Morgunblaðið - 14.07.2004, Side 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Fæst innbrot ístærsta sumar-húsahverfi lands-
ins upplýsast nokkurn
tíma og tilviljun ræður því
oft hvort þau upplýsast. Í
Árnessýslu, þar sem
flesta bústaði er að finna,
má reikna með að eitt af
hverjum tíu innbrotum
upplýsist að sögn lög-
reglu. Innbrotum þar
fjölgaði fram að 2001 en
þá fækkaði þeim og því er
ljóst að innbrotatíðnin
sveiflast nokkuð.
Í Borgarfirði er einnig
mikil sumarbústaðabyggð
en árið 2003 voru 2.250
bústaðir í sýslunni og hef-
ur innbrotum þar fækkað nokkuð.
Nefna má að árið 2002 voru 60
innbrot og tókst að upplýsa 20
þeirra. Í fyrra voru innbrotin 24
og þar af 3 upplýst. Það sem af er
árinu hafa verið 9 innbrot í ein-
ungis tvo bústaði og eru málin
óupplýst.
Skýringar á fækkun innbrota
segir Theodór Kr. Þórðarson, yf-
irlögregluþjónn í Borgarnesi, að
rekja megi til meiri viðveru í betri
bústöðum og bættum sam-
göngum. Að hans sögn eru þjóf-
arnir upp til hópa fólk í fíkniefna-
neyslu í leit að verðmætum til að
fjármagna neysluna. Hann segir
vel hafa tekist til við að upplýsa
„stóru rispurnar“ á undanförnum
árum, þegar brotist er inn í
marga bústaði í einu. „Það var
farið inn í 23 bústaði eina vornótt-
ina 1998 og stolið mjög mörgum
sjónvörpum, raftækjum og fleiru.
Þeir sem þarna voru að verki náð-
ust og þýfið sömuleiðis, nær allt
óskemmt,“ segir Theodór.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi
sækja þjófar einkum í bústaði þar
sem aðgengi er auðvelt og reynsl-
an sýnir að þeir hverfa jafnvel frá
ef bústaðurinn er vel læstur og
frágenginn, frekar en að böðlast á
hurðum og gluggum. „Við höfum
orðið varir við að menn hafa ekki
valdið miklu tjóni við að komast
inn í húsin og þeir hafa stundum
hætt við innbrot í þá bústaði sem
erfitt er að komast inn í, og farið í
þann næsta,“ segir Þorgrímur Óli
Sigurðsson lögreglufulltrúi. „Við
erum því þeirrar skoðunar að eft-
ir því sem erfiðara er að koma að
húsunum og inn í þau, því betra er
það. Auðvitað eru þeir menn til
sem hafa svo sterkan brotavilja að
þeir láta ekkert standa í vegi fyrir
sér, en menn virðast reyna að
komast inn með sem minnstum
skaða.“
Bústaðir nálægt þjóðvegi
berskjaldaðir
Bústaðir nálægt þjóðvegi verða
oftar fyrir barðinu á þjófum en
þeir sem fjær eru og dæmi eru
um að brotist hafi verið inn hvað
eftir annað í suma bústaði sem
blasa vel við frá þjóðvegi. Einkum
eru það rafmagnstæki af ýmsum
gerðum sem þjófarnir eru á hött-
unum eftir, s.s. útvörp og sjón-
vörp, en ólíkt því sem sumir
kunna að halda, þá er lítið um að
vínbirgðum bústaða, ef einhverjar
eru, sé stolið.
Um 5 þúsund sumarbústaðir
eru í Árnessýslu, en stærstu bú-
staðahverfin eru í Grímsnesi og
við Laugarvatn. Einnig má nefna
stór hverfi eins og Miðhúsaskóg
og Reykjaskóg. Undanfarin ár
hafa verið framin 30–50 sumarbú-
staðainnbrot á ári í sýslunni, lang-
flest í Grímsnesinu. Eru innbrotin
í heild á þessu ári orðin 24 talsins.
Árið 2001 sker sig úr en þá voru
innbrotin 52 og hafa verið um 35
undanfarin tvö ár. Lögreglan á
Selfossi segir ekki hafa verið
setta af stað sérstaka forvarna-
vinnu í samvinnu við bústaða-
eigendur þegar þessi hverfi voru
að byggjast upp og ekki hafi held-
ur komið fram auknar kröfur frá
eigendum um hertara eftirlit lög-
reglu. Fólk hafi hins vegar leitað
til lögreglunnar um ýmis ráð gegn
innbrotsþjófum og hindrað að-
gang inn í hverfin með uppsetn-
ingu hliða og girðinga. Sumir hafa
fengið sér þjófavarnarkerfi og
einnig hafa einkaaðilar boðið upp
á gæslu.
