Morgunblaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 26
MINNINGAR
26 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
www.mosaik.is
LEGSTEINAR
sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
✝ Gunnar Christi-ansen fæddist á
Skála í Færeyjum 12.
mars 1948. Hann lést
5. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Anton Christiansen,
f. 5. mars 1915, d. 12.
október 1970, og
Semona Christian-
sen, f. 22. júlí 1923,
d. 26. febrúar 1998.
Systir Gunnars er
Judith Elísabet
Christiansen, f. 21.
október 1944.
Gunnar kvæntist
24. maí 1970 Hólmfríði S. Krist-
insdóttur, f. 10. ágúst 1950. Dótt-
ir þeirra er Elísabet Anna
Christiansen, f. 11. febrúar 1972,
sambýlismaður Svavar Örn Guð-
jónsson, f. 21. ágúst 1976, dóttir
þeirra er Ísabella Eir, f. 7. ágúst
2003. Fyrir átti Elísabet tvær
dætur, Hallfríði Sunnu, f. 16.
desember 1991, og Tönju Björk,
f. 12. feb. 1996.
Gunnar lauk námi
í kjötiðn 1968 og
starfaði við þá iðn
lengst af. Síðustu
árin starfaði hann
sem sölumaður.
Gunnar bjó ásamt
fjölskyldu sinni 4 ár
í Færeyjum og 9 ár í
Svíþjóð. Hann var í
Íslenska kórnum í
Gautaborg og Þing-
eyingakórnum síð-
ustu árin. Gunnar
var mikill áhuga-
maður um knatt-
spyrnu og starfaði við hana bæði
hjá Þrótti í Reykjavík og B36 í
Færeyjum. Einnig vann hann
mikið við félagsstörf og var í
stjórn Íslendingafélagsins í Fær-
eyjum og Svíþjóð og Færeyinga-
félagsins í Reykjavík.
Útför Gunnars verður gerð frá
Fella- og Hólakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Far þú í friði, ástin mín.
Fríða.
Elsku besti pabbi minn.
Mig langar til að skrifa nokkur
kveðjuorð til þín, elsku pabbi minn.
Já, kveðjuorð, hver hefði haldið að
það yrði á þessum tímapunkti. Ég er
enn að ná áttum og reyna að telja
mér trú um að þetta sé satt. Þetta
er svo sárt, pabbi, ég er svo reið, svo
ósátt. Af hverju þurfti að taka þig
frá okkur núna strax. Þú varst bara
56 ára og áttir eftir að gera svo
margt, við áttum eftir að gera svo
margt saman.
Það eru svo margar spurningar
sem koma upp, ef þetta og ef hitt.
Spurningar sem verður aldrei svar-
að. Þú barðist samt eins og hetja í
veikindum þínum sem stóðu yfir í
lengri tíma en nokkur maður vissi
um. Þú varst ekki sú manngerð að
kvarta yfirhöfuð. Þú varst alltaf
hraustur og svo duglegur, hvern
hefði órað fyrir því að eitthvað
þessu líkt myndi gerast.
Þú áttir það svo sannarlega skilið
að fara að hafa það gott, þið mamma
saman.
Þú ætlaðir að fara að slaka aðeins
á og spila golf með strákunum þegar
þú yrðir frískur og hætta að taka að
þér svona mikið af verkefnum.
Æ, þetta er svo óraunverulegt,
svo ósanngjarnt. Af hverju þurftir
þú að fá svona sjaldgæfan sjúkdóm.
Við áttum svo sérstakt samband,
þú og ég. Við heyrðum alltaf reglu-
lega hvort í öðru en í þau fáu skipti
sem heill sólarhringur fékk að líða
sagði mamma: „Nú er hann pabbi
þinn kominn með fráhvarfsein-
kenni“. Þú getur rétt ímyndað þér
hvernig það verður að heyra ekki í
þér meir.
Þú varst alltaf til staðar fyrir alla,
vildir alltaf hjálpa til eins mikið og
þú gast og helst meira. Þú varst svo
góðhjartaður maður og alveg ein-
stakur. Þú varst líka svo skemmti-
legur og gast oftar en ekki komið
fólki til að brosa eða jafnvel skelli-
hlæja. Ég mun sakna þess að fá ekki
að fíflast meira með þér, við tókum
oft ágætis rispur saman og þótti
öðrum gaman að. Þetta eru allt dýr-
mætar minningar sem ég mun ávallt
geyma, elsku pabbi minn. Það eru
forréttindi að hafa átt þig að sem
föður og vildi ég engu hafa breytt,
þú varst fullkominn í mínum augum.
Stelpurnar eiga eftir að sakna þín
mikið og þarf ekki að segja að þú
varst auðvitað besti afi í heimi. Það
ætla allir að hjálpa Ísabellu Eir, sem
er svo lítil, að minnast þín.
