Morgunblaðið - 14.07.2004, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 23
S
kýrsla Ríkisendurskoð-
unar um háskólastigið
er að mörgu leyti grein-
argóð lýsing á þeim gíf-
urlegu breytingum er
orðið hafa á íslensku háskóla-
samfélagi síðastliðinn áratug. Sú
gífurlega gróska sem skýrslan lýs-
ir á sér líklega fá fordæmi í
menntasögu okkar Íslendinga.
Óhætt er að fullyrða að þessi ára-
tugur hafi verið mesta grósku- og
umbreytingaskeið í íslensku há-
skólalífi frá stofnun Háskóla Ís-
lands.
Því miður virðist hins vegar sem
helsti talsmaður Samfylking-
arinnar í menntamálum hafi ekki
gefið sér tóm til að lesa skýrsluna
áður en hann fór að básúna það út
að skýrslan væri „nokkuð afdrátt-
arlaus áfellisdómur yfir stefnu- og
metnaðarleysi“ stjórnvalda í mál-
efnum háskólastigsins. Það kemur
þó í sjálfu sér ekki á óvart þar
sem það hefur sjaldan flækst fyrir
talsmönnum þessa ágæta flokks að
hafa skoðanir á málefnum án þess
að kynna sér efnisatriði málsins.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar
hefst raunar á eftirfarandi setn-
ingu: „Á undanförnum árum hefur
verið mikil gróska í háskóla-
menntun á Íslandi.“ Sem í túlkun
Samfylkingarinnar útleggst sem
„skilningsleysi á mikilvægi há-
skólastigsins“ og „vegferð án fyr-
irheits“.
Hver er sú vegferð sem skýrsla
Ríkisendurskoðunar lýsir? Fjöldi
þeirra nemenda er stunda há-
skólanám á Íslandi hefur tvöfald-
ast á þessum áratug. Árið 1993
voru skráðir nemendur við ís-
lenska háskóla 7.000 en tæplega
14 þúsund árið 2002. Nýir skólar á
háskólastigi hafa bæst við. Há-
skólinn í Reykjavík og Við-
skiptaháskólinn á Bifröst urðu til
á þessum tímabili. Sömuleiðis
Listaháskólinn og Tækniháskólinn.
Námsframboð hefur stóraukist og
bjóða íslenskir skólar á há-
skólastigi nú upp á 300 náms-
brautir en þeim hefur fjölgað um
100 frá árinu 1999. Framlög til há-
skóla nema um ellefu milljörðum
frá hinu opinbera.
Það kann vel að vera að þessi
þróun hafi farið fram hjá tals-
mönnum Samfylkingarinnar. Lík-
legra er hins vegar að þeir kjósi
að horfa fram hjá henni og reyna
með innantómum frösum að beina
athygli manna frá henni. Stað-
reyndirnar blasa hins vegar við
öllum þeim er fylgst hafa með
þróun háskólastigsins síðastliðin
ár. Drifkrafturinn í þessari já-
kvæðu þróun hefur verið sú skýra
stefna að auka frelsi í skólamálum.
Því má hins vegar aldrei gleyma
að frelsi fylgir jafnframt ábyrgð.
Ríkisendurskoðun gerir nokkuð úr
því að íslensk stjórnvöld skorti
stefnu í málefnum háskólastigsins
að því leytinu til að ekki hafi verið
sett töluleg og tímasett markmið.
Bent er á að Hollendingar stefni
að 50% þátttöku í háskólanámi ár-
ið 2010 og að Bretar stefni að því
að 50% þeirra sem orðnir eru 30
ára hafi hafið nám á háskólastigi
árið 2010.
Það er umhugsunarefni hvort
við eigum sömuleiðis að setja okk-
ur markmið sem þessi. Hver svo
sem niðurstaðan verður er ljóst að
við erum nú þegar að ná því
markmiði að 50% hvers árgangs
hefji háskólanám. Því hefur
menntasókn síðasta áratugar, sem
skilmerkilega er lýst í skýrslu
Ríkisendurskoðunar, skilað.
Þessum miklu um-
breytingum fylgja hins
vegar óneitanlega og
óhjákvæmilega vaxt-
arverkir. Ríkisend-
urskoðun bendir á nokk-
ur atriði, sem ég er
sammála um að rétt er að
skoða vandlega á næstu
misserum. Ég hef til
dæmis lagt ríka áherslu á
að skýrar gæðakröfur
verði gerðar til háskóla.
