Morgunblaðið - 23.08.2004, Page 25
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2004 25
Þriðjudagstónleikar
24. ágúst kl. 20:30
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
Laugarnestanga 70, 105 Rvík.
www.lso.is - lso@lso.is
Þorbjörn Björnsson barítón og
Ástríður Alda Sigurðardóttir
píanóleikari. Ferðasöngvar eftir
Vaughan Williams, íslensk þjóð-
lög og sönglög eftir Schubert
29. ágúst kl. 20:30
Gruppo Atlantico; Hlíf Sigurjóns-
dóttir fiðla, Robert LaRue selló
og Adrienne Kim píanó ásamt
Signýju Sæmundsdóttur sópr-
an.Verk eftir Haydn, Brahms
og Hjálmar H. Ragnarsson
Aukatónleikar
sunnudaginn 29. ágúst
kl. 20:30
Gruppo Atlantico ásamt Sigur-
laugu Eðvaldsdóttur fiðluleikara
og Guðrúnu Þórarinsdóttur
lágfiðluleikara.Verk eftir
Robert Schumann.
Menningarnótt er sannar-lega mikil menningar-hátíð en hún er líka gríð-
armikið partí, eins konar útihátíð,
önnur verslunarmannahelgi, Halló
Reykjavík!
Það er úr ótrúlega miklu að velja
ef maður vill sækja menningar-
viðburði þennan dag. Fjöldi tón-
leika, myndlistarsýninga, upplestra
og svo framvegis. Í raun gildir hið
sama þennan dag og þegar stór
listasöfn á borð við Metropolitan í
New York eða
Prado í Madríd
eru sótt heim,
maður verður
að velja sér
eitthvað eitt
eða tvennt til að skoða sérstaklega
og láta svo kylfu ráða kasti um það
hvað gerist meðan gengið er á milli
staða.
Og það var einmitt á gangi sempistilshöfundur rakst á Kjafta-
klöppina á Skólavörðustíg þar sem
frægar ræður úr sögu Reykjavíkur
voru fluttar af JC-félögum – sér-
kennilegt uppátæki en skemmti-
legt. Og höfundur gekk einnig fram
á tónleika hinnar frábæru hljóm-
sveitar Jagúar í Pósthússtræti og
tónleika nokkurra aldurhniginna
sveiflumeistara í Nasa. Hvort-
tveggja kom ánægjulega á óvart.
Það sem upp úr stendur er þó
mannfjöldinn og stemningin sem,
eins og áður sagði, minnti einna
helst á útihátíð. Á hverju horni voru
rokksveitir að spila og þegar líða
tók á kvöldið fjölgaði þeim sem
hlaðnir voru bjórdósum, vískíflösk-
um og ýmsum öðrum drykkjar-
föngum. Á köflum var svolítið
óþægilegt að vera með lítil börn á
ferðinni í þessu húllumhæi öllu sam-
an.
Ástandið var þó ekki eins svaka-legt og á menningarnótt í
Helsinki sem höfundur upplifði fyr-
ir nokkrum árum þar sem nokkur
hluti gesta dó áfengisdauða á göt-
um úti.
Ef rétt er munað er hugmyndin
að menningarnótt í Reykjavík feng-
in frá Helsinki en hugsanlega þyrfti
að minna betur á kjarnann í henni,
menninguna eða hina beinu teng-
ingu milli hins blómlega listalífs
sem þrífst í borginni og íbúa henn-
ar.
En það hleypur enginn frá sínum
innri manni.
Og kannski birtist kjarni ís-
lenskrar menningar einmitt í athæfi
mannfjöldans á þessari nótt en ekki
í hinum eiginlegu listviðburðum.
Menningarnæturlíf
AF LISTUM
Þröstur Helgason
throstur@mbl.is
’En það hleypur eng-inn frá sínum innri
manni. Og kannski
birtist kjarni íslenskrar
menningar einmitt í at-
hæfi mannfjöldans á
þessari nótt en ekki í
hinum eiginlegu list-
viðburðum.‘ ÞEIM er mikið niðri fyrir, aðstand-endum Beauty. Um er að ræða tvo al-
þjóðlega leikhópa með aðsetur í Eng-
landi, og leikrit íslensks leiklistar-
nema, Eyrúnar Óskar Jónsdóttur,
hennar fyrsta í fullri lengd. Reyndar
er varla um eiginlegt leikrit að ræða,
heldur einhvers konar ósamstæða
texta og samtalsbrot sem sækja efni
sitt að einhverju leyti í þjóðsögur, en
jafnframt er efnið að miklu leyti helg-
að málum sem ber hátt í pólitískri
umræðu nútímans: stríðsrekstri og
umhverfisvernd, nánar tiltekið Íraks-
stríðinu og Kárahnjúkavirkjun.