Ég elska þig, pabbi minn, og mun
ávallt gera. Ég gæti setið endalaust
og skrifað en ég ætla að ljúka þessu
og kveðja þig með orðunum sem ég
hvíslaði alltaf í eyru þín þegar ég
kvaddi þig eftir heimsóknir á spít-
alann: „Bless pabbi minn, ég elska
þig, góða nótt, sofðu vel og Guð
geymi þig, gussi nussi.“ En nú
sjáumst við ekki á morgun.
Nú munu Guðs englar, amma og
afi og aðrir ástvinir, sem kvatt hafa
jarðríki, taka á móti þér opnum
örmum. Ég er viss um að þú verður
ávallt til staðar sem okkar vernd-
arengill og fylgist með litlu fjöl-
skyldunni þinni og leiðir okkur á
rétta braut. Við munum svo hittast
síðar á nýjum stað. Við mamma
pössum hvor aðra vel á meðan.
Elsku mamma mín, Judith og aðr-
ir ástvinir, við biðjum Guð að
styrkja okkur öll í þessari miklu
sorg.
Þín litla pabbastelpa
Elísabet.
Elsku Gunni.
Mín fyrstu kynni af þér voru mjög
ánægjuleg í byrjun ársins 2002. Ég
sá strax hversu góður maður þú
varst, og hversu mikið og gott þú
gafst af þér. Hvernig þær Sunna og
Tanja löðuðust að þér og Fríðu hef-
ur mér alltaf fundist afar hjart-
næmt. Einnig var augljóst strax frá
byrjun hversu gott samband þitt við
hana Elísabetu var. Það er í mínum
augum alveg einstakt.
Ég man að ég var með smá hnút í
maganum þarna í ársbyrjun 2002
þegar ég var í þann mund að hitta
þig í fyrsta skiptið. Ég man svo vel
eftir því. Ég var búinn að hitta
Fríðu eitthvað áður og hún var ynd-
isleg eins og hún er ávallt. Þessi
smá hnútur í maganum hvarf um
leið og þú gekst inn. Jafn viðkunn-
anlegan og þægilegan mann hef ég
aldrei hitt. Mér leið strax vel í
kringum þig og Fríðu. Og mér
fannst alltaf gaman og gott að hafa
ykkur nálægt.
Hverjum hefði dottið það í hug að
þú skyldir hverfa á braut svo
skyndilega tveimur og hálfu ári síð-
ar. Hver hefði trúað að slíkt gæti
gerst með jafn heilsuhraustan
mann. Þú sem varst góðmennskan
uppmáluð og gerðir allt fyrir alla
eins vel og þú gast.
Þegar ég sit hér og hugsa til þín
koma svo margar góðar minningar
upp í huga mér. Þessi ár sem ég
upplifði með þér eru búin að vera
svo góð. Það er sárt að missa þig svo
ungan. Ég finn fyrir reiði yfir því að
þú skulir þurfa að kveðja svona
skyndilega. Af hverju svona góður
maður eins og þú. Ég veit að ég á
aldrei eftir að sætta mig við þurfa að
kveðja þig svona snemma, Gunni
minn, en ég mun læra að lifa við
þetta og takast á við það að þú skul-
ir ekki vera lengur á meðal okkar.
En minningarnar gleymast aldrei.
Við höfum alltaf þessar góðu minn-
ingar sem hlýja okkur um hjarta-
rætur er við minnumst þín um
ókomin ár.
Elsku Fríða, Judith, Elísabet,
Sunna, Tanja, Ísabella og aðrir að-
standendur.
Ég votta ykkur dýpstu samúð
mína. Megi guð styrkja ykkur í
þessari miklu sorg.
Þinn tengdasonur,
Svavar Örn Guðjónsson.
Elsku besti afi.
Frá því ég fæddist hefur þú verið
besti afi í heimi. Mér finnst erfitt að
hugsa til þess að þú sért farinn. Þú
varst alltaf svo góður við mig og
skilningsríkur. Þú hefur gefið mér
ást þína og allan styrk sem ég þarf
frá þér. Þegar ég söng á tónleikum í
söngskólanum komst þú og horfðir á
og gafst mér styrk. Þú hefur alltaf
hjálpað mér og huggað mig þegar
ég hef þurft á því að halda og gert
mig glaða, elsku besti afi í heimi.
Ég vildi að þú hefðir aldrei farið
frá okkur, því við elskum þig svo
mikið. Ég vona að þér líði betur
núna, og finnir ekki eins mikið til.
Ég mun alltaf elska þig mikið. Núna
ertu hjá guði og hann mun alltaf
passa þig. Ég mun sakna þín alla
mína ævi.
Elsku besti afi í heimi.
Kær kveðja,
Sunna.
