Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Page 12

Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Page 12
14U SUNNUDAGSBLAÐIÐ lvK. ÖSTEKGAARD: Spcnnandi ástarsaffa. Nr. 9. VESTURFAIUNN OG MALARÁDOTTIRIN Ungfrú Harris hló og hallaði sér i sætinu, en brátt reis hún upp a'tur og hélt samtalinu áfram við Anton. Þau voru komin framhjá Cen- tral Citv og sólin var að hníga til viðar, þegar Anton fékk loks- ins tíma til þess að virða lands- lagið fyrir sér, sem að vísu var siétt og tilbreytingarsnautt. Þó hafði hann gaman af að virða fyrir sér hina ræktuðu bletti hér og þar og býlin, sem gaf að líta til beggja handa, þar sem hjarðmennirnir litu eftir búsmala sínum. Rauð aftansólin varpaði fögrum litum á grasslétturnar. Það var liðið á kvöldið. Múldýrin voru spennt frá ækjum heima á býlun- um, og á einum stað var kona að kveikja upp eld við hliðina á vagni sínum. Brátt skall nóttin yfir. Ljós voru kveikt um alla hraðlestina, og far- þegarnir lögðu sig til svefns. Daginn eftir í birtingu var lest- in stödd á hálendinu austan Colo- rados og morgunsólin glampaði á hvítum öræfunum. • t XIV KAFLI MEÐ PÓSTVAGNI TIL GULLNÁMANNA. Póstvagnínn, sem gekk milli Denver og Hartingdalsins, var full skipaður farþegum eins og venju- lega. Hann kastaðist til á hinum óslétta vegi og hristingurinn í hon- um var hreint ekkert mjúkur eða þægilegur. Hinn svali vorvindur næddi um vagninn. Ökumaðurinn hvatti klárana, hneppti ioðúlpu sinni upp í háls, og togaði selskinnshúfuna niður fyrir eyrun. Inni i vagninum sat Jane Harr- is í hnipri við hlið Antons Arden. Hún kaus sér helst sæti hjá hon- um, því að flestir farþegar voru drukknir ' hávaðaseggir. Þeir störðu á hana girndaraugum úr hálfmyrkum hornunum, og það fór um hana ónotakend. Hún heyrði nokkra þeirra tala um það sín á milii með glaðklakkaralegum hreim í röddinni, að loksins kæmi þó „ungfrú“ í Hartingdalinn. — Pabbi hefur þá haft rétt fyrir sér, hvíslaði hún að Anton. — Hingað koma víst allskonar menn, og það er misjafn sauður í mörgu fé. Ef til vill hefði verið betra fyrir mig að vera kyrr heima. — Það rætist úr þessu, þegar þér komið til föður yðar, sagði Anton hughreystandi, og hún féllzt á það. Hann reyndi að standa í vagn- inum, til þess hann gæti séð út um gluggan, en það var ógerning- ur vegna hristingsins. Úti fyrir gaf að iíta nokkra trjárunna en að öðru leyti nakin fjöll; annað sá hann ekki. Loks tók að halla niður af há- lendinu, vindinn lægði og loftið varð mildara og hlýrra. Frá hægri barst niður af vatnsfalli. Það var farið að rökkva, þegar komið var til námubyggðarinnar. Ökumaðurinn stöðvaði þreytta hestana, og farþegarnir stigu út úr vagninum. Það var svalandi að komast út. Því loftið í vagninum var mettað vínþef og reykjar- svælu. Og frá drykkjuslörkurun- um kváðu ýmist við háværar rok- ur og samtal, eða svæfandi draf- andi raul. — Hvar er bærinn? spurði ung- frú Harris. Hún stóð á klöpp við hiiðina á póstvagninum, þar sem hann hafði numið staðar. Hún lit- aðist um í allar áttir, en sá ekk- ert nema tjaldbúðir og hrörlegar b j állcaby ggingar. — Bærinn? . . . Þér spyrjið hvar bærinn sé? sagði ökumaðurinn og hló stórkallalega. — Ef þér ætlið 5'ður að finna einhvern bæ hérna, þá megið þér leita lengi. Það verð- ur kannski ekki svo langt þar til bær rís hér upp, en ennþá er hann ekki kominn. Að sjálfsögðu flýtir það fyrir, ef margar slíkar fríð- leiksstúlkur flytja hingað. — Það er satt, ökumaður, hróp- aði drukkinn írlendingur, sem studdist við vagninn. — Það er bölvað . . . bölvað, segi ég, að hér skuli enginn kvenmaður . . . fyrirgefið ungfrú. — Ungfrú Harris setti upp þótta svip og svaraði ekki, en vék sér að ökumanninum og sagði: — Svarið spurningu minni, eða segið mér hvar faðir minn býr —• Georg Harris, á ég við. — Svo þér eruð dóttir herra Harris! sagði ökumaðurinn og greip ósjálfrátt í liúfu sína. — Hann hefur ekkert beðið mig fyrir yður á leiðinni hingað. Hann mun hafa ætlað að senda sérstakan vagn eftir yður til Denver. — En því verður ekki breytt héðan af, nú er ég komin hingað, og ég bið yður að vísa mér á, hvar faðir minn býr. — Well, well, — hann býr þafna! Sjáið þér ekki bjálkahúsið. sem ber þarna yfir tjaldbúðirnar? Hann benti með keyrinu niður yfir dalinn. •— En hvernig fer . ég að kom-

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.