Morgunblaðið - 14.07.2004, Síða 11
SAMKVÆMT skýrslu NOAA,
stofnunar sem fer með málefni
hafsins og andrúmsloftsins í
Bandaríkjunum, hefur fisk-
veiðistjórnunin haft jákvæð áhrif á
stöðu fiskstofna við landið. Náðst
hefur að byggja fjóra af helztu fisk-
stofnunum upp á ný, 10 tegundir
eru ekki lengur á lista yfir ofveidd-
ar tegundir og ofveiði hefur verið
stöðvuð á fimm tegundum.
Á hinn bóginn hefur tveimur teg-
undum verið bætt á listann yfir of-
veiddar tegundir og fjórir stofnar
eru að auki ofveiddir.
Í skýrslunni, sem er árleg og
fjallar um stöðu fiskstofna við
Bandaríkin, segir að stofnunin hafi
á síðustu áratugum stöðugt unnið
að því að snúa við þeirri óheillaþró-
un sem ofveiði hafi í raun verið.
Niðurstöðurnar nú sýni að sam-
starf NOAA við svæðisbundnar
fiskveiðistjórnir, sjómenn, útvegs-
menn, sportveiðimenn og nátt-
úrverndarsamtök hafi orðið til að
tryggja skynsamlega nýtingu auð-
linda hafsins til langs tíma. Skýrsl-
an flokkar fiskstofna eftir stöðu
þeirra. Það eru stofnar sem hafa
verið ofveiddir og þarfnast upp-
byggingar, stofnar þar sem ofveiði
er stunduð, veiðarnar ekki sjálf-
bærar, og stofnar sem hafa verið
byggðir upp á ný. Skýrslan tekur
til 894 fiskstofna. 76 þeirra eru
taldir í verulegri hættu vegna of-
veiði, veiðar úr 60 stofnum eru ekki
sjálfbærar, þannig að langflestir
fiskstofnar eru í góðu lagi og veið-
um úr þeim stjórnað með þeim
hætti að þær séu sjálfbærar og
gangi ekki á stofnstærðina.
Góð staða vestanhafs
Fiskveiðar Það fæst oft góður afli við Alaska, sérstaklega á ufsaveiðunum.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 11
MEISTARANÁM í lögfræði við Við-
skiptaháskólann á Bifröst hófst sl.
mánudag og er þetta í fyrsta sinn sem
framhaldsnám í lögfræði er kennt við
annan íslenskan háskóla en Háskóla
Íslands. Skólinn býður upp á nám til
tveggja mismunandi gráða, annars
vegar ML-gráðu í lögfræði og hins
vegar MS-gráðu í viðskiptalögfræði.
Menntamálaráðherra veitti leyfi fyrir
kennslu á þessu sviði sl. vor eftir ít-
arlega úttekt á skólanum.
Í ræðu sinni við setningu meistara-
námsins sagði Runólfur Ágústsson,
rektor, leyfi menntamálaráðuneytis-
ins fyrir meistaranámi við skólann
vera mikla viðurkenningu á því starfi
sem hefur verið unnið á Bifröst. Hann
sagði jafnframt að því fylgdi ábyrgð
enda hefðu viðtökur við meistaranám-
inu farið fram úr björtustu vonum.
Runólfur gagnrýndi æðstu emb-
ættismenn þjóðarinnar og leiðtoga
stjórnmálaafla á Alþingi fyrir að beita
stóryrðum frekar en málefnalegri
umræðu þegar fjallað er um grund-
völl lýðræðisins; lög og stjórnarskrá.
„Ganga má svo langt að segja að ekki
sé því fjarri að stjórnlagakreppa vofi
yfir hérlendis þessar vikurnar, en
slíkt mun harla fátítt í þróuðum lýð-
ræðissamfélögum og segir e.t.v. eitt-
hvað um íslenskt samfélag sem okkur
væri hollt að hugleiða,“ sagði Runólf-
ur.
Meistaranám
í lögfræði haf-
ið á Bifröst
LENDINGAR á Keflavíkurflugvelli
í fyrra voru alls 9.503 talsins, 8.840
árið 2002 en um tíu þúsund þrjú árin
þar á undan. Fyrstu fimm mánuði
ársins var fjöldi lendinga 3.964 en
fyrstu fimm mánuðina í fyrra 3.298
og 3.239 árið 2002.
Björn Ingi Knútsson flugvall-
arstjóri segir umferðina hafa aukist
jafnt og þétt í áraraðir. Bakslag hafi
komið árið 2001, fyrir hryðjuverkin í
Bandaríkjunum, það hafi í raun haf-
ist í lok árs 2000 en nú sé umferðin
aftur að aukast. Auk áætlunarflugs
segir hann fraktflug hafa aukist
mjög svo og leiguferðir, jafnvel
dagsferðir með erlenda ferðahópa
frá nágrannalöndum. En má búast
við áframhaldandi aukningu?
