Morgunblaðið - 14.07.2004, Qupperneq 34
DAGBÓK
34 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Vestur finnur strax aumasta blettinn
þegar hann spilar út hjartadrottningu
gegn fjórum spöðum suðurs.
Norður
♠K10763
♥Á32
♦D5
♣DG5
Vestur Austur
♠Á ♠2
♥DG108 ♥976
♦K983 ♦G764
♣Á1087 ♣K9432
Suður
♠DG9854
♥K54
♦Á102
♣6
Suður gefur; allir á hættu.
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 spaði
Dobl 4 spaðar Pass Pass
Pass
Hvernig er best að spila?
Tapslagur blasir við á hvern lit og
eina vonin er að fría slag á tígul áður en
vörnin nær að sprengja upp hjartað.
Svo ekki þýðir að fara í trompið strax.
Útspilið er tekið heima með kóng og
tígli spilað að blindum. Vestur tekur
væntanlega á kónginn og nú er ekki
um annað að ræða en henda drottningu
undir og búa þannig í haginn fyrir svín-
ingu síðar.
Vestur spilar hjarta áfram, sem tek-
ið er með ás og tígultíu svínað. Austur
verður að eiga gosann.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þetta er ekki góður dagur til að taka
mikilvægar ákvarðanir eða ganga frá
stórum innkaupum. Þú átt erfitt með að
sjá hlutina á hlutlausan hátt í dag og
því er hætt við að þú standir þig ekki
sem skyldi í samningaviðræðum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ekki eyða peningum í neitt annað en
mat í dag. Þótt þú hafir mikla löngun til
að kaupa eitthvað skaltu alls ekki láta
það eftir þér.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þetta er góður dagur til sköpunar og
skemmtana. Dagurinn hentar hins veg-
ar engan veginn til mikilvægrar ákvarð-
anatöku. Það er hætt við að þær
ákvarðanir sem þú tekur í dag muni
ekki ganga upp.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þetta er góður dagur til að stunda jóga
eða hugleiðslu. Þú munt líka njóta þess
að vinna að listsköpun og fara í göngu-
túr. Ekki reyna að sannfæra neinn um
neitt í dag.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ættir að verja deginum með vinum
þínum ef þú mögulega getur. Forðastu
þó að taka endanlegar ákvarðanir eða
skuldbinda þig til nokkurs.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú munt draga að þér athygli annarra
með hverju sem þú tekur þér fyrir
hendur í dag. Þetta er þó ekki rétti
dagurinn til að koma sjónarmiðum þín-
um á framfæri. Reyndu að láta sem
minnst fyrir þér fara.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú gætir leiðst út í deilur um stjórnmál
eða trúmál í dag. Þú ættir þó ekki að
leggja of mikla orku í þessar samræður
því þér mun ekki takast að sannfæra
nokkurn mann um nokkurn hlut í dag.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þetta er ekki rétti dagurinn til að
skipta peningum eða sameiginlegum
eignum eða ábyrgð. Bíddu með það til
morguns.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Ekki reyna að synda á móti straumnum
í dag. Reyndu að forðast deilur við
maka þinn og vini þótt þið séuð ekki á
einu máli um hlutina. Það borgar sig
fyrir þig að láta sem minnst fyrir þér
fara.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ekki stinga upp á nýjungum í vinnunni
í dag því hugmyndir þínar munu ekki
falla í góðan jarðveg. Bíddu til morguns
með að koma hugmyndum þínum á
framfæri.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Dagurinn í dag ætti að verða skapandi
og ánægjulegur. Njóttu þess að vinna
að listsköpun og leika við börnin.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þetta er góður dagur til að dytta að
ýmsum smáatriðum á heimilinu. Dag-
urinn hentar hins vegar engan veginn
til að taka mikilvægar ákvarðanir.
Stjörnuspá
Frances Drake
Krabbi
Afmælisbörn dagsins:
Eru heillandi og sannfærandi og eiga
auðvelt með að laða að sér fólk. Þau
þurfa að taka mikilvægar ákvarðanir á
árinu og ganga frá ákveðnum hlutum svo
þau geti opnað fyrir eitthvað nýtt.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Börn
Brúðubíllinn | verður í dag kl. 10 á Kjal-
arnesi við Fólkvang, og kl. 14 í Skerjafirði
við Reykjavíkurveg, á morgun kl. 14 við
Hlaðhamra.
Hólar í Hjaltadal | Barnadagar kl. 15.
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9. Hár-
greiðsla, fótaaðgerð.
Árskógar 4 | Bað kl. 9–12, spil kl. 13.30,
pútt kl. 10–16.
Ásgarður | Glæsibæ. Samfélagið í nær-
mynd kl. 11 þáttur um málefni eldri borg-
ara á RÚV.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla kl. 8–13,
bað kl. 8–12.30, handavinna kl. 9–16,
bridge/vist kl. 13–16.30.
Dalbraut 18–20 | Hárgreiðsla kl. 9–16.45,
bað kl. 9–14, leikfimi kl. 10–10.45, ferð í
Bónus kl. 14.40, pútt.
