Morgunblaðið - 28.12.2003, Síða 32

Morgunblaðið - 28.12.2003, Síða 32
32 | 28.12.2003 Það skortir ekki úrvalið af vínum hér á landi lengur og það er afsem áður var þegar framboðið af tegundum var fasti sem hægtvar að ganga að nokkurn veginn vísum ár eftir ár. Nú streyma nýjar tegundir inn á markaðinn og aðrar detta út á móti, allt eftir því hvað fellur neytendum í geð. Stundum finnst manni hins vegar sem meira mætti leggja upp úr gæðum og fjölbreytni. Leit á vínbúð- arvefnum gróf þannig upp 176 Chardonnay-vín. Hversu mikill mun- ur skyldi nú vera á þeim? Því miður er mín reynsla sú að mörg þessara vína eru keimlík og persónuleikasnauð. Þá reyndust vín úr Cabernet Sauvignon vera 208 og því miður á það sama við þar. Merlot-vínin náðu hins vegar einungis 121 tegund. En þetta eru ekki allt einsleit vín og inni á milli leynast sannkall- aðir gullmolar. Hér eru þau tíu vín sem mér eru eftirminnilegust meðal nýjunganna á þessu ári. Ekki ber að líta á þetta sem lista yfir tíu bestu vínin í vínbúðunum heldur þau tíu vín sem standa upp úr á árinu. Fonterutoli Castello di Fonterutoli er líklega það vín sem stendur upp úr hjá mér. Fyrst kom 1999-árgangurinn og nú 2000, sem er síst síðri. Hér hefur 10% Cabernet Sauvignon verið blandað sam- an við Sangiovese en þetta er besta Chianti Classico-vín Mazei-fjölskyldunnar. Fantavín, dökkur og þykkur ávaxta- hjúpur, feitt súkkulaði, plómusulta, mentól og púðursyk- ur í nefi. Vín sem hægt er að njóta eins og sér, þetta er þvílíkt sælgæti, eða þá með vönduðum, bragðmiklum og góðum mat. Kraftmikið en jafnframt fínlegt og ar- istókratískt. Hins vegar ungt og krefst tvímælalaust umhellingar ef það fær ekki nokkurra ára geymslu. 2.950 kr. Chateau St. Jean Cinq Cepages 1997 er orðið að „költvíni“ í Bandaríkjunum eftir að 1996-árgang- urinn var valinn vín ársins af bandaríska tímarit- inu Wine Spectator. Ekki spillir fyrir að 1997 er enn betri árgangur og einhver sá besti í langan tíma í Kaliforníu. Nafnið þýðir „þrúgurnar fimm“ og vísar til þeirra fimm þrúgnategunda er mynda uppistöðu sígildra Bordeaux-vína. Þurr ilmur, pipraður, þarna er reykur og eik og sól- ber. Í munni tannískt, stíft með glæsilegri uppbyggingu. Dýptin er gífurleg í bragðinu, apótekaralakkrís og krydd. Hefur kraft og fínleika í senn. Hér dugir ekkert annað en eldrauð nautasteik af bestu vöðvunum. Kali- fornía eins og hún gerist best og kostar líka sitt líkt og góð vín þaðan gera yfirleitt. 5.990 krónur. Nautasteik ætti einnig vel við vínið Roda II., Bodegas Roda er einn þeirra framleiðenda er hafa verið í fararbroddi í Rioja-nýbylgjunni. Sígildu Rioja-vínin eru ljós á lit og bera þess sterklega merki að hafa legið lengi á eikarám- um, oft gömlum amerískum tunnum. Nútíma Rioja-vín eru dökk og áhersl- an á þyngd í ávexti og mikla nýja franska eik. Roda II er líklega það vín fyr- irtækisins sem er hvað aðgengilegast fyrir budduna en þarna er samt sem áður engin smásmíði á ferðinni. Vínið sýnir vel hversu aflmikil vín úr Tempranillo (82% blöndunnar) geta verið. Vínið hefur mjög dökkan lit og ungt yfirbragð. Svartur sól- berjaávöxtur í bland við mikla eik sem vefst saman við ávöxtinn, það örlar á kryddi, jafnvel anís. Einnig lakkrís og votti af leðri. Þarf tví- mælalaust umhellingu og það með nokkrum fyrirvara. 