Morgunblaðið - 28.12.2003, Page 8

Morgunblaðið - 28.12.2003, Page 8
8 | 28.12.2003 Áttu þér uppáhaldssveinka? Já, Gáttaþefur var mitt uppáhald frá upphafi. Alfreð Andrésson var umsjónarmaður barnatímans og mín fyrirmynd sem Gáttaþefur. Röddin sem ég beitti sem Gáttaþefur var í raun rödd Alfreðs Andréssonar, því lít ég á sjálfan mig sem arftaka hans. Er einn sveinn vinsælli en annar hjá börnunum? Ég veit það ekki, mér fannst Gáttaþefur gera sig mjög vel, kannski þessi snuðrari hafi höfðað til barnanna. Stækkað nefið var sívinsælt. Eitt laganna hét einmitt Þegar Gáttaþefur missti nefið. Ég held að ég hafi hreinlega náð eyrum krakkanna með nefinu. Lékstu jólasveininn fyrir þín eigin börn? Nei. Aldrei heima. Synir mínir hafa stundum brugðið á leik í jólsveinagervi á ættarmótum fjölskyldunnar. Hvaðan er Grýluhugtakið komið? Hún virðist hafa fylgt okkur lengi og virkað á börn jafnt sem fullorðna eins og sjá má á hugtökum eins og Rússagrýla. Hvað gefa jólasveinarnir Grýlu í jólagjöf? Ef eitthvað er að marka textann minn Ó, Grýla þá myndu þeir áreiðanlega gefa henni krullujárn, því hár- ið á henni er reytt og rifið eins og ryðgað víradrasl. Hvað er í matinn hjá Grýlu á jólunum? Með járnkarli hún bryður bein og brýtur þau í mél og hrærir skyr í stórri og sterkri steypuhrærivél. Ætli það sé ekki beinamulningur og hrært skyr í eft- irrétt? Lítil átta ára skotta spurði mig alvörugefin: Hvernig fer einn maður að því að dreifa þvílíkum fjölda gjafa í skó jafn margra barna á einni nóttu? Þeir eru hittnir eins og körfuboltamenn og kasta gjöfunum hreinlega inn um neshálendinu. Það bjargaði okkur að allir voru af vilja gerðir til að ýta okkur og hleypa okkur fram fyrir. Þeg- ar við komum á ballið í Sigtúni við Austurvöll var skeggið á mér og aðstoðarjólasveini mínum orðið ein klakabrynja. Allt ballið bráðnaði klakinn og skeggið seig undan þunganum. Seinna frétti ég af nokkrum 8 og 9 ára börnum, sem farin voru að efast um tilvist okkar. Þau endurnýjuðu trúna á okkur þarna á ballinu og sögðu foreldrum sínum frá því að þau hefðu séð jólasveinana koma ofan af fjöllum með frosið skeggið. Hvað finnst þér um hreindýraveiðar? Ég lít á hreindýraveiðar eins og aðrar veiðar. Ég er ekki andvígur hófsamri og tillitssamri veiði. Veiðieðlið er grópað í manninn og ég skil menn sem hafa ánægju af veiðum en ég hef aldrei veitt nokkurn skapaðan hlut. Einu sinni ætlaði ég að veiða hornsíli í sveitinni með hárneti húsfreyjunnar og var næstum drukknaður. Það læknaði mig af allri veiðimennsku fyrir lífstíð. Hvað er jákvæðast og hvað neikvæðast í starfi jóla- sveinsins? Það jákvæðasta var að þetta var sameiginleg skemmtun með krökkunum. Það neikvæðasta var helst hvað starf- ið var oft krefjandi og gat gengið nærri manni. Var þá ekki oft lítið eftir af þér fyrir þín eigin börn þegar jólin hófust? Jú, það er sennilega það nei- kvæðasta að mín eigin börn sátu á hakanum. Er jólakötturinn fress eða læða? Sennilega fress. Héti hann ekki jólakisa ef um læðu væri að ræða? Er ekki kominn tími á endurvakningu jólasveins allra tíma? Ég er með ákveðna