Brotakennt eðli textans endur-
speglast í sýningunni allri, þar sem
bæði ægir saman ólíkum sjónrænum
þáttum, fjölbreyttum leikstíl og að-
ferðum, auk þess sem sýningin
stekkur sífellt á milli hátíðlegrar ein-
lægni, forseraðrar tilfinningatúlk-
unar og glottandi íróníu. Það er
djarft teflt í þessari sýningu og gam-
an ef hægt væri að segja að það skil-
aði þeim ávinningi í áhrifum sem að
er stefnt.
En sú er því miður ekki raunin.
Hinir ólíku og ósamstæðu þræðir ná
ekki að hljóma saman, né verður óm-
streitan milli þeirra sérlega kraft-
mikil eða áhrifarík. Til þess vantar
skýra hugsun, eða kannski öllu held-
ur vilja til að mynda samband við
áhorfendur, taka þá með í leikinn. Í
staðinn er eins og sýningin öll gangist
upp í óræðninni, njóti þess að þurfa
ekki að gera almennilega grein fyrir
hvað hún vill segja. Vitaskuld er hún
afdráttarlaus í fordæmingu sinni á
stríði og náttúruspjöllum og einlæg í
lofgjörð sinni um sakleysið og feg-
urðina í hinu einfalda og smáa. En sá
búningur sem hún býr þessum boð-
skap ber hann ofurliði í tákngnótt
sinni.
Í verkinu eru þó kaflar sem sýna
ágætt skáldlegt ímyndunarafl höf-
undar, til dæmis í samtali móður og
sonar á leið í stríðið. Gagnrýnni sýn á
það hvað átti að segja og hvernig best
væri að segja það hefði áreiðanlega
leitt hæfileika Eyrúnar betur í ljós.
Hinir ungu leikarar sem flytja okk-
ur sýninguna eru nokkuð markaðir
reynsluleysi sínu, og ráða tæpast við
það verkefni sem þau setja sér. Sum
þeirra búa að sterkri líkamstjáningu
en flóknar nútímadansrútínur þær
sem þeim er gert að framkvæma eru
greinilega á mörkunum að þau ráði
við. Að öðru leyti er leikur fremur til-
þrifalítill, jafnvel einkennilega daufur
á köflum, eins og í að öðru leyti ágæt-
lega heppnuðum lokakaflanum. Hóp-
söngvar voru skemmtilega hugsaðir
en flutningur ekki nógu góður til að
þeir næðu áhrifum sínum.
Leikstjórn er hreint ekki góð á
þessari sýningu. Staðsetningar iðu-
lega klúðurslegar, ýktum leikstíl
ótæpilega beitt þegar hófstilling
hefði skilað meiri áhrifum og einnig
hefur leikstjórunum mistekist að laða
fram tilfinningalega innlifun þar sem
hennar var þörf. Það sem Beauty hef-
ur helst við sig er tilfinningin fyrir
þörf aðstandenda hennar til að skapa
og koma efni sínu á framfæri. Gagn-
rýn skoðun á því hvernig meðölum
leikhússins verður best beitt í þessu
skyni mun auk listræns þroska án efa
skila okkur öflugum listamönnum í
fyllingu tímans. Listamönnum sem
meina það sem þeir segja og vita
hvernig þeir eiga að segja það svo
skiljist.
Fegurðin í hinu smáa
LEIKLIST
Zecora Ura Theatre
og Dan Kai Teatro
Höfundur: Eyrún Ósk Jónsdóttir, leik-
stjórn: Eleanor Bernardes og Jorge Lopes
Ramos. Leikendur: Agnes Brekke, Hann-
ah Whelan, Unai Lopez de Armentia, Ey-
rún Ósk Jónsdóttir, Kristján Óskarsson,
Ichel Rubio Martinez, Laura Gonzáles
Cortón og Gemma Rowan. Lækjarskóli í
Hafnarfirði 19. ágúst 2004.
BEAUTY
Þorgeir Tryggvason
ÆÐISLEGT að heimsækja Safna-
safnið á Svalbarðsströnd á sólríkum
sumardegi, skoða útilistaverk eftir
börn og fullorðna, menntaða og
ómenntaða listamenn. Bregða sér
svo innfyrir þar sem handverk og
hugverk, arfur og nýsköpun standa
saman án árekstra. Eftir að líta yfir
Íslenskt dúkkusafn er því ekkert
eðlilegra en að ganga inn í herbergi
með Íslenskri samtímalist og skoða
sýningu Helga Þórssonar og Mar-
grétar Guðmundsdóttur, tveggja ný-
útskrifaðra myndlistarmanna frá
Rietveld akademíunni í Amsterdam.