Dalbraut 27 | Handavinnustofan kl. 8–16,
verslunin kl. 10–13, bankinn kl. 13.30, leik-
fimi kl. 11–11.30.
Gerðuberg | Lokað vegna sumarleyfa frá
5. júlí til 17. ágúst.
Gjábakki | Fannborg 8. Handavinna kl.
10–17, bobb kl. 17.
Hraunbær 105 | Pútt, hárgreiðsla, fóta-
aðgerð og banki kl. 10–11, brids kl. 13.
Hraunsel | Flatahrauni 3. Ferð á Snæ-
fellsnes. Brottför kl. 9, kl. 14–18 pútt á
Ásvöllum. Hraunsel lokað vegna sum-
arleyfa til 9. ágúst.
Hvassaleiti 58–60 | Jóga kl. 9–10 og kl.
10–11, samverustund kl. 10.30–11.30. Fóta-
aðgerð, hárgreiðsla.
Hæðargarður 31 | Vinnustofa kl. 9–16.30,
pútt, hárgreiðsla kl. 9–12, fótaaðgerð kl.
9–16.30.
Kópavogur | Skrifstofan er opin í dag frá
kl. 10–11.30, viðtalstími í Gjábakka kl. 15–
16.
Langahlíð 3 | Hjúkrunarfræðingur á
staðnum kl. 9.30, hárgreiðsla kl. 10, versl-
unin kl. 10–12, föndur og handavinna kl.
13.
Norðurbrún 1 | Fótaaðgerð kl. 9–16, fé-
lagsvist kl. 14, kaffi og verðlaun. Vinnu-
stofur lokaðar vegna sumarleyfa til mán-
aðamóta.
Vesturgata 7 | Sund í Hrafnistulaug kl.
10–12, fótaaðgerð og hárgreiðsla kl. 9–16,
verslunarferð kl. 12.15–14.30, myndbands-
sýning, spurt og spjallað kl. 13–14.
Vitatorg | Smiðjan kl. 8.45–11.45, hár-
greiðsla kl. 9–16, handmennt kl. 9.30–16,
morgunstund kl. 10–11, fótaaðgerð kl. 10–
16, verslunarferð kl. 12.30.
Sléttuvegur 11 | Opið í júlí og ágúst frá
kl. 10–14.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Sól-
vallagötu 48, lokað vegna sumarleyfa til
september.
Fundir
GA-Samtök | spilafíkla. Fundur kl. 18 á
Digranesvegur 12, Kópavogi og í Eg-
ilstaðakirkju.
Kirkjustarf
Dómkirkjan | Hádegisbænir kl. 12.10.
Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8.
Háteigskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 11.
Súpa og brauð kl. 12. Brids kl. 13–16.
Mánudaga og miðvikudaga verður spilað
„pútt“ í garðinum frá kl. 13–15. Kaffi á eft-
ir. Kvöldbænir kl. 18.
Laugarneskirkja | Gönguhópurinn Sólar-
megin kl. 10.30 alla miðvikudagsmorgna.
Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15.
Prestur sr. Örn Bárður Jónsson.
Vídalínskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12
í sumar.
Víðistaðakirkja | Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund kl. 12. Fyrirbænaefnum má koma til
sóknarprests eða kirkjuvarðar. Súpa og
brauð að kyrrðarstund lokinni.
Þorlákskirkja | Barna- og foreldramorgn-
ar kl. 10–12.
Selfosskirkja | Opið hús kl. 11 fyrir mæð-
ur og börn í safnaðarheimilinu. Tíða-
söngur og fyrirbænastund kl. 10 þriðjudag
til föstudags. Fyrirbænum er hægt að
koma til prests, djákna eða kirkjuvarðar.
Kaffisopi á eftir.
Lágafellskirkja | AA-fundur kl. 20.30.
Sauðárkrókskirkja | Kyrrðarstund kl. 21.
Kletturinn | Kl. 20.30 Bænahópar í
heimahúsum. Upplýsingar í síma
565 3987.
Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58.
Samkoma í kvöld kl. 20. Ræðumaður
Birna G. Jónsdóttir. Kaffiveitingar eftir
samkomu.
Myndlist
Gallerí Klaustur | Skriðuklaustri Pétur
Behrens myndlistarmaður opnar sýningu
sem hann kallar „Líthógrafíur og gæð-
ingar“. Þar sýnir hann myndir unnar með
steinþrykki. Einnig eru á sýningunni
vatnslitamyndir en myndefnið er hestar
og menn.
Sýningin stendur til 2. ágúst. Opið alla
daga kl. 10–18.
Söfn
Minjasafn | Austurlands. Sölvi Aðalbjarn-
arson setur upp eldsmiðju og kennir gest-
um réttu handbrögðin kl. 13–17 á morgun.
Tónlist
Gamlibaukur | Húsavík. Ragnheiður
Gröndal og hljómsveitin Black Coffee.
Leikin verða ýmis blús-, djass- og popp-
lög ásamt lögum eftir Ragnheiði. Auk
hennar skipa hljómsveitina Sigurður Þór
Rögnvaldsson gítar, Pétur Sigurðsson
bassa og Kristinn Snær Agnarsson
trommur.