hugmynd um endurvakningu hans, sem gæti komið til framkvæmda ef ég hef nógan tíma. Það verður þó á allt öðrum nótum en áður. Hver væri jólagjöf Gáttaþefs til Íslands? Jólasveinaland sem væri í augum alheimsins heimkynni jólasveinsins og stæðist allar þær kröfur sem heims- byggðin gerir til hins sanna jólasveinalands. Ef hinn rauði kókakóla-jólasveinn myndi hitta hinn al- íslenska jólasvein, hvað myndu þeir segja hvor við annan? Hinn íslenski myndi segja: Mikið vorkenni ég þér að vera svona illa klæddur við þvílíkar aðstæður. Hinn ameríski myndi svara: Blessaður vertu, ég þarf ekkert á hlýrri klæðnaði að halda, ég er aðallega í stórmörk- uðunum! Hvað fá jólasveinar í jólagjöf? Þeir fá nokkur þúsund hlý handtök íslenskra barna. rebekka@centrumis © Rebekka Rán Samper Beinmulningur og hrært skyr í jólamatinn Kannski þessi snuðrari hafi höfð- að til barnanna Jóhannes Páll II páfi lætur 83 ára aldur sinn og slæma heilsu ekki aftra því að koma fram og boða frið. Það voru margir sem áttu von á því að páfinn fengi friðarverðlaun Nóbels í ár. Nóbelsnefndin var gagnrýnd og talið að páfi ætti Nóbelsverðlaunin skilin fyrir baráttu sína fyrir friði og bættum heimi. Verðlaunin féllu í hlut Shirin Ebadi fyrir baráttu hennar fyrir lýð- ræði og mannréttindum í Íran. Páfinn hefur verið óþreytandi að boða frið um allan heim allt frá því hann tók við embætti en á árinu var því fagnað að 25 ár voru liðin frá því hann tók við páfadómi og hafa einungis þrír menn setið lengur á páfastóli. ÁRIÐ SEM ER AÐ LÍÐA PÁFINN Í RÓM R eu te rs Púlsinn Ómar Ragnarsson | Rebekka Rán Samper gluggana. Þeir leika sér að því að kasta gjöfum inn í heila blokk. Heldurðu að íslenski jólasveinninn lifi auglýsinga- væðingu kókakóla-jólasveinsins af? Já, hann fer létt með það. Þetta er þvílíkur ævintýra- heimur þessara 13 sveina ásamt öllu hinu hyskinu sem fylgir. Nú er Davíð Þór Jónsson að bæta við lífi inni í þennan heim með jólasnótirnar. Þær eru 13 líka og eru nágrannar í næsta helli. Foreldrar jólasnótanna heita Grýlir og Leppalúða. Þú lékst oft íslenskan jólasvein, Gáttaþef, í amerísk- um búningi. Af hverju notaðirðu ekki íslensku jóla- sveinafötin? Það kom seinna. Því miður var það ekki til þá. Það var bara ekkert um það að íslenski jólasveinninn væri í ís- lenskum búningi á þessum tíma. Þegar ég hætti voru íslensku jólasveinarnir rétt að birtast í sínum uppruna- legu fötum á Þjóðminjasafninu. Það var ekki aftur snú- ið fyrir mig. Gáttaþefur kom árlega í kókakóla-föt- unum og ég varð bara að halda mig við það. Það hefði ekki hæft að hann skipti skyndilega um alklæðnað. Fá jólasveinar í skóinn? Nei, í stígvélin. Hver gefur þeim í stígvélin? Allt hyski þeirra sem ég syng um í Ó, Grýla. Hirðir þar um hyski sitt með hreinum myndarbrag. Af alls kyns mat og öðru líku eldar hún þar fjöll, ofaní þrettán jólasveina og áttatíu tröll. Það eru sem sagt 80 tröll sem gefa þeim í stígvélin. Hefurðu einhvern tíma orðið veðurtepptur sem jóla- sveinn? Næstum því. Ég lenti í mjög mikilli ófærð á Arnar-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.