Morgunblaðið - 14.07.2004, Síða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
JÓN Sveinsson og Kristinn Hall-
grímsson, sem sæti áttu í starfs-
hópi ríkisstjórnarinnar um undir-
búning þjóðaratkvæðagreiðslunnar,
voru síðustu gestir sem boðaðir
höfðu verið á fund allsherjarnefnd-
ar í gær. Fyrr um daginn mættu
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar-
lögmaður, Herdís Þorgeirsdóttir
þjóðréttarfræðingur og Jakob R.
Möller hæstaréttarlögmaður.
Bjarni Benediktsson, formaður
allsherjarnefndar, sagði að í stuttu
máli teldi Jakob R. Möller það ekki
fara í bága við stjórnarskrá að fella
fjölmiðlalögin úr gildi án þess að
þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram.
Hann væri hins vegar þeirrar skoð-
unar að efni frumvarpsins stæðist
ekki ýmis ákvæði stjórnarskrárinn-
ar eins og fyrra frumvarpið um
fjölmiðla.
Mismunandi skilningur
Sérfræðingar eru ósammála um
hvaða leið ríkisstjórninni er heimilt
að fara. Komið hefur fram það
sjónarmið að málið sé úr höndum
Alþingis eftir synjun forseta Ís-
lands og því beri að halda þjóð-
aratkvæðagreiðslu samkvæmt 26.
grein stjórnarskrárinnar. Aðrir
telja að ríkisstjórninni sé heimilt að
fella lögin úr gildi án þess að halda
þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki
setja ný fjölmiðlalög jafn óðum. Þá
hefur þeirri skoðun verið lýst að
meirihluta Alþingis sé bæði heimilt
að fella fjölmiðlalögin úr gildi og
setja ný lög lítið breytt.
Bjarni hefur sagt eðlilegt að deilt
sé um hvaða leiðir séu færar þar
sem Alþingi hafi aldrei áður staðið
frammi fyrir þeirri stöðu að forseti
synji lögum staðfestingar. Hann
segir að störf allsherjarnefndar
hafi gengið vel hingað til. Í dag
verði hagsmunaaðilum á fjölmiðla-
markaði, sem þess hafa óskað í um-
sögnum sínum, boðið að koma fyrir
nefndina og útlista sín sjónarmið.
Einnig eigi eftir að fara yfir inn-
sendar umsagnir sem þurftu að
berast í síðasta lagi í gærkvöld.
Ljúki allsherjarnefnd störfum á
fimmtudagskvöld er ekki gert ráð
fyrir að þingfundur verði boðaður
fyrr en á mánudaginn, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Þá
hefjist önnur umræða um fjölmiðla-
frumvarpið. Nefndarmenn eigi eftir
að ljúka greinagerðum sínum um
efni og málsmeðferð frumvarpsins.
Væri lögfræðileg áhætta
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, segir einna
merkilegast að á fundi allsherjar-
nefndar hafi Kristinn Hallgríms-
son, sem átti sæti í starfshópi rík-
isstjórnarinnar, lýst því að
lögfræðingar í hópnum hafi fyrst
talið lagalega unnt að setja tak-
markandi reglur um þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Í vinnunni hafi síð-
an komið fram alvarlegir lög-
fræðilegir annmarkar á því sem
hafi orðið til þess að þeir treystu
sér ekki til að gera beinlínis til-
lögur um lágmarksþátttöku eða
önnur skilyrði. Þeir hafi hins vegar
lokið vinnunni því það kynni að
vera að stjórnmálamenn vildu taka
þá lögfræðilegu áhættu.
Össur segir líka merkilegt að fá
að heyra að Ólafur Jóhannesson,
sem hafi verið okkar helsti sér-
fræðingur á sviði stjórnskipunar-
réttar, lagði fram þrjár þingsálykt-
unartillögur á sjöunda áratugnum
um smíði reglna um framgang
þjóðaratkvæðagreiðslna. Í greinar-
gerð sé m.a. sérstaklega vísað í 26.
grein stjórnarskrárinnar, sem
fjallar um synjun forseta Íslands,
en hvergi að finna nokkrar vís-
bendingar um að hann teldi að
setja ætti einhverjar takmarkandi
reglur.
Þingfundur verður líklega boðaður strax eftir næstu helgi
Hagsmunaaðilar fyrir
allsherjarnefnd í dag
Morgunblaðið/Ásdís
Allsherjarnefnd fundar stíft um fjölmiðlafrumvarpið þessa dagana.
VINSTRI-GRÆNIR geta starfað í
meirihluta með Sjálfstæðisflokknum
eins og öðrum stjórnmálaflokkum í
borgarstjórn
Reykjavíkur eftir
næstu sveitar-
stjórnarkosningar,
segir Árni Þór Sig-
urðsson, forseti
borgarstjórnar.
Árni Þór fjallaði
um þetta í Morg-
unpóstinum, sem
er vefrit VG í
Reykjavík, um síð-
ustu helgi. „Við treystum okkur til að
vinna að málum í samstarfi við aðra
flokka og það er enginn flokkur útilok-
aður fyrir fram í því sambandi,“ segir
hann í samtali við Morgunblaðið.
Hann nefnir sem dæmi að fulltrúar
VG í sveitarstjórn Skagafjarðar hafi
átt ágætt meirihlutasamstarf við full-
trúa Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi
kynnt sér það sérstaklega og almenn
ánægja sé með það meðal sveitar-
stjórnarmanna Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs. Það sama eigi við
um samstarf flokksins í Reykjavík við
Framsóknarflokkinn og Samfylk-
inguna.
Í vefpistlinum segir Árni m.a.:
„Flokkurinn hefur sýnt í verki að hann
er verður trausts og trúnaðar og fer
vel með það umboð sem honum er veitt
og að hann getur starfað með öllum
öðrum stjórnmálaflokkum af heilind-
um, hvort sem er í meirihluta eða
minnihluta.“ Í því liggi heilmikil sókn-
arfæri sem þurfi að nýta vel og byggja
á.
Árni Þór vill að VG bjóði fram undir
eigin nafni sem víðast í sveitarstjórn-
um í næstu kosningum árið 2006. Það
geti þó verið í bandalagi með öðrum
flokkum. Mikilvægt sé að VG séu sýni-
legir í slíkum framboðum og það hafi
verið þróunin innan R-lista samstarfs-
ins. Það sé tvímælalaust vilji í hans
flokki að flokkarnir sjálfir séu meira
áberandi en verið hefur.
Árni segir flokk sinn hafa fyrst verið
þátttakanda í sveitarstjórnarkosning-
unum vorið 2002. Aðeins hafi verið
boðið fram í fáum sveitarfélögum.
„Við erum farin að ræða heilmikið
saman í okkar flokki um næstu sveit-
arstjórnarkosningar, hvernig við eig-
um að standa að þeim og hvaða mál við
viljum sjá sem rauðan þráð í gegnum
okkar málflutning,“ segir Árni, þó ým-
is mál séu alltaf staðbundin.
Oddviti VG í borgarstjórn Reykjavíkur
Árni Þór
Sigurðsson
Treysta sér í sam-
starf við Sjálf-
stæðisflokkinn
VÍSINDAMENN við háskólann í
Árósum hafa sett upp hermi sem
líkir eftir aðstæðum á Mars á
rannsóknarstofu
sinni og nota
hann til að rann-
saka jarðveg og
hvort líf sé að
finna á reiki-
stjörnunni. Dr.
Haraldur Páll
Gunnlaugsson,
lektor í eðl-
isfræði við Ár-
ósaháskóla, er
meðal þeirra vísindamanna sem
vinna að verkefninu en hann er
staddur hér á landi vegna ráð-
stefnunnar um byggilega hnetti.
Haraldur vann með öðrum að
hönnun segulbúnaðar sem settur
var á rannsóknarjeppana Spirit og
Opportunity, sem sendir voru til
Mars í janúar á þessu ári. Seg-
ulbúnaðurinn hefur þann tilgang
að taka upp ryk úr andrúmsloft-
inu á Mars og greina það með lit-
rófsgreiningum og efnagrein-
ingum. Haraldur segir að þetta
séu mikilvægar rannsóknir til að
skilja efnasamsetningu reikistjörn-
unnar en í Marsherminum sem
Haraldur og félagar hans í Mars-
hóp skólans hafa sett upp eru
vindgöng þar sem jarðvegur og
vindar eru eins og á Mars. „Þetta
er eins konar smækkuð útgáfa af
Mars á jörðinni. Aðstæður þar eru
mjög ólíkar þeim sem við eigum
að venjast á jörðinni og það er
mikilvægt fyrir fræðimenn að
geta gert rannsóknir í umhverfi
sem líkist aðstæðum á Mars. Það
gerir þeim kleift að framkvæma
tilraunir til að svara spurningum
um hvernig bakteríur hegða sér
við slíkar aðstæður, meðal annars
hvernig þær lifa af kulda og út-
fjólubláa geislun,“ segir Haraldur.
Svör um líf liggja ekki fyrir
Hann segir svör við stærstu
spurningunum um líf á Mars enn
ekki liggja fyrir. „Það má þó
kannski segja að við séum komnir
nær því að vita hvernig eigi að
leita lífs á Mars,“ segir Haraldur.
Hann segir að evrópska geimfarið
Mars Express hafi sent mikið að
áhugaverðum myndum til jarðar.
„Margar þeirra hafa fengið fræði-
menn til að klóra sér í kollinum
og endurskoða margar af sínum
fyrri niðurstöðum,“ segir Har-
aldur.
Áformað er að senda banda-
ríska geimfarið Phoenix til Mars
árið 2007 til að kanna vísbend-
ingar um að vatn sé undir yf-
irborði Mars og árið 2009 ráðgera
bandaríska geimvísindastöðin og
sú evrópska að senda í sameiningu
tvo rannsóknarjeppa til Mars til
frekari rannsókna. George W.
Bush hefur tilkynnt að Bandaríkin
ætli sér að senda mannað geimfar
til Mars og koma þar upp bæki-
stöð til frekari rannsókna á ár-
unum 2015–2020.
Íslenskt berg rannsakað
Rannsóknarjepparnir á Mars
hafa tekið sýni úr bergi og sýnt
fram á að samsetning bergsins þar
er um margt lík íslensku bergi.
Haraldur segir að jepparnir greini
svokölluð Mössbauer-hrif bergsins,
en þannig má fá eins konar
fingrafar af berginu og greina
eiginleika þess. „Samskonar tækni
hefur verið notuð hér á landi og
því var hægt að bera saman þær
niðurstöður sem rannsóknarjepp-
inn sendi við gagnagrunn og at-
huga hvers konar berg var um að
ræða og hvernig það hefði mynd-
ast. Bergið á Mars er svokallað
ólívín-basalt og ég held að um 15–
20% af íslensku bergi falli í þenn-
an flokk,“ segir Haraldur sem tel-
ur að skýra megi rauða litinn á
berginu með því að fíngert ryk í
loftinu hafi gefið því þennan lit.
Fræðimenn á þessu sviði hafa
því í auknum mæli beint sjónum
sínum að bergrannsóknum á Ís-
landi og borið saman við berg á
Mars. „Við þurfum að skilja jarð-
fræði reikistjörnunnar til að geta
svarað spurningum um líf á henni.
Bergið á Mars og Íslandi virðist
eiga sér mikla samsvörun og það
er hægt að nota þá þekkingu sem
til er um þróun bergs á Íslandi til
að segja til um hvað menn sjá á
Mars,“ segir Haraldur.
Dr. Haraldur Páll Gunnlaugsson rannsakar jarðveg og lífverur á Mars
Nota Marshermi til að leita ummerkja lífs
Haraldur Páll Gunnlaugsson kom að hönnun segulbúnaðar á jeppunum
Spirit og Opportunity sem eru á Mars núna. Pílan sýnir hvar seglarnir eru
á jeppunum en búnaðurinn safnar í sig ryki sem er efnagreint.
Dr. Haraldur Páll
Gunnlaugsson
SKJÁR einn skrifaði undir þriggja
ára samning við Premier League í
Englandi um sýningarrétt á ensku
knattspyrnunni í gær og verður
fyrsta útsendingin 14. ágúst þar sem
sýnt verður frá leik Liverpool og
Tottenham. Stefnt er að því að hafa
útsendingarnar í opinni dagskrá.
Magnús Ragnarsson sjónvarps-
stjóri segir samningsupphæðina
trúnaðamál og ekki verði ráðinn hóp-
ur fastra starfsmanna til að annast þá
innlenda dagskrárgerð sem unnin
verður í kringum enska boltann. Hins
vegar verði notaður hópur lausráð-
inna starfsmanna til að lýsa leikjum
og annast dagskrárgerð. Ekki verða
allir leikir sendir út með íslenskri
íþróttalýsingu, heldur er áætlað að
senda út suma leiki með ensku tali.
Magnús segist telja að Skjá einum sé
heimilt að senda út óþýtt efni á meðan
efni frá Eurosport sé sent út án ís-
lenskrar þýðingar.
Snorri Már Skúlason hefur verið
ráðinn verkefnastjóri vegna enska
boltans.
„Við erum afskaplega ánægðir með
samninginn þrátt fyrir tafir á frá-
gangi við hann,“ segir Magnús Ragn-
arsson. „Þetta á eftir að gera Skjá
einn að miklu öflugri sjónvarpsstöð á
næstu misserum.“
Sendir verða út sex leikir á viku en
leiktímabilið er 42 vikur.
Samningur Skjás eins
um enska boltann
Stefnt að
útsendingu
í opinni
dagskrá