Morgunblaðið - 28.08.2004, Side 21
MINNSTAÐUR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 21
Bílskúrshurðir
Iðnaðarhurðir
Sími 594 6000
Bæjarflöt 4, 112 R.vík
Kópavogur | Árlegar viðurkenningar
Umhverfisráðs Kópavogs voru af-
hentar við hátíðlega athöfn í Félags-
heimili Kópavogs í gær. Alls voru
veittar sex viðurkenningar fyrir fegr-
un og fallegt umhverfi, en það var
Margrét Björnsdóttir, formaður Um-
hverfisráðs, sem afhenti viðurkenn-
ingarnar.
Við tækifærið afhenti Hreinn
Bergsveinsson, formaður Rot-
aryklúbbs Kópavogs, Sigurði Geirdal
bæjarstjóra fræðsluskilti sem Rot-
ary- Lions- og Kivanisklúbbar í
Kópavogi standa að ásamt umhverf-
isráði og bæjarskipulagi. Þá var í lok
athafnar haldið í rútuferð þar sem
hinir viðurkenndu staðir voru skoð-
aðir, fræðsluskilti um þá fest upp og
skjöldur afhjúpaður við götu ársins
2004, sem er Sæbólsbraut 1–31.
Andri Helgi Sigurjónsson, lands-
lagsarkitekt og starfsmaður um-
hverfisráðs segir þessum viður-
kenningum ætlað að hvetja íbúa
bæjarins til að fylgja fordæmi þeirra
sem vel gera. „Áður fyrr voru alltaf
veittar viðurkenningar fyrir fegurstu
garðana, og þannig var gert í um
fjörutíu ár,“ segir Andri Helgi. „Síð-
ustu tíu ár hefur verið gerð áherslu-
breyting á viðurkenningunum, þess
eðlis að viðurkenningar eru veittar
því sem vel er gert og athyglisvert í
bæjarfélaginu á sviði umhverfismála.
Það eru ýmsir flokkar og ekki þeir
sömu ár eftir ár. Það sem við sjáum
að vel er gert viljum við veita við-
urkenningu.“
Framlag til ræktunarmála
Hrafnhildur Bernharðsdóttir og
Jón Viðar Magnússon hlutu við-
urkenningu fyrir starf sitt að upp-
græðslu og trjárækt við Lind-
arhvamm, sem einnig ber númerið
Vatnsendablettur 5. Í umsögn Um-
hverfisnefndar segir „Lind-
arhvammur við Elliðavatn er sann-
kallaður unaðsreitur. Þó ófá handtök
og vinnustundir liggi að baki rækt-
unar landsins er hægt að segja að
ánægjan og gleðin sem gróðurinn
veitir sé margfalt á við það sem lagt
var í verkið í upphafi.“
Framlag til umhverfismála
Heilsuleikskólinn Urðarhóll hlaut
viðurkenningu umhverfisráðs fyrir
ötult starf við flokkun og endurnýt-
ingu sorps og öfluga umhverfisstefnu
sem byggist á ábyrgri umgengni,
flokkun og endurnýtingu og ábyrgum
innkaupum. Hafa starfsmenn leik-
skólans unnið markvisst að þróun
verkefna í umhverfisgeiranum og um
leið aflað sér dýrmætrar reynslu sem
getur auðveldað öðrum leikskólum að
feta í fótspor Urðarhóls. Í umsögn
Umhverfisnefndar segir: „Það er að
verða okkur jarðarbúum ljóst að auð-
lindir jarðarinnar eru ekki óþrjót-
andi. Fræðsla og umhverfisvitund
eru mikilvægustu þættirnir til þess
að opna augun og bregðast við mál-
um.
Með frumkvöðlastarfi sínu vinnur
Heilsuleikskólinn Urðarhóll bæj-
arfélaginu ómetanlegt gagn á sviði
umhverfismála.“
Frágangur húss og lóðar
Húsvirki hf. fékk viðurkenningu
vegna fjölbýlishússins að Lómasölum
2–4, sem er fjögurra hæða, tveggja
stigaganga fjölbýlishús. Húsið er
hannað með það fyrir augum að allt
viðhald verði í lágmarki. Í umsögn
Umhverfisnefndar segir m.a.: „Ljóst
er að við byggingu Lómasala 2–4 hef-
ur verið lögð rík áhersla á að vanda
vel til alls frágangs.
