Morgunblaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÓTTAST er að ný bankakreppa sé í
uppsiglingu í Rússlandi, en aukinn
fjármagnsflótti úr landinu og minnk-
andi bjartsýni neytenda hafa neytt
nokkra banka til að loka dyrum sínum
og aðra til að grípa til harkalegra að-
gerða til að koma í veg fyrir að þeim
blæði út. Kemur þetta fram í frétta-
skeyti AFP.
Sérfræðingar hafa kennt seðla-
banka landsins um það hvernig komið
er fyrir bankakerfi Rússlands, og eru
flestir sammála um að ástandið eigi
enn eftir að versna, og að líklegt sé að
gjaldþrot tuga, eða jafnvel hundraða
banka verði afleiðing kreppunnar. Þó
er ekki talið að kreppan verði jafn-
alvarleg og árið 1998, þegar milljónir
Rússa töpuðu sparifé sínu í öldu
bankagjaldþrota.
Ótti við „svarta lista“
Vandi millistórra og lítilla banka í
Rússlandi er tvíþættur. Annars vegar
hafa stærri bankar nánast hætt að
veita þeim millibankalán og hins veg-
ar hefur mikill fjöldi almennra spari-
fjáreigenda misst traust á bankakerf-
inu og tekið fé sitt út úr bönkunum.
Um alvarlegan lausafjárskort rúss-
neskra banka er því að ræða, og hafa
sérfræðingar viljað kenna stjórnvöld-
um og seðlabankanum rússneska um
hvernig komið er fyrir bankakerfinu.
Er seðlabankinn sakaður um að
hafa ekki komið í gegn nauðsynlegum
umbótum á bankakerfinu og að hafa
ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu. Það
kann því að hljóma kaldhæðnislega að
rekja má upphaf bankakreppunnar til
þess er seðlabankinn hristi af sér
slenið og tók í taumana á bankanum
Sodbusinessbank og svipti hann
starfsleyfi um miðjan maímánuð.
Strax í kjölfarið komst á flug orðróm-
ur um að seðlabankinn væri með
svartan lista yfir fjármálastofnanir
sem loka ætti, og þar sem enginn vissi
hvort þessi listi væri til eða hver væri
á honum hættu bankar að lána hver
öðrum fé af ótta við að fá það ekki
greitt til baka. Þá óttaðist almenning-
ur um sparifé sitt og hóf að taka það
út úr bankakerfinu. Rússneskir bank-
ar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir
breytingum á kjörum á millibanka-
lánum, þar sem þau eru mun algeng-
ari en annars staðar í heiminum.
Ástand betra en 1998
Eins og áður segir hafa það einkum
verið bankar í minni stærðarflokkum
sem hafa þurft að grípa til aðgerða, en
undanfarið hefur kreppan einnig
snert stærri fjármálastofnanir. Guta
Bank, 22. stærsti banki landsins hætti
í síðustu viku að afgreiða þá sem vildu
taka út fé, og nokkrum dögum síðar
greip Alfa Bank, fjórði stærsti banki
landsins, til þess ráðs að leggja tíu
prósenta aukagjald á allar úttektir og
bauð þeim viðskiptavinum sem skildu
fé sitt eftir betri innlánskjör. Í frétt
Financial Times frá því fyrr í vikunni
segir að skömmu eftir að þetta gerð-
ist hafi hluthafar Alfa tekið í taumana
og sprautað um 58 milljörðum króna í
bankann til að halda honum á floti. Þá
hefur Vneshtorgbank, næststærsti
ríkisbanki Rússlands, samþykkt að
taka yfir stjórn Guta Bank.
Frá hruninu 1998 hafa rússneskir
bankar sótt í sig veðrið, og samkvæmt
frétt Wall Street Journal Europe eru
allar ytri aðstæður í Rússlandi í betra
lagi. Lán til einkaaðila jukust á síð-
asta ári um 28% og lán til almennrar
neyslu jukust um 20%. Í frétt FT seg-
ir að innlán í bankakerfinu hafi aukist
úr 8% af vergri landsframleiðslu árið
1998 í 15% í ár.
