Morgunblaðið - 28.08.2004, Side 1
Milli svefns
og vöku
Múm og Slowblow halda heim-
komutónleika í kvöld | Menning 48
FJÖLMIÐLAR í Súdan sökuðu í gær
uppreisnarmenn í Darfur-héraði um að
hafa rænt börnum flóttafólks sem sam-
þykkti beiðni súdönsku stjórnarinnar um
að snúa aftur til heimkynna sinna.
Fjölmiðlar, sem styðja stjórnina í
Khartoum, sögðu að uppreisnarmennirnir
hefðu rænt tólf börnum á aldrinum níu til
fimmtán ára frá þorpi nálægt höfuðstað
héraðsins, Nyala, þegar þau voru á leið til
vinnu á ökrunum ásamt foreldrum sínum.
Íbúar þorpsins voru nýkomnir þangað eft-
ir að hafa dvalið í flóttamannabúðum.
Embættismenn Sameinuðu þjóðanna
segja að um 1,4 milljónir manna hafi flúið
heimkynni sín í Darfur frá því í fyrra þeg-
ar súdanska stjórnin hóf blóðuga herferð
gegn vopnuðum uppreisnarmönnum í hér-
aðinu.
Sagðir
ræna börn-
um í Darfur
Khartoum. AFP.
BANDARÍSKAR hersveitir fóru í gær út úr
gamla borgarhlutanum í Najaf, helgri borg sjíta
í Írak, eftir að vopnaðir liðsmenn uppreisnar-
klerksins Moqtada al-Sadrs fóru út úr Alí-
moskunni samkvæmt samningi sem batt enda á
nær þriggja vikna átök. Liðsmenn Sadrs neit-
uðu hins vegar að afhenda írösku lögreglunni
vopn sín og uppfylltu því ekki eitt af skilyrð-
unum sem íraska bráðabirgðastjórnin hafði sett
fyrir því að hætta árásum á uppreisnarmennina.
Stuðningsmenn Sadrs afhentu fulltrúa Alis
al-Sistanis, andlegs leiðtoga íraskra sjíta, lykl-
ana að Alí-moskunni, einum af helstu helgidóm-
um sjíta, þar sem uppreisnarmennirnir höfðu
leitað skjóls vegna árása bandarískra hermanna
og íraskra þjóðvarðliða.
Tugir liðsmanna Sadrs skildu eftir Kalashn-
íkov-riffla við skrifstofu klerksins en talið er að
þúsundir stuðningsmanna hans séu enn vopn-
aðar í borginni. Margir liðsmanna Sadrs í
Mehdí-hernum svokallaða fóru út úr gamla
borgarhlutanum með Kalashníkov-riffla í pok-
um. Aðrir vöfðu sprengjuvörpur og önnur vopn
inn í striga og földu þau í húsum í gamla borg-
arhlutanum.
„Þeir fela vopnin sín en afhenda þau ekki lög-
reglunni eða hernum,“ sagði talsmaður Sadrs.
„Bandaríkjamenn héldu að þeir gætu upprætt
Mehdí-herinn en hermenn okkar eru hér enn.“
Liðsmenn Mehdí-hersins földu einnig vopn
sín í júní þegar Sadr samþykkti að binda enda á
fyrstu uppreisn sína gegn hernámsliðinu. Þeir
gripu aftur til vopna tveimur mánuðum síðar.
Lík fundust í dómhúsi Sadrs
Að minnsta kosti 25 rotnandi lík fundust í gær
í kjallara byggingar trúarlegs dómstóls sem
Sadr stofnaði í Najaf. Íraska lögreglan sagði að
þetta væru lík fólks sem liðsmenn Sadrs hefðu
tekið af lífi, meðal annars lögreglumanna.
Talsmaður Sadrs sagði hins vegar að þetta
væru lík „píslarvotta“ sem hefðu fallið í árásum
bandarískra hermanna.
Farnir úr Alí-moskunni
en neita að afvopnast
Uppreisnarmenn í Najaf afsala sér yfirráðum yfir helgidómi sjíta
Reuters
Íraskir lögreglumenn koma að Alí-moskunni
eftir að uppreisnarmenn fóru þaðan í gær.
Najaf. AFP, AP.
