Morgunblaðið - 28.08.2004, Page 10

Morgunblaðið - 28.08.2004, Page 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Cherie Booth Blair, lögmaðurog eiginkona Tonys Blair,forsætisráðherra Bret-lands, sagði á málþingi um Konur, völd og lög sem fram fór í Reykjavík í gær að eitt stærsta mál- efni 21. aldarinnar snerist um jafn- vægið milli einkalífs og vinnu. Það málefni varðaði ekki aðeins konur heldur einnig karla. Talaði hún í því sambandi m.a. um nauðsyn þess að konur og karlar deildu ábyrgðinni á uppeldinu og heimilisstörfunum. Ennfremur þyrfti að koma meiri sveigjanleika á vinnutíma fólks. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði Booth Blair að því, eftir mál- þingið, hvernig hún sjálf færi að því að halda jafnvægi milli einkalífs og vinnu sagði hún: „Ég held að það sé ögrun fyrir mig, rétt eins og fyrir all- ar aðrar útivinnandi mæður.“ Bætti hún því við að sennilega væru allar útivinnandi mæður með smá sam- viskubit yfir því að ná aldrei þessu jafnvægi. „Ég er því líka með smá samviskubit,“ sagði hún. „Ég held að konur geri meiri kröfur til sjálfra sín en karlar. Við verðum að reyna að gera minni kröfur til okkar. Ef okkur tekst það þá losnum við kannski við samviskubitið.“ Málþingið var haldið á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynja- fræðum og Lagadeildar Háskóla Ís- lands. Að loknum framsöguerindum fór fram pallborðsumræða, en síðdeg- is unnu þátttakendur í málefnahóp- um. Þinginu var slitið síðdegis. Bera enn meiri ábyrgð Í erindi sínu fjallaði Booth Blair m.a. um stöðu kvenna innan breska dómskerfisins. Hún sagði að um helmingur laganema í Bretlandi væri konur. Á hinn bóginn væru konur ekki fjölmennar í dómarastéttinni. Þær væru til að mynda um 6% dóm- ara hjá æðri dómstólum. Blair sagði að svipaða sögu mætti reyndar segja af mörgum öðrum löndum Evrópu- sambandsins. Ísland væri heldur engin undantekning í þessum efnum. Af níu Hæstaréttardómurum væru tvær konur. Og af 38 dómurum á hér- aðsdómsstiginu væru aðeins tíu kon- ur. Booth Blair sagði að ein ástæða þess að konur næðu ekki sama frama og karlar væri vafalaust sú að úti- vinnandi konur bæru enn meiri ábyrgð á heimilisstörfum og barna- uppeldinu en karlar. Þrátt fyrir það væri það ekki bara konur sem vildu ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Æ algengara væri að karlar höfnuðu því að vinna óhóflega langan vinnu- dag. Sagði hún að breyta þyrfti þess- ari óraunsæu hugmynd um hlutverk kynjanna. Konur ættu m.ö.o. ekki einar að bera ábyrgð á fjölskyldunni. Sjálf hefði hún reynt að koma þess- ari hugsun í framkvæmd á sínu eigin heimili. „Mér tókst að telja eig- inmann minn á að taka viku fæðing- arorlof þegar fjórða barn okkar, Leo, fæddist árið 2000,“ sagði hún og sýndi gestum skopmynd sem birst hafði í síðdegisblaðinu Daily Mail á þeim tíma. Þar sést hvar hún situr klofvega á eiginmanni sínum, með blómavasa í hendi og heimilið í rúst. „Eins og þið sjáið þurfti ég að beita hann hörðu,“ bætti hún við og uppskar mikinn hlát- ur þinggesta. Sagði hún ennfremur að skopmyndin væri það eina rétta sem blaðið hefði birt um sig í gegnum tíðina. Aftur uppskar hún hlátur. Bara goðsögn Booth Blair sagði aðra sögu af heimilislífinu, sem lýsti, að hennar sögn, hefðbundnum hugmyndum um hlutverk kynjanna. „Ég minnist þess þegar ég og eiginmaður minn vorum með þrjú ung börn á níunda áratugn- um,“ sagði hún. Skýrði hún síðan frá því að Ray Powell, sem þá hefði verið áhrifamikill í þingflokki Verka- mannaflokksins, hefði sagt við eig- inmann hennar, Tony Blair, að hann myndi ekkert komast áfram í stjórn- málum, ef hann héldi áfram að fara heim til sín fyrir klukkan sjö á kvöld- in til að hitta börnin áður en þau færu að sofa. Í staðinn ætti Tony að „hanga á börunum, með félögum sínum, sem flestir voru karlar,“ sagði hún. Tók hún fram að eiginmaðurinn hefði þó ekki hlustað á þessar ráðleggingar. „Tímarnir hafa breyst á þessum tutt- ugu árum,“ bætti hún við, „en kannski ekki eins mikið og við vild- um.