Í leiðara rússneska viðskiptadag-
blaðsins Vedomosti, sem gagnrýnt
hefur seðlabankann harðlega, sagði
um daginn: „Maður þarf virkilega að
leggja hart að sér til að skapa alvarleg
vandamál fyrir rússneska bankakerf-
ið við þær góðu aðstæður sem ríkja í
dag.“
Fréttaskýring
Bjarni Ólafsson
Bankakreppa í Rússlandi
Ástandið ekki jafnalvarlegt og 1998
en spáð er gjaldþrotum banka
bjarni@mbl.is
!
"
#" $
$
%" $
#"
&
#
&
"
# '
'
()
(
$!
*
!
"
#
+#
#"
# #
#$ ,
-$!
. !
/, )
0$
#"$
% 1 , 2)
( (#" #
(# +#
(#"
(1#
(#
) . )!
.
#
/!
3(1$
#
$"%&"
$
#"
4.
%"
#"
(#
1 1
. +#
#"
(
!
56789
6:799
;97<9
87=9
>78<
=7:9
56=7<9
=7>9
<;799
3
87<9
6<789
;;799
:7;<
>?799
676?
57?9
:7?9
<7=9
67;:
3
3
:799
8=7>9
3
:7=9
57=<
3
3
3
<7>9
3
;:7<9
3
3
3
3
>7<9
3
3
8=799
.
.
!
97?9
9769
9759
39796
3
97;9
97<9
9789
97<9
3
979>
97?9
97;9
979<
;7<9
3
3
3
3
979<
3
3
97;9
3
3
397;9
97;5
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
6799
@
676AB
@
97:AB
@
579AB
@
397<AB
3
@
;76AB
@
97;AB
@
87>AB
@
;79AB
3
@
;7:AB
@
87:AB
@
97?AB
@
97:AB
@
676AB
3
3
3
3
@
675AB
3
3
@
;75AB
3
3
@
3;78AB
@
879AB
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
@
<7>AB
#"
" #$
#
" C
(#
85>!:;>
688!=>5
;:9!;><
6!><=
<9=
899!:=5
;6=!;;8
69<!888
;5!>:9
3
66!5:;
=>!69?
;:!8;9
;?!?9=
;:<!656
6??
?=
?59
=!?:>
6!5=>
3
3
;>6
:!:69
3
869
;!58=
3
3
3
<!>99
3
86!986
3
3
3
3
;!>=9
3
3
5!>;;
5;7=9
6>7>9
;9759
87=9
3
=7><
56?799
=7<9
<97<9
>759
875<
6<799
;97?9
:7;<
>?799
676?
5759
:7=9
<7<9
67;8
3
;?7=9
:79<
8=7>9
67<9
>789
57:?
3
;799
3
<7<<
3
;:769
8789
8769
8?7<9
97>9
:7<9
9789
97=;
8:7:9
56759
6:7;9
;97>9
5799
>7:9
=7:9
56?7<9
=7>9
<;799
>7<9
87<9
6<789
;;7;9
:769
>?7<9
6786
57?9
:7?9
<7?9
67;:
8799
69799
:7;9
8=7=9
67:9
:7=9
57?9
57?9
;7;9
:799
<7><
;7=9
;:7=9
87<9
87<9
5;7<9
97:9
:7:<
975<
97=<
8=799
D- !
!
!
E
) # #"
8=
;9
6?
:
6
;5
;:
8>
;;
3
?
;>
>
>
6;
6
;
6
;
<
3
3
<
;
3
6
6
3
3
3
;
3
>
3
3
3
3
8
3
3
5
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
HALLDÓR Kristmannsson, for-
stöðumaður innri og ytri samskipta
Actavis, segir að Actavis sé ekki að
tala við makedóníska lyfjafyrir-
tækið Alkaloid AD Skopje. Actavis
hafi skoðað þetta fyrirtæki eins og
mörg önnur og átt í mjög óform-
legum viðræðum, en hafi síðan ekki
haft áhuga og viðræðurnar hafi
ekki haldið áfram. Halldór segir
ekkert tilefni hafa verið til tilkynn-
ingar um viðræðurnar.