Útivist
Hafnargönguhópurinn | Kvöldganga kl.
20 frá horni Hafnarhússins, norðanmegin.
Stóra-Kóngsfell | Gönguferð á vegum
Útivistar á Stóra-Kóngsfell, 602 m. Brott-
för kl. 18.30 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal.
Þátttökugjald er ekkert.
Staðurogstund
idag@mbl.is
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is.
Meira á mbl.is
100ÁRA af-mæli. Á
morgun, 15. júlí,
verður 100 ára frú
Margrét Hann-
esdóttir frá Núps-
stað, Langholts-
vegi 15, Reykja-
vík. Af því tilefni
býður hún vinum
og vandamönnum
að koma og gleðjast með sér í safn-
aðarsal Áskirkju á afmælisdaginn kl. 17.
Það gleddi hana mjög að sjá sem flesta.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html
Lárétt | 1 auðveldur, 8
nötraði, 9 reiður, 10 grein-
ir, 11 flýtirinn, 13 starfs-
vilji, 15 fjárreksturs, 18
lítil tunna, 21 blekking, 22
smávaxna, 23 óþekkt, 24
þyngdareiningar.
Lóðrétt | 2 óhreinkaði, 3
tilfinningalaus, 4 allmikill,
5 reyfið, 6 aldursskeið, 7
vaxa, 12 eyktamark, 14
vafa, 15 látið af hendi, 16
snauð, 17 deilur, 18
slungnu, 19 grasflötur, 20
duglega.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 flets, 4 þófar, 7 leggs, 8 örkin, 9 sýl, 11 skap, 13
saki, 14 eljan, 15 hörð, 17 Ægis, 20 æra, 22 lofað, 23 skúta,
24 sælir, 25 ausan.
Lóðrétt |1 fólks, 2 ergja, 3 sess, 4 þjöl, 5 fokka, 6 rændi, 10
ýkjur, 12 peð, 13 snæ, 15 hælis, 16 ræfil, 18 grúts, 19 skarn,
20 æður, 21 assa.
80 ÁRA af-mæli. Í
dag, 14. júlí, er átt-
ræð Ingveldur
Helga Sigurð-
ardóttir (Lilly),
kaupmaður og
hannyrðakona. Af
því tilefni tekur
hún á móti ætt-
ingjum og vinum á
heimili sínu, Nesbala 7, kl. 16–20.
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. Bb5
Dc7 5. 0–0 Rd4 6. He1 a6 7. Bc4 d6 8.
h3 e6 9. a4 Be7 10. d3 0–0 11. Be3
Rxf3+ 12. Dxf3 b6 13. Ba2 Bb7 14. d4
cxd4 15. Bxd4 Bc6 16. De3 b5 17. axb5
axb5 18. b4 Db7 19. Bb3 Hxa1 20. Hxa1
Ha8 21. He1 h6 22. f4 He8 23. Dg3 Bd8
24. e5 dxe5 25. Bxe5 De7 26. Hd1
Bb6+ 27. Kh2 Bc7 28. De3 Hc8 29.
Dd4 Hd8 30. Da7
Staðan kom upp í lokaumferð hol-
lenska meistaramótsins sem lauk fyrir
skömmu. Hollenski meistarinn, fimmta
árið í röð, Loek Van Wely (2.651) hafði
svart gegn Friso Nijboer (2.578) og
tryggði sér sigurinn með glæsilegri
fléttu. 30. … Rg4+! 31. hxg4 Dh4+ 32.
Kg1 Dxg4 svartur hótar nú í senn máti
á g2 og hróknum á d1. 33. Hxd8+ Bxd8
34. Kf1? Leiðir rakleiðis til máts en 34.
Rd5 hefði veitt harðvítugra viðnám.
34. … Dxg2+ 35. Ke1 Bh4+ 36. Kd1
Df1+ 37. Kd2 Be1+ og hvítur gafst
upp enda verður hann mát eftir 38.
Ke3 Df2+ 39. Kd3 Dd2#.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Guðmundsson (Hrafnaspark) og Englend-
ingurinn Jack Hickman.
Á fyrri hluti tónleikanna skipa aðal-
hlutverkið Erla á fiðlu og Dan á gítar. Spila
þau keltnesk og amerísk lög, ásamt
nokkrum frumsömdum tónverkum eftir
Dan.
DAN Cassidy, fiðlu- og gítarleikari, heldur
tónleika í tónleikaröð Bláu kirkjunnar á
Seyðisfirði kl. 20.30 í kvöld. Efnisskráin
samanstendur af keltneskri og amerískri
fiðlutónlist, „swing“-lögum og ballöðum.
Meðleikarar Dans eru fiðluleikarinn Erla
Brynjarsdóttir, gítarleikarinn Jóhann
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dan Cassidy, fiðlu- og gítarleikari, heldur tónleika í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði.
Sveifla í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði
Í frétt á forsíðu Morgunblaðsins á
mánudag um Brynjar Sigurðsson
trillusjómann var farið rangt með
nafn trillunnar. Trillan heitir Dögg
en ekki Sjöfn eins og stóð í fréttinni
og er beðist velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT