Morgunblaðið - 14.07.2004, Síða 32

Morgunblaðið - 14.07.2004, Síða 32
Grettir Grettir Smáfólk VILTU HEYRA RIT- GERÐ UM JÓN SIGURÐSSON? Í DAG ER AFMÆLISDAGUR JÓNS... HVER VAR JÓN SIGURÐSSON? ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ... JÓN VAR TÍUNDI KÓNGURINN OKKAR OG HANN FEÐRAÐI MARGAR EIGINKONUR... ÆTTI ÉG AÐ SEGJA FRÁ ÞVÍ AÐ HANN ER Á 500 KALLINUM? ÞAÐ GÆTI VERIÐ SNIÐUGT HELDURÐU AÐ ÉG FÁI “A”? GEFA ÞEIR “Ö”? ERTU Í ALVÖRUNNI MEÐ NÍU LÍF? NEI! MÉR FINNST ÞAÐ BARA VEGNA ÞESS AÐ ÉG BÝ MEÐ ÞÉR ER ÉG YNDISLEGASTI MAÐUR Í ÖLLUM HEIMINUM? OG ELSKARÐU MIG? ÉG HAFÐI ÞAÐ BARA EKKI Í MÉR AÐ SEGJA HENNI AÐ ÞETTA VÆRI SKAKT NÚMER EN HUGULSAMT AF ÞÉR ÆVINTÝRA- STRÁKUR Svínið mitt SNIFF! © DARGAUD SKO ... SNIFF GROIN! NÚNA ÆTLA ÉG AÐ KUBBA NAFNIÐ MITT ... SNIFF! OG SVO ÞITT ... ADDA!! ÞÚ MÁTT EKKI GERA ÞETTA! ÞÚ DEILIR EKKI SAMLOKUNNI MEÐ SVÍNINU JÁ, ÞÚ GÆTIR SMITAST AF VÍRUS ... ... SVONA BERAST SMITSJÚKDÓMAR ... ÉG HELD AÐ HÚN HAFI SKILIÐ ÞETTA! ERTU VISS?? DREKKTU RÚNAR, DREKKTU HÓSTASAFANN ÞINN ÉG HELD ÉG HAFI SMITAÐ ÞIG SNIFF! Dagbók Í dag er miðvikudagur 14. júlí, 196. dagur ársins 2004 Víkverji er nýkominnfrá útlöndum og í fríhöfninni gleymdi hann tveimur pokum með fríhafnarvarningi og matvöru og barna- kerru. Í öngum sínum hringdi hann upp á flugvöll og spurði hvort svo vildi til að þessir hlutir hefðu rat- að í hornið fyrir tapað- fundið hjá þeim. Þar var allt lokað en elsku- legur tollvörðurinn sem svaraði var ekki lengi að finna út að hlutirnir væru á staðnum. Hann sá einnig til þess að þeir færu með næstu rútu í bæinn. Víkverji, sem lenti síðast í þeirri óskemmtilegu reynslu að tollvörður umturnaði öllu í töskunni hans og var heldur óvin- samlegur, hefur nú fengið aðra og betri reynslu af tollvörðum og kann honum bestu þakkir fyrir greiðvikni. x x x Síminn hjá móður Víkverja bilaðisíðastliðinn laugardagsmorgun og hringt var í bilanir hjá Símanum. Eftir dúk og disk fékkst samband og þá kom í ljós að ekkert var hægt að gera fyrr en eftir helgi því enginn var á vakt. Sá sem svaraði hjá bilanaþjónustu sagði þó einn mögu- leika og það væri að kalla út mann sem væri rándýrt. Móðir Víkverja átti þá að vera símalaus fram á mánudag. Á tímum samkeppni velt- ir Víkverji fyrir sér þessari þjónustu. Er þetta nokkur hemja? x x x Maki Víkverja er aðsmíða verönd við sumarhúsið sitt og hef- ur púlað í því fram á kvöld und- anfarna daga. Það kom að því að hann vantaði steypu í undirstöðurnar og þá var hringt á nokkra staði. Lág- markseining með bíl kostaði um 15.000 krónur. Hagstæðast var þó að fara með sína eigin kerru og fá til- búna afgangssteypu. Þegar makinn kom á Steypustöðina fékk hann slatta af steypu í kerruna og þegar gera átti upp var honum sagt að hann mætti bara eiga það sem í kerrunni væri. Hins vegar er vert að geta þess að þetta er mikill mokstur og fólk þarf að hafa sterkt bak til að ráða við verkið því steypan verður fljótt hörð og moka þarf rösklega. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Tónlist | Senn líður að fyrstu áheyrnarprófum Idol-Stjörnuleitar. Byrjað verður 28. ágúst á Hótel Loftleiðum í Reykjavík, þá verður haldið til Vest- mannaeyja, Ísafjarðar, Akureyrar og loks Egilsstaða. Skráning er hafin á stod2.is, þannig að ekkert er því til fyrirstöðu að hæfileikarík ungmenni landsins taki af skarið og freisti gæfunnar. Morgunblaðið/Árni Torfason Stjörnuleit í aðsigi MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Og þá munuð þér vera mín þjóð, og ég mun vera yðar Guð. (Jer. 30, 22.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.