Hægt að anna meiri umferð
„Flugvöllurinn getur tekið við
meiri umferð en á álagstímum, bæði
snemma morguns og síðdegis, er
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hins
vegar fullnýtt og vel það og því verð-
ur umferðin vart aukin nema á öðr-
um tímum sólarhringsins,“ segir
Björn Ingi og telur það mögulegt.
Yfirvöld flugvallarins og flug-
stöðvarinnar hafa kynnt völlinn en
Björn Ingi segir markaðsmöguleik-
ana takmarkaða. „Áætlunarflug
mun aukast jafnt og þétt en leigu-
flug markast af markaðsstarfi ferða-
málayfirvalda og landkynningu. Við
getum hins vegar auglýst völlinn
sem ákjósanlegan viðkomustað fyrir
svokölluð tæknistopp, fyrir flugvélar
sem eru á ferð milli Evrópu og Am-
eríku og þurfa að hafa viðkomu á
leiðinni til eldsneytistöku eða ann-
ars. Þar keppir völlurinn við ná-
granna á Írlandi, Skotlandi, í Kan-
ada og Grænlandi. Hér er hægt að
taka á móti alls konar flugvélum í
þessu skyni,“ segir Björn Ingi og á
þar við þá sem annast þjónustu við
flugvélar og afgreiðslu þeirra, svo
sem Flugþjónustuna á Keflavík-
urflugvelli, Suðurflug og Vallarvini.
Björn Ingi segir ekki mikið um
aðra flugumferð en þá sem tengist
alþjóðafluginu, stundum séu flug-
nemar að æfa lendingar en þeim sé
yfirleitt beint annað á annatíma og
segja megi að slík flugumferð sé
ekki heppileg á alþjóðaflugvelli.
„Flugnemum og einkaflug-
mönnum finnst gott og eftirsókn-
arvert að lenda á Keflavíkurflugvelli
en þeir eru hér yfirleitt í sjónflugi og
slíkt æfingaflug hentar ekki vel inn-
an um og saman við reglubundið
millilandaflug og því hentugra að
menn æfi sig annars staðar. Þetta
snertir líka þá breytingu sem varð
hér þegar við féllum frá skipulagn-
ingu fluggarða, flugskýla fyrir
einkaflugvélar og Suðurflug, sem
hafði kennslu og slíka þjónustu á
hendi, tók að einbeita sér að af-
greiðslu véla í millilandaflugi.“
Rekstur Keflavíkurflugvallar
heyrir undir utanríkisráðuneytið og
segir Björn Ingi nána samvinnu við
Flugmálastjórn enda falli allt sem
tilheyrir flugstarfsemi undir eftirlit
hennar. Þá er samvinna við stjórn
FLE um ýmis atriði í rekstrinum en
segja má á einfaldan hátt að undir
flugvallarstjóra falli flugvöllurinn,
flugumferðarstjórn og flugstæði
með tilheyrandi búnaði en undir
FLE falli allt innanhúss. „Þarna eru
því margir aðilar sem koma við sögu
og reynir á lipurð og þjónustulund
allra þegar hver aðili þarf að vinna
sitt verk samkvæmt ýtrustu örygg-
iskröfum en um leið að láta hlutina
ganga hratt fyrir sig eins og nauð-
synlegt er varðandi hvaðeina í flug-
heiminum,“ segir Björn Ingi að lok-
um.
28–30 við flugumferðarstjórn
Milli 28 og 30 manns starfa við
flugumferðarstjórn á Keflavík-
urflugvelli, undir stjórn Haraldar
Ólafssonar yfirflugumferðarstjóra.
Frá flugturni vallarins er stjórnað
aðflugi að vellinum í um það bil 40
mílna radíus og upp í 24 þúsund feta
hæð. Í flugturninum eru starf-
ræktar tvær deildir. Annars vegar
er um að ræða deild sem veitir turn-
þjónustu en þar er allri umferð á
flugvellinum og í nánasta nágrenni
stjórnað. Hins vegar er deild sem
veitir aðflugsþjónustu, þaðan er
stjórnað allri flugumferð í 10 til 40
mílna radíus frá flugvellinum.
