Morgunblaðið - 28.08.2004, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 28.08.2004, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 9 Á MORGUN tekur sóknarprestur við embætti í nýrri sókn í Reykjavík, Grafarholtsprestakalli. Ásamt því að vera fyrsti presturinn í þessari sókn er sr. Sigríður Guðmarsdóttir fyrsta konan til að gegna embætti sóknar- prests í Reykjavík. Í hverri sókn starfar einn sóknarprestur sem hef- ur yfirumsjón með öllu starfinu en við margar sóknir starfa einnig aðrir prestar, sem oft eru kallaðir safn- aðarprestar, auk annars starfsfólks. Sigríður varð fyrst sóknarprestur á Suðureyri árið 1990. Hún starfaði þar til ársins 1994 og aðstoðaði m.a. prestinn á Ísafirði eftir snjóflóðin í Súðavík. Sigríður fluttist svo til Ólafsfjarðar og gegndi embætti sóknarprests þar fram til ársins 2000 að hún hélt til New Jersey í Banda- ríkjunum til að stunda doktorsnám. „Ég átti heima í New Jersey, rétt hjá New York, þegar hryðjuverkaárás- irnar urðu árið 2001. Ég hjálpaði þá til við ýmislegt sem sneri að Íslend- ingum og var m.a. með helgistund og sálgæslu. Þetta var ósköp erfiður tími. Maður hélt áfram að vera hræddur lengi á eftir. Ég held reyndar að fólk sé enn í skelfingu.“ Lengi álitið karlastarf Sigríður segir ráðningu sína vera ákveðin tímamót. „Konur eru í kringum þriðjungur prestastéttar- innar og hafa víða orðið sóknar- prestar á landsbyggðinni en ekki gengið nógu vel að komast í embætti í Reykjavík. Það eru þó margar kon- ur sem gegna embætti safnaðar- presta,“ segir Sigríður og bætir við að nú sé samkeppnin orðin harðari þar sem þónokkurt atvinnuleysi sé í prestastéttinni en það er breyting frá því sem áður var. Sigríður er langt komin með dokt- orsritgerð sína sem fjallar um kvennaguðfræði og dulræna guð- fræði. Hún segir að lengi vel hafi prestastarfið verið álitið karlastaða og að fólk hafi jafnvel lýst því yfir að það vildi ekki láta jarða sig af konu. „Það er margt sem hefur áunnist í jafnréttismálum Þjóðkirkjunnar en það er jafnframt margt eftir,“ segir Sigríður og bætir við að kvenprestar séu ekki endilega ólíkir karlprestum en að þeir séu kannski næmari fyrir þætti tungumálsins. „Það er t.d. langt síðan ég hef heyrt kvenprest kalla söfnuðinn bræður eða tala um allt í karlkyni. Ég held að stærsta málið í þessu öllu sé að virða til jafns gjafir karla og kvenna.“ Enn sem komið er er engin kirkja í Grafarholti en söfnuðurinn hefur aðstöðu í sal að Þórðarsveig 3. Þar er Sigríður jafnframt með skrifstofu í herbergi sem áður var ætlað fyrir þvottahús. Sérstök áhersla á barnastarfið Sigríður segist vera sérlega já- kvæð fyrir að fá að byggja upp sókn- ina frá grunni. „Mér þótti einmitt merkilegt þegar ég tók upp prests- þjónustubækurnar. Í þær eru öll verk presta skráð, s.s. skírnir, hjóna- bönd, fæðingar og dauðsföll. Ég hef alltaf tekið við gömlum bókum sem hafa kannski verið í notkun í fimmtíu ár en núna er það ég sem á að skrifa á fyrstu síðuna.“ Sigríður segir að hún muni leggja sérstaka áherslu á barnastarfið enda mikið af börnum í hverfinu. Sigríður bætir við að lokum að prestastarfið vindi alltaf upp á sig með tímanum þegar betri tengsl hafa myndast við fólkið í sókninni. Fyrsta konan sem gegnir emb- ætti sóknarprests í Reykjavík Morgunblaðið/Árni Torfason Sr. Sigríður Guðmarsdóttir er prestur í nýrri sókn í Grafarholti. Peysur - Peysur heilar - hnepptar - renndar síðar - stuttar Stærðir 36-56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Silkipeysur Langerma, stutterma Silkitoppar Einlitar og teinóttar dragtir frá Merrytime Einnig sparifatnaður frá Steilmann Verið velkomnar Mjódd, sími 557 5900 Daily Vits FRÁ E rt u s la p p u r A ll ta f ó d ýr ir Stanslaus orka H á g æ ð a fra m le ið sla -fyrir útlitið Nr. 1 í Ameríku KYNNUM OKKAR METNAÐARFULLA 13 VIKNA NÁM Í LJÓSMYNDA-OG TÍSKUFÖRÐUN. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 11 - 16 Hamraborg 7, Hamrabrekkumegin • Sími 544 8030 • makeupforever.is SKRÁNING Á STAÐNUM. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR. Digranesvegur Hamraborg Hamrabrekka Nýbýlavegur Hafnarfjarðarvegur Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Flott föt fyrir konur á aldrinum 25-90 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.