Samspil húss og lóðar er ágætlega
leyst og undirstrikar mikilvægi þess
að hús og umhverfi sé hannað í sam-
hengi.“
Framlag til umhverfismála
Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð fékk
viðurkenningu fyrir fjölbreytt úti-
svæði og fallegt umhverfi, þar sem
áhersla er lögð á möguleika til útivist-
ar og líkamsþjálfunar. Í umsögn seg-
ir: „Það er vísindalega sannað að um-
hverfi með fallegum, fjölbreytilegum
og gróskumiklum gróðri hefur já-
kvæð og góð áhrif bæði á andlega og
líkamlega heilsu manna.“
Verðlaun fyrir hönnun
Björgvin Snæbjörnsson hlaut við-
urkenningu fyrir hönnun einbýlis-
hússins að Laxalind 6. Þar var haft að
leiðarljósi að nýta til fulls fallegt út-
sýni frá lóðinni. Að skapa góð tengsl
milli innri og ytri rýma og að skapa
skemmtilega umgjörð utan um dag-
legt líf fjölskyldunnar. Þykir húsið
hafa látlaust form og er leitast við að
nýta útsýni sem best og hleypa inn
birtu. Í umsögn Umhverfisráðs segir:
„Einbýlishúsið að Laxalind 6 er gott
dæmi um hönnun sem tekur mið af
lóð og lagar sig að henni.“
Eins og áður segir var Sæbóls-
braut 1–31 valin gata ársins 2004. Við
hana eru raðhús á tveimur hæðum
sem standa nálægt götu. Engar
gangstéttar eru við götuna né heldur
bílastæði önnur en þau sem eru innan
lóða. Skjólveggir, gróðurker og gróð-
urbeð ná að götu og gefa henni hlý-
legt yfirbragð og þykja snyrti-
mennska og góður frágangur
einkenna götumyndina.
Umhverfisráð Kópavogsbæjar veitir umhverfisviðurkenningar
Sæbólsbraut
1–31 fegursta
gata Kópavogs
Morgunblaðið/ÞÖK
Fegursta gatan: Sæbólsbraut 1–31 þótti bera af í snyrtilegu umhverfi.
Reykjavík | Skólastarf er að hefjast í
Kennarháskóla Íslands þessa dag-
ana og gangar skólans iða af lífi.
Fjarnemar setja jafnan mikinn svip
á skólastarfið í upphafi haustmiss-
eris þar sem þeir mæta fyrstir í skól-
ann í um vikulangar lotur.
Sú nýbreytni er tekin upp í skól-
anum í ár að allir nýnemar, bæði í
stað- og fjarnámi, hefja nám á sama
tíma. Eitt af markmiðum skólans er
að tengja fjarnám og staðnám meira
en verið hefur og er skipulag ný-
nemaviku spor í þá átt.
Grunnskólabraut fjölmennust
Líkt og áður er grunnskólabraut
fjölmennasta braut skólans með 986
nemendur og leikskólabraut er
næstfjölmennust með 362 nemend-
ur. KHÍ er næststærsti háskóli
landsins og í vetur munu samtals
2.544 stúdentar stunda þar nám en
af þeim er rúmlega helmingur í fjar-
námi eða um 61% stúdenta.
Í framhaldsdeild munu 573 nem-
endur stunda nám í vetur, þar af 102
í meistaranámi.
Tvær nýjar brautir eru kenndar til
Dipl.Ed.-gráðu en það er Fullorðins-
fræðsla og Kennslufræði og skóla-
starf.
Símenntunarstofnun Kennarahá-
skólans býður upp á úrval námskeiða
fyrir fagstéttir skólans og almenn-
ing. Ein nýjung í vetur eru fræðslu-
kvöld fyrir foreldra þar sem tekið
verður á ýmsum málum er varða
skólagöngu og uppeldi.
Símenntunarstofnun hefur um-
sjón með ökukennaranámi í sam-
vinnu við Umferðarstofu og er áætl-
að að það nám hefjist um næstu
áramót.
Skólastarf
í Kennara-
háskóla Ís-
lands hafið
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
ÞAÐ verður mikið um að vera á Akureyri í dag, í
tilefni Akureyrarvöku, sem haldin er í tengslum
við afmæli Akureyrarbæjar og lok Listasumars.
Boðið er upp á viðamikla dagskrá víða, í Kjarna-
skógi, við
Íþróttahöll og á
sundlaugarsvæð-
inu en mest verð-
ur þó um að vera
í miðbænum.
Fjöldi myndlist-
arsýninga verður
opnaður í sýning-
arsölum bæj-
arins og tónlist-
armenn verða
vítt og breitt um
bæinn með hljóð-
færi sín. Í Samkomuhúsinu verður opið hús og
starfsemi LA kynnt og ætlar Hildigunnur Þráins-
dóttir að leika einþáttunginn, Maður, kona: egglos,
sex sinnum í röð. Í Borgarbíói verður myndin
Bærinn við Pollinn, eftir Gísla Sigurgeirsson, sýnd
fjórum sinnum. Að auki verða fjölmargar aðrar
uppákomur. Vökunni lýkur með eldgöngu kl. 23.
Kyndlaberar fara úr Listagili og mæta kyndlareið
Léttismanna og Lúðrasveitar Akureyrar í skrúð-
göngu sem endar við Strandgötu. Þar verða eldar
tendraðir með aðstöð félaga úr Cirkus Atlantis.
Akureyringum og gestum á
Akureyrarvöku verður boðið
að smakka á grilluðu nauta-
kjöti á Ráðhústorgi í dag.
Líf og fjör um allan bæ
RÚMLEGA 20 vélhjólakappar frá
Akureyri héldu í þriggja daga ferð
á torfærufákum sínum í gær. Lagt
var upp frá Brúarlandi í Eyjafjarð-
arsveit, yfir í Mývatnssveit, þar sem
hópurinn gisti í nótt. Ekið var yfir
Bíldsárskarð, inn að Sörlastöðum í
Fnjóskadal, yfir Vallafjall í Bárð-
ardal, upp í Svartárkot og áfram
Suðurárbotna að Grænavatni í Mý-
vatnssveit. Í dag heldur hópurinn í
dagsferð í Kelduhverfi en gistir svo
aftur á Sel-Hóteli Mývatni í nótt.
Að sögn Gunnars Hákonarsonar
leiðangursstjóra er hér um að ræða
hinn árlega HH túr, eins og hann
orðaði það og er ýmsum vél-
hjólaköppum boðið að taka þátt í
ferðinni. Gunnar sagði að ekið væri
eftir slóðum og að ferðin væri farin
í sátt við landeigendur á leiðinni.
Fyrirtæki Gunnars, HH verktakar,
býður svo öllum hópnum til grill-
veislu í samstarfi við Sel-Hótel Mý-
vatni, bæði föstudags- og laug-
ardagskvöld.
Morgunblaðið/Kristján
Vélhjólakappar á ferðalagi
Vélhjólakapparnir leggja af stað frá Eyjafjarðarsveit yfir að Mývatni.
„ÉG ER þokkalega ánægður,“ sagði
Halldór Jónsson, forstjóri Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri, um
skýrslu Ríkisendurskoðunar um
sjúkrahúsið sem birt var í gær.
„Skýrslan er almennt jákvæð hvað
okkur varðar, starfsemi spítalans og
rekstur. Þannig að fyrir hönd okkar
starfsfólks er ég ánægður með nið-
urstöður skýrslunnar.
Hann sagði að á það bæri einnig
að líta að „við ráðum ekki endilega
öllu,“ og vísaði þar til margs konar
utanaðkomandi þátta, sem stjórn-
endur FSA réðu ekki, m.a. varðandi
hönnun viðbyggingar, aukinn launa-
kostnað og hærri lyfjakostnað svo
eitthvað sé nefnt.
Áætlanir liggja fyrir
„Það sem okkur þykir skipta
mestu varðandi viðbygginguna er að
nú liggja fyrir áætlanir um nýtingu
hennar,“ sagði Halldór en í skýrsl-
unni er gagnrýnt að byggingin hafi
staðið auð til fjölda ára þar sem ekki
fékkst fé til að innrétta hana. Þá hafi
hönnun verið ábótavant og hún nýt-
ist því ekki sem skyldi. Byggingin
var hönnuð hjá embætti Húsameist-
ara ríkisins. Halldór benti á að
byggingin hafi verið hönnuð fyrir
meir en 12 árum en á þeim tíma sem
liðinn er hafi forsendur breyst. Það
mætti þó segja að fyrirkomulag
byggingarinnar væri að vissu leyti
gallað. „Það þjónar hins vegar eng-
um tilgangi að eyða miklu púðri í
vangaveltur um það núna,“ sagði
Halldór. Nú væri verið að ganga til
samninga við verktaka um innrétt-
ingu á einni af ónotuðu hæðunum í
byggingunni. „Ráðherra hefur svo
samþykkt áform um nýtingu á hin-
um hæðunum, en þar verður stjórn-
sýsla spítalans og þar verður einnig
þjónusta við sjúklinga án innlagnar,
eða svonefnd ferliverk.“ Halldór
sagðist vonast til þess að fé yrði sett
í þau verkefni í beinu framhaldi af
innréttingunni sem nú er að fara af
stað.
Forstjóri Fjórðungssjúkrahússins um skýrslu Ríkisendurskoðunar
Almennt jákvæð í okkar garð