Morgunblaðið - 28.08.2004, Side 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Núna standa yfir miklar framkvæmdir á
skólalóðinni við Grunnskólann í Borg-
arnesi. Verið er að byggja gervigrasvöll af
stærðinni 27 x 47 m og leggur KSÍ til gervi-
grasið en Borgarbyggð sér um alla undir-
vinnu. Vegna þessa er skólalóðin ónothæf
eins og er framan við unglingadeildina og
öll umgengni verulega takmörkuð. Bíla-
stæði fyrir kennara og starfsfólk skólans
eru teppt af vinnuvélum og tilheyrandi og
búið er að girða af vinnusvæðið svo að börn-
in fari sér ekki að voða. Óhætt er að full-
yrða að skólafólk hlakkar til þess að fram-
kvæmdunum ljúki og enn spenntari eru
knattspyrnuiðkendur sem bíða eftir bættri
aðstöðu til æfinga og leikja.
Framkvæmdagleðin er víðar í Borgar-
nesi því ástandið er svipað við leikskólann
Klettaborg. Þar var byrjað á viðbyggingu
um miðjan júlí þegar leikskólinn var lok-
aður vegna sumarleyfa. Í viðbyggingunni,
sem er um 110 fm, verður eldhús, kaffistofa
starfsfólks, skrifstofa, geymsla, ræsting/
þvottur og salerni fyrir fatlaða og er áætlað
að allt verði tilbúið í byrjun desember.
Helsta truflunin af framkvæmdunun þar er
hávaðamengun sem er að sjálfsögðu óhjá-
kvæmileg. En að sögn leikskólastjóra hefur
þessi röskun gefið börnunum heilmikið „í
leikinn“ og orðið tilefni til skemmtilegra
umræðna.
Krakkarnir í Bjargslandinu hafa tekið
gleði sína á ný eftir að komið var með ný
leiktæki á róluvöllinn. Þeir horfðu nefnilega
á í sumar þegar allt var rifið niður, og veltu
margir fyrir sér hvort þarna ætti ekkert að
vera lengur. En nú er búið að bæta úr því
og kominn er nýr kastali, nýjar rólur, vega-
salt og rennibraut. Fréttaritari sá að verk-
takar þurftu ítrekað að vísa börnunum frá á
meðan á uppsetningu stóð þar sem ákefðin
og eftirvæntingin var þvílík að starfsmenn
fengu varla frið með hallamálið til að stilla
tækin af.
Safnahús Borgarfjarðar og Snorrastofa
eru að efla samstarf sitt og eru starfsmenn
á hvorum stað á kafi í undirbúningi fyrir
dagskrá og sýningu vegna aldarminningar
Guðmundar Böðvarssonar, skálds frá
Kirkjubóli. Sýning á munum úr fórum Guð-
mundar verður opnuð föstudaginn 3. sept-
ember í Safnahúsinu og dagskrá tileinkuð
skáldinu veruð haldin laugardaginn 4. sept-
ember í Snorrastofu. Samstarf þessara
stofnana er styrkur fyrir báðar og nokkur
fyrirtæki hafa stutt verkefnið fjárhagslega.
Úr
bæjarlífinu
BORGARNES
EFTIR GUÐRÚNU VÖLU ELÍSDÓTTUR
FRÉTTARITARA
Keppni um titilinnSuðurnesjatröllið2004 fer fram
þessa dagana. Mótið hófst
með skógarhöggi í Hafn-
arfirði í gær.
Í dag kl. 13 verður
keppt í drumbalyftu og
steinatökum í Sandgerði
og er keppnin liður í Sand-
gerðisdögum. Þá fer hóp-
urinn að Samkaupum í
Njarðvík og keppir í
krossfestulyftu kl. 14.30
og keppni lýkur í Grinda-
vík kl. 16 þar sem keppt er
í hleðslu og drætti. Margir
þekktustu aflraunamenn
landsins eru meðal þátt-
takanda, meðal annars
Magnús Ver Magnússon,
Auðunn Jónsson , Kristinn
Haraldsson, Jón Valgeir,
Grétar Guðmundsson og
Guðmundur Otri.
Suðurnesjatröll
Hvammstangi | Fimm
fengu styrki úr Húnasjóði
sem er í vörslu byggða-
ráðs Húnaþings vestra.
Sjóðnum er ætlað að
stuðla að fag- og endur-
menntun. Húnasjóður var
stofnaður af Ásgeiri
Magnússyni og Unni Ás-
mundsdóttur, sem ráku
Alþýðuskóla á Hvamms-
tanga árin 1913 til 1920.
Styrkurinn er kr. 100.000
á mann en hann hlutu
Amalía Lilja Kristleifs-
dóttir nemi í líffræði, Kol-
brún Stella Indriðadóttir
nemi í viðskiptafræði,
Björgvin Brynjólfsson
nemi í stjórnmálafræði,
Ægir Pétursson nemi í
tölvunarfræði og Margrét
Guðrún Ásbjarnardóttir
nemi í búvísindum.
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Styrkveitingar úr Húnasjóði
Séra Hjálmar Jóns-son hafði lofað vísuen eitthvað dróst
að senda hana:
Ekki treysta um of á prest
sem einnig brugðist getur.
