Morgunblaðið - 28.08.2004, Síða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ekta ítölsk leðursófasett á ótrúlegu verði
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri 70.000 kr. afsláttur
Model IS 26 - 3ja sæta sófi og tveir stólar
Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-16
Verð áður kr. 249.000 stgr.
Verð nú aðeins kr. 179.000 stg gæðahúsgögnBæjarhrauni 12, Hfj. Sími 565 1234
HJÁ ÍSLANDSBANKA er ákvæði um endur-
skoðun á fimm ára fresti á verðtryggðum hús-
næðislánum með 4,4% föstum vöxtum og getur
lántakandi greitt lánið upp án uppgreiðslu-
gjalds þegar vextir koma til endurskoðunar.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka,
segir að af hálfu bankans liggi til þess gild rök
að festa ekki lán til 25 eða jafnvel 40 ára. „Í
Vestur-Evrópu er algengast að endurskoðun-
arákvæði sé á vöxtunum innan lánstímabilsins.
Rökin fyrir því að binda ekki vextina allan
lánstímann eru einfaldlega áhætta viðskipta-
vinarins, þ.e.a.s ef vextirnir hreyfast í aðra
hvora áttina og þá helst til óhagræðis fyrir
neytandann þá getur það kostað hann mikið fé
í framtíðinni. Slík binding
er nánast fordæmislaus í
nágrannalöndum okkur,“
segir Bjarni.
Fáir búa í sama
húsnæði í fjörutíu ár
Hann segir það alltaf
vera spurningu í viðskipt-
um við einstaklinga hvort
þeir geri sér grein fyrir því
hversu mikla áhættu þeir séu að taka með
slíkri bindingu. „Við teljum að þetta sé ekki
ásættanleg áhætta fyrir neytendur og að það
samræmist ekki stefnu okkar um áhættutöku
viðskiptavina okkar ef þeir hefðu ekki þennan
endurskoðunarmöguleika. Að síðustu má síðan
nefna fjármögnun bankans sjálfs á móti þess-
um lánum; við viljum hafa sem mestan jöfnuð
á milli eigna og skulda í tímalengd lána,“ segir
Bjarni.
Aðspurður segir Bjarni að menn geti lent
illa í því að vera með bundið lán með fasta
vexti til langs tíma ef vextir síðan lækka. Það
myndi þá væntanlega koma fram í því að verð
fyrir fasteign, sem slíkt lán, sem ekki væri
hægt að losna við, hvíldi á myndi lækka. Afföll-
in á verðinu myndu þá endurspegla muninn á
markaðsvöxtunum og á föstu vöxtunum á lán-
inu.
Forstjóri Íslandsbanka um bindingu á húsnæðislánum til 25 eða 40 ára
„Ekki ásættanleg áhætta
fyrir neytendur“
Bjarni Ármannsson
EINN frægasti sportbíll sögunnar,
Porsche 911, breytist í fyrsta skipti
í 6 ár og hefur fengið nýtt útlit. Í
fyrsta skipti í sögu Porsche eru
kynntir tveir bílar á sama tíma, þ.e.
911 Carrera og 911 Carrera S.
Porsche hefur framleitt 911 sport-
bílinn síðan 1964 og hefur enginn
sportbíll sögunnar unnið jafn
marga sigra í kappakstri; yfir
14.000 sigrar hafa verið unnir á
þessari týpu, en alls hefur Porsche
unnið yfir 23.000 kappaksturssigra.
Porsche bílasýningin verður opin
fyrir almenning um helgina.
Morgunblaðið/Jim Smart
Perlan breytist í Porsche
NÆRRI einn af hverjum þremur íbúðareigendum á Akureyri og
í Reykjavík stefnir að því að nýta sér ný íbúðalán bankanna til
þess að endurfjármagna eldri lán. Þetta kemur fram í könnun
sem PSN-samskipti gerðu fyrir Viðskiptablaðið. Slétt 30% íbúð-
areigenda í Reykjavík og á Akureyri segja að það sé mjög lík-
legt eða frekar líklegt að þau muni notfæra sér ný íbúðalán
banka og sparisjóða til þess að endurfjármagna eldri lán. Aftur
á móti sagði 51% aðspurðra það vera frekar ólíklegt eða mjög
óeðlilegt.
Könnun Viðskiptablaðsins var gerð á miðvikudagskvöldið í
síma og var úrtakið lagskipt slembiúrtak fólks á aldrinum 24-67
ára í Reykjavík og á Akureyri.
30% hyggjast endur-
fjármagna eldri lán
TVEIR stærstu lífeyrissjóðir landsins,
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og
Lífeyrissjóður verzlunarmanna, munu
lækka vexti sína einhvern tíma í næstu
viku og líkur eru á að Sameinaði lífeyr-
issjóðurinn muni gera slíkt hið sama.
Þorgeir Eyjólfsson, framkvæmdastjóri
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir að
menn muni kynna breytingar á vaxta-
stefnu sjóðsins í næstu viku og þær breyt-
ingar muni taka gildi frá 1. september.
Þorgeir vildi hins vegar ekki gefa upp
hversu miklar breytingarnar yrðu en lán
til sjóðfélaga bera nú 5,13% vexti.
Jóhannes Siggeirsson, framkvæmda-
stjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins, segir að
vissulega séu menn að hugsa sinn gang í
vaxtamálum, það sé engin launung en ætli
kannski aðeins að doka við og sjá hvernig
þessu muni vinda fram.