Elsku afi.
Ég er viss um það að þú varst
besti afi í heimi. Það var alltaf gam-
an að hitta þig og þú varst svo góð-
ur. Það er svo rosa sárt að hitta þig
aldrei aftur. Ég skal passa ömmu
vel fyrir þig.
Bless elsku afi minn.
Þín
Tanja Björk
Ég vil minnast mágs míns, Gunn-
ars Christiansen, sem lést langt um
aldur fram. Gunnar var ljúfmenni
og höfðingi heim að sækja. Öðru
eins snyrtimenni hef ég ekki kynnst.
Kynni mín af Gunna eins og hann
var oftast kallaður, hófust fyrir
rúmum 30 árum er hann hóf sambúð
með systur minni, Hólmfríði Krist-
insdóttur. Gunnar kom mér fyrir
sjónir sem mikið gæðablóð, sem
vildi allt fyrir alla gera, ég kunni
strax vel við þennan Færeying sem
var ekki hár í loftinu, en því stærri
maður hið innra.
Það sem kemur fyrst upp í hug-
ann þegar ég rifja upp kynni mín af
Gunnari er snyrtimennskan, ég man
ekki til þess að hafa séð Gunnar
öðru vísi en snyrtilegan til fara,
hvað þá að skórnir hans væru skít-
ugir. Á þessum árum sem við vorum
yngri, þá var það nær daglegt brauð
að við strákarnir værum skítugir,
skríðandi undan einhverri bíldrusl-
unni, en Gunna sá maður aldrei skít-
ugan. Mig minnir að fyrsti bíll
Gunna hafi verið Rambler American
64 sem mér fannst flottur, held að
hann hafi hangið saman á snyrti-
mennskunni einni saman, því ekki
voru þetta nýir bílar sem við vorum
með í höndunum, en þóttumst sælir
af.
Gunnar fluttist ungur að árum til
Íslands, frá Færeyjum, og kom úr
ástríku umhverfi, frá fjölskyldu sem
sómi er að hafa tengst. Gunnar var
lærður kjötiðnaðarmaður og vann
við það til fjölda ára, fyrstu árin
vann hann hjá Gunnari Ingólfssyni í
kjötbúðinni Hólmgarði 34, og mynd-
aðist með þeim kær vinnátta sem
entist fram á síðasta dag. Þar hófst
líka ástarsamband Gunnars og syst-
ur minnar Fríðu, og er mér það
minnisstætt, að þau þóttu lukkuleg
að aka heim að loknum vinnudegi á
Ford Anciliu sem var sendiferðabíll
kjötbúðarinnar.
Gunnar hafði mikinn áhuga á tón-
list og hafði ótrúlega þolinmæði að
taka upp tónlist, sem á þessum ár-
um var öll á kassettum, það þurfti
að spóla fram og til baka og passa
upp á að öll lögin kæmust fyrir á
kassettunni, þetta dundaði hann sér
við öllum stundum, blístrandi eða
syngjandi rólegur.
Gunnar var aldrei að sýnast, ég
minnist þess heldur ekki að hafa
heyrt hann tala illa um nokkurn
mann eða dæma fólk. Hann átti sér
drauma og metnað, sem rættust upp
og ofan eins og hjá okkur flestum.
Gunnar var mikil félagsvera, var
stússandi í félagsstarfi út og suður
og framan af í félagsstarfi Knatt-
spyrnufélagsins Þróttar, var spil-
andi í hljómsveitum og syngjandi í
kórum, fór hann svo vítt yfir að ég
náði aðeins að fylgjast með úr fjar-
lægð. Skyndileg veikindi sem virtust
við fyrstu sýn ekki vera meira en
venjuleg flensa, eins og hann hélt
sjálfur fram, báru þennan góða
dreng ofurliði.
Fríða, Judith, Beta, Sunna, Tanja
og Ísabella, megi algóður Guð
styrkja ykkur í sorg og söknuði.
Góður eiginmaður, vinur og afi er
fallinn frá. Guð geymi þig, kæri
mágur, þakka þér fyrir að hafa leyft
mér að kynnast þér.
Jón Kr. Kristinsson.
Það er ekki ofsögum sagt að sam-
félag Færeyinga á Íslandi hafi orðið
fyrir miklu áfalli nú þegar Gunnar
féll frá.
Gunnar hefur undanfarin ár verið
einn af samhentri stjórn Færey-
ingafélagsins í Reykjavík og hefur
starf hans fyrir félagið einkennst af
óeigingirni og dugnaði.
Sjálf hefur undirrituð þekkt
Gunnar lengi, en þau kynni urðu
enn ánægjulegri þegar hann tók
sæti í stjórn Færeyingafélagsins í
Reykjavík árið 2000 og höfum við
unnið saman á þeim vettvangi síðan.
