Morgunblaðið - 28.08.2004, Síða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hí, hí, hí. Ég er líka búinn að vera á heimastjórnarafmæli.
Hvaða áhrif hefurupplýsingatækniá lýðræðið og
hvernig má nýta tæknina
til að styrkja það? Þetta
var á meðal spurninga
sem leitast var svara við á
norrænni ráðstefnu um
Lýðræðið á öld upplýs-
ingatækni sem hófst á
fimmtudag og lauk í gær.
Á ráðstefnunni sátu á
annað hundrað manns
hvaðanæva af Norður-
löndunum og á meðal
gesta voru ráðherrar,
þingmenn og embættis-
menn. Efnt var til ráð-
stefnunnar í tilefni af for-
mennsku Íslendinga í Norrænu
ráðherranefndinni, og fór hún
samhliða árlegum fundi norrænna
upplýsingatækniráðherra. Undir
yfirskriftinni Auðlindir Norður-
landa hafa Íslendingar leitt nor-
rænt samstarf á árinu, en sú yf-
irskrift hefur víðtæka skírskotun.
Liður í formennskuáætlun Ís-
lendinga er að varpa fram ofan-
greindum spurningum varðandi
lýðræðið og upplýsingatækni á
tímum alþjóðavæðingar.
Ríkisstjórn Íslands stefnir að
því að styrkja lýðræðislega
stjórnarhætti enn frekar með
þeim möguleikum sem ný tækni
býður upp á og stuðla að auknum
gæðum í stjórnsýslu hins opin-
bera. Þetta kom m.a. fram í ræðu
Geirs H. Haarde fjármálaráð-
herra, sem opnaði ráðstefnuna og
tók þátt í pallborðsumræðum
ásamt ráðherrum frá öllum Norð-
urlöndunum. Þeir lögðu m.a.
áherslu á gott samstarf meðal
þjóðanna á sviði upplýsingatækni
og að efla ætti það enn frekar.
Geir bendir á að staðan varðandi
upplýsingatækni á Íslandi sé
mjög góð, aðgangur að Netinu sé
gríðarlega víðtækur og notkun sé
mikil á mörgum sviðum. „Okkar
opinberu stofnanir, sveitarfélög
og aðrir slíkir aðilar hafa verið
mjög framarlega í því að bjóða
upp á þjónustu sína á Netinu, al-
menningur hefur tekið því mjög
vel og þátttakan er mjög mikil,“
segir Geir. Hann bendir á ef að
litið er á Ísland í stærra sam-
hengi, s.s. á Evrópuvettvangi, séu
Íslendingar komnir að mörgu
leyti lengra í almennri tölvunotk-
un heldur en aðrar þjóðir. „Það er
að hluta til vegna þess að við er-
um vel upplýst þjóð og fólk er
mjög fljótt að tileinka sér nýjung-
ar, það er nú reynslan í þessu.“
Þrjár megináherslur
Meðal þess sem Geir benti á í
ræðu sinni er að ríkisstjórnin
leggi megináherslur á þrjá þætti
hvað varðar þróun lýðræðis í upp-
lýsingasamfélaginu. Í fyrsta lagi
hvað varðar stjórnsýslu og lýð-
ræði eins og komið hefur verið að,
en stefnt er að því að gera hana
rafrænni og benti Geir t.a.m.
hversu vel hafi gengið við að fá
landsmenn til þess að skila skatt-
framtalinu í gegnum Netið, en
stærstur hluti framteljenda skilar
af sér á rafrænu formi. Opinberar
stofnanir eigi því að veita rafræna
þjónustu hvarvetna sem ætlað er
að leiða til aukinnar hagræðingar
og bættrar þjónustu við almenn-
ing og atvinnulíf segir í skýrslu
um stefnu ríkisstjórnarinnar um
upplýsingasamfélagið 2004–2007.
Í öðru lagi er stefnt að því að upp-
lýsingatæknin verði nýtt til þess
að skapa ný atvinnutækifæri,
örva nýsköpun og uppbyggingu
sprotafyrirtækja. Í þriðja lagi
stefna stjórnvöld að því að auka
aðgang að upplýsingum með
kynningu og vitundarvakningu
fyrir almenning, opinbera aðila og
aðila á vinnumarkaði.