2.490 krónur. Frá Chile kemur Casa Lapostolle Cuvée Alexandre Merlot 2000, dúndurvín úr Colchagua-dalnum. Ávöxtur dökkur og brenndur, skarpkryddaður, í munni heitur og ágengur, minnir mest á apótek- aralakkrís. Þurrt og áfengt (14%). Afskaplega öflugt vín, titrandi af krafti. 1.990 krónur. Annað Chile-vín, sem heillar vegna þess hve ólíkt það er hin- um hefðbundnu vínum landsins, er Miguel Torres Cordillera 2000, blanda úr þremur þrúgum, Syrah, Merlot og Carinena (Carignan). Vínið er hart, ungt, mjög tannískt og yfirbragðið evr- ópskt, minnir helst á betri vín frá Miðjarðarhafssvæðum Frakk- lands. Þurrkað og þurrt, rúsínur, vanillusykur, dökkt súkkulaði. Nokkuð lokað og stíft, mikill bolti. Þarf einhver ár í geymslu, annars umhellingu. 1.990 krónur. Ástralinn Peter Lehmann býr til mörg frábær vín. Vín- ið Clancy’s 2000 er vín sem heillar mann upp úr skónum og vel það. Hér eru það Shiraz, Cabernet Sauvignon, Merlot og Cabernet Franc sem leika sér saman. Ávöxturinn þéttur og þroskaður, sólber og bláber í bland við eik og súkk- ulaði. Í munni mjúkt sem flauel, aðgengilegt en allstórt. Kostar 1.760 krónur. Ítalska fjölskyldan Bava hefur framleitt vín í Pied- mont um langt skeið og fjögur vín frá henni komu í sölu seinni hluta ársins, öll mjög góð. Toppurinn er Barbera Stradivario. Ungt og þurrt í nefi sem munni. Ristuð angan, kaffi og viður, ávöxturinn svartar sult- aðar plómur. Djúpt í alla staði og flauelsmjúkt. Mæli með umhellingu. 3.690 krónur. Firriato Casa Vinicola Firriato Santagostino Bagl- io Soria 2002 er frábært sikileyskt hvítvín unnið úr þrúgunum Cataratto (70%) og Chardonnay. Ferskur titrandi ilmur, sítrus, kíví og kantalúpu- melónur í nefi. Í munni hefur vínið gífurlega dýpt í bragði í bland við yndislegan ferskleika. Þroskann úr sól Sikileyjar en jafnframt fínleika og elegans vína sem einungis kemur með frá- bærri víngerð. Yndislegt í alla staði. 1.790 krónur. Annað frábært ítalskt hvítvín er Umani Ronchi Casal di Serra Verdicchio di Jesi 2001. Magnað í nefi jafnt sem munni, liturinn gullinn og aðlaðandi. Í nefi fíkjur og mel- ónur, í munni eik og kryddaður hitabelt- isávöxtur. Vínið er stórt og hrífandi. Þetta er hvítvín sem hrífur mann með sér, djúpt og seiðandi. Kostar 1.490 krónur. Og loks franskt hvítvín í hæsta gæða- flokki sem sýnir að enginn stenst Frökkum snúning þegar komið er upp í dýrustu flokkana. Francois d’Allaines Saint-Aubin 1er Cru en Remilly 1999 er yndislegt hvítt Búrgundarvín. Mikil dýpt og þroski í ávextinum og stein- efnakennt í nefi. Í munni þægilegur hnetukeimur, örlítið smjör og mikil lengd. Skólabókarbúrgundari. 3.990 krónur. sts@mbl.is BESTU VÍN ÁRSINS MATUR OG VÍN | STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON Þetta eru ekki allt einsleit vín og inni á milli leynast sannkallaðir gullmolar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.