„Í turninum eru mannaðar tvær
starfsstöðvar, sem við köllum svo,
önnur stjórnar m.a. akstri flugvéla
og ökutækja um völlinn og hin
stjórnar flugumferð í nánasta ná-
grenni vallarins og á flugbrautum,“
segir Haraldur Ólafsson. „Síðan höf-
um við stjórnstöð á annarri hæð sem
sér um aðflugið í þessum víðari rad-
íus og aðflugið að Reykjavík-
urflugvelli.“
Haraldur segir mynstrið í flug-
umferðinni hafa breyst mikið á síð-
ustu árum. „Farþegaflugið hefur
aukist mikið en herflugið minnkað
sem þýðir að heildarumfangið er
svipað. Kafbátaleitarvélarnar voru
mikið á ferðinni í eftirlitsferðum og
stunduðu líka mikið snertilendingar
svo það munaði um brotthvarf
þeirra. En orrustuþotunum hefur
líka fækkað og þess vegna er allt
umfang herflugsins orðið mun
minna.“
Tæknideild
frá Varnarliðinu
Í flugturninum er einnig til húsa
tæknideild frá Varnarliðinu þar sem
starfa 22 Íslendingar. Haraldur seg-
ir að það sé enginn munur fyrir þá
hvort borgaraleg flugvél eða hervél
á í hlut, vinnubrögðin við flug-
umferðarstjórnina séu þau sömu. Á
einu sviði eigi flugumferðarstjór-
arnir þó ákveðna samvinnu við varn-
arliðsmenn. „Það er þegar orrustu-
flugmennirnir vilja æfa lendingar á
flugmóðurskipi. Þá er aðflugið með
öðrum hætti og varnarliðsmennirnir
taka við þeim 10 mílur úti á loka-
stefnu og „tala“ þá niður. Það þýðir
að flugmennirnir fljúga ekki eftir
aðflugsgeisla heldur munnlegum
upplýsingum frá flugumferð-
arstjórum sínum og þannig er aðflug
þeirra svipað því sem er á flugmóð-
urskipi.“
Aðspurður segir Haraldur að
þokkalega gangi að fá nema í flug-
umferðarstjórn en um þrjú ár tekur
að öðlast full réttindi eftir nám hér-
lendis og erlendis. Eins og fyrr segir
eru stöðurnar hjá honum 28 til 30 en
Haraldur hefði ekkert á móti nokkr-
um til viðbótar. „Ef vel ætti að vera
þyrftu þær að vera 35. Við vorum
komin á nokkuð gott ról en í dag er
talsvert keyrt á yfirvinnu og ekki
síst vegna þess að við höfum lánað
tvo menn til Kosovo sem við fáum
ekki aftur fyrr en í lok næsta árs.
Einnig lánuðum við nýlega mann
tímabundið til Kabúl í Afganistan.“
Flugumferð á Keflavíkurflug-
velli fer vaxandi á nýjan leik
Haraldur Ólafsson yfirflugumferðarstjóri (t.v.) og Björn Ingi Knútsson
flugvallarstjóri ásamt starfsfólki flugumferðarstjórnar.
Morgunblaðið/jt
Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri Keflavíkurflugvallar.
Bakslag varð í lendingum 2001 og árið 2002
voru þær ekki nema 8.840 en í fyrra jókst
umferðin aftur en þá voru lendingar 9.500.
ÖGMUNDUR Jónasson, þing-
flokksformaður Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs og formaður
BSRB, gerði
mannréttinda-
brot að umtals-
efni á fundi með
varaforseta kín-
verska þingsins
og öðrum kín-
verskum ráða-
mönum sem dval-
ist hafa á Íslandi
undanfarna daga
í boði Alþingis.
Ögmundur fjallar
um fundinn í pistli á vefsíðu sinni og
segist hafa vísað á fundinum til
skýrslu mannréttindasamtakanna
Amnesty International, þar sem m.a.
sé fjallað ofsóknir á hendur fólki sem
hafi beitt sér í verkalýðsbaráttu. Af-
henti hann kínversku sendinefndinni
skýrsluna og óskaði eftir skýringum.
Ræddi mann-
réttindi við
varaforseta
þings Kína
Ögmundur
Jónasson
ÚR VERINU
LÝSI hf. hyggst hefja framleiðslu í
nýrri verksmiðju á næsta ári og
flytja um leið alla starfsemi sína í
nýtt húsnæði sem nú er verið að
reisa undir starfsemina við Fiskislóð
í Reykjavík.
Lýsi hefur rekið verksmiðju við
Grandaveg í Reykjavík frá árinu
1937 og er haft eftir Snorra Má Eg-
ilssyni verksmiðjustjóra í Hafnar-
blaðinu að löngu tímabært hafi verið
að endurnýja verksmiðjuna. Nýja
húsnæðið verður um 3.300 fermetr-
ar, á tveimur hæðum en þar verða
einnig skrifstofur og rannsóknar-
stofa fyrirtækisins. Segir Snorri
Már að afkastageta nýju verksmiðj-
unnar verði mun meiri en þeirrar
gömlu og ekki veiti af þar sem spurn
eftir lýsisafurðum hafi aukist til
muna. Alls starfa um 40 manns hjá
Lýsi hf. segir Snorri að þú að vel hafi
farið um menn og vélar á Granda-
veginum, verði allir ánægðir á Fiski-
slóðinni, enda mikið lagt upp úr góðu
og nútímalegu starfsumhverfi. Þá
verði allur vélbúnaður í verksmiðj-
unni endurnýjaður, m.a. verði hún
búin nýjustu tækni við hreinsun úr-
gangsefna og því verði nágrannar
ekki varir við lykt eða önnur óþæg-
indi af framleiðslunni.
Tölvuteikning Verksmiðja Lýsis sem verið er að reisa við Fiskislóð.
Lýsi hf. flytur á Fiskislóð
♦♦♦