Morgunblaðið - 14.07.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 14.07.2004, Síða 16
MINNSTAÐUR 16 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Álfkonuhvarf 63-67 - Sérinngangur af svölum - Frábært útsýni - Frábær staðsetning með óbyggðu svæði í nánd við blokkina. - Náttúrukyrrð - Glæsilegar íbúðir með vönduðum innréttingum. - Traustur byggingaraðili = Vandaðar íbúðir Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 www.borgir.is GREGORÍANSKIR lofgjörð- arsöngvar hljóma um sali Bragg- ans í Núpasveit í Öxarfirði til heiðurs Maríu mey. Bragganum hefur verið breytt úr fjárhúsi í fjölnotahús sem blasir við vegfar- endum og þar stendur nú yfir myndlistarsýning eigandans og fé- laga. Ingunn St. Svavarsdóttir, sál- fræðingur og fagurlistaverkakona, eins og hún titlar sig í símaskrá, og maður hennar, Sigurður Hall- dórsson, yfirlæknir í Norður- Þingeyjarsýslu, keyptu hluta af jörðinni Valþjófsstað í Núpasveit og búa þar í kúluhúsi sem þau nefna Vin. Á landi þeirra stendur amerískur hermannabraggi sem þar var reistur árið 1964 og var notaður sem fjárhús. Þau hafa innréttað braggann upp á nýtt og komið þar fyrir vinnustofum fyrir Ingunni og gestaíbúð. Í björtu miðrými stendur nú yfir sýning meðlima Súpunnar um Maríu mey. Súpan er hópur félaga Ingunnar úr Myndlistarskólanum á Ak- ureyri og kennara þeirra sem hitt- ast reglulega til að spjalla um listina yfir súpudiski. Sýningin stendur aðeins í hálfan mánuð og lýkur næstkomandi laugardag. Sátt við það Ingunn var þekkt sem sveit- arstjóri á Kópaskeri í áratug en áður hafði hún starfað sem sál- fræðingur. Fyrir nokkrum árum söðlaði hún aftur um. „Ég var bú- in að koma hitaveitu í sveitina og var sátt við það. Dreif mig í myndlistarskóla á Akureyri,“ segir Ingunn. Hún útskrifaðist 2002 af fagurlistabraut og þaðan er hug- myndin að titlinum fagurlista- Bragganum breytt úr fjárhúsi í vinnustofu listamanns „Líf mitt er eins og vind- arnir blása“ LANDIÐ HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í þriggja mán- aða fangelsi fyrir hrottalega líkamsárás á mann á götu á Akureyri í júní í fyrra og fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hóta varð- stjóra lögreglunnar á Akureyri lífláti og of- beldi og hóta að beita fjölskyldu hans ofbeldi. Annar karlmaður á þrítugsaldri var einnig dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka þátt í líkamsárásinni og voru mennirnir báðir dæmdir til að greiða manninum sem þeir réðust á 330 þúsund krón- ur í bætur. Mennirnir tveir voru ákærðir fyrir að ráðast gegn þriðja manninum, fella hann í götuna og slá hann mörg hnefahögg í andlit og líkama og sparka í hann liggjandi með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði, tvær framtennur í efri gómi brotnuðu, hann marðist og bólgnaði um augu, hlaut sár á enni og skurðsár á vinstri kinn og marðist og hruflaðist á vinstra hné. Fram kemur í dómnum, að af framburði mannanna tveggja og þess sem á var ráðist megi ráða að væringar hafi orðið með honum og öðrum árásarmanninum umrætt kvöld, sem hófust í veitingahúsinu Sjallanum og héldu síð- an áfram er þeir hittust í miðbæ Akureyrar eftir að veitingastaðnum var lokað. Ekki hafi orðið um alvarleg átök þeirra á milli að ræða og virðist samskiptum þeirra hafa lokið með vinsemd. Dómnum þótti síðan sannað, m.a. með framburði lögreglumanna, að í framhaldi af framangreindum samskiptum hafi báðir hinir ákærðu veitt þeim þriðja eftirför að bíla- planinu vestan við Borgarbíó og ráðist þar á hann. Þá þótti dóminum sannað, með vætti tveggja lögreglumanna, að annar sakborning- urinn hefði haft uppi hótanir í garð lögreglu- manna þegar verið var að flytja hann á lög- reglustöð og í fangaklefa.    Fangelsi vegna líkams- árásar UMFANGSMIKLAR endurbætur hafa verið gerðar á 11. braut golfvallarins á Jaðri og í gær var brautin formlega vígð. Það voru þau Gunnar Sólnes og Karólína Guðmundsdóttir sem vígðu brautina en þau hafa verið lengst í Golfklúbbi Akureyrar af núlifandi félögum. Sú 11. er stutt par þrjú braut en þar hefur verið byggð ný flöt og umfangsmiklar endur- bætur verið gerðar á brautinni. Þar eru nú tvær tjarnir við flötina og þrjár sandgryfjur. Að sögn Halldórs Rafnssonar, formanns GA, er kostnaður við þessar framkvæmdir um 2 milljónir króna. Það var Edwin Rögnvaldsson sem hannaði hina nýju braut. Halldór sagði að nauðsynlegt hefði verið að ráðast í lagfæringar á golfvellinum en sem dæmi nefndi hann að klúbburinn hefði misst af umferð í Toyota-mótaröðinni sl. sumar vegna ástands vallarins. Fyrirhugað er að ráðast í enn frekari lagfæringar á vellinum og er unnið eftir framkvæmdaáætlun sem Jón Baldvin Hannesson, formaður vallar- nefndar, hefur sett upp. GA fékk á dögunum 30 milljóna króna styrk frá Akureyrarbæ, 10 milljónir á ári næstu þrjú árin og verða þeir fjármunir notaðir til lagfæringa á vellinum og klúbbhúsi. Þá má einnig geta þess að veg- urinn frá Brálundi og upp að golfvelli hefur verið lagður olíumöl, sem er mikil bylting að sögn Halldórs. Mikil gróska er í golfíþróttinni á Akureyri. Alls hafa um 130 nýliðar gengið til liðs við klúbbinn á árinu og eru félagar nú um 600 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Einnig hef- ur verið unnið að því að bæta innra starf klúbbsins og hefur sú vinna farið vel af stað, að sögn Halldórs. Jafnframt er unnið að því að GA verði fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Morgunblaðið/Kristján Betra að hitta flötina. Við elleftu flötina eru nú tvær tjarnir og þrjár sandgryfjur. Ellefta brautin formlega vígð Gunnar Sólnes „vippar“ inn á flötina á 11. braut. Karólína Guðmundsdóttir fylgist með. Á FJÓRÐA tug tillagna barst í opna samkeppni um hönnun menningarhúss á Akureyri. Að sögn Jónasar Karlessonar, ritara dómnefndar sam- keppninnar, rann skilafrestur tillagna út í byrj- un síðustu viku og mun dómnefndin hefja störf í dag. Jónas sagði að dóm- nefndin ætlaði að vinna hratt og stefndi að því ljúka störf- um í lok næsta mánaðar. Miðað við núverandi tíma- áætlun er gert ráð fyrir verk- lokum í ágúst 2006. Í dómnefndinni eru tveir fulltrúar Akureyrarbæjar, bæjarfulltrúarnir Sigrún Björk Jakobsdóttir og Oddur Helgi Halldórsson, tveir fulltrúar Arki- tektafélags Íslands, Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt og Guðrún Ingvarsdóttir, arkitekt og fulltrúi menntamálaráðuneytisins, Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri, sem jafnframt er for- maður dómnefndar. Heildarkostnaður við bygginguna áætlaður rúmir 1,2 milljarðar króna Menningarhúsið mun rísa á uppfyllingunni á horni Strandgötu og Glerárgötu og er heildar- kostnaður við bygginguna áætlaður rúmir 1,2 milljarðar króna. Ríkið greiðir 60% af kostnaði við framkvæmdina, á móti 40% hlut Akureyr- arbæjar. Samkvæmt tillögu verkefnisstjórnar um byggingu menningarhússins, verður 500 manna tónlistarsalur í húsinu, auk fjölnotasalar sem rúmar 200 manns og nýtist við fjölbreytileg tækifæri. Húsið verður um 3.500 fermetrar að stærð.    Opin samkeppni um hönnun menningarhúss á Akureyri Á fjórða tug tillagna barst AKUREYRI Sundlaugin lokuð | Framkvæmdir standa nú yfir við nýju íþróttamiðstöðina við Greni- víkurskóla, en þar er verið að byggja nýja bún- ingsaðstöðu við íþróttahúsið og í leiðinni að bæta við húsnæði grunnskólans. Vegna framkvæmdanna hefur orðið að loka sundlauginni um óákveðinn tíma. Við veg Grýtubakkahrepps eru íbúar og gestir beðnir velvirðingar „á þessum leiðindum en fram- kvæmdir ganga samkvæmt áætlun og sund- laugin mun verða opnuð aftur við fyrsta tæki- færi,“ segir á vefnum. Sígræn djasslög | Kvartett Kára leikur á fjórða heita fimmtudeginum í Deiglunni við Kaupvangsstræti á fimmtudagskvöld, 14. júlí, kl. 21.30. Kvartettinn er skipaður Kára Árna- syni, trommur, Tómasi R. Einarssyni, kontra- bassa, Snorra Sigurðssyni, trompet og Ómari Guðjónssyni, gítar. Kvartettinn leikur einkum „sígræn djasslög í nýjum búningi og er djass- inn í flokki auðmeltanlegra og þægilegra djasssöngva,“ eins og segir í frétt um tón- leikana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.