Vísu færðu fyrir rest,
en fyrirgefðu, Pétur.
Eftir menningarnótt
kom upp í hugann Hjálm-
ars vísa sem Hilmir Jó-
hannesson orti eitt sinn:
Í upphafi var ágæt veislan,
einn og sérhver fínn og
strokinn.
En mikið var nú
menningarneyslan
minni, svona undir lokin.
Björn Ingólfsson leit
við í Reðursafninu á
Húsavík:
Nú er farið fólki að sýna
í faðmi Þingeyinga
hana-, krumma-, hunda-,
svína-,
hesta- og mústittlinga.
Frá menning-
arnótt
pebl@mbl.is
FERÐAFÓLK naut veðurblíð-
unnar á hálendinu síðari hluta
sumars, eins og íbúar og gestir
annarra landshluta. En sá tími
er úti enda kólnar fyrr á há-
lendinu. Andstæðurnar voru
sláandi í hálendisvininni
Hveravöllum einn sólardag fyr-
ir skömmu. Þá hlýjuðu franskir
ferðamenn sér í heitu lauginni
á meðan félagar þeirra biðu
dúðaðir undir vegg skálans.
Enn er töluverð umferð um
Kjöl enda vonandi langt í að
leiðin lokist.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Andstæður á hálendinu
Ferðalög
TUTTUGU sækja um stöðu skólastjóra
hins nýja Sjálandsskóla í Garðabæ en um-
sóknarfrestur rann út í upphafi vikunnar.
Nýr skólastjóri verður ráðinn á næstu vik-
um en hann mun vinna að undirbúningi
skólastarfs sem hefst að ári, að því er fram
kemur á vef sveitarfélagsins.
Um stöðuna sóttu þau Anna María
Proppé, Arnþór Ragnarsson, Árdís Ívars-
dóttir, Einar Sveinn Árnason, Elísabet Jó-
hannesdóttir, Erna Ingibjörg Pálsdóttir,
Finnur Magnús Gunnlaugsson, Guðlaug
Erla Gunnarsdóttir, Guðrún Soffía Jónas-
dóttir, Hannes Fr. Guðmundsson, Helgi
Grímsson, Hulda Birna Baldursdóttir, Jör-
undur Ákason, Kristinn Svavarsson, Sif
Vígþórsdóttir, Sigríður Dúa Goldsworthy,
Sigríður Hrefna Jónsdóttir, Sigríður Sig-
urðardóttir, Svandís Ingimundardóttir og
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir.
Tuttugu
sækja um Sjá-
landsskóla
ÞORKELL Þorsteinsson hefur verið end-
urráðinn aðstoðarskólastjóri Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki,
til eins árs, segir að skagafjordur.com.
Hann hefur gegnt stöðunni síðustu árin.
Þrír umsækjendur voru um starfið, auk
Þorkels voru það Ársæll Guðmundsson,
sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar
og fyrrverandi aðstoðarskólastjóri skól-
ans, og Herdís Sæmundardóttir, kennari
við skólann og fyrrverandi bæjarfulltrúi.
Ráðinn aðstoð-
arskólameistari
♦♦♦
HÓPUR af erlendum sjálfboðaliðum sem kallar sig veraldarvini hefur ver-
ið að störfum á Siglufirði undanfarna daga. Hópurinn mun starfa hér alls í
tvær vikur undir stjórn garðyrkjustjóra við ýmis umhverfisverkefni.
Meðal verkefna eru göngustígagerð í skógræktinni í Skarðdal, stikun
gönguleiða umhverfis Siglufjörð og vinna við endurgerð á Maddömuhúsi
sem mun í framtíðinni hýsa þjóðlagasafn sr. Bjarna Þorsteinssonar. Þetta
er annar sjálfboðaliðahópurinn sem kemur í sumar til starfa við svipuð
verkefni. Alls hafa 35 sjálfboðaliðar því komið í sumar og sett skemmti-
legan svip á bæjarlífið.
Ljósmynd/Steingrímur Kristinsson
Sjálfboðaliðar: Hluti af hópnum við Leyningsfoss í skógræktinni.
Veraldarvinir vinna
að umhverfisverkefnum
RÆKJUVERKSMIÐJAN Íshaf hf. á
Húsavík hefur sagt upp samningi um
vaktavinnu sem gilt hefur milli fyrirtæk-
isins og Verkalýðsfélags Húsavíkur. Upp-
sögnin tekur gildi um miðjan september.
Fram kemur á vef stéttarfélaganna í
Þingeyjarsýslum að hér er fyrst og fremst
um að ræða varúðarráðstöfun hjá fyrir-
tækinu þar sem lítil rækjuveiði hefur verið
að undanförnu. Þá hafi hátt verð á svokall-
aðri iðnaðarrækju, sem keypt er til fram-
leiðslunnar, gert rækjuverksmiðjum
landsins erfitt fyrir. Stjórnendur fyrirtæk-
isins vonast til að geta útvegað nægt hrá-
efni svo unnt verði að halda vaktavinnunni
áfram. Að öðrum kosti er líklegt að unnið
verði á einni dagvakt, að því er fram kemur
á vefnum.
Vaktavinnu-
samningi sagt upp
♦♦♦