Í Vefvísi greiningardeildar
Landsbankans í gær segir frá því
að á heimasíðu Kauphallarinnar í
Makedóníu sé að finna frétt um
mögulega yfirtöku Actavis á þessu
makedóníska lyfjafyrirtæki. Í frétt-
inni, sem sé dagsett 1. júní síðastlið-
inn, komi fram að Alkaloid sé í
samningaviðræðum við samstarfs-
aðila um mögulega yfirtöku og hafi
átt í viðræðum við Actavis.
Í Vegvísinum segir að samkvæmt
upplýsingum á síðu Kauphallar-
innar í Makedóníu hafi fyrirtækið
skilað um 330 milljónum króna í
hagnað á síðasta ári og markaðs-
virði þess sé um 4 milljarðar króna.
Markaðsvirði Actavis er rúmir 125
milljarðar króna.
„Svo virðist sem umfjöllun um
Actavis erlendis sé sífellt að færast
í aukana og er skemmst að minnast
umfjöllunar um fyrirtækið á net-
fréttamiðlinum Times Online um
daginn. Þrátt fyrir að ekki sé alltaf
um áreiðanlegar fréttir að ræða
bendir aukin umfjöllun til þess að
Actavis sé orðið þekkt fyrirtæki í
lyfjaiðnaðinum,“ segir í Vegvísi
greiningardeildar Landsbankans.
Ranghermi um Actavis í
kauphöllinni í Makedóníu
Ekkifréttir? Fréttir af Actavis er-
lendis eru sagðar aukast, en munu
vera misjafnlega áreiðanlegar.
BRESKA verslanakeðjan Marks &
Spencer hefur snúist til varnar gegn
yfirtökutilraunum Philips Greens.
Stuart Rose, nýr framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, kynnti í byrjun vikunn-
ar nýja áætlun sína um framtíð þess.
Green, eigandi verslanakeðjanna Bhs
og Arcadia, hefur undanfarinn hálfan
annan mánuð reynt yfirtöku á Marks
& Spencer og kynnti lokaboð sitt í síð-
ustu viku. Rose freistar þess að
tryggja sér stuðning hluthafa með því
að greiða þeim 2,3 milljarða punda,
jafnvirði um 300 milljarða króna.
Þessi greiðsla verður að hluta fjár-
mögnuð með sölu á fjármálaþjónustu
Marks & Spencer, en stærstur hluti
verður fjármagnaður með lántöku.
Umtalsvert vanmat
Marks & Spencer hyggst ekki selja
fasteignir sínar, en hefur endurmetið
þær til hækkunar um 1,4 milljarða
punda í 3,6 milljarða punda, rúma 470
milljarða króna.
Rose segir að fyrirtækið hyggist
draga úr kostnaði, einbeita sér betur
að kjarnastarfsemi sinni, bæta vör-
urnar og hætta útþenslu á rekstri
sem ekki skilar fullnægjandi afkomu.
The Wall Street Journal hefur eftir
Rose að áætlun hans sýni, að hug-
mynd Greens um verðmæti Marks &
Spencer sé umtalsvert vanmat á fyr-
irtækinu. Reuters hefur eftir tals-
manni Greens, sem hefur tryggt sér
stuðning tveggja af stærstu hluthöf-
um fyrirtækisins, að hann ætli að bíða
og sjá hver viðbrögð markaðarins
verða. Í gær varð Green fyrir því að
einn af stærri hluhöfunum hafnaði
boði hans og sagði það vanmeta bata-
horfur fyrirtækisins. Green vill greiða
400 pens fyrir hvern hlut, sem er
nokkuð yfir markaðsverði fyrirtækis-
ins. Markaðsverðið hefur að undan-
förnu verið um og yfir 360 pens, en áð-
ur en Green lét vita af áhuga sínum
var verðið 290 pens.