Geir segir Norrænu ráðherra-
nefndina hafa ákveðið að útvíkka
samstarf Norðurlandanna austur
á bóginn til baltnesku landanna
og Rússlands, að samstarfið verði
á breiðari grundvelli. „Þar sem
við erum ekki síður veitendur en
þiggjendur. Við getum hjálpað
þessum aðilum heilmikið með því
sem við getum lagt af mörkum.“
Lýðræði fyrir alla,
ekki suma
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstri-grænna og með-
limur Norðurlandaráðs, flutti
ræðu á ráðstefnunni og sagði m.a.
að svör verði að fást við
ákveðnum undirstöðuspurningum
áður en lengra sé haldið. Hann
segir að tryggja verði aðgang
allra að tækninni ef tala eigi um
eflingu lýðræðisins í gegnum upp-
lýsingatækni. Þar komi hið opin-
bera inn sem sá aðili sem geti
tryggt og séð til þess að allir geti
orðið virkir þátttakendur í lýð-
ræðissamfélagi, t.d. í sambandi
við kosningar ef þær þróist í að
verða með rafrænum hætti í
framtíðinni. „Verður þá ekki al-
gerlega að tryggja að allir standi
jafnt að vígi gagnvart tækninni?
Það er auðvitað ekki í dag,“ segir
Steingrímur og bendir t.a.m. á að
hluti landsbyggðarmanna búi við
skerta möguleika á að taka þátt í
rafrænu lýðræði því þeir hafi t.d.
ekki netaðgang.
Hann bendir sérstaklega á
tvennt varðandi möguleika tækn-
innar í lýðræðislegu samhengi. Í
fyrsta lagi bein kosning almenn-
ings til að gera fólk þátttakendur
í ákvarðanatöku, sem hann segist
þykja spennandi kostur. Í öðru
lagi möguleikar tækninnar til að
dreifa upplýsingum, þannig að
fólk geti myndað sér skoðun og
tekið afstöðu til málefna.
Fréttaskýring | Norræn ráðstefna
Upplýsinga-
tækni og lýðræði
Ríkisstjórnin ætlar að styrkja lýð-
ræðislega stjórnhætti með tækninni
Geir H. Haarde tók þátt í ráðstefnunni.
Tæknin verkfæri en ekki
markmið í sjálfu sér
„Það verður líka að vera ein-
hver mannlegur þáttur í þessu.
Menn verða að geta hringt í
símanúmer og fengið einhverja
manneskju sem talar við þá og
útskýrir fyrir þeim, það má ekki
alveg gleymast í þessu,“ segir
Geir H. Haarde varðandi þátt
upplýsingatækninnar í lýðræð-
islegu samfélagi. Tæknin geti
sparað mönnum tíma og fyrir-
höfn en hún komi aldrei í stað
persónulegra samskipta.
jonpetur@mbl.is
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA
hefur skipað dr. Ágúst Sigurðsson í
stöðu rektors Landbúnaðarháskóla
Íslands til næstu fimm ára. Land-
búnaðarháskóli Íslands verður til úr
sameiningu Landbúnaðarháskólans
á Hvanneyri, Garðyrkjuskóla ríkis-
ins að Reykjum og Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins (Rala) frá og með
1. janúar 2005.
Ágúst lauk doktorsprófi í búfjár-
erfðafræði við sænska landbúnað-
arháskólann árið 1996 og hlaut við-
urkenningu fyrir framúrskarandi
árangur í doktorsnámi frá konung-
legu sænsku akademíunni. Áður
hafði hann út-
skrifast sem bú-
fræðingur frá
Bændaskólanum
að Hvanneyri árið
1983, lokið raun-
greinadeildar-
prófi frá Tækni-
skóla Íslands árið
1986 og hlotið
B.Sc.-gráðu frá
búvísindadeild
Hvanneyrar árið 1989.
Frá árinu 1996 hefur hann starfað
sem ráðunautur í erfða- og kynbóta-
fræði hjá Bændasamtökum Íslands
og sem landsráðunautur í hrossa-
rækt frá ársbyrjun 1999. Sem slíkur
hefur hann verið leiðandi á sviði
hrossaræktar og hestamennsku hér
á landi og starfað sem kynbóta-
dómari og fyrirlesari í aðildarlönd-
um Alþjóðasamtaka eigenda ís-
lenskra hesta. Þá hefur hann stýrt
ýmsum umfangsmiklum rannsókn-
arverkefnum, m.a. varðandi ræktun
íslensku kýrinnar. Ágúst er kvæntur
Unni Óskarsdóttur og eiga þau fjög-
ur börn.
Umsækjendur um stöðuna voru 14
og voru þeir allir taldir uppfylla lág-
marksskilyrði laga um hæfni.
Nýr rektor Landbúnaðarháskólans
Dr. Ágúst
Sigurðsson