Það var okkur í stjórninni mikið
áfall að heyra af alvarlegum og
óvæntum veikindum Gunnars og
hugur okkar hefur verið með hon-
um, Fríðu og þeirra nánustu þennan
tíma.
Framlag Gunnars til Færeyinga á
Íslandi hefur verið mikið á undan-
förnum árum. Hann hafði mikinn
áhuga á að flugsamgöngur á milli
Færeyja og Íslands yrðu betri og
tíðari og átti hann í því sambandi
marga fundi með færeyska flug-
félaginu um að fjölga flugferðum en
hafa verðið jafnframt hóflegt. Fær-
eyingar og Íslendingar munu njóta
ávaxta af því starfi hans á komandi
árum. Störf hans fyrir stjórn Fær-
eyingafélagsins hafa annars verið
fjölbreytt og má m.a. nefna dugnað
hans og ósérhlífni við undirbúning á
hinum ýmsu veislum og skemmtun-
um sem félagið stendur fyrir á ári
hverju. Skarð Gunnars verður vand-
fyllt í þeim efnum sem öðrum. Einn-
ig lagði hann mikla vinnu í ýmis
menningarkvöld tengd Færeyjum
og var hann mikilvægur tengiliður
fyrir stjórnina við færeyinga og fær-
eyingavini úti um allt land.
Mikil reynsla Gunnars af fé-
lagsmálum kom sér einnig vel fyrir
innra starf stjórnarinnar þannig að
þegar kom að lausn ýmissa vanda-
mála átti hann jafnan stóran þátt í
farsælli lausn. Fyrir það og öll hans
störf í þágu Færeyinga á Íslandi er-
um við honum ævinlega þakklát.
Síðast en ekki síst hefur Gunnar
reynst okkur öllum góður vinur og
félagi og munum við eiga góðar
minningar um samverustundir með
honum.
Fyrir hönd Færeyingafélagsins í
Reykjavík vil ég senda innilegar
samúðarkveðjur til Fríðu, Elísabet-
ar og annarra ástvina Gunnars.
Elin Svarrer Wang,
formaður Færeyingafélags-
ins í Reykjavík.
Elsku Gunni. Eða afi Gunni eins
og Íris Ósk kallaði þig alltaf.
Okkar fyrstu kynni voru í Svíþjóð
árið 1990 þegar við fluttumst þang-
að. Við, ungir krakkar með ársgam-
alt barn á vit ævintýranna. Eftir
stutta veru okkar í Svíþjóð kynnt-
umst við Betu sem alltaf var svo vilj-
ug að passa fyrir okkur Írisi Ósk ef
við þurftum á því að halda og með
okkur myndaðist fljótlega mjög ná-
inn og góður vinskapur sem hefur
styrkst og eflst með árunum.
Eftir kynni okkar við Betu fórum
við að venja komur okkar til þín og
Fríðu. Það var alltaf svo gott að
koma til ykkar, á sunnudögum í
kaffi og vöfflur og á hátíðisdögum
þegar það var svo erfitt að vera án
fjölskyldunnar, var okkur svo oft
boðið til ykkar. Já, þetta var það
sem okkur vantaði, fjölskyldan sem
við vorum svo háð heima á Íslandi.
Þarna fundum við þá hlýju sem okk-
ur vantaði og sóttum æ oftar í hana.
Íris Ósk var oftar og oftar hjá ykkur
þegar við Beta þurftum aðeins að
skreppa út á lífið eða að þið buðuð
henni að vera hjá ykkur ef við
skruppum eitthvað sem þið vissuð
að barn á þessum aldri hefði ekki
gaman af.
Mér er það mjög minnisstætt
þegar við komum að ná í hana eitt
skiptið, þá var búið að æfa Írisi í að
GUNNAR
CHRISTIANSEN
Elsku Eva frænka
mín. Ég trúi ekki að
þú sért farin frá mér.
Ég mun sakna þín
mjög mikið en ég verð
að halda áfram að lifa.
EVA BJÖRK
EIRÍKSDÓTTIR
✝ Eva Björk Ei-ríksdóttir fædd-
ist í Reykjavík 25.
september 1977. Hún
lést á Landspítalan-
um mánudaginn 21.
júní og var útför
hennar gerð frá Frí-
kirkjunni í Reykja-
vík 29. júní.
Það verður erfitt. Nú
get ég ekki lengur
hringt í þig en ég gat
þó talað við þig í síð-
asta sinn. Það var svo
gaman að tala við þig.
Sú minning geymist í
hjarta mínu. Ég var
alls ekki tilbúin að
kveðja þig, elskan, en
maður er aldrei tilbú-
inn. Megir þú hvíla í
friði. Núna ertu hjá
Guði og hann verndar
þig.
Þín frænka
Lára María.