Morgunblaðið - 28.12.2003, Qupperneq 28
28 | 28.12.2003
Áramótin eru ekki síður tími fjölskyldu- og vinahefða en jólin og hjá mörgumhefur nýársballið 1. janúar verið fastur liður árum saman. Sextíu og áttakynslóðin hóf sína hefð í Leikhúskjallaranum en var á endanum orðin
helst til fjölmenn til þess að rúmast þar og flutti sig þá yfir í Súlnasal Hótels Sögu.
Sextíu og átta kynslóðin, kynslóðin í mussunum, bættu flíkunum og kínaskón-
um (ef hún var þá ekki bara berfætt) fann sinn gamla góða takt við undirleik
hljómsveitarinnar Pops sem spilaði gömlu, góðu Stones, Eagles og Joe Cocker lög-
in sem endurvöktu hugarástand og tilfinningar þess tíma þegar enginn átti sér ills
von; lífið var bara bjartar vonir, óbeislaðar væntingar og tilhlökkun. Og víst er það
einhvers virði að ná í skottið á því ástandi eina nótt ár hvert.
En í hverju mætir svo mussukynslóðin á sitt árlega ball?
Mætir hún í Woodstock-tónleikagallanum; mussum, síðum pilsum úr indverskri
bómull og berfætt, með hárið villt og sítt? Ónei, nú er öldin önnur, fágunin hefur
fyrir löngu haldið innreið sína og ekki í takt að vera bestur í því að vera frjálslegur.
Áramótakjóllinn er orðinn „flíkin“ sem vandlegast er valin ár hvert. Sextíu og átta
kynslóðin hefur skipt um gír. Strákarnir eru komnir í jakkaföt, jafnvel smóking og
stelpurnar í glitrandi og glæsilega síðkjóla með öllu tilheyrandi.
Áramótahópur Eddu Sverrisdóttur er þar engin undantekning. Hópurinn hefur
komið saman síðustu tólf árin, borðað saman og dansað fram undir morgun. En
þótt aðeins sé um að ræða eitt kvöld á ári, er byrjað að pæla í áramótakjólnum
snemma í desember – stundum fyrr.
Auk Eddu og eiginmanns hennar Gottskálks Friðgeirssonar, eru í hópnum Elín
Sigfúsdóttir og Gissur Gottskálksson, Valborg Snævarr og Eiríkur Thorsteinsson,
María Ólafsdóttir og Sveinn Jónsson, Svava Magnúsdóttir og Ingvar Ágústsson.
Tilurð hópsins byggist á því að stelpurnar í hópnum hafa lengi verið vinkonur –
sumar frá því á hippaárunum, jafnvel lengur.
Þær Edda, Elín, Valborg, María og Svava segja 1. janúar alltaf vera með svipuðu
sniði hjá hópnum. „Við höfum reyndar aldrei farið í matinn á undan ballinu,“ segja
þær, „heldur borðum við saman heima og skiptumst á að elda, förum hringinn.“
Hvers vegna sparið þið ykkur ekki þessa vinnu og borðið bara á ballinu?
„Þessi vinahópur nær því yfirleitt ekki að hittast allur nema tvisvar til þrisvar á
ári svo okkur finnst þetta góð leið til þess að fá allar nýjustu fréttir hvert af öðru og
hrista hópinn saman áður en farið er á ballið. Þegar þangað er komið þekkjum við
svo marga að við hefðum aldrei næði fyrir slíka „forvinnu“ þar.
Fáið þið ykkur nýjan kjól fyrir hver einustu áramót?
„Nei, við erum nú ekki algalnar. Það kemur fyrir að við notum kjóla sem við eig-
um en í annarri útfærslu, með öðruvísi skartgripum, sjali eða jakka en áður. En
þegar við kaupum nýjan kjól, þá er það vegna þess að við vitum að við munum
nota hann aftur, til dæmis á næstu árshátíðum, jafnvel á áramótaballinu næst eða
þarnæst. Þetta er ekki síður spurning um að fá sér flík sem er nokkuð klassísk og
maður sér fram á að geta notað aftur og aftur við ýmis tækifæri um ókomin ár.“
Hvers vegna byrjið þið þá að pæla í áramótakjólum snemma í desember?
„Það er svo ansi góð leið til að byrja að hlakka til; hlakka til að hittast öll, hlakka
til að borða saman, hlakka til að heyra tónlistina okkar og hlakka til að dansa.“
ÞÆR ERU AÐ FARA Á BALL
Sextíu og átta kynslóðin hefur skipt um gír og mætir á nýársballið 1. janúar í sínu allra fínasta pússi
STRAUMAR
29 TÍSKA Gull fyrir gamlárskvöld
30 MATUR OG VÍN Veitingahús
32 MATUR OG VÍN Bestu vín ársins
34 HOLLUSTA Krydd
L
jó
sm
yn
d:
G
ol
li