Green hætti við eða leggi
fram formlegt tilboð
Þrátt fyrir þau átök sem nú standa
yfir um eignarhald og yfirráð Marks
& Spencer hefur Green ekki enn gert
formlegt tilboð, aðeins greint frá fyr-
irætlunum sínum og nefnt verð. Fin-
ancial Times segir að Yfirtökuborðið,
sem hefur eftirlit með yfirtökum á
breska markaðnum, hafi farið fram á
það við Green að annaðhvort leggi
hann fram formlegt tilboð fyrir 6.
ágúst eða láti af tilraunum til yfirtöku.
Marks & Spencer
snýst til varnar
Útspil Stuart Rose spilar út eigna-
sölu, kjarnastarfsemi og aðhaldi.
● BANDARÍSKA fyrirtækið Google
Inc., sem rekur samnefnda leitarvél
á Netinu, hefur ákveðið að skrá
hlutabréf sín í Nasdaq-kauphöllinni
en ekki í kauphöllinni í New York,
NYSE. Frá því í apríl, þegar Google til-
kynnti um fyrirhugaða skráningu, hef-
ur óvissa ríkt um hvor kauphöllin yrði
fyrir valinu, en mikill fengur þykir að
því að fá Google til skráningar þar
sem líklegt er að þetta verði eitt
helsta frumútboð ársins.
Flest tæknifyrirtæki á borð við
Google hafa skráð bréf sín í Nasdaq-
kauphöllinni, en Google hefur farið
ótroðnar slóðir sem er ein af ástæð-
um þess að vangaveltur voru uppi
um hvar fyrirtækið yrði skráð. Frum-
útboðið sjálft er óvenjulegt, því að
fyrirtækið hyggst bjóða bréfin til sölu
á Netinu í stað þess að fara hefð-
bundna leið með aðstoð fjárfesting-
arbanka. Ekki hefur verið upplýst í
smáatriðum hvernig uppboðið mun
fara fram eða hvernig bréfin verða
verðlögð, en áætlað er að frumút-
boðið skili Google 2,7 milljörðum
dala, eða um 200 milljörðum króna.
Google fer
hefðbundna leið
● HLUTABRÉF í Kauphöll Íslands héldu áfram að hækka í gær og endaði Úr-
valsvísitalan í 3.037 stigum eftir 1,2% hækkun yfir daginn. Vátryggingafélag
Íslands, VÍS, hækkaði allra félaga mest, um 5,6%, og hefur það verið á hraðri
uppleið síðustu daga og vikur. Eins og bent var á hér um daginn á VÍS tals-
verðan eignarhlut í KB banka sem hafði aukist mjög að verðmæti án þess að
sú hækkun hefði endurspeglast í gengi bréfa VÍS.
Breska verslanakeðjan Big Food Group, sem Baugur á 22% hlut í, hélt áfram
að lækka á hlutabréfamarkaði í gær. Lækkunin nam 7% og var lokagengið rúm
80 pens. Gengi Big Food Group fór í um 180 pens í byrjun febrúar á þessu ári.
Hækkunin heldur áfram
● BANDARÍSKA pitsukeðjan Dom-
ino’s mun á næstunni metta fleira
en maga, því fjárfestar munu geta
satt hungur sitt eftir hlutabréfum
með kaupum í fyrirtækinu. Domino’s
hyggur á skráningu í kauphöllina í
New York, NYSE, og áformar að sögn
BusinessWeek Online að afla 385
milljóna dala, 27 milljarða króna,
með sölu á 37% hlut í fyrirtækinu.
Undir nafni Domino’s eru reknir
yfir 7.450 pitsustaðir í 50 löndum
og velta fyrirtækisins er um 300
milljarðar króna. Keppinautar eru að
sögn Business Week Online Papa
John’s International og Pizza Hut.
Domino’s á markað
"F
(GH
<99
A
A
(4
I
A
A
KK
59
'&J
A
A
J
A
A
LK4J
;<
IM
0
A
A