Ríkið greiðir fyrir þjón-
ustu háskólanna að miklu
leyti og ber því skylda til
að fylgjast með hvernig
þeim fjármunum er varið.
Hin mikla fjölgun námsbrauta er
þannig fagnaðarefni. Fjölgunin má
hins vegar aldrei verða á kostnað
gæða.
Þeirri spurningu er einnig varp-
að fram í skýrslunni hvort íslensk-
ir skólar séu of margir og smáir
og fjármagnið of dreift til að þeir
geti fullnægt kröfum um kennslu
og rannsóknir til jafns við erlenda
háskóla. Það ber að mínu mati að
skoða rækilega og með opnum
huga hvort ástæða sé til að þeir
skólar sem nú eru starfandi taki
upp formlegra samstarf í auknum
mæli til að nýta krafta sína betur
og jafnvel hvort hugsanlega séu
forsendur fyrir samruna skóla til
að mynda stærri og sterkari ein-
ingar.
Það hefur margt áunnist og við
munum áfram láta verkin tala.
Það er hins vegar ótrúlegt að sjá
hversu innantóm „samræðustjórn-
mál“ Samfylkingarinnar reynast
vera. Það er sorglegt að sjá ungan
þingmann halda innihaldssnauðum
frösunum á lofti trekk í trekk og
ganga jafnvel svo langt að vilja
gengisfella sjálfstæðu háskólana
sem tekið hafa til starfa á und-
anförnum árum. Trúir því nokkur
maður að tilkoma Háskólans í
Reykjavík, Viðskiptaháskólans á
Bifröst og Listaháskólans hafi orð-
ið til að „gengisfella háskólanámið
almennt“? Það væri stórkostlegt
áfall fyrir íslenskt þjóðfélag og
menntakerfi ef slík sjónarmið réðu
ferðinni við stjórn menntamála.
Afdráttar-
laus gróska
Eftir Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur
’Það ber að mínu mati aðskoða rækilega og með opn-
um huga hvort ástæða sé til
að þeir skólar sem nú eru
starfandi taki upp formlegra
samstarf í auknum mæli til
að nýta krafta sína betur og
jafnvel hvort hugsanlega
séu forsendur fyrir samruna
skóla til að mynda stærri og
sterkari einingar.‘
Höfundur er menntamálaráðherra.
Morgunblaðið/Kristinn
Austurlöndum og að þróa þær viðræður áfram í raun-
verulegt samstarf. Við hleyptum einnig af stokkunum
„Istanbúl-samstarfsverkefninu“, það felur í sér raun-
hæfa aðstoð í öryggismálum við þjóðirnar í Mið-
Austurlöndum. Mörg aðildarríki Persaflóaráðsins hafa
þegar lýst yfir áhuga á samstarfivið NATO og við förum
því vel af stað hvað þetta varðar.
NATO-fundurinn í Istanbúl sýndi skýrt að Atlants-
hafs-samstarfið felur í sér að litið er til þeirra vandamála
sem aðkallandi eru í dag og í okkar nánustu framtíð og
að bandalagið er reiðubúið til að takast á við þær erfiðu
áskoranir sem blasa við í öryggismálum, hvar í heim-
inum sem er. Fundurinn sá NATO fyrir auknum póli-
tískum og hernaðarlegum tækjum til að stuðla að stöð-
ugleika þar sem stöðugleika er þörf. Mestu máli skiptir
að fundurinn staðfesti hlutverk bandalags lýðræðisríkja
beggja vegna Atlantsála, að þessi ríki deila sömu gildum
og að bandalagið sé það afl sem best er í stakk búið til að
móta framtíð okkar með jákvæðum hætti.
an kafla í samskiptum okkar við aðrar þjóðir: þessu
fylgja tækifæri fyrir ríki til að þróa samband sitt við
NATO þannig að henti hverju fyrir sig, lögð er aukin
áhersla á umbætur í varnarmálum og sjónum beint í rík-
ari mæli til Kákasus-svæðisins og Mið-Asíu. Ennfremur
lýstum við ánægju okkar með þann áhuga sem Rússar
og Úkraínumenn hafa sýnt á því að taka þátt í „Active
Endeavor“, æfingum okkar í Miðjarðarhafinu sem mið-
ast að því að styrkja varnir gegn hryðjuverkum á sjó, en
við teljum hann enn eina vísbendinguna um sívaxandi
mikilvægi samstarfs okkar við þessar þjóðir.
