafi nú ekki verið mikill húmor í fólki í
Keflavíkurgöngunni eða að fólk mætti nú vera aðeins léttara á
því þegar það kyrjar ættjarðarsöngva á Austurvelli. Nei en
femínistar, þeir eru húmorslausir.
Ég man hvenær ég heyrði fyrst af því að vísindin hefðu
sannað að heilar karla og kvenna væru í eðli sínu ólíkir. Það er
heill áratugur síðan að vinur minn, innblásinn af lestri bókar
um að heilar karla og kvenna væru gjörólíkir, lýsti því fjálglega
hvernig þetta fælist allt í tengingunum milli heilahvelanna,
þess vegna gætu karlar bara gert eitt í einu en
konur margt o.s.frv. Fljótlega urðu slíkar hug-
myndir á allra vörum og holskefla bóka þessa
efnis komu út og seldust í bílförmum. Þar fór
fremst í flokki bókin um karla, konur, Venus
og Mars …
Auðvitað er þetta skemmtilegt umræðuefni
og býður upp á endalausa vinkla á umræður
um hvernig karlar eru og hvernig konur eru og svo náttúrlega
ekki síst hvernig maður sjálfur er. Kenningar þess efnis að það
sé í eðli kvenna að vera safnarar og karla að vera veiðimenn
hafa smám saman síast inn og þykja jafnvel sjálfsögð sannindi,
enda gjarnan studdar einhvers konar vísindarökum. Og bækur
þessa efnis eru enn að skrifast og seljast. Þar fara framarlega
höfundarnir Allan og Barbara Pease, en bók þeirra Hvernig
stendur á því að karlar hlusta aldrei og konur geta ekki bakkað í
stæði? kom út í íslenskri þýðingu í fyrra. Þau hafa skrifað fleiri
bækur sama efnis, þar á meðal: Why Men Lie and Women Cry
(Hvers vegna karlar ljúga og konur gráta), Why Women Can’t
Read Maps and Won’t Stop Talking (Hvers vegna konur kunna
ekki að lesa kort og hætta ekki að tala) og Why Men Can Only
Do One Thing at a Time and Women Can’t Stop Talking (Hvers
vegna karlar geta bara gert eitt í einu og konur hætta ekki að
tala). Sem sagt: Karlar eru takmarkaðir þumbar og konur tala
út í eitt, það er að segja þegar þær eru ekki grenjandi.
Femínistar hafa löngum haft óbeit á eðlishyggju um kynin,
það er að segja hugmyndum um að kynin séu í eðli sínu ólík og
að þessi munur sé algjörlega óbreytanlegur. Þessi andstaða
stafar bæði af því að slíkar eðliskenningar standast ekki vís-
indalega og ekki síður vegna þess að svona hugmyndir hafa
gjarnan verið notaðar til að skýra og afsaka ójafna stöðu
kynjanna. En það er auðvelt að væna femínista um húmors-
leysi og grafa þannig undan gagnrýni þeirra á þennan kúltúr
sem byggist á eðlishyggju um kynin, enda er hann á köflum
bráðfyndinn. Og því sitjum við húmorslausu femínistarnir
undir misferskum bröndurum um að ,,við konur tölum nú svo
mikið að það er ekki venjulegt“, og bíðum eftir því að hinir
fatti að jafnvel bestu brandarar verða á endanum þreyttir.
bab@mbl.is
Hefurðu ekki húmor?
Birna
Anna
,,Karlar geta
bara gert eitt í
einu og
konur hætta
ekki að tala?“
H
elena Sverrisdóttir fæddist 1988 í
Reykjavík. Hún bjó fyrst í Breið-
holtinu en flutti snemma í Hafn-
arfjörðinn. Helena er í 10. bekk í Víði-
staðaskóla og spilar körfubolta með
meistaraflokki Hauka. Í fyrra var hún
yngsti leikmaðurinn sem hafði verið valinn
í A-landsliðshóp Íslands í hópíþrótt – að-
eins 14 ára gömul.
„Ég byrjaði fimm ára að æfa körfubolta,
mest fyrir þrýsting frá fjölskyldunni,“ segir
hún en systkini hennar, faðir og móðir eru
öll tengd íþróttinni, hvert með sínum
hætti.
„Ég æfi á hverjum degi og spila leik einu
sinni í viku,“ segir hún. Haukar eru efstir í
annarri deild og ætla sér því mikið á þessu
leikári.
Helena byrjaði reyndar 12 ára að æfa
með meistaraflokki Hauka. Hún leikur
ýmsar stöður en er oftast bakvörður. Í
fyrstu átta leikjunum skoraði hún um 22
stig að meðaltali í leik.
Í ágúst sl. lék Helena með íslenska
stúlknalandsliðinu sem sigraði Promotion
Cup mótið. Það var í fyrsta sinn sem yngra
kvennalandslið Íslands vann mót á vegum
alþjóða körfuknattleikssambandsins. Að
mótinu loknu þegar valið var lið mótsins
voru tveir íslenskir leikmenn, þær Helena
Sverrisdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir,
valdir í það.
Helena segist nú ekki hafa mörg önnur
áhugamál enda taki körfuboltinn ærinn
tíma. Hún gerir sér vonir um að síðar geti
hún komist á íþróttastyrk við bandarískan
háskóla – þannig mun karfan koma sér vel í
námi. Hún veit þó ekki nákvæmlega hvaða
nám hún ætlar að leggja stund á.
Helena er 180 sm á hæð og segist vera
búin að ná endalegri hæð. Hún er ekki
yngst í meistaraflokknum því ein er fædd
1990 og tvær aðrar eru jafnaldrar hennar.
Aldursforsetinn er reyndar ekki nema 18
ára gömul stúlka. „Körfubolti kvenna er
ung grein og hefur verið að byggjast hratt
upp á síðustu árum,“ segir Helena þessu til
skýringar. guhe@mbl.is
Helena Sverrisdóttir
LOFAR GÓÐU
L
jó
sm
yn
d:
G
ol
li
Yngsti leikmaðurinn valinn í A-landslið