Lesbók | Hin veglega morgungjöf Stalín góði Börn | Ekki
sitja ein úti í horni Skemmtilegir og góðir vinir Íþróttir |
Valur aftur í efstu deild Enska knattspyrnan
Lesbók, Börn og Íþróttir
HLUTI af Melkoti, litlum bæ
sem stóð í Reykjavík frá því
í byrjun 18. aldar og fram á
þá tuttugustu, kom í ljós við
uppgröft nyrst í Suðurgötu
nýverið, rétt við Ráð-
herrabústaðinn. Melkot er
fyrirmynd að kotinu í
Brekkukotsannál Halldórs
Laxness. „Það þykir senni-
legt að þetta sé hornið af
sjálfum Melkotsbænum,“
segir Garðar Guðmundsson
hjá Fornleifastofnun Íslands
sem séð hefur um uppgröft-
inn í tengslum við fram-
kvæmdir í Suðurgötunni.
„Melkotið er aðallega
frægt út af tilvísun í Kiljan,
þ.e. af því að hann notaði
Magnús í Melkoti sem fyr-
irmynd að Birni í Brekku-
koti. Kona Magnúsar var
ömmusystir Kiljans,“ út-
skýrir Garðar.
Melkots er ekki getið í
heimildum árið 1703 en í lok
18. aldar er þess getið í bók-
um, að sögn Garðars. Húsið
var síðan rifið árið 1915 og
var því búið þar í um 200 ár.
Melkotið hefur aldrei verið
skoðað áður með þessum
hætti, en til er mynd af því
frá því um aldamótin 1900
þar sem ferðamenn eru að
leggja upp frá Melkoti. Eng-
ir munir hafa fundist í upp-
greftrinum. Í móöskuhaugi
fundust þó bein og glerbrot.
Rannsaka á hvort þau teng-
ist búsetu í Melkoti.
Nú er búið að grafa minj-
arnar á nýjan leik og því
verða þær ekki rannsakaðar
frekar. „Þetta er eitt af
þessum kotum sem voru í
námunda við Reykjavík og
hafði sína sögu að segja um
fólkið sem þar bjó,“ segir
Garðar um gildi fornleif-
anna. „Það er ólíkt því sem
við höfum verið að skoða.
Við höfum gert meira af því
að skoða stórbýli en minna
af því að skoða kotbýli og
þekkjum þau síður.“
Elsa Norðdal gróf um
1970 í reit sem markast af
Tjarnargötu, Suðurgötu og
Vonarstræti og þá fundust
gamlar byggingar frá vík-
ingatíð, m.a. gamall skáli.
Nyrst í Suðurgötunni, til
móts við hús Hjálpræðis-
hersins, fundust nú einnig
minjar frá landnámsöld.
„Við höfum séð brot af
veggjum og mannvist þar,
sem er mjög sennilega frá
10. öld,“ segir Garðar. Búið
er að skrá minjarnar.
Hluti Melkots kom í ljós
„ÞESSI dalur verður nær hjarta
sinnar þjóðar,“ sagði Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra í
Selárdal í gær en þá var því fagnað
að endurbótum á listasafni og
kirkju Samúels Jónssonar er lokið,
a.m.k. í bili. Fleiri framfaramál eru
í bígerð í dalnum.
Um árabil hafa hús og listaverk
Samúels legið undir skemmdum.
Fyrir tilstuðlan landbúnaðarráðu-
neytisins var í sumar ráðist í um-
talsverðar endurbætur á húsunum
sem nú eru vel held á vatn og vind.
Þá hefur þýskur myndhöggvari,
Gerhard König, gert við fjögur af
sex ljónum í hinum fræga ljóna-
gosbrunni. Þegar Gerhard hóf við-
gerðina höfðu þrjú ljónanna fallið
um koll og sum týnt bæði leggjum
og loppum. Nú standa þau öll
traustum fótum og bíða þess að
vatn taki að streyma út um gin
þeirra á nýjan leik. Morgunblaðið/Rúnar Pálmason
Nær hjarta
þjóðarinnar
„HÉR er á ferðinni
enn eitt meist-
araverk, á ferðalagi
sem hófst á útrás í
Debut og úthverfri
tjáningu í Post og
Homogenic, en hvarf
aftur til persónu-
legrar tjáningar og
innrænnar ljóðrænu
í Vespertine. Í
Medúllu er Björk
horfin á vit þess
allra innsta í mann-
eskjunni, uppruna
hennar, fortíðar,
eðlis og kjarna,“
segir Bergþóra
Jónsdóttir tónlistar-
gagnrýnandi í um-
sögn sinni um nýjustu plötu Bjarkar Guð-
mundsdóttur sem kemur út á mánudag.
Bergþóra gefur plötunni bestu með-
mæli, fimm stjörnur og segir að á henni sé
Björk „enn söm við sig; frumleg, skörp,
skemmtileg og næm, og spilar úr efnivið
sínum af miklum frumleika og óviðjafn-
anlegu listfengi.“/51
„Enn eitt
meistaraverk“
♦♦♦
STOFNAÐ 1913 233. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is