Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ erum eiginlega bara í sömu stöðu og nemendur, við viljum fá skýr svör frá ríkinu um það hvernig þessi samningur verður og að hann verði þá frágenginn. Það er þrýstingur úr öllum áttum. Skólarnir vilja hafa málin klár og nemendur og maður skilur það. Þetta er ófremdarástand, en það er ekki hægt að höggva endanlega á hnútinn fyrr en þessi samningur er kominn endanlega í gegn hjá ríkinu,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafn- arfirði, um málefni tónlistarnemenda sem stunda nám í Reykjavík en búa í öðru sveitarfélagi. Drög að samningi milli ríkis og sveitarfélaga, sem felur í sér að ríkið taki að sér stuðning við tónlistarnem- endur á framhaldsstigi, er nú í vinnslu hjá fjármálaráðuneyti og mennta- málaráðuneyti. Til þessa hafa sveit- arfélög stutt tónlistarnám og er það í þeirra verkahring lögum samkvæmt. Sveitarfélögin telja aftur á móti að þar sem ríkið fari með framhalds- menntun í landinu, eigi kostnaður af tónlistarmenntun á framhaldsstigi að vera í verkahring ríkisins. „Mér finnst mjög leiðinlegt að þetta skuli lenda á krakkagreyjun- um,“ segir Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri í Kópavogi. Hann segir mjög leiðinlegt að nemendur blandist inn í þetta, en meðan ríki og sveitarfélög benda hvort á annað eru nemendur í óvissu um nám sitt. Óeðlilegt af hálfu Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg studdi áður alla þá nemendur sem stunduðu nám á framhaldsstigi í tónlistarskólum borgarinnar, en tilkynnti í fyrra að því yrði hætt. Sigurður segir mjög óeðlilegt af hálfu Reykjavíkurborgar að segja þessu upp án þess að hafa komist að samkomulagi um hvað tæki við. Svona mál eigi að afgreiða án þess að nemendur verði þess varir. „Reykjavík sagði bara allt í einu upp þessu samkomulagi, um að hver borgaði fyrir þá nemendur sem hjá honum voru, án þess að vera búin að finna nokkurt samkomulag, hvorki við ráðuneytið né aðra, og þá er farið að ýta við nemendunum. Auðvitað eiga yfirvöld bara að leysa þetta sín á milli,“ segir Sigurður. Lúðvík segir að Samtök sveitarfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið með þetta mál inni á borði hjá sér á annað ár. Drög að samningi við ríkið hafi verið tilbúin í vor. „Við sveit- arstjórarnir í stóru sveitarfélögunum höfum verið að bíða eftir því að það komi einhver botn í það mál, áður en við tökum endanlega ákvörðun um aðra þætti málsins. Þannig hafa svör- in verið gefin hér frá okkur, að málið sé í biðstöðu. Það er ekki á fjárhags- rammanum hjá okkur að við séum að greiða fyrir eldri hópinn, en við ætl- uðum að sjá niðurstöðuna út úr þess- um endanlega samningi við ríkið,“ segir Lúðvík. Hann segir að sveitarfélögin séu ekki ánægð með ákveðna hluti í samn- ingsdrögunum, eins og að ríkið greiði eingöngu með þeim sem séu í val- námi, sem hægt sé að fá metið í fram- haldsnám. „Það eru ákveðnir hlutir sem við erum ekki sátt við, en viljum ná þessum málum fram, þannig að það séu a.m.k .stigin fyrstu skrefin. Meðan þessi samningur er ekki kom- in í höfn, sem átti að vera fyrir löngu síðan, samkvæmt öllum þeim loforð- um sem gefin voru, þá erum við með þetta í biðstöðu,“ segir Lúðvík. „Ráðuneytin hafa lag á því að draga öll mál sem kosta einhver útgjöld og þeir lofuðu þessu í fyrra haust, aftur um áramót, aftur í febrúar, aftur í maí og enn er þetta ekki komið,“ segir Sigurður. Nemendur