Morgunblaðið - 14.07.2004, Síða 17

Morgunblaðið - 14.07.2004, Síða 17
verkakona komin. Það var mikið starf að breyta Bragganum og telst því verki nú lokið. Bragginn er eiginlega stórt listaverk þar sem hann hefur verið málaður að utan í skrautlegum litum og blasir við vegfarendum sem leið eiga um veginn til Kópaskers. Ingunn hefur ekki í hyggju að opna þar gallerí. Hún segist hafa áhuga á að hafa sýningu í stuttan tíma á sumrin, svipaða þeirri sem nú stendur yfir. „Mig langar að vinna meira í listinni og læra meira. Notkun Braggans mun þróast og líf mitt er eins og vind- arnir blása, það er svo gaman,“ segir Ingunn. Fagurlistaverkamaður: Ingunn St. Svavarsdóttir sýnir verk sitt, Hvítu Maríu, í Bragganum. Sýning Súpunnar er tileinkuð Maríu mey. Morgunblaðið/Kristbjörg Fjölnotahús: Bragginn er stórt listaverk sem blasir við vegfarendum um Núpasveit. MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 17 REYKJAVÍK • AKUREYRI Sláttuorf Þau mest seldu. Tilvalin í garðinn og sumarbústaðinn. Verð frá kr. 10.500.- Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir selja nú síðustu sætin í sólina um verslunarmannahelgina og bjóða þér einstök tilboð á vinsælustu áfangastaði Íslendinga. Bókaðu núna og tryggðu þér síðustu sætin. Sjá nánar á www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.990 M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, stökktutilboð, 28.júlí. Netverð Síðustu sætin í sólina um verslunarmanna helgina Mallorka Verð kr. 49.990 M.v. 2 í íbúð/herbergi, stökktutilboð, 28.júlí, vikuferð. Netverð. Verð kr. 39.990 M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, stökktutilboð, 29.júlí, vikuferð. Netverð. Rimini Verð kr. 49.990 M.v. 2 í studio/herbergi, 29.júlí, vikuferð, stökktutilboð, Netverð. Verð kr. 39.995 M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, stökktutilboð, 28.júlí, vikuferð. Netverð. Portúgal Verð kr. 49.990 M.v. 2 í íbúð, vikuferð með sköttum, stökktutilboð. Nnetverð. 28.júlí Verð kr. 39.995 Trinisol, hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, vikuferð, Netverð. 28.júlí Benidorm Verð kr. 49.990 M.v. 2 í íbúð, Tinisol III, vikuferð. Netverð. 28.júlí Verð kr. 29.990 Flugsæti með sköttum. Netverð Barcelona Verð kr. 39.990 M.v. 2 í íbúð/herbergi, NH Master, 29.júlí, vikuferð. Netverð.. Verð kr. 29.990 Flugsæti með sköttum. Netverð Verona Verð kr. 39.990 M.v. 2 í herbergi, hótel Maxim, 5 nætur, 29.júlí, vikuferð. Netverð. Sandgerði | Áttatíu ungmenni úr unglingadeildum björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðvesturlandi voru á lands- hlutamóti við bæinn Nesjar í Hvalsneshverfi um helgina. Með þeim voru fjörutíu leiðbeinendur. Krakkarnir æfðu sig í björg- unarstörfum og sum kynntust nýj- um verkefnum á því sviði. Landshlutamót unglingadeilda björgunarsveitanna eru haldin annað hvert ár, á móti lands- mótum deildanna. Á mótinu í Sandgerði voru félagar úr átta unglingadeildum á svæðinu frá Snæfellsnesi og austur að Hellu. Margrét Lilja Heiðarsdóttir og Helena Magnúsdóttur, umsjón- armenn unglingadeildarinnar Von- ar í Sandgerði, og Gunnlaugur Ottesen frá Björgunarsveitinni Sigurvon voru aðalskipuleggj- endur mótsins í Sandgerði. Mar- grét Lilja segir að mótið hafi gengið vel. „Við leyfðum krökkunum að kynnast ýmsum störfum tengdum sjónum, en það eru einmitt þær æfingar sem við leggjum áherslu á hér í Sandgerði vegna þess að við erum sjóbjörgunarsveit,“ segir Margrét. Kynnt var notkun flug- línutækja þar sem æfð var björgun manns af báti og í land. Æfð var notkun á gúmmítuðrum og krakk- arnir fengu að prófa köfun sem margir höfðu ekki gert áður. Einn- ig var skyndihjálparæfing þar sem bílslys var sett á svið. Á laugardaginn var slegið upp grillveislu og farið í leiki við sund- laugina í Sandgerði. Æfingunni lauk síðan með siglingu úr Sand- gerðishöfn með tveimur björg- unarskipum sem komu úr Hafn- arfirði og Grindavík. Haldið frá ruglinu Margrét Lilja sem er liðlega tví- tug gekk í unglingadeildina í Sandgerði fimmtán ára og færðist síðan upp í björgunarsveitina við átján ára aldur. „Þetta er æðislega gefandi og skemmtilegt starf, ekki síst félagsskapurinn,“ segir hún. Margrét segist hafa ánægju af að starfa með unglingunum sem um- sjónarmaður deildarinnar. Hún segir að mest áhersla sé lögð á forvarnir. Markmiðið sé að halda krökkunum frá ruglinu. Starfið felist mest í göngum, ferðalögum og námskeiðum. Hún segir að ekki sé lögð eins mikil áhersla á þjálfun í björgunarstörfum eins og víða annars staðar en krakkarnir hljóti þó grunnþjálfunina og síðan taki alvaran við þegar þau gangi upp í björgunarsveitina. Þá sé farið á fleiri námskeið og þjálfunin tekin fastari tökum þannig að björg- unarsveitarfólkið sé tilbúið þegar á þarf að halda. Áttatíu krakkar á landshlutamóti unglingasveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Æfing: Unga björgunarsveitafólkið fékk að spreyta sig á björgun með fluglínutækjum á mótinu í Sandgerði. Gefandi og skemmtilegt starf Leiðbeinendur: Magrét Lilja Heiðarsdóttir og Sigurður Stefánsson úr Björgunarsveitinni Sigurvon voru meðal leiðbeinenda á námskeiðinu. SUÐURNES Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.