Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 4
132 SUNNUDAGSRLAÐIB framkoma hinna ungu gesta starfs fræðslunnar þann 19. marz var og létu fulltrúar hinna ýmsu starfs- greina í ljós bæði undrun og á- nægju yfir því þar eð oít heyrist kvartað undan því að framkoma æskulýðsins sé síðri en skyldi. Kæmi mér ekki á óvart að í því efni væri fjöldinn dæmdur fyrir misgerðir tiltölulega fárra og fram koma æskunnar væri í raun og veru ekki eins slæm og margir vilja vera láta. Skólastjórar og kennarar hér í Reykjavík hafa yfirleitt sýnt starfsfræðslunni fullan skilning og vinsemd. gerðu þeir sitt. til að skýra gildi stai'fsfræðsludagsins fyrir nemendum sínum þannig, að þeir gætu haft hans sem allra bezt not. Nú er afráðið að næsti starfs- fræðsiudagur verði haldinn í Iðn- skólanum sunnudaginn 24. marz næstkomandi og verða þá enn fleiri fagmenn til viðtals en síð- astliðið ár og ennfremur reynt að skýra störfin með teikningum, myndum og jafnvel áhöldum þar sem því verður við komið. Væntan lega verður aðsókn ekki minni en í fyrra of veður leyfir, en áríðandi er að foreldrar og kennarar hjálpi unglingunum að undirbúa sig und ir daginn þannig, að þeir séu bún- ir að gera sér grein fyrir um hvað þeir ætli að spyrja. Þá er og eðli- legt að foreldrar komi með börn- um sínum ef þau óska þess því vera má að margir 14—18 ára ung- lingar séu of feimnir til þess að flytja mál eins djarflega og þeir mvndu óska og vert væri. Þótt sú fræðsla, sem ég hef nú minnst á sé betri en engin, fer því þó fjarri að nóg sé að gert í þessu efni. Ef vel á að vera þarf starfs- fræðsla að verða ein af aðal- kennslugreinum skólanna en til þess að svo megi verða þarf að mennta kennara á þessu sviði. Bjarni Benediktsson fyrrverandi menntamálaráöherra taldi eðileg- ast að starfsfræðsla yrði kennslu- grein í Kennaraskóla íslands og gerði ráðstafanir til undirbúnings þess máls; má gera ráð fyrir að ekki líði á löngu unz meiri fræðsla en nú gerist verði veitt kennara- efnum að því er varðar atvinnúlíf landsins, ef ekki rísa upp neinir annarlegir og óvæntir Þrándar í Götu þessa máls. Til bráðabirgða væri eðlilegast að halda námskeið fyrir kennara úr hinum ýmsú hér- uðum landsins þannig, að kenn- arastéttin get’ nú þegar hafizt handa um starfsfræðslu úti á lands bvggðinni en þar er fræðslu engu síður þörf en hér í Revkjavík. Hugsanlegt væri að einhverjir vildu segja sem svo hvort skóla- fræðslan sé ekki þegar orðin svo umfangsmikil, að þar sé engu við bætandi. Segja má að skólaganga sé sízt of stutt hérlendis, en á hinn bóginn er minni alls fjöldans að því er varðar ýmislegt sem kennt er í skólum svo takmarkað, að ekki myndi síga mjög á ógæfuhlið í menningu okkar Islendinga þó minni áherzla yrði lögð á sumt, sem nú er kennt í skólum og fræðsla um atvinnulífið aukin að sama skapi. Eldri kynslóðin gerir sér oft ekki fullkomlega grein fyrir því að hverju hugðarefni ungu kyn- slóðarinnar snúast, Þegar ég hóf hæfniprófanir fyrir fyrirtæki, sem gera gagnfræðapróf að starfsskil- vði hélt ég t.d. að allt meðalgreint fólk sem verið hefur 10 ár í skóla mvndi kunna skil á heitum ís- lenzku ráðherranna að hverju sinni. Nú veit ég að jafnvel fólk sem lokið hefur gagnfræðaprófi með ágætiseinkunn veit ekkert um þessa menn og gerir sér ekki einu sinni nærri alltaf grein fyrir hvað íslenzku stjórnmálaflokk- arnir heita. Það er ekki óalgengt, að fólk með þessa menntun kann- ist ekki við Einar Jónsson mynd- höggvara eða Jóhannes Kjarval listmálara. Efnilegt ungt fólk sem ég hef hæfniprófað hlustar aldrei á erindi í útvarpi, fáir á framhalds sögur en flestir á þriðjudagsþátt- inn og óskalög sjúklinga. Mjög al- gengt er að unglingarnir kvarti undan þreytu við skólanám. Væri það ekki að ófyrirsynju ef mennta málaráðuneytið léti fara fram sér- staka athugun á því hversu mikið af námsefni því, sem kennurum er uppálagt að kenna nemendum sín- um muni í raun og veru vera lík- legt til að þroska þá og mennta og gera þá hæfari til að heyja lífs- baráttuna eftir en áður. Persónu- lega er ég ekki í vafa um, að af miklum hluta unglinga mætti létta miklu námsefni og í þess stað veita þeim allskonar starfsfræðslu sem gerði þeim leiðina inn í raðir vinn- andi fólká auðveldari eftir en áður. Eðlilegur þáttur skóla í starfs- fræðslu er fyrst og fremst samræð- ur um störf og jafnvel stílagerð í sambandi við þau. Kvikmyndir eru ágætt kennslutæki í þessu sambandi svo og heimsóknir á vinnustaði. í því sambandi ber þo þess að geta, að ekki eru allir vinnustaðir jafnvel fallnir til heim sókna og á marga vinnuslaði þýð- ir ekki að fara nema með fáa nem- endur í einu ef þeir eiga að hafa nokkurt gagn af heimsókninni sökum eðlilegs hávaða sem fylg'r hinum ýmsu störfum og hindrar að stór hppur geti hlýtt á mál þess sem kynnir störfin. Miltið og þarflegt átak væri ef tekið yrði upp sænska fyrirkomu- lagið að láta nemendur efstu bekkj anna vinna úti á vinnustöðum hálfa vikuna en ganga í skóla hinn helminginn. Á þann hátt fengu nemendur raunverulega kynni af ákveðnum störfum °g gætu þá af eigin reynslu séð hvort þau störf myndu henta þeim eða ekki. Þá væri ekki óeðlilegt að gefa frí í unglingaskólum þegar

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.