milli steins og sleggju Lúðvík segir að þegar samningur við ríkið verði klár verði teknar end- anlegar ákvarðanir um aðrar áherslur í málinu. Sveitarstjórarnir á höfuð- borgarsvæðinu hafi gert samkomulag sín á milli um að standa þannig að málinu. „Við gerum okkur algjörlega grein fyrir því að nemendur eru í þeirri stöðu [á milli steins og sleggju]. Það er í raun og veru sama staða og menn voru í fyrir réttu ári síðan, þegar við sveitarfélögin tókum af skarið og ákváðum að taka allan kostnaðinn á okkur, gegn því loforði að ríkið kæmi inn í málið með samningi við okkur fyrir þetta skólaár. Sá samningur átti að vera klár í vor og drögin að honum lágu þá fyrir, en allur þessi tími hefur því miður liðið, án þess að hann sé kláraður,“ segir Lúðvík. Ófremdarástand fyrir nemendur Morgunblaðið/Þorkell Drög að samningi um tónlistarnám eru nú í vinnslu. Sveitarfélögin halda að sér höndum meðan óljóst er hvort verður af samningi við ríkið um tónlistarkennslu BORGARFJARÐARSVEIT greiðir ekki með nemendum í tónlistarnámi utan sveitarfélagsins, hvort sem er á grunn- eða framhaldsstigi, og hefur þetta þá þýðingu að Björn Þor- steinsson og kona hans Anna Guð- rún Þórhallsdóttir greiða hátt í hálfa milljón á ári með námi sona sinna, sem sækja sitt nám til Reykja- víkur. Þurfa þau að greiða þann hluta sem á að koma í hlut sveitarfé- lagsins, 288 þúsund krónur, til við- bótar við hefðbundin skólagjöld. Björn og Anna Guðrún eiga tíu ára son í fiðlunámi og átta ára son í píanónámi og keyra þá tvisvar sinn- um í viku frá Hvanneyri til Reykja- víkur, þar sem þeir sækja tónlistar- tíma. „Fyrsta skólaveturinn eftir þessa breytingu fengum við afslátt fyrir seinna barnið, en það er sama, það hleypur á hundruðum þúsunda sem þarf að borga aukalega,“ segir Björn. Gætu þetta ekki ef þau hefðu minni tekjur Þau hjónin þurfa að borga 144 þúsund krónur með hvorum syni, samtals 288 þúsund, til viðbótar við reglubundin skólagjöld sem eru samanlagt 150 þúsund. Alls greiða þau því 438 þúsund krónur á ári fyr- ir tónlistarnám sona sinna. „Þetta er eitthvað á fimmta hundrað þúsunda í heild, sem við þurfum að borga með báðum börnum. Við hjónin er- um bæði prófessorar hér við háskól- ann og getum auðvitað bara neitað okkur um að fara í útlandaferðir. Þetta snýst allt um forgang í lífinu, en auðvitað gætum við þetta ekki ef við værum tekjuminni,“ segir Björn. Hann segir að synir hans hafi í upphafi sótt tíma í Tónlistarskóla Borgafjarðar, sem þá hafi verið rek- inn af miklum vanefnum og skort viðunandi aðstöðu. Þeir hafi einnig byrjað að sækja tíma hjá erlendum kennara, sem var góður kennari en talaði ekki íslensku á þeim tíma. „Síðan þetta var hefur ýmislegt batnað hér í Borgarfirði, en við ákváðum á þessum punkti að fara með krakkana til Reykjavíkur í þennan sérhæfða skóla. Auðvitað var það dýrara og kostaði ferðalög, en við fengum þar mjög gott atlæti fyrir okkar syni og íslenskumælandi úrvalskennara sem við vorum mjög ánægð með,“ segir Björn. Hann segir að þegar aðstaðan í Borgarfirði batnaði, hafi drengirnir þegar numið í nokkur ár við skólann fyrir sunnan og orðnir vanir kennsluaðferðum þar og kennara sínum. „Við viljum ekki slíta þessu og viljum halda ótruflaðri fram- vindu í námi okkar barna. Mér finnst sem borgara í þessu landi að það sé óréttlæti fólgið í því að geta ekki boðið börnum sínum þá bestu og sérhæfðu þjónustu á sviði tónlist- armenntunar