Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 23
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 23 Kópasker | Ný sláturlína hefur verið sett upp í slátur- húsi Fjallalambs hf. á Kópaskeri og unnið að lokafrá- gangi mikilla endurbóta á sláturhúsinu. Markmiðið er að fá leyfi til útflutnings á Evrópumarkað og halda leyfi til slátrunar fyrir innlenda markaðinn. Eigendur Fjallalambs stóðu frammi fyrir því í vor að loka sláturhúsinu og þiggja boð um fjárstuðning til að úrelda það eða hefja umfangsmiklar endurbætur. Ákveðið var að halda starfseminni áfram. Garðar Egg- ertsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs hf., segir að nauðsynlegt hafi verið að fá leyfi til útflutnings. Þá væru breytingarnar forsenda þess að halda sláturleyfi fyrir innlendan jafnt og erlendan markað eftir að kröf- ur til sláturhúsa verða hertar eftir þrjú ár. Samstaða í héraði Fjallalamb er mikilvægur vinnuveitandi á Kópaskeri og var mikil samstaða um þessa framkvæmd meðal bænda, í sveitarstjórn og meðal íbúa héraðsins. Sá áfangi breytinganna sem unnið er að í sumar kostar um 50 milljónir og hafa heimamenn lofað 30 milljóna króna hlutafé til að standa undir því auk þess sem Byggða- stofnun leggur fram 10 milljóna kr. hlutafé. Meginhluti framkvæmdarinnar er því fjármagnaður með nýju eig- in fé. Slátrunarsalurinn er allur endurnýjaður. Meðal ann- ars hefur verið sett upp ný fláningslína og verður féð eftirleiðis fláð hangandi. Garðar segir að slátrunin eigi að vera hagkvæmari með þessu móti, hægt verði að auka afköstin án þess að fjölga starfsfólki. Þá verði vinnan léttari og auðveldara að halda kjötinu hreinu og auka gæði þess. „Það hefur orðið mikil breyting í kröfum til slátur- húsa. Þetta eru ekki lengur grófir staðir sem notaðir eru við að aflífa fé heldur matvælavinnslur þar sem fullbúin matvara er unnin,“ segir Garðar. Á næstu árum er áformað að ráðast í lagfæringar á kjötvinnslu fyrirtækisins til að auka möguleika á sögun og niðurhlutun kjötskrokkanna. Segir Garðar að það sé nauðsynlegt til að reyna að fá sem best verð fyrir af- urðirnar á erlendum mörkuðum. Fjallalamb er sérhæft sauðfjársláturhús og kjöt- vinnsla og hefur reksturinn yfirleitt gengið ágætlega og vel gengið að selja afurðirnar. Hægt hefur verið að halda eigninni nokkuð vel við, að sögn Garðars, en ekki verið afgangur umfram það. Hann segist nokkuð bjart- sýnn á framtíðina. Segir að sala á lambakjöti bendi til þess að markaðurinn sé á uppleið aftur eftir ákveðinn öldudal og hægt verði að horfa fram á veginn. Miklar endurbætur á sláturhúsi Fjallalambs hf. Markaðurinn á uppleið Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir Matvælavinnsla: Slátrað verður í haust í endurbættum slátursal Fjallalambs. Þar er meðal annars komin ný fláningslína. Garðar Eggertsson stendur í ströngu. LANDIÐ þess að bæta samfélagið og það er ákaflega gaman að fá tækifæri til að sjá börnin vaxa upp og komast til manns. Hér áður fólst skólastarfið í því að búa fólk undir verk sem vitað var hvernig átti að vinna. Í dag eru þjóðfélagsbreytingar það hraðar að hver manneskja upplifir miklar breytingar á sinni starfsævi. Við leit- umst við að búa nemendurna undir að takast á við samfélag sem enginn veit hvernig verður með því að gera þau viðbúin að fást við óþekktar að- stæður. Þetta setur skólastarfið í annað samhengi því þegar samfélag- ið breytist þarf að takast á við margt. Við erum ekki með lausnirnar heldur búum nemendurna undir að fara í hina miklu sendiför sem bíður þeirra að loknum skóla,“ segir Birgir þegar hann er beðinn að skilgreina áherslur skólastarfsins. Hann er mjög ánægður með viðtökur íbúanna á Selfossi og segir mikla eftirvænt- ingu ríkja í kringum skólann. „Þetta er afar spennandi verkefni og það er mikill styrkur að finna þann hlýhug sem kemur frá foreldrum og bæj- arbúum öllum. Farsælt skólastarf byggist á því að vel takist til í sam- vinnu skólans og allra sem standa að nemendunum. Skólastarfið er sam- vinna og sameiginlegt átak sem mið- ar að því að skapa farsælan skóla,“ segir Birgir Edwald, skólastjóri hins nýja Sunnulækjarskóla Selfossi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Birgir Edwald skólastjóri með nýbyggingu Sunnulækjarskóla í baksýn. www.toyota.is Sýningin er opin laugardag kl. 12 - 16 sunnudag kl. 13 - 16 ING um helgina Nú eru síðust u forv öð að tryggj a sér A vensis á þess u tilbo ði. Innifal ið: Kró mpakk i og ál felgur eða só llúga. Avens is 120 .000 k r. aukab únaðu r fylgi r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.