Vinna þau verk sín saman í sýning-
arrýmið sem innsetningu. Margrét
hannar m.a. föt á hunda og Helgi
mótar garðálfa í tyrkneskum þjóð-
búningum og dýfir tuskudýrum í
gifs. Tvíeykið sækir því í nokkuð
áþekka fagurfræði – fegurð sem
framkallast af réttlætiskennd, sem
bandaríski listfræðingurinn Elaine
Scarri fjallar um í bók sinni „On
beauty and being just“ (Af fegurð og
að vera réttlátur). Stangast á sæt-
leiki og ljótleiki á sýningunni. Ég
finn allavega alltaf til samúðar með
hundum í fötum þótt þeir séu of-
ursætir. Finnst verið að misbjóða
þeim og breyta í eitthvað „fluffí“ fyr-
irbæri sem þjónar ímynd eiganda
þeirra og að því leytinu ljótt að sjá.
Lítil grútarleg tuskudýr Helga
Þórssonar draga líka fram samúð
fyrir hinu litla og ljóta líkt og álfar
hans gera sem eru með allt of stóran
haus og snerta hina „réttlátu“ feg-
urð. En það virðist innprentað í
manneskjur með siðferðiskennd að
finna samúð og væntumþykju fyrir
litlum verum með stórt höfuð, eins
og t.d. smábörnum.
Engin landamæri
Í herbergi á efri hæð Safnasafns-
ins sýnir Ólöf Nordal innsetningu
sem hún nefnir „Hanaegg“. Spilar
Ólöf á samskonar fagurfræði og ég
nefni hér að ofanverðu og sýnir 11
litla skúlptúra úr plasti af afbök-
uðum skrípum. Þetta eru fyrirbæri
eins og moðormur, varúlfur, varga-
svín og aðrar þjóðsögulegar furðu-
verur á fósturstigi sem svo umbreyt-
ast í uppvexti og kunna að verða
manninum óviðráðanlegar og ógeðs-
legar. Sætleikinn og ljótleikinn
skapast þá af átökum réttlæt-
iskenndar og fordóma, ef við þá
göngum áfram út frá hugmyndum
Elaine Scarri. Ólöf lætur fara vel um
skúlptúr-fóstrin á gólfi safnsins.
Hreiðrar um þau með frauði sem
sennilega umlukti þau í flutn-
ingakassa frá Reykjavík til Sval-
barðsstrandar og verður þá líkt og
staðgengill móðurkviðar.
Þá er listakonan kunn fyrir að
vinna með þjóðararfinn í nútímalegu
samhengi og má vel tengja þessi
þjóðsögulegu fyrirbæri við hug-
myndir um erfðabreytingar og þann
dilk sem slíkar tilraunir kunna að
draga á eftir sér.
Ólöf sýndi álíka verk á sýningunni
„Yfir bjartsýnisbrúna“ í Hafnarhús-
inu, sem var samstarfsverkefni
Listasafns Reykjavíkur og Safna-
safnsins í fyrra. Skúlptúrarnir voru
þá í ólíkum litum, framsettir á borði
eða hillu. Voru þeir á margan hátt
meira aðlaðandi, en mér finnst and-
litslituð fóstrin í hlýlegu hreiðri í
Safnasafninu koma nær manni og
snerta mann dýpra.
Þær eru því hjartnæmar sýning-
arnar sem Safnasafnið býður upp á
þessa dagana. Prýðilegustu innsetn-
ingar sem falla vel inn í þá stefnu
safnsins að brjóta niður landamæri
og fordóma á milli samtímalistar og
alþýðulistar.
Réttlát fegurð
MYNDLIST
Safnasafnið – Svalbarðsströnd
Opið daglega frá 10-–18.
Sýningum lýkur 5. september.
INNSETNINGAR
NEÐRI HÆÐ – HELGI ÞÓRSSON
OG MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR
EFRI HÆÐ – ÓLÖF NORDAL
Morgunblaðið/Ransu
Innsetning Ólafar Nordal á efri hæð Safnasafnsins sýnir þjóðsögulegar furðuverur á fósturstigi.
Blíðlegur álfur Helga Þórssonar býður sýningargestum Safnasafnsins að
skoða lítið grútarlegt tuskudýr.
Jón B.K. Ransu