sem völ er á, bara af því að maður er utanbæjarmaður og ekki búsettur í höfuðborginni þar sem fjöldinn er,“ segir Björn. Hveragerði og Mosfellsbær styrkja sitt fólk Borgarfjarðarsveit hafnaði erindi Björns og Önnu Guðrúnar um að taka þátt í þeim þætti tónlist- arkennslunnar, sem sveitarfélögin eiga að greiða lögum samkvæmt, þar sem námið fari fram utan sveit- arfélagsins. „Ég hef að vísu hug á því að endurnýja áreiti við þá, því ég hef séð að sveitarfélög eins og Hveragerði og Mosfellsbær hafa ákveðið að styðja við bakið á sínum nemendum, sem vilja leita til höf- uðborgarinnar,“ segir Björn. Hann segir mikilvægt að for- eldrar geti valið hvar börn þeirra sæki menntun. „Ef þú átt barn sem á einhverja góða hæfileika á tilteknu sviði finnst mér að þú eigir að geta ræktað þá hæfileika með þeim með- ölum sem standa til boða í samfélag- inu, en búseta útiloki þig ekki frá því að geta veitt börnum þínum til- tekinn aðgang að þroskamögu- leikum.“ Borgarfjarðarsveit greiðir ekki með tónlistarnámi utan sveitarfélagsins Greiða hlut sveitarfélagsins úr eigin vasa MENNTAFÉLAGIÐ ehf. tók í gær í notkun nýja véla- og siglingaherma fyrir hönd Vélskóla Íslands og Stýri- mannaskólans. Vélhermirinn er til húsa í Véskólanum og uppfærsla siglingahermis í Stýrimannaskólan- um. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra ræsti af því tilefni vélar í 200 metra gámaskipi í vélhermi Vélskólans og stýrði skip- inu inn í höfnina í Halifax með aðstoð siglingahermisins.Kostnaður vegna kaupa á tækjunum og uppsetning þeirra nemur um 100 milljónum króna og komu menntamálaráðu- neytið og Ríkiskaup að gerð samn- inga en rekstur skólanna er í hönd- um Menntafélagsins ehf. Hluthafar í Menntafélaginu eru Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samband ís- lenskra kaupaskipaútgerða og Sam- orka. Vélskóli Íslands og Stýrimannaskólinn Morgunblaðið/ÞÖK Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ræsir vélar gáma- skipsins í Vélskólanum í gær og tekur stefnuna á Halifax. Nýir véla- og siglinga- hermar teknir í notkun MAÐUR var í Héraðsdómi Reykja- ness í gær sýknaður af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Hann var hins vegar fundinn sekur um ölvun við akstur, dæmdur í 60 þúsund króna sekt og sviptur ökuréttindum í hálft ár. Maðurinn, sem er Þjóðverji, ók í júlí í sumar bíl frá Kleifarvatni og áleiðis vestur Krýsuvíkurveg í átt að Hafnarfirði þar sem bifreiðin valt út af veginum við Vatnsskarð með þeim afleiðingum að farþegi í aft- ursæti bifreiðarinnar kastaðist út, hafnaði undir bifreiðinni og lést af áverkunum nokkrum dögum síðar. Fram kemur að áfengismagn í blóði mannsins var 0,89‰. Í niður- stöðum héraðsdóms segir, að þegar öll atvik séu virt, þyki, þrátt fyrir líkur á því að áfengisáhrif hafi skert ökuhæfni mannsins, leika vafi á því að hann hafi sýnt af sér slíkt gáleysi við akstur umrætt sinn að nægi til sakfellingar fyrir manndráp af gá- leysi. Í því sambandi beri að líta til þess að ekkert bendi til of hraðs aksturs hans heldur virðist sem hann hafi misst vald á bílnum er hann tók að skríða í beygju á veg- inum. Ber til þess að líta að lausa- möl var mikil og maðurinn óvanur slíkum aðstæðum. Segir loks að öll þessi atriði og fram kominn vafa í málinu beri að meta ákærða í hag. Finnbogi H. Alexandersson kvað upp dóminn. Karlmaður sýknaður af ákæru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.