Að síðustu er rétt að nefna Miðjarðarhafið og stöðuna
í Mið-Austurlöndum. NATO ákvað í Istanbúl að bjóða
aðstoð sína á nýjum svæðum sem mikilvæg hljóta að
teljast, einkum og sér í lagi í Mið-Austurlöndum. Þróun
mála þar skiptir meira máli fyrir öryggi okkar á næstu
árum en þróunin nokkurs staðar annars staðar. Við
þurfum á því að halda að ríki beggja vegna Atlantshafs-
ins leggi sitt af mörkum í þessum heimshluta með mark-
vissum hætti, NATO verður hluti af þeirri viðleitni. Við
samþykktum að leggja aukna áherslu á Miðjarðarhafs-
viðræður okkar við sjö ríki í Norður-Afríku og í Mið-
fhæf.
r ráð-
itískt
na að-
afli verði
mann-
O.
önnur
fulltrúar
u, Eist-
og Slóv-
ar væru
ga í
um til að
nig nýj-
r Istanbúl
Reuters
stanbúl
í Istanbúl. Davíð Oddsson forsætisráðherra er lengst til vinstri, við hlið hans er George W. Bush Bandaríkjaforseti, þá Kjell
acques Chirac Frakklandsforseti, Simeon Saxe-Coburg, forsætisráðherra Búlgaríu, og lengst til hægri er greinarhöfund-
tjóri NATO.
n
að
m-
Höfundur er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins
(NATO).
við beinum þeim tilmælum til viðeigandi
stjórnvalda [þegar kínverskan gest ber að
garði] að þau hafi hemil á mótmælendum,
að þau hafi stjórn á aðstæðum, til að
tryggja að heimsóknin gangi vel fyrir sig.“
Alnæmi vandamál í Kína
Wang er spurður um nýleg ummæli
Wens Jiabao, forsætisráðherra Kína,
varðandi útbreiðslu HIV-veirunnar og al-
næmis (AIDS) í Kína en athygli vakti að
Wen skyldi tala jafnopinskátt um vandann
og raun bar vitni. „Persónulega hef ég sett
þetta mál mjög á forgangslista eftir að
hafa starfað á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna,“ segir Wang. „Mikilvægast er að
menn taki höndum saman um að vekja
fólk til vitundar um þann mikla vanda sem
við stöndum nú frammi fyrir og sem al-
næmi er. Ég fékk á sínum tíma tækifæri
til að heimsækja mörg Afríkuríki og ég sá
með eigin augum þann vanda sem HIV-
veiran og alnæmi hefur valdið þar. Það
halda því margir fram að AIDS sé nú
stærsti vandinn sem Afríkubúar standa
frammi fyrir, ekki fátækt eða stríð. Ég er
fyllilega sammála því mati. Ég hef því
reynt að vekja athygli á þessu vandamáli.
Hitt er ánægjulegt að geta greint frá
því að allir helstu forystumenn í kínversk-
um stjórnmálum hafa sett baráttuna gegn
alnæmi á forgangslista. Ástandið í Kína er
ekki eins slæmt og í sumum löndum Afr-
íku; nýjustu tölur gefa til kynna að um
800.000 Kínverjar séu smitaðir af HIV eða
með alnæmi. En alnæmi breiðist hratt út
og mér skilst að spár bendi til að ef ekki
verði gripið til róttækra ráðstafana þá
verði árið 2010 um tíu milljónir Kínverja
smitaðir. Þessi ríkisstjórn leggur því
mikla áherslu á að bregðast við þessum
vanda. Og ég er ekki í neinum vafa um að
við getum haldið alnæmi í skefjum,“ sagði
Wang Yingfan.
gan gest beri að garði, eins og
an þjóðarleiðtoga, þá sé eðlilegt
eyni að tryggja að allt gangi vel
Við sýnum gestinum ávallt til-
urteisi,“ segir hann. „Það er
ræmi við kínverskar hefðir að
dur fái að hrópa að hinum er-
ursgesti ýmis ókvæðisorð eða
um hitt og þetta. Við reynum að
á slíkum uppákomum. Við reyn-
ósi þess að Falun Gong stendur
herferð, að komast hjá þeim
m sem þess háttar mótmæli
. Þetta er líka ástæða þess að
’[...] alnæmi breiðisthratt út og mér skilst að
spár bendi til að ef ekki
verði gripið til róttækra
ráðstafana verði árið
2010 um tíu milljónir Kín-
verja smitaðar.‘
Morgunblaðið/Eggert
fan lýsir eftir því að Evrópusambandið taki að sér stærra hlutverk. „Heims-
að vera á forræði allra þjóða. Við viljum ekki að eitt stórveldi ráði öllu.“