Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Qupperneq 3

Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Qupperneq 3
131 ÞEGAR unglingar eru í þann '"eginn að ljúka skyldunámi sínu verða þeir í samráði við foreldra sína og kennara að taka ákvarð- auir um hver vera skuJi næsti á- fanginn, framhaldsnám eða eitt- hvert starf. Þeirra bíður þá það val. sem einna mestu máli skiftir fyrir framtíð þeirra og lífsham- ingju, val ævistarfs. Iivernig þetta val tekst getur haft úrslitaþýðingu fyrir unglinginn bæði að því er varðar örugga afkomu og h'fsheill. Segja má, að tvö meginatriði skifti mestu máli í sambandi við val ævistarfs. Hið fyrra er: Um hvaða störf cr hægt a,ð velja í því þjóðféiagi sem unglingurinn ætlar sér að. lifa og starfa í. Hið siðara: Hvernig eru hæfileikar unglings- ins í hlutfalli við hin ýrnsu störf, seni hann getur valið um. Það liggur í augum uppi, að nnginn getur valið neitt svo vel sé nema liann hafi kynnt sér ítarlega 'un. hvað liann getur valið, og þá unx leið hvaö hann þarf að kunna <il þess að honum gefist kostur á uð .vinna þetta eða hitt starfið. Fyrr á tímum meðan störf voru fserri og fábreyttari var tiltölu- iega auqyelt að afla sér slíkrar fræðslu; rér á landi var t.d. um htið annað að velja en sveitastörf eða sjómennsku og hvort tveggja fungu unglingar að reyna þegar Þeir höfðu krafta til og jafnvel fyrr. Á þeim tímum var því ekki hörf fyrir sérstaka starfsfræðslu hér á landi en þeim mun meiri fyrir almenna fræðslu. Nú hafa viðhorfin gerbreytzt hvað þetta snertir. Almenna fræðsl •ui er nú mjög mikil, en starfs- fræöslan sáralítil og hvergi skipu- SUNNUDAGSBLAÐIÐ Oliil GuniHjr^soii sálíræðiug. lögð nema hér í Iteykjavik og skortir þó mikið á að hcnni séu gerð cins góð skil liér eins og æskilegt væri. Þar eð ég hef und- anfarin ár haft á hendi starís- fræðslu i unglingaskólum höfuð- borgarinnar er eðlilegt að ég geri nokkra grein fyrir því hvernig því starfi hefur verið háttað. Eitt af mínum fyrstu yerkum var að taka saman lítið leiðbeiningakVer, sem fjallaði um iielztu störfc sem unn- in eru hér á landi. Kver þetta heit- ir „Hvað. viltu verða?“ og hefur unglingum höfuðborgarinnar gef- izt kostur á að eignast það með mjög vægu verði. Skömmu eftir að skólar hefjast á haustin hef ég. farið í alla þá bekki unglmgastigsins, þar sem unglingar eru í þánn veginn að Ijúka skyldunámi og spjallað dá- lítið við þá um ýmislegt sem máli skiftir í sambandi við starfsval og um ieið bgnt þeim á að lesa „Hvað viltu verða?“ Næsta sporið hefur svo verið að svara ýmsum fyrir- spurnum unglinganna í sltólunum sjálfum og loks hef ég gefið þeim kost á að heimsækja mig á skrif- stofu mína í Hótel Heklu við Læk.j artorg. í framhaldi af slíkum heim sóknum hef ég stundum hæfni- prófað unglinga í leiðbeininga- skyni en að því mun ég víkja nán- ar síðar. STÁRFSFRÆÐSLUDAGUR I SKÓLUNUM. Síðastliðihn vetur var gengizt fyrir séi’stökum starfsfræðsludegi hér í Reykjavík. Þór Sandholt skólastjóri Iðnskólans lánaði skól ann ókeypis til þessarar starfsemi, Iðnfræðsluráð greiddi þann kostn- að sem aí þessu ,stai*fi hlautst og borgarstjórinn í Reykjavík flutti um málið snjallt útvarpsávarp. Bæði biöð og útvarp veiltu mál- inu drengilegan stuðning en síðast. en ekki sízt ber þó aö nefna þá ágætu fagmenn, sem án endur- gjalds eyddu hvíldardegi sínuin til þess að styðja þetta þarfa málefni. Starfsfxæðsludagurinn var bald- inn sunnudaginn 19. marz og var skipulag hans þannig að íulltrúar nærri 70 starfsgreina voru til við- tals í Iðnskólanum milli kl. 14 og 17 þennan dag. Fagmennirnir sátu með allmiklu millibili ýmist í kennsustofum eða á göngum skól- ans og gátu unglingarnir eftir vild gengiö á rnilli þeirra og leitað fvæðslu um það sem þá fýsti að vita skil á. Hef ég ox-ðið þess var síðan að margir unglingar liafa fengið inikla og staðgóða fræðsíu um stöi’f á þessum eina degi. Erlend fyrirmynd þessa dags var starfsfræðsludagar í Árósum, og hafði ég gert í’áð fyrir að 4— 500 manns myndu koma í Iðnskól- ann þennan dag ef aðsókn yrði svipuð og þar. Þessi áætlun stóðst þó ekki, gestirnir urðu 1148 í Iðn- skólanum þann 19. mai’z í fyrra og er það Norðurlandamet í aðsókn og sýnir hversu þörfin á starfs- fræðslu er bi’ýn hér á landi. Flest- ir unglingarnir voru úr Reykjavík, cn alhnargir komu þó úr Kópa- vogi, Hafnarfirði, Keflavík og frá Hveragerði en nemendum þessara staða liafði í samráði við mennta- málaráðuneytið verið boðið að heimsækja Iðnskólann þennan dag og þáðu þeir allir boðið. Mjög ánægjulegt var að veita því athygli hversu prúðmannleg

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.