Vextir hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum
til sjóðfélaga eru nú 5,6% en Jóhannes
segir ljóst að sjóðurinn verði að fylgja því
sem sé að gerast á markaðinum. „Við get-
um ekki verið með hærri vexti en aðrir, við
erum meðvitaðir um það.“
Haukur Hafsteinsson, framkvæmda-
stjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins
(LSR), segir vexti af lánum sjóðsins hafa
fylgt ávöxtunarkröfu á bréfum Íbúðalána-
sjóðs með tilteknu álagi. Þeir séu nú 4,83%
og hafi verið endurskoðaðir á þriggja
mánaða fresti og nú sé komið að því að
endurskoða vextina. Aðspurður hvort
breytingin verði með svipuðum hætti og
hjá Lífeyrissjóði sjómanna segir Haukur
það ekki vera ólíklegt, þ.e að vaxtabreyt-
ingin verði eitthvað svipuð hjá LSR.
Kynna vaxta-
breytingar í
næstu viku
NEYTENDASAMTÖKIN telja að alltaf eigi að vera
hægt að greiða upp íbúðalán, óeðlilegt sé, ef fólk hefur
vilja og getu til að greiða upp lán, að það megi það ekki.
Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður samtak-
anna.
„Við fordæmum öll ákvæði í lánasamningum um að
ekki megi greiða upp lán. Það er mjög einfalt. Við teljum
fráleitt, í fyrsta lagi, að banna fólki að greiða upp lán, og
í öðru lagi að láta það greiða einhverja sérstaka þóknun
umfram það sem telst eðlilegt. Það er fráleitt að fólk
þurfi að leggja í einhvern óeðlilegan kostnað til að fá að
greiða lán upp eins og þekkist líka,“ segir Jóhannes.
Fordæma ákvæði um að
ekki megi greiða upp lán
Jóhannes
Gunnarsson
BJÖRN Bjarnason, dómsmálaráð-
herra, segir að engin tillaga sé uppi
um að halda nýtt útboð um kaup á
þjónustu um Tetra-fjarskiptakerfið.
„Ríkiskaup sáu á sínum tíma um út-
boðið vegna Tetra-kerfisins. Við
meðferð málsins síðustu mánuði hef-
ur verið haft samráð við Ríkiskaup,
án þess að þaðan hafi komið tillaga
um nýtt útboð eða því hafi verið and-
mælt, að gerður yrði viðbótarsamn-
ingur á grundvelli upprunalega til-
boðsins. Hagsmunir dómsmálaráðu-
neytisins byggjast á því að ekki verði
rof í fjarskiptastarfsemi lögreglunn-
ar,“ segir Björn.
Óskar Magnússon, forstjóri Og
Vodafone, sagði í Morgunblaðinu í
gær að hann vildi að Tetra-fjar-
skiptakerfið yrði boðið út aftur enda
hefði ekki verið staðið við það tilboð
sem Reykjavíkurborg og dómsmála-
ráðuneytið gengu að í útboði árið
1999 og leiddi til samninga við Tetra
Ísland, sem þá hét Irja. Nú sé ný og
betri tækni komin til sögunnar sem
ekki þurfi að greiða meira fyrir en nú
standi til.
Borgarráð samþykkti fyrr í þess-
um mánuði viðbótarsamning við
Tetra Ísland sem
felur í sér veru-
legar gjaldskrár-
hækkanir fyrir
þjónustu fyrir-
tækisins. Málinu
er ekki lokið af
hálfu dómsmála-
ráðuneytisins.
Sé ný, betri og
ódýrari tækni
komin til sögunnar til að sinna þess-
um fjarskiptum segir Björn það að
sjálfsögðu athugunarefni eins og
ávallt, þegar um tækniþróun sé að
ræða. Þessum málum sé mjög mis-
jafnlega háttað eftir löndum og því
fleiri þjóðir, sem taki upp fjarskipta-
kerfi á borð við Tetra, þeim mun
hagkvæmara verði kerfið.
Leggja talstöðvum
„Ég sé til dæmis að þýska lögregl-
an er núna fyrst að koma fjarskipta-
málum sínum í það horf að menn
eygja þar þann kost, að unnt verði að
hverfa frá gamla talstöðvarsam-
bandinu. Hvernig nákvæmlega verð-
ur að því staðið er þó enn óljóst,“
segir Björn Bjarnason.
Tetra-fjarskiptakerfið
Engin tillaga
um nýtt útboð
Björn Bjarnason
GREININGARDEILDIR KB
banka og Landsbanka gagnrýndu
Íbúðalánasjóð fyrir mánuði fyrir að
bjóða íbúðabréf út í lokuðu útboði.
Voru bréfin í fyrsta útboði sjóðsins
seld erlendum fjárfestum. Það sama
var uppi á teningnum í öðru útboði á
íbúðabréfum nú í þessari viku.
Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði
vegna nýja útboðsins segir að sjóð-
urinn muni leitast við að selja
skuldabréf sín í opnum útboðum. Í
ljósi markaðsaðstæðna hér á landi í
kjölfar róttækra breytinga á útláns-
vöxtum íslenskra banka og spari-
sjóða hafi hins vegar verið ákveðið
að fara í lokað útboð sem eingöngu
var beint til erlendra fjárfesta. Og
aftur er Íbúðalánasjóður gagnrýnd-
ur. Í hálf fimm fréttum greiningar-
deildar KB banka í fyrradag segir að
ætla megi að betri kjör hefðu fengist
ef fleirum hefðu verið boðin bréfin og
Íbúðalánasjóður sé að gera verð-
myndun með langtímaraunvexti
mjög ógagnsæja. Vinnubrögð Íbúða-
lánasjóðs að undanförnu hafi verið til
þess að fæla erlenda fjárfesta frá og
hafi dregið úr trúverðugleika sjóðs-
ins.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa stjórnendur Íbúða-
lánasjóðs sagt markaðsaðilum að
næsta útboð verði opið.
Útboð aftur gagnrýnt