“ Ítrekaði hún að ekki væri nóg að vera með jafnrétti í orði, það þyrfti einnig að vera á borði. Booth Blair fjallaði að síðustu um mikilvægi þess að konur gegndu dómarastöðum til jafns við karla. Hún sagði m.a. að það snerist ekki um pólitíska rétthugsun heldur um skilvirka og nútímalega stjórn- arhætti. Nútímaleg opinber þjónustu ætti að endurspegla þarfir og hags- muni þess þjóðfélags sem hún starf- aði í. Konur væru helmingur þjóð- félagsins og því ættu þær að eiga fulltrúa í dómarastéttinni. Minni- hlutahópar ættu sömuleiðis að eiga fulltrúa í þeirri stétt. Cherie Booth Blair um jafnvægi milli vinnu og einkalífs Sennilega eru allar útivinnandi mæður með smá samviskubit Morgunblaðið/Árni Torfason Cherie Booth Blair hélt erindi á málþingi um konur, völd og lög í Reykjavík í gær. CHERIE Booth Blair rekur lög- mannsstofu í Matrix í London. Í fjöl- miðlum í Bretlandi hefur stundum verið talað um að hún hafi dregið sig í hlé, þegar eiginmaður hennar fór að verða áberandi í stjórnmálum. Hún segir hins vegar aðspurð í sam- tali við Morgunblaðið að það sé ekki rétt. „Þetta er ein af þessum goð- sögnum. Fólk gerir ráð fyrir því að þannig hafi þetta verið.“ Hún hafi þvert á móti haldið áfram sínum frama. „Og ég hef mjög mikla ánægju af því að vera lögmaður.“ Hélt áfram sínum frama Morgunblaðið/ÞÖK KYNBUNDINN launamunur er stjórnarskrárbrot og eigendur fyr- irtækja fara á mis við hagnað með því að hafa konur ekki í stjórn. Þetta var meðal sjónarmiða sem komu fram á málstofu um konur og vinnumarkað sem haldin var í tengslum við málþingið Konur – valdið – lögin á vegum Rannsókna- stofu í kvenna- og kynjafræðum í gær. Atli Gíslason hæstaréttarlög- maður fjallaði um lagaúrræði og stjórnvaldsaðgerðir til að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði, Þorgerð- ur Einarsdóttir, lektor í kynja- fræðum, ræddi um kynjaskiptingu vinnumarkaðarins og Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræðingur og þingmaður, talaði um aðferðir til að takast á við launamun kynjanna. Atli benti m.a. á að í samfélaginu í dag eru karlar „norm“ en konur frávik frá „norminu“. Á þeim hug- myndum byggist svo óskráður kynbundinn og karllægur sam- félagssamingur sem stjórnar að- stæðum kynjanna og gegnsýrir ís- lenska löggjöf. „Ein afleiðing þessa er að störf kvenna eru hvorki metin af félagslegum né fjárhagslegum verðleikum til jafns við karla,“ sagði Atli. Atli sagði að stjórnarsáttmálar, jafnréttisáætlanir og fögur fyrir- heit hafi ekki nægt til að jafna stöðu kvenna og karla á vinnu- markaði. Hann benti á mikilvægi lagasetninga og stjórnvaldstækja og sagði vel mögulegt að leita fyr- irmynda í samkeppnislöggjöfinni sem ætlað er að hafa eftirlit með viðskiptum. „Ég tel ekkert tiltöku- mál að veita Jafnréttisstofu sömu valdheimildir til að sinna víðtæk- um eftirlitsskyldum sínum og vinna gegn mannréttindabrotum, þ.e. kynbundnum launamun, land- lægri launaleynd og bæta þannig „samkeppnisstöðu“ kvenna. Og vel að merkja, brot á samkeppnislög- um eða lögum um fjármálastarf- semi eru ekki stjórnarskrárbrot eins og kynbundinn launamunur er,“ sagði Atli og vísaði til 65. greinar stjórnarskráarinnar þar sem segir að konur og karlar skuli njóta jafns réttar. Atli gagnrýndi skattastefnuna harðlega og sagði hana þurfa að taka mið af kjörum kvenna, sérstaklega láglaunakvenna, í stað þess að hygla stór- eigna- og hátekju- mönnum. Hann benti á að á meðan tekjur lág- launakvenna undir fá- tæktarmörkum eru skattlagðar eru eignarskattur og hátekjuskatt- ur felldir niður í áföngum og aðeins 10% skattur settur á fjármagns- tekjur. Snýst um valdatengsl Þorgerður Einarsdóttir sagði í erindi sínu að einkum mætti greina tvenns konar kenningar í um- ræðunni um stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Annars vegar væru kenningar hinnar nýklassísku hag- fræði sem einblínir á val einstak- lingsins og gerir m.a. ráð fyrir að launamunur jafnist út þegar konur hafa aukið menntun sína og starfs- reynslu. Hins vegar eru kenningar sem taka til stofnanabundinna og kerfislægra þátta „Árið 2000 var álíka hátt hlutfall karla og kvenna með háskólapróf … Staðan hefur samt ekki batnað þrátt fyrir að menntunarbilinu sé að verða lokað ,“ sagði Þorgerður og bætti við að kenningar nýklassískrar hagfræði gangi því ekki upp. Þorgerður benti á slaka stöðu kvenna í stjórn- unarstöðum fyrirtækja og í valda- stöðum í samfélaginu hvort sem um er að ræða innan einkageirans eða hins opinbera. Þrátt fyrir að konur sækist eftir ábyrgð í starfi og launahækkunum virðist það ekki skila sér í bættari hlutföllum karla og kvenna í ábyrgðarstöðum og minnkandi launamun. „Þetta er spurning um valdatengsl sem eru sköpuð og endursköpuð í sífellu og móta hegðun okkar og hugmynd- ir,“ sagði Þorgerður og áréttaði að vinna þurfi gegn goðsögnum og ranghugmyndum um ástæður stöðu kvenna á vinnumarkaði og þá sérstaklega hjá stjórnendum fyrirtækja. Enga ofurtrú á lagasetningum Bryndís Hlöðversdóttir ræddi um aðgerðir til að taka á launamun kynjanna á vinnumarkaðinum. Hún benti m.a. á að meira en tveir þriðju hlutar stærstu fyrirtækja á Íslandi eru eingöngu með karlkyns stjórnendur og ekkert þeirra með fleiri en eina konu í stjórn. Bryndís hafnaði því alfarið að ástæðunnar væri að leita hjá konunum sjálfum „Ég held að skýringanna sé að leita víða. Nærtækasta skýringin er líklegast sú staðreynd að þegar maður hugsar um stjórnanda í stórfyrirtæki sér maður fyrir sér karlmann. Það dapurlegasta við þessa stöðu hjá fyrirtækjum er að með þessari þráhyggju eru eigend- ur íslenskra fyrirtækja að verða af hagnaði sem þeir gætu orðið sér úti um ef þeir hættu að hugsa um karlmenn eingöngu þegar þeir velja stjórnanda eða forstjóra í fyr- irtækinu sínu.“ Bryndís áréttaði mikilvægi mannauðsstjórnunar og benti á sterk tengsl milli góðra stjórnsýsluhátta fyrirtækja og þess að stjórnir séu kynblandaðar. „Íslenskir atvinnurekendur eru aftarlega á merinni þegar kemur að því að nýta sér mannauðsstjórn- un sem stjórntæki,“ sagði Bryndís og benti m.a. á að ekki séu bestu aðferðir nýttar við ráðningu nýrra starfs- krafta og að kunnings- skapur og kynferði ráði meiru við val starfs- manna en hæfni. „Þjóðfélaginu í heild þarf að breyta eigi eitthvað að gerast. Spurningin er hins veg- ar sú hverjir eru ábyrgir fyrir slík- um breytingum. Ég vil meina að konurnar séu það ekki lengur. Þær hafa nógu lengi litið í sinn eigin barm og leitað skýringa,“ sagði Bryndís og bætti við að fyrirtækin geti ekki lengur borið við að þau finni ekki hæfar konur. Bryndís sagðist ekki hafa ofurtrú á laga- setningum í þessum efnum. „Ég held að hvatning opinberra aðila og skylda til að skila inn upplýs- ingum sem síðan er komið á fram- færi við neytendur geti haft meiri áhrif en lagasetning,“ sagði Bryn- dís og benti á að ábyrgð neytenda sé mikil. Málstofa um konur og vinnumarkað var haldin í gær Kynbundinn launamunur er stjórnar- skrárbrot „Þjóðfélaginu í heild þarf að breyta eigi eitthvað að gerast“ Á þriðja hundrað manns, aðallega kon- ur, tók þátt í mál- þinginu Konur, völd og lögin sem fram fór í Reykjavík í gær. Cherie Booth Blair var sérstakur gestur málþingsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.