Morgunblaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 15
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2004 15
Upplýsingar sendist til auglýsingadeildar Mbl.
merktar: „Traust – 15799“.
Óskum eftir að kaupa
atvinnuhúsnæði
með trausta leigusamninga
Á verðbilinu 100 til 1000 milljónir
á stór-Reykjavíkursvæðinu.
Aðrir staðir koma til greina.
Eftirfarandi greinar eru á
mbl.is:
Jón Steinsson: „Það er engin
tilviljun að hlutabréfamarkað-
urinn í Bandaríkjunum er öfl-
ugri en hlutabréfamarkaðir
annarra landa.“
Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt
af markmiðum með stofnun
þjónustumiðstöðva er bætt að-
gengi í þjónustu borgaranna.“
Jónas Gunnar Einarsson:
„Áhrifalaus og mikill meirihluti
jarðarbúa, svokallaður almenn-
ingur þjóðanna, unir jafnan
misjafnlega þolinmóður við
sitt.“
Jakob Björnsson: „Mörg rök
hníga að því að raforka úr
vatnsorku til álframleiðslu
verði í framtíðinni fyrst og
fremst unnin í tiltölulega fá-
mennum, en vatnsorkuauðug-
um, löndum …“
Tryggvi Felixson: „Mikil
ábyrgð hvílir því á þeim sem
taka ákvörðun um að spilla
þessum mikilvægu verðmætum
fyrir meinta hagsæld vegna
frekari álbræðslu.“
Stefán Örn Stefánsson: „Ég
hvet alla Seltirninga til að
kynna sér ítarlega fyrirliggj-
andi skipulagstillögu bæjaryf-
irvalda …“
Gunnar Finnsson: „Hins veg-
ar er ljóst að núverandi kerfi
hefur runnið sitt skeið og
grundvallarbreytinga er
þörf …“
Á mbl.is
Aðsendar greinar
GUÐI sé lof fyrir margan efnis-
mann, sem ritar greinar í blöð eða
flytur fréttir í útvarp og sjónvarp.
Ég segi mann og á einnig við konu
því Bergþóra var drengur góður.
Samt þarf þetta unga fólk að
gæta sín. Hættur leynast við hvert
fótmál og „íslenskan er orða frjó-
söm móðir“.
Í síðastliðinni viku birtust
margar ambögur á prenti og
heyrðust í hljóðvarpi og sjónvarpi.
Ég byrja á Morgunblaðinu. Það
hefir hvað breiðast bakið. Föstu-
dag s.l. er mynd af ungri geð-
þekkri stúlku sem færir Pétri
Blöndal verðlaun. Þar er líkinga-
mál notað án þess að það eigi við.
Rangt er að tala um „þak“ á
greiðslum. Greiðslur eru takmark-
aðar en hafa hvorki þak né kjall-
ara. Húsasmíð kemur þar hvergi
við sögu.
Í útvarpsfréttum var getið um
skipan Halldórs Ásgrímssonar í
ráðherrastöður. Ung en skýrmælt
fréttakona ræddi um fund, sem
var haldinn að „tjaldarbaki“.
Að tjaldabaki átti það að vera.
Samt má segja að hér sé athygl-
isverð hugmynd fréttakonunnar.
Framsóknarflokkurinn ætti að
taka tjaldinn sem einkennismerki
flokksins. Þá gæti Halldór haldið
alla fundi „að tjaldarbaki“. Vel
viðeigandi flokksmerki því tjald-
urinn er tíður gestur í túnum
bænda.
Þá kom ungur starfsmaður Veð-
urstofunnar og sagði fréttir af
kuldabola.
Kvað hann flugvél Landhelgis-
gæslunnar hafa farið könnunar-
flug á norðlægar slóðir. Nefndi
vélina TF SÝN, rétt eins og hún
væri á vegum Ingólfs í Útsýn.
Syn er fræg í fornritum. Gyðja
sem synjaði farar svo sem Snorri
greindi frá. Menn synja beiðni en
hafna tilboði.
Þetta eiga menntuð ungmenni
að vita.
Þór Jakobsson, fjölfróður vís-
indamaður, ætti að taka í taum-
ana. Hann mætti einnig koma því
til leiðar að sjónvarpsstöðvarnar
Sky og CNN birtu veðurfregnir
héðan og nefndu Reykjavík í veð-
urfréttum sínum.
Ungur fréttamaður sagði „fund-
inn sekur“ í stað sakfelldur. Sýkn-
um sem flesta.
PÉTUR PÉTURSSON
þulur.
SYN eða SÝN – tjald eða tjaldur
Frá Pétri Péturssyni:
DILBERT mbl.is