Það sem gerir málin erfið í
rannsókn er hversu langur tími
líður oft frá innbroti þangað til
það uppgötvast. Ekki er óalgengt
að sá tími sé nokkrar vikur og á
þeim tímapunkti er erfitt að byrja
að rekja slóðina, ekki síst ef eng-
um vitnum er til að dreifa. Málin
upplýsast því sjaldnast og þau,
sem það gera, koma oft upp á yf-
irborðið í tengslum við önnur af-
brot t.d. á höfuðborgarsvæðinu
þegar farið er í húsleitir þar sem
þýfi úr löngu liðnu sumarbústaða-
innbroti austur í sveitum finnst.
Lögreglan á Selfossi viðurkennir
því að erfitt geti verið að verjast
þessum innbrotum.
Það virðist ótrúlegt hvað inn-
brotsþjófar komast upp með í
þessu sambandi því dæmi eru um
að þeir hafi bókstaflega haldið til í
bústöðum vikum saman án þess
að fólk í næstu bústöðum gruni
neitt. Þetta á sér sínar skýringar,
t.d. þær að sumir bústaðir eru
lánaðir eða leigðir út og því er erf-
itt fyrir nágranna að ákvarða hver
sé óvelkominn hvar.
Helstu varnir sumarbústaða-
eigenda felast að mati lögreglunn-
ar í því að kaupa tryggingar og
ganga vel frá bústöðunum og læsa
þeim vandlega.
Fréttaskýring | Sumarhúsainnbrot
Fæst innbrot-
in upplýsast
10% af sumarbústaðainnbrotum tekst
að upplýsa og þá jafnvel fyrir tilviljun
Gott er að hindra aðgengi og læsa.
Þjófarnir skemma yfirleitt
ekki mikið við innbrotin
Lögreglan viðurkennir að erf-
itt sé að eiga við innbrotsþjófa
sem herja á sumarbústaði. Þeir
eru einkum á ferð á veturna en
einnig á sumrin og dragast að
bústöðum nálægt þjóðvegi.
Dæmi er um að þeir haldi til vik-
um saman í herteknum bústað án
þess að eftir sé tekið. Skemmdir í
innbrotunum eru þó yfirleitt litl-
ar og þjófar hætta jafnvel við
innbrot ef bústöðum er ramm-
lega læst og aðgengi hindrað
með tiltækum ráðum.
orsi@mbl.is
Í MIÐJUM Eyja- og Miklaholts-
hreppi á Snæfellsnesi, undir Ljósu-
fjöllum, sést til stórra hvítra húsa
frá þjóðveginum og margra íbúðar-
húsa í hnapp. Þetta er félagsbúið á
Miðhrauni, þar sem hjónin Bryndís
Guðmundsdóttir og Sigurður
Hreinsson reka fiskþurrkun og
flytja í gámum til Nígeríu.
„Þetta var hefðbundinn sveita-
bær með tilheyrandi búskap. Þegar
umsvifin minnkuðu í þeim geira
gafst færi á að snúa sér að öðru.
Okkur hjónin langaði að flytja í
sveitina og fórum að prófa okkur
áfram,“ útskýrir Bryndís fyrir
blaðamanni og ljósmyndara Morg-
unblaðsins. Þau hafa breytt bæj-
arhúsum mikið og eru með fjölda
manns hjá sér í vinnu, allt að tutt-
ugu manns þegar mest er að gera.
Stórar stæður af þorskhausum
standa á grindum sem heitt loft
leikur um. Fisklyktin er mikil, enda
blásturinn um allt, og hausarnir
eru um fimm daga í þurrki áður en
næsti skammtur fer inn. Þurrk-
húsin á Miðhrauni voru áður loð-
dýrahús, en hjónin Sigurður og
Bryndís höfðu reynt þá búgrein og
fiskeldi einnig áður en þau sneru
sér að fiskþurrkuninni. „Við sáum
okkur leið í að reyna við gamla og
góða atvinnugrein, fiskþurrk-
unina,“ segir Bryndís. Hún segir
síst verra að vera með starfsemi af
þessu tagi í sveit en við sjávarsíð-
una. „Mávurinn lætur okkur alveg í
friði af því að við erum svo langt
frá sjónum,“ útskýrir hún.
Einnig þurrkað á gamla
mátann
Í fyrra byggðu þau sjálf við
þurrkhúsin stórt stálgrindarhús,
sem verður pökkunarsalur í fram-
tíðinni. „Það er mikill munur að
vera kominn með nýja húsið. Við
byggðum húsið alveg sjálf í stað
þess að kaupa það tilbúið að utan.“
Til viðbótar við hausa og fleira
sem þurrkað er í þurrkhúsunum
hengja þau hausa einnig út upp á
gamla mátann og hjallarnir standa
allt í kringum þurrkhúsin. „Við
leyfðum hausunum að hanga úti
um nokkurra mánaða skeið og
kaupendur okkar eru hvað hrifn-
astir af þessari verkun. Þá hanga
hausarnir í öllum veðrum, sól jafnt
sem rigningu. Þeir allra bestu, að
mati Nígeríumannanna, eru þeir
hausar sem mest hvítna í sólinni,“
útskýrir Bryndís. Hún segir úti-
þurrkuðu hausana geta geymst
óralengi, miðað við þá sem þurrk-
aðir séu í þurrkhúsunum.
Auk hausaþurrkunarinnar er
einnig verkuð skreið til útflutn-
ings, og hjónin ákváðu að prófa að
verka saltfisk núna í vetur og sjá
hvernig það gengi. „Við vorum
með starfsmenn frá Græn-
höfðaeyjum hérna hjá okkur sem
undruðust að við verkuðum ekki
saltfisk. Við ákváðum því að slá til
og verka smávegis, mest til gam-
ans, og sjá hvernig til tækist,“ út-
skýrir hún.
Allt fer til útflutnings
Öll framleiðsla Fiskþurrkunar-
innar á Miðhrauni fer til útflutn-
ings, en Bryndís segist hafa orðið
vör við nokkurn áhuga á fram-
leiðslunni hér innanlands, sér-
staklega hjá eldra fólki. „Þegar við
hófumst handa í þessari verkun, og
kunnum sjálf lítið til verka, kom
það mér á óvart hvað margt eldra
fólk þekkti vinnubrögðin við
þurrkunina, þrátt fyrir að hún sæ-
ist vart lengur. Þá hafa ýmsir fal-
ast eftir einum og einum haus frá
okkur,“ útskýrir hún.
Vörumerki Fiskþurrkunarinnar
erlendis er UDE, skrifað inn í
glampandi sól og með Ljósufjöllin í
baksýn. Bryndís hefur ekki enn
farið til Nígeríu en er alltaf á leið-
inni. „Það er mjög mikilvægt að
fara og fylgja vörunni eftir og okk-
ur hjónunum hefur verið boðið að
heimsækja landið,“ segir Bryndís
að lokum.
Hjónin á Miðhrauni starfrækja fiskþurrkun á Snæfellsnesi
Morgunblaðið/RAX
Jakob Eyjólfsson, Þráinn Ásbjörnsson og Khaserdin Bathar vinna við að stafla hausum til útflutnings.
Langaði í sveit og fórum
að prófa okkur áfram
ÞRÖSTUR Elliðason, leigutaki á
Nes- og Árnessvæðum Laxár í Að-
aldal, sagði í gær veiði mjög að glæð-
ast í ánni og nefndi sem dæmi að um
morguninn hefðu menn sett í tíu laxa
og náð að landa þar af fjórum. Af
þeim voru tveir 12 og 15 pund. Líf-
legra væri einnig neðar í ánni heldur
en í byrjun vertíðar og greinilegt að
smálaxagöngur væru sterkari nú
heldur en síðustu sumur.
24 punda bolti …
Þröstur sagði ennfremur frá því
að í veiðibókina í Nesi væri skráður
12 kg lax á Núpafossbrún. „Þessi
skráning er í bókinni, en ég á eftir að
fá meiri upplýsingar. Þetta er vænt-
anlega áætluð þyngd því fiskinum
var sleppt,“ bætti Þröstur við.
Líflegt í vatnsleysinu
Þröstur er einnig með Hrútafjarð-
ará á leigu og þar sagði hann furðu
líflegt miðað við að áin væri orðin af-
ar vatnslítil eftir þurrkana að und-
anförnu. „Það hefur greinilega kom-
ið góð ganga í rigningunni um
daginn, eftir það var t.d. holl sem
setti í 18 fiska og náði 9, mest á hitch-
túpur. Menn hafa séð stóra laxa í
Bálki og Réttarstreng, en laxarnir
sem hafa veiðst eru allir smálaxar,“
sagði Þröstur sem renndi hýru auga
til vaxandi straums og vætu í veð-
urkortunum á næstu dögum.
Hítará „loðin“
Bergur Steingrímsson, fram-
kvæmdastjóri SVFR, hafði eftir
veiðimönnum við Hítará að þar væri
„allt loðið af laxi“ og veiðin í ánni hef-
ur tekið góðan kipp. Ekkert lát er á
góðu gengi í öðrum ám á Snæfells-
nesi og Mýrum, en þó hefur ört
minnkandi vatn sett nokkurt strik í
reikninginn.
Til marks um skotið í Hítará, þá
veiddust 15 laxar í ánni á mánudags-
morgninum einum og voru það nær
allt grálúsugir smálaxar á bilinu 4 til
6 pund. Veiddust þeir um alla á og
menn settu í fjölda laxa sem sluppu
að auki. Þar með var áin skriðin yfir
90 laxa í heildarveiði og í gærdag var
áin komin yfir hundrað.
Laxá í Þing að koma til
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Morgunblaðið/Golli
Vænn urriði berst um í Galtalæk.