Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 11
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 11 Allir, sem hafa áhuga á tónlist, eru velkomnir í kórana og ekki nauðsynlegt að vera félagi í KFUM og KFUK. Skráning fer fram á skrifstofu KFUM og KFUK, Holtavegi 28, 104 Reykjavík, eða í síma 588 8899 og á netfanginu skrifstofa@skrifstofa.is. Nýtt! Unglingakór og Gospelkór KFUM og KFUK KFUM og KFUK í Reykjavík hefur ráðið listrænan stjórnanda, Keith Reed, sem er að stofna tvo nýja kóra. Kórastarfið er öllum opið. Unglingakór KFUM og KFUK fyrir 16-25 ára Lögð verður áhersla á kröftugan söng ásamt dansi og leikrænni tjáningu. Gleði og fögnuður verða í fyrirrúmi. Æfingar verða á miðvikudögum frá kl. 18:30-20:00 í félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg. Verð 6.000 kr. fyrir misserið. Gospelkór KFUM og KFUK fyrir 20 ára og eldri Sungin verða sígild gospellög og ný lofgjörðar- tónlist. Æfingar verða á miðvikudögum frá kl. 20:00-22:00 í félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg. Verð er 10.000 kr. fyrir misserið. KOLMUNNAAFLI íslenzku fiski- skipanna er nú orðinn 294.000 tonn samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva. Erlend fiskiskip hafa landað hér um 67.000 tonnum og því hafa íslenzku fiski- mjölsverksmiðurnar tekið á móti um 360.000 tonnum það sem af er ári. Síldarvinnslan á Seyðisfirði hefur tekið á móti langmestu af kolmunn- anum eða ríflega 101.000 tonnum. Næst kemur Eskja á Eskifirði með 61.000 tonn og Síldarvinnslan í Nes- kaupstað fylgir fast þar á eftir með ríflega 57.000 tonn. Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði er með 48.000 tonn, HB Grandi á Akranesi með 30.500, Tangi á Vopnafirði með 23.000, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er með tæp 13.000, Samherji í Grinda- vík með 6.300, Hraðfrystistöð Þórs- hafnar með 6.200, Skeggey á Höfn með tæp 6.000, Síldarvinnslan í Siglufirði er með 3.400, Ísfélag Vest- mannaeyja með 3.000. Þá hefur verksmiðja Ísfélagsins á Krossanesi tekið á móti 750 tonnum og Síldar- vinnslan í Helguvík er með 135 tonn. Versmiðjur SVN hafa því tekið á móti ríflega 160.000 tonnum samtals. Íslenzku síldarskipin hafa landað alls 45.000 tonnum til bræðslu hér á landi og erlend skip hafa landað 6.000 tonnum. Verksmiðjurnar hafa því tekið á móti 51.000 tonnum. Langmestu hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, 16.500 tonnum. Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum er með 9.000 tonn, hraðfrystistöð Þórshafnar með 8.700, Ísfélag Vestmannaeyja á Krossanesi er með 5.000 tonn, HB Grandi á Akranesi með 3.300 og Ís- félag Vestmannaeyja í Eyjum með 3.150 tonn. Tangi á Vopnafirði er með 2.750, Eskja á Eskifirði með 1.250, Loðnuvinnslan á Fáskrúðs- firði með 800 og Síldarvinnslan á Seyðisfirði er með 500 tonn. Nokkuð er á reiki hver heildarafli íslenzkra skipa úr norsk-íslenzka síldarstofninum er. Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu er heildar- aflinn um 82.000 tonn. Norska fiski- stofan hefur hins vegar gefið út að ís- lenzku skipin hafi veitt um 50.000 tonn á Svalbarðasvæðinu. Sé gert ráð fyrir að það sé að langmestu leyti síld sem unnin er úti á sjó verður heildaraflinn um 95.000 tonn. Leyfi- legur heildarafli er um 128.000 tonn. Yfir 100.000 tonn af kolmunna til Seyðisfjarðar TÖLUR um verðvísitölur fiskaflans sem Hagstofan hefur birt sýna að verð heildaraflans upp úr sjó hefur lækkað um 5,6% frá því í byrjun árs- ins. Undangengið tvö ár hefur verð heildaraflans lækkað um tæp 17%. Þessar lækkanir eiga að stórum hluta rætur að rekja til styrkingar íslensku krónunnar en að hluta má rekja þetta til lækkunar á afurðaverði í erlendri mynt. Frá þessu er greint í Morgunkorni Íslandsbanka, en þar segir ennfrem- ur: „Auk lækkunar á verði afla hefur útgerðin þurft að takast á við ýmsa aðra neikvæða þætti í ytri skilyrðum. Olíuverð hefur verið hækkandi, vextir á uppleið og afli dvínandi í ýmsum verðmætum tegundum. Svo dæmi sé tekið hefur afli í úthafskarfa dregist saman um 38% á milli fyrstu sex mán- aða þessa árs og sama tímabils í fyrra. Afli á grálúðunni hefur dregist saman um 28% á sama tíma og 24% í loðnu.“ Minna afla- verðmæti ♦♦♦ FRÉTTIR VEIÐI hefur gengið mjög vel í Víðidalsá í sumar. Að sögn Ragn- ars Gunnlaugssonar frá Bakka, formanns veiðifélags Víðidalsár, voru um 1400 laxar komnir á land um miðja vikuna. Er það mikil breyting frá því í fyrra, þegar 588 laxar veiddust í ánni. Mest er þetta smálax en veiði hefur verið mjög jöfn og góð. Veitt er fram í miðjan september. Þá hefur veiðin á silungasvæði Víðidalsár einnig verið góð. Veiði- menn hafa náð allt að fjörutíu sjó- bleikjum á tvær stangir á dag, og segir Ragnar bleikjuna bæði fal- lega og væna. Líflegt í Breiðdalnum Að sögn veiðimanns sem varð fyrir svörum í veiðihúsinu við Breiðdalsá hefur verið góð veiði þar síðustu daga. Eftir hressilega rigningu fyrr í vikunni, þar sem hækkaði vel í ánni, tók laxinn við sér og veiddust 17 á miðvikudag og 12 daginn eftir. Alls voru komnir 335 laxar upp úr ánni og samkvæmt upplýsingum frá leigutaka árinnar stefnir í met- veiði ef svo svo heldur fram sem horfir. Stærsti lax sumarsins er 17 pund. En það er ekki bara lax sem tekur í Breiðdalsá, heldur hafa verið veiddar 770 bleikjur, frá því silungsveiðin hófst í maí, og 390 urriðar. Veiðimaðurinn sem rætt var við lenti í rífandi bleikjutöku í Gljúfrahyl í gærmorgun, en þá landaði hann tíu bleikjum á stutt- um tíma. Góður gangur í Víðidalsá Morgunblaðið/Sölvi Ólafsson Þorsteinn J. Vilhjálmsson veiðimaður fær aðstoð við að losa fluguna, svartan Frances, úr 13 punda laxi sem hann veiddi í Vatnsdalsá á dög- unum og fékk laxinn að synda aftur út í strauminn. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FORMENN frjálshyggju- og jafn- réttisdeilda Heimdallar hafa kært þá ákvörðun nýkjörinnar stjórnar fé- lagsins að leggja deildirnar niður og fella starfsemi þeirra inn í nýja mál- efnahópa. Í tilkynningu frá formönnum deild- anna, þeim Helgu B. Bjargardóttur og Ragnari Jónassyni, er ákvörðun stjórnar Heimdallar sögð brjóta lög félagsins og stjórnin sökuð um að beita valdi sínu gegn virkum fé- lagsmönnum í félaginu með ólögleg- um og ólýðræðislegum hætti. Stjórn Heimdallar segir í ályktun sinni um skipulagsbreytingarnar að fulltrúum deildanna, sem lagðar voru niður, hafi verið boðin þátttaka í starfshópum sem á að koma á lagg- irnar; jafnréttisdeild í starfshóp um mannréttindi en starfsemi frjáls- hyggjudeildarinnar tekur að mati stjórnarinnar til allra málefna- og starfshópa í nýju skipulagstillögun- um. Alls verða níu málefna- og starfs- hópar starfandi á vegum félagsins í vetur. Ekki mikill samstarfsvilji Helga B. Bjargardóttir, formaður jafnréttisdeildar Heimdallar, segir að í reglum félagsins komi skýrt fram að ef deild sé stofnuð innan félagsins megi stjórnin aðeins leggja deildina niður ef starfsemi hennar stríði gegn stefnu félagsins. „Þessi stefna er mörkuð á aðalfundi og ég veit ekki til þess að við höfum gert neitt sem brjóti í bága við hana,“ segir Helga og gagnrýnir einnig að samráð hafi ekki verið haft við for- menn deildanna heldur þær einfald- lega leystar upp vegna skipulags- breytinga. „Það virðist ekki vera mikill vilji til samstarfs af hálfu Bolla,“ segir Helga. Hún bendir jafnframt á að sjálf- stæð deild sé ólík nefnd á vegum fé- lagsins að því leyti að formenn deilda eigi seturétt á stjórnarfundum félags- ins en formenn nefnda ekki. Telja sig í fullum rétti Bolli Thoroddsen, formaður Heim- dallar, segir að stjórn félagsins telji sig vera í fullum rétti að fella málefna- starfið í nýjan farveg. „Við teljum að stjórn Heimdallar móti stefnu félagsins og við erum að víkka út, opna og samhæfa málefna- starf félagsins. Í sjöundu grein laga Heimdallar segir að málefnastarfið sé á forræði stjórnar, fulltrúaráðs og al- mennra funda og nefnda sem þessir aðilar kjósa sér til aðstoðar,“ segir Bolli. Aðspurður hvers vegna samráð hafi ekki verið haft við formenn deild- anna áður en ákvörðunin var tekin, segir Bolli að fulltrúar úr báðum deildunum hafi verið á stjórnarfund- inum þar sem ákvörðunin var tekin og rætt hafi verið við þá áður en gengið var til atkvæða auk þess sem þeim hafi sérstaklega verið boðin þátttaka í nefndastarfinu. Hann segir að nýja stjórnin leggi mikla áherslu á að opna félagið og ætli því að hafa opna stjórnarfundi einu sinni í mánuði. Því eigi ekki að skipta máli þó fulltrúar deildanna eigi ekki lengur aðild að stjórnarfundum. Kæran er nú í vinnslu og mun full- trúaráð Heimdallar taka málið til um- fjöllunar fljótlega. Heimdallur kynnir tillögur að málefnastarfi Frjálshyggju- og jafn- réttisdeildir lagðar niður Helga B. Bjargardóttir Bolli Thoroddsen Formenn deildanna hafa kært ákvörðunina HVORKI meira né minna en 22 þús- und lítrar af vatni rúmast í bílnum sem Eiríkur Oddsson ekur fyrir Jörva á Hvanneyri. Hann var að dæla vatni upp úr Miðfellsvatni með stórri slöngu þegar Morgunblaðið átti þar leið um á dögunum. Ætlunin var að bleyta veg hinum megin við vatnið áður en veghefill færi þar yfir. Eiríkur segir að veg- urinn megi heldur ekki vera of blautur áður en farið er með hef- ilinn yfir, því þá sé hann „bara bless og út“. Vatni